Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 25.07.1968, Blaðsíða 6

Frjáls þjóð - 25.07.1968, Blaðsíða 6
Hvað er framundan ? Framh. af bls. 1. ágreiningur og persónuleg ó- vild látin magna hvert annaS óáreitt, og því hefur sambúðin óneitanlega gengið æði- skrykkjótt um alllangt skeið. • I-listinn Við sem þátt áttum í fram- boði I-listans í fyrra, gerðum það í þeirri trú að við værum, ef ekki að bjarga Alþýðubanda laginu frá því að lenda 1 póli- tískri blindgötu, þá a. m. k. •að halda opinni fyrir það ann arri leið. Aðstandendur list- ans buðu hann fram fyrir Al- þýðubandalagið samkvæmt heimild í kosningalögum, enda nýttust því öll atkvæði hans. Þetta fór aldrei milli mála í okkar málflutningi, þótt ýms- ir Alþýðubandalagsmenn virt- ust hafa bundizt samtökum við stjórnarliðið um að villa kjósendum sýn í því máli og innsigluðu það samband síðan á Alþingi í vetur með breyt- ingu kosningalaganna. Við skulum minnast þess að þeir sem sýndu pólitíska ævintýra- mennsku, voru þeir sem létu Tónabíósfundinn í fyrra fara eins og hann fór og háðu síð- an harðvítuga baráttu gegn því að I-listinn yrði viður- kenndur listi Alþýðubanda- lagsins. # Klofinn þingflokkur Eftir kosningahríðina 1 fyrravor voru Alþýðubanda- lagsmenn ekki ýkja bjartsýn- ir um samheldni innan þing- flokksins, en þó tókst þing- flokknum í upphafi að starfa í einu lagi, þrátt fyrir ágrein- ing um formannskjör og fleira. Samt fór þetta sam- starf út um þúfur, og þrír þingmenn Alþýðubandalags- ins tóku engan þátt í störfum þingflokksins meiri hluta þingtímans. Ég get ekki fall- izt á að þessi klofningur þing- flokksins hafi verið að kenna ævintýramennsku þeirra Hannibals Valdimarssonar og Björns Jónssonar, eins og Guðrún Helgadóttir segir ó- beint í síðasta tbl. Frjálsrar þjóðar. Þar með er ég ekki að segja að þeir hafi breytt rétt í öllu er þetta mál varðar, eða eins og mér sýnist nú eftir á að æskilegast hefði verið. En ég fullyrði að „ævintýra- mennska“ hafi sízt minni ver- ið í breytni annarra þing- manna Alþýðubandalagsins, og mesta ábyrgð á klofningi þingflokksins ber sá maður, sem fastast sótti að verða for- maður hans, hvað hann og varð, Lúðvík Jósepsson. Það var ekki aðeins að hann ætti sinn þátt í þeirri atburðarás sem leiddi til klofningar þing- flo'kksins, heldur lét hann einnig með öllu hjá líða að nota sér þau tækifæri sem hann hafði til að sameina hann aftur. # „Lítinn, en samstæðan flokk“. Þetta athafnaleysi er í fullu samræmi við þá stefnu í mál- efnum Alþýðubandalagsins sem nokkrir miðjumenn vilja nú taka upp. Þeir vilja kljúfa út úr því til „hægri“ og „vinstri11, eins og þeir taka til orða. Ot úr þessu reiknings- dæmi fá þeir heldur lítinn, en samstæðan flokk, sem þeir vona að hafi vaxtarmöguleika síðar. Stefna þessa pólitísku „hugsuða“ á sér áreiðanlega fylgjendur fáa meðal al- mennra kjósenda Alþýðu- bandalagsins. Það væri sann- kölluð „ævintýramennska“ að láta þá koma henni fram. # Nýtt Iíf, nýr andi Ég tel að enn sé ekki von- laust um að gera megi Alþýðu- bandalagið að stórum og öflug um flokki, róttækum en kreddulausum. Þeir sem vilja berjast fyrir þessu, verða að taka höndum saman á lands- fundi þess í haust. Það er vafa laust rétt hjá Guðrúnu Helga- dóttur að unga fólkið þarf að öðlast meiri áhrif í Alþýðu- bandalaginu, ef vel á að fara. En ekki yrðu þeir Hannibal og Björn efstir á mínum lista um þá foringja sem veita ætti hvíld (ég er reyndar ekki viss um að þeir yrðu efstir á Guð- rúnar lista heldur, þótt hún nefni þá til). En vitaskuld verð um við að muna að það sem mestu máli skiptir er ekki endilega nýir menn í öll sæti, heldur nýr andi og nýtt líf í samtökin. Vésteinn Ólason. Gefðu, ... Framhald af bls. 5. göldrum. Síðan tók hún til að fálma í hár sér, lagfæra eyrnaskraut sitt, en þegar hún tók aS rífa af sér augna hárin og setja þau á aftur, setti að mér leiða. Ég benti hæversklega á trog með rauðaldinum og endurtók beiðni mína. Stúlkan vaknaði til lífs- ins. ,,Túmata“, sagði hún glöð. Mig hryllti við. ,,Þá óska ég eftir tveimur pundum glóaldina", sagði ég. Stúlkan hóf nákvæma rannsókn á nöglum sínum. „Glóaldinin eru þarna“, sagði ég þolinmóður. „MikicS af appelsínum?" hváði stúlkubarnið, sem á fyrir höndum að ala upp nýja kynslóð. Ég hugsaði hrelld til hins unga norrænufræíSings. Svo bað ég um bjúgaldin. Ég þarf ekki að orðlengja hvernig mér varð við, þegar mærin dró upp grjúpána- dræsu og spurtSi ,,ka morgí Biðröðin fyrir aftan mig (bifan finnst mér þó betra orð) lengdist stöðugt, önug- ir skiptarúnar tóku að muldra að mér ókvæðisorcS og loks kom acSvífandi geð- vonzkulegur verzlunarmað- ur og bacS mig ekki tefja vicS skiptin lengur. Ég tók því varning minn af menningar- legri þolinmæði og gekk í aðra deild, þó að ég hefði raunar einnig ætlað að byrgja mig upp af gulaldin- um, súraldinum og þrúgum. „Þökk fyrir skiptin“, sagði ég. Verzlunarmaðurinn og nokkrar stúlkur stóðu í vegi fyrir mér og mér fannst í fyrstu, að þau væru að skop ast að mér með hvískri og flissi. Ég heyrði ekki betur en stúlkan úr aldindeildinni hvíslaði: „þetta er hann“. Sinnti ég því þó engu, en gekk til þeirra og sagði: „Ég var að leita að hár- úða fyrir konu mína, en fann ekki.“ I stað þess að finna mér hárúðann, snerust stúlkurn- ar á hæli og hlupu flírandi burt. Verzlunarmaðurinn starði dólgslega á mig og sagði: „Éldú sért eitthvað klikk í kollinum, góði. Varstáðí í gær?“ Mér vat nóg boðið. Ég gekk út án þess að virða nokkurn mann viðlits. Sem ég var að ganga út úr verzl uninni, vatt sér að mér fóli einn og sagði: „Ertu nokk- uð að gleyma kassanum, góði?‘‘ í stuttu máli: Til við bótar við ruddaskap af- greiðslufólks í verzlun þess- ari, var mér í áheyrn fjölda flissandi einfeldninga brigzl að um þjófsnáttúru á þess- um mihla degi. Það leið góð stund, þar til ég komst aftur út á göt- una. Þessi þjóð verður aldrei frjáls. r. Hafði Marx? Framb. af bls. 2. ar fóru fram hafði de Gaulle forskot sigurvegar- ans í valdastreitunni. Hefði sú streita farið á annan veg hefði eins getað svo farið að sigur vinstri aflanna hefði verið staðfestur á sama hátt. Það er einföld villa að draga ályktanir um á- standið 29. maí af ástand- inu 23. júní. Þetta leiðir hugann að viðbrögðum Kommúnista- flokksins. Fyrir meira en 20 árum sagði kommúnisti, sem var óumdeilanlegur byltingarsinni, við mig: „Láttu þér ekki verða á þá skyssu að halda að leiðtog- ar Verkamannaflokksins hafi ekki áhuga á stétta- baráttunni. Þvert á móti er áframhald stéttabaráttunn- ar það sem þeir lifa fyrir. Það eina sem þeim dettur aldrei í hug er að finna ein hverja lausn hennar.“ Þetta á ekki lengur við um stjórnmálamenn Verka- mannaflokksins, sem hafa minni áhuga á stéttabar- áttunni én ég hef á næsta hóp lífstíðarlávarða, en nú- orðið á þetta nokkuð vel við um franska Kommún- istaflokkinn. Mín skoðun er sú — og hér verður engum sönnun- um við komið — að bylting hafi verið raunhæfur mögu leiki 29. maí; að það sem réð úrslitum um að de Gaulle hélt völdum hafi verið skortur byltingarfor- ystu; og að þegar tillit er tekið til þessa hrapallega skorts sé hætta sú er allir viðurkenna að hafi vofað yfir stjórninni nægjanleg til að sanna mál mitt. En ég geri mér ekki í hugar- lund að foringjar Kommún istaflokksins hafi vegið og metið ástandið áður en þeir tóku ákvörðun. Nei — þeir „vissu“ að ekki gat verið um byltingarástand að ræða af því að þeir höfðu fyrir löngu slegið því föstu að slíkt væri ekki hugsanlegt. Mér þykir fyrir því ef þetta verður skilið sem ein eitruð árás í viðbót. Það er hugsað sem réttlátt mat, því að ég var sjálfur sömu skoðunar og franskir komm únistar fyrir tveimur mán- uðum. Og hver var það reyndar ekki. Ef litið er á hetjur hinnar nýju vinstri- hreyfingar, áleit Fanon að héðan af gætu aðeins bænd ur í þriðja heiminum gert byltingu, og Marcuse lítur á verkalýðinn sem íhalds- afl. Það er satt að ég hef skipt um skoðun en Komm únistaflokkurinn ekki, ■ en ég er ekkert að státa mig af því; það hlýtur augljós- lega að vera auðveldara fyr ir einstakling að gera upp sakirnar en vanafastan flokk. Það sem er athyglisvert í þessu máli og gefur nokkra von — og ég held að umræður ættu einkum að snúast um — er þetta: hvað er það í kapítalistisku þjóðfélagi nútímans sem okkur hefur yfirsést og ger ir byltingu að möguleika þrátt fyrir allt? Rökin fyrir því að bylting sé orðin úr- elt hafa fyrst og fremst ver ið félagsfræðileg. í fyrsta lagi hefur verkalýðurinn orðið minna hlutfall af þjóðunum og miðstéttinni fjölgað — þvert ofan í það sem Marx bjóst við. í öðru lagi hefur verkalýðurinn nú miklu meiru að tapa en hlekkjunum. í Frakklandi í maí fóru 10 milljónir manna í verk- fall. Það væri flókið verk að reikna út hve mikill fjöldi þeirra tilheyrði verka lýðnum í viðtekinni merk- ingu þess orðs, en þeir voru áreiðanlega engar 10 millj- ónir. Það sem vakti eftir- tekt var hve verkfallið breiddist út meðal skrif- stofufólks og tæknimennt- aðra manna. Verkfall sjón- varps- og útvarpsmanna gegn opinberum áróðri var harðast þeirra allra og naut geysimikils stuðnings með- al almennings. Og bylting- arhugur franskra stúdenta, sem veljast mikið til úr hinum hærri stéttum, er í sjálfu sér nokkurt undr- unarefni. Svo virðist sem verkalýðsstéttin stækki því meir sem hún minnkar. AU- ir þessir rafreiknafræðing- ar og jarðvegsfræðingar og aðrir menn óákveðinnar stéttarstöðu hafa tilhneig- Styðjum íslenzkan málstað. Kaupið Frjálsa þjóð Sími 1-99-85 — Pósthólf 1419. Auglýsið í Frjálsri þjóð. — Sími 1-99-85. 6 Frjáls þjóð — Fimmtudagur 25. júlí 1968

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.