Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 25.07.1968, Blaðsíða 2

Frjáls þjóð - 25.07.1968, Blaðsíða 2
úr víðri veröld Tékkar á tímamótum SÓSÍAUSMI ÞÝÐIR LÍKA LÝÐRÆÐI Þesa dagana er verið að ráða örlög Tékkóslóvakíu um næstu framtíð. Og ekki aðeins Tékkóslóvakíu, því að málalyktir þar munu hafa mikil áhrif á framtíð annarra landa í Austur- Evrópu og þar með Evrópu allrar. Síðan hinn djúpstæði á- greiningur milli tékkneska kommúnistaflokksins og Varsjárbandalagsins kom upp á yfirborðið s.l. fimmtu dag hefur stöðug spenna legið í loftinu. Rússar hafa boðað Dubcek á hvern fund inn eftir annan á meðan skriðdrekasveitir þeirra finna sér enn furðuleg til- efni til að fresta brottför sinni úr landinu. Hin af- dráttalausa afstaða Rússa og ákafur áróður þeirra Þetta er fyrirsögn grein- ar sem Mervyn Jones ritar í New Statesman um upp- þotin í Frakklandi í maí. Hún er innlegg í deilu sem staðið hefur í því riti og annars staðar um þýðingu og gildi uppþotanna og verkfallanna. í þessari grein veltir Jones því fyrir sér hvort um raunverulegt byltingarástand hafi verið að ræða í Frakklandi. Þar sem margt er vel athugað í greininni og vert umhugs- unar hef ég þýtt úr henni nokkra kafla: „Byltingarmennirnir, eink um stúdentarnir, hafa hvað eftir annað verið ásakaðir fyrir að hafa ekki haft ,,já- kvæða stefnuskrá" eða „raunhæfa úrkosti“ í stað þess stjórnmála og hagkerf is sem þeir vildu kollvarpa. Ég held að til séu mörg svör við þessari gagnrýni. Það er erfitt að finna upp- drætti af sósíalistísku þjóð- félagi í verkum Marx og Leníns. I annan stað eru allir sósíalistar, og raunar allir sæmilegir kommúnist- ar, orðnir dauðleiðir á þeirri venju sovézkra að gera hvert smáatriði í fram kvæmdamaskínu sinni að „vísindalega réttri“ heil- agri kú, jafnvel þótt um bráðabirgðafyrirkomulag 2 gegn Tékkum kom nokkuð á óvart, einkum vegna þess hve hófsamir þeir voru í byrjun. En þegar yfirlýs- ing Varsjárbandalagsland- anna kom fram óttuðust margir að hernaðaríhlutun yrði beitt ef ekki tækist að fá Tékka til að snúa aft- ur til fyrri stjórnarhátta á nýjan leik með öðrum ráð- um. Hingað til hafa Tékkar staðið fastir fyrir og neitað að láta undan í minnstu smáatriðum. Þeir vita af fyrri reynslu af skiptum við erlent stórveldi að hinn minnsti undansláttur er vís asta leiðin til ósigurs. Þeir hafa enn ekki gleymt við- skiptum sínum við Þjóð- verja 1938. Þeir gera sér það ljóst að hin eina von hafi verið að ræða í upp- hafi; og þeir eru orðnir jafn leiðir á að „læra lex- íurnar“, þ. e. a. s. fara eft- ir dæmi Rússa í smáatrið- um, en það var einmitt það sem drap anda sósíalismans í Tékkóslóvakíu og víðar. í þriðja lagi var viðhorf frönsku hreyfingarinnar umburðarlynt og alltum- faðmandi, og er það hressi- legt þegar maður minnist flokkadrátta og villutrúar- ofsókna fortíðarinnar. Hug- myndir fengnar frá marx- isma, syndikalisma og tug- um annarra hugmynda- kerfa — ásamt straumum frá Kína, Kúbu og Júgóslav íu — voru reyndar í um- ræðum og hefðu verið reyndar í verki hefði bylt- ingin unnið. í fjórða lagi var mikið lagt upp úr skoð- unum þeirra sem störfin unnu — grundvallarstétt- anna. Stúdentarnir höfðu sínar hugmyndir um hvern- ig reka skyldi háskóla, en þeir reyndu ekki að segja verkamönnunum hvernig verksmiðja skyldi rekin. Og loks var það frá upphafi andi hreyfingarinnar að fást við vandamálin um leið og þau komu upp. Það var svo langt í frá að stúd- entarnir byggjust við að stofna stjórn de Gaulles í þeirra er að standa fastir fyrir, rólegir og æruiausir, hvika hvergi og bíða þess að hríðinni sloti. Og þjóðin hefur fylkt sér einhuga bak við foringja sína og veitt þeim fullan stuðning í baráttu þeirra fyrir auknu frjálsræði og réttlæti. Erfitt er að segja nokkuð um vinsældir kommúnistastjórnarinnar undir forystu Novotnys. En vafalaust naut hún ekki ó- skoraðs stuðnings meiri- hluta þjóðarinnar. Og í fyrstu var stjórn Dubceks ekki sérstaklega vinsæl, en nú nýtur hún, samkvæmt skoðanakönnunum, trausts rúmlega 90% þjóðarinnar. Það er auðvitað fyrst og fremst samstaða gegn ofríki Rússa sem hefur þjappað þjóðinni svona einhuga sam an, en á því leikur enginn vafi að vinsældir Dubceks fara ört vaxandi. Hann hef ur haldið á þessum mjög erfiðu málum af rólyndi og festu og sýnt ótrúlega lagni við að koma umbót- unum í framkvæmd. — sh. ☆ hættu, þeir áttu ekki einu sinni von á að ná háskóla- byggingunum á sitt vald. En þegar þeir höfðu náð þeim voru þær notaðar skynsamtega, og þeir mundu segja sem svo að þetta sýndi að Frakkar geti notað þjóðfélagsvald skyn- samiega. En kom það nokkurn tíma til greina? Við skulum fyrst athuga þá röksemd að það hefði aldrei getað gerzt vegna þess að meirihluti kjósenda hefur nú greitt de Gaulle atkvæði sitt. Gera verður mun á byltingarpóli tík og kosningapólitík (sem er kölluð lýðræðisleg póli- tík af þeim sem henni fylgja en hefur að mínu viti engan einkarétt á því nafni). Trúi maður því að kosningar eigi að vera upp spretta og farvegur allra þjóðfélagsbreytinga, gott og vel. En trúi maður því ekki, eru vinsældir vinstri hreyfingarinnar í kosning- um enginn prófsteinn á býltingarmöguleika henn- ar, né heldur ættu tiltölu- legar óvinsældir hennar („aðeins“ 37 prósent kjós- enda) að vera þröskuldur í vegi byltingarstarfsemi. Og það verður að hafa það í huga, að þegar kosningarn- Framh. á bls. 6. Samkvæmt síðustu frétt- um þriðjudaginn 23. júlí, þegar Frjáls þjóð fór 1 prentun, virtist allt benda til að Rússar ætluðu að þvinga þjóðir Tékkósló- vakíu til hlýðni við Sovét- stjórnina, — jafnvel með hervaldi ef annað dygði ekki. Vonandi verður ekki af slíku. Vonandi reynist sovézka ríkisbáknið eitt- hvað annað en hugsunar- laust, ofbeldissinnað skrímsli. En vegna fortíð- arinnar er ástæða til að vera við hinu versta bú- inn. Sovétríkin búa ekki við lýðræðisskipulag, eins og við notum það orð venju- lega. Önnur aðalstoð sósíal- ismans, lýðræði, vald fólks- ins til að velja og hafna, er ekki til staðar. Hið svo- nefnda „alræði öreiganna“ er fráleit skrípamynd sinn- ar upphaflegu merkingar; í Sovétríkjunum er ekki einu sinni „alræði Flokksins“ heldur alræði þröngsýns og íhaldssams skriffinnsku- valds, sem fótum treður mannréttindi hvenær sem það telur stöðu sinni hættu búna. Þróunin til frjálsræðis í Tékkóslóvakíu síðustu mán uðina, sem er ekki þróun til einkaeignar, er ógnun við stöðu þess skriffinnsku valds. Sovétríkin gátu þolað Rúmeníu að taka upp þjóð- ernissinnaða stefnu, sér ó- háða, vegna þess að hún bar ekki í sér sérstakan anda frjálsræðis, en öll lýð- ræðisþróun er þessu þröng sýna skriffinnskuvaldi mik ill þyrnir í augum. Þessi forréttindahópur, sníkjudýr á sovézkum þjóð- arlíkama, sem leyfir sér að tala í nafni þess sósíalisma, er hann hefur mest fótum troðið, hrósaði De Gaulle nýlega, þegar hann með fasískum aðferðum kom á röð og reglu frönsku borg arastéttinnar. Talsmenn þessa sama hóps skipa þjón unum sínum í Suður- og Mið-Ameríku að sýna banda rískri heimsvaldastefnu þar þægð. Og ríkisstjórn þessa skriffinnskuvalds gefur rík isstjórn Indónesíu vopn til að drepa með hálfa milljón kommúnista. Ekkert af þessu eru svik við sósíalism ann! En það eru „svik við sósíalismann“ að beita ekki ríkisvaldinu til að þagga niður í verkamönnum og menntamönnum í Tékkó- slóvakíu, já jafnvel ganga svo langt að leyfa þar verk föll! Þessir valdhafar í Moskvu tala ekki í nafni neins sósíalisma. Þetta eru svikarar við sósíalismann, svikarar við rússnesku bylt inguna. Allir raunverulegir sósíalistar hljóta að veita þjóðum Tékkóslóvakíu stuðning. Auðvaldsöflin munu auð vitað reyna að notfæra sér svik sovézku valdhafanna stefnu sinni í hag. En blekk ist enginn af slíku. Ekkert var Bandaríkjunum fjær en veita ungversku þjóðinni raunhæfan styrk 1956. Og ekkert er þeim fjær en veita þjóðum Tékkóslóvak- íu styrk í dag. Þvert á móti munu auðstéttir Vestur- landa fagna öllum kúgun- araðgerðum Sovétríkjanna í Tékkóslóvakíu á sama hátt og Sovétstjórnin fagnaði að gerðum De Gaulle í Frakk- landi. Það mun auðvelda auðstéttunum að halda á- fram sinni kúgun víða um heim; það mun auðvelda bandarískri hernaðarstefnu við að beina athyglinni frá þjóðarmorðinu í Vietnam. Og þess vegna þurfa ís- lenzkir sósíalistar að eiga frumkvæði í stuðningi við alþýðu Tékkóslóvakíu. Bar- átta hennar er tengd bar- áttu franskrar alþýðu, tengd barattu vietnömsku þjóðarinnar. Því er sam- tengdar kröfurnar: Gegn hernámsstefnunni og auð- valdinu, gegn forréttinda- hópum Austur-Evrópuríkj- anna, pg fyrir sósíalisma. Gísli Gunnarsson Ljósboginn Hverfisgötu 50 Sími 19811 Viðgerðir á bíladýnamóum og störturum. Vinding á raf- mótorum. Eigum tyrirliggj- andi varahluti i margar gerðir bifreiða. VönduS vinna. Lágt verS Hafði Marx rétt fyrir sér? /»•*. Frjáls þjóð — Fimmtudagur 25. júlí 1968

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.