Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 25.07.1968, Side 1

Frjáls þjóð - 25.07.1968, Side 1
25. júlí 1968 Fimmtudagur 22. tbl. 17. árgangur HVAÐ ER FRAMUNDAN I ALÞÝÐUBANDALAGINU ? Upplausn — eða nýtt líf? Næstu 3—4 mánuðir geta orðið býsna afdrifaríkir fyrir íslenzka vinstri hreyfingu. Nú í haust hlýtur Alþýðubandalag ið að halda landsfund, og þar verður að gera út um örlög þess: á að breyta því í stjóm- mál.aflokk sem ekki þolir fé- iögum sínum aðild að öðrum flokkum eða flokkslegum sam tökum? Ef það gerist ekki, sýnist augljóst að pólitísku hlutverki þess sé lokið. # Tvöfalt kerfi Sameiningarflokkur alþýðu Sósíalistaflokkurinn hefur nú í meira en áratug ekki þótt frambærilegur í almennum kosningum hér á landi. Á þess um áratug hefur flokkurinn þó haldið lífi, a. m. k. hér í Reykjavík, og enn gefur hann út dagblað, en þar sem Al- þýðubandalagið hefur verið raunverulegur baráttuvett- vangur vinstri manna, hefur Sósíalistaflokkurinn smám saman misst gildi; frjálslynd- ari og raunsærri öfl í flokkn- um hafa smám saman látið hann eftir einstrengingslegum og afturhaldssömum öflum, sem nokkurs konar málfunda- klúbb. Það hefur þó æðilengi vafizt fyrir allmiklum hluta þeirra manna sem áður fylgdu Sósíalistaflokknum, að taka eðlilegum afleiðingum af stjórnmálaþróun síðasta ára- tugs, láta hann lönd og leið og taka höndum saman við aðra róttæka vinstri menn um að gera Alþýðubandalagið að fullgildum stjórnmálaflokki. Það tvöfalda (eóa þrefalda) kerfi sem þannig hefur verið á flestum sviðum í starfsemi Alþýðubandalagsins, hefur verið gróðrarstía tortryggni og sundurlyndis. Margvíslegur ágreiningur um málefni hefur verið ríkjandi innan Alþýðu- bandalagsins, en hann hefur þó ekki verið slíkur að ekki! gæti rúmast í einum flokki, ef, allir aðilar hefðu gengið til samstarfs af fullum heilindum og ekki hikað við að ræða á- greiningsmálin opinskátt, en hófsamlega og málefnalega. Þess í stað voru málefnalegur Framh. á bls. 6. Ryklaust Iand — Fagurt land Vi<S Islendingar njótum þess a<5 búa í fögru landi þar sem nægilegt svigrúm er til ferða- laga í óspilltri náttúru. Við höf- um hér viS bæjardyrnar hlunn- indi, sem menn ýmissa annarra þjóða fara um langan veg til a<S sækja. En fegurS landsins daprast mikiíS er við ökum fjöl farnar leiðir á só'lskinsdögum og útsýn byrgist sýn af glóru- lausum rykmekki. Ýmsar vin- sælustu helgarleiðir Reykvík- inga út úr bænum eru nær ó- færar af þessum sökum. Það er orðið algert þjóðþrifamál að rykbinda sumar þessar leiðir, t. d. ÞingvallaleitSina, það mundi margfalda ánægju ferða manna, því a<S eins og ástandið er nú getur verið hreinasta kval ræði að aka þessa leið um helg ar. MEÐAL EFNIS Gunnar Karlsson: Ungt fólk og flokksvélar Gísli Gunnarsson: Æska og þjóðerni Seinni grein Greinar um atburðína í Tékkóslóvakíu Gefðu, að móðurmálið mitt.... Léttir þankar um málnotkun HVAÐ ÐVELUR SJÓNVARPSLOKUN ? Á það hefur þráfaldlega ver iS minnzt hér í blatSinu hve hægt virðist ganga a?S tak- marka útsendingar Keflavíkur- sjónvarpsins við völlinn og næsta nágrenni hans. Þar sem bandaríska herstjórnin og ís- lenzka ríkisstjórnin eru á einu máli um þessa takmörkun má það furðu gegna hve seint fram kvæmd hennar hefur gengið. Enn er ástandið þannig, að í Reykjavík nást sendingar bandaríska sjónvarpsins all- víða, þó að móttökuskilyrði séu víðast slæm, en viðtækja- verzlun ein hér í bæ hefur stór auglýsingaskilti úti á götu, þar sem mönnum er tilkynnt, a<S gangi þeim illa að ná sending- um hermannasjónvarpsins, geti verzlunin útv^gað magnara til þess að bæta móttökuskilyrði. Og við höfum or<S Vignis sjón varpsáhugamanns fyrir því að hann mundi nota sumarleyfi ís- lenzka sjónvarpsins til þess að horfa á hið ameríska. Undanfarna daga hefur Vel- vakandi verið troðfullur af bréfum ákafra aSdáenda her- mannasjónvarpsins sem hafa þar hellt sér af offorsi yfir of- stæki og afskiptasemi menning arvita sem hafi lokatS her- mannasjónvarpinu fyrir þeim og vilji yfirleitt ráða, hvaða menning sé borin á borð fyrir fólk í þessu landi. Frjáls þjóð vill góðfúslega benda þessum mönnum á, að þa<S voru ekki svokallaðir menningarvitar, sem ákváðu takmörkun banda- ríska sjónvarpsins, þó að þeir vitanlega styddu hana. Ákvörð unin var tekin af bandarískum og íslenzkum yfirvöldum og í þeirra hópi er víst fátt um menningarvita. En til þeirra ber að snúa sér me<S kvartanir út af fram- kvæmd þessa máls og til þeirra vill Frjáls þjóð beina fyrirspurn um það, hvort takmörkun sjón- varpsins verði endanlega kom- ið um kring á næstunni, þannig að ekki verSi unnt aS aá send- ingum þess í Reykjavík, eSa hvort ætlunin sé aS hafast ekki frekar aS og Iáta núverandi á- stand haldast og bera fyrir sig tæknilega örðugleika. Þa<S er réttmæt krafa okkar aS þeir sem ábyrgð bera á framkvæmd þessa máls geri opinberlega grein fyrir framgangi þess.

x

Frjáls þjóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.