Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 15.08.1968, Qupperneq 3

Frjáls þjóð - 15.08.1968, Qupperneq 3
Ritstjórnargrein KREPPA IISLENZKUM SJAVARUTVEGI Nú þegar við stöndum frammi fyrir þeirri stað- reynd, að kreppuástand hef ur myndazt í íslenzkum sjávarútvegi, svo til hreinna vandræða horfir, þá er ekki aðeins nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því, hverjar séu höfuðorsakirnar, sem valda þessu, heldur þarf jafnhliSa að grípa til sér- stakra ráíSstafana, svo þetta ástand valdi sem minnstum skaða. Ef dregin er upp mynd af ástandinu, þá er það í fáum dráttum svona: Hraðfrysti- húsin eru full af fiski, sem vantar markað fyrir, eins og stendur. Grei'Sslugeta hús- anna er víða komin í þrot og grundvöllurinn undir rekstr- inum ekki til, að óbreyttum aðstæðum, segja frystihúsa- eigendur. Samningar hafa staðið yfir að undanfömu á milli frystihúseigenda og rík isstjórnar um f járhagsgrund- völl fyrir frystihúsin, en til hvers þeir samningar leiða, er ekki vitað þegar þetta er skrifað. Miklar saltfiskbirgð ir frá sí'Sustu vetrarvertíð liggja í landinu og er mikið af þeim fiski bæði metinn og pakkaSur. Búast má viíS skemmdum á þessum fiski, þar sem víðast vantar kæli- geymslur fyrir saltfisk í hin- um ýmsu verstöðvum. Óseld skreið frá fyrra ári liggur í landinu í stórum stíl. £g mun nú taka hverja þessa framleitSsIugrein fyrir sig. Hraðfrystihúsin sem eru stærsti aðilinn að fiskfram- leiðslunni, þau munu vera einna verst á vegi stödd og fjárhagslegur rekstrargrund- vöílur þeirra brostinn. Þegar spurt er um hvað valdi þessu, þá er venjulegt svar það, að verðfall á frystum fiskflökum á sl. ári og sem hefur haldizt síðan sé orsök- in. AtS sjálfsögðu er þatS þungt áfall þegar vertSsveifl ur verða á mörkuðunum og ekki hefur verið gætt þeirrar fyrirhyggju að mynda verð- jöfnunarsjótSi hjá sölusam- tökum framleiðenda, þegar verð er stígandi, til atS mæta lækkandi verð fyrst í stað. En ég veit ekki betur en á metSan ennþá var stígandi fiskverð á mörkutSum heims ins, þá þurftu frystihúseig- endur að fá ríkisstyrk til að bera uppi sinn framleitSslu- kostnað. Svo naumt var þeim skammtatSur rekstrar- grundvöllurinn af ríkisvald- inu. Það skiptir engu máli í þessu sambandi þó þessi rekstrarstyrkur væri nefndur hagræðingarfé. Það segir sig sjálft að atvinnuvegur, sem þannig er leikinn af ríkis- valdi, hann er ekki fær um að taka á sig miklar verð sveiflur. En ég vil segja að þetta, svo bölvað sem það er, sé ekki það hættulegasta við þróunina í okkar sjávar- útvegi og fiskvinnslu á við- reisnartímabilinu, heldur hinn mikli samdráttur sem orðið hefur í framleiðslu frystra fiskflaka. Guðmund- ur Garðarsson viðskiptafr., gefur glögga og sláandi mynd af þessari hlið máls- ins í Morgunblaðinu 30. júlí sl. í mjög fróðlegri grein. Samkvæmt því sem Guð- mundur gefur upp, þá hefur útflutningur frystra fiskflaka héðan frá Islandi farið hrað- minnkandi, með svo að segja hverju ári. Árið 1958 var þessi útflutningur 64.700 smálestir, en er kominn nið ur í 40.700 smál. árið 1967. Þetta er minnkun sem nem- ur hvorki meira né minna en 37.1%. Það munar um minna. Þessi framleiðslu samdráttur var ekki að kenna óhagstæðu markaðs- verði á þessu tímabili, því verð var oftast stígandi og mjög gott. Hér var það sjálf stjörnarstefnan, sem réði ferðinni. Á þessu tímabili hefur togarafloti Islendinga gengið saman um helming og landróðrarbátum ver- stöðvanna hefur einnig fækkað talsvert. Að sjálf- sögðu þýðir þetta minni afla og minni útflutning, eins og skýrsla Guðmundar gef- ur til kynna. Á sama tíma- bili auka Norðmenn útflutn- ing sinn á frystum fiskflök- um sem hér segir. Árið 1958 fluttu þeir úr 17.400 smál., heildarútflutningur Fionor nam á reikningsárinu 51.000 smál., og óx yfir tímabilið um 5.500 smálestir. Þetta er 11—12% aukning á heildarútflutningi samtak- anna. Á freðfiskmarkaði Ástralíu héldu sölusamtökin velli og á markaði fríverzl- unarbandalagsins var um soluaukningu að ræða. Hins vegar var um talsverðan sam drátt að ræða í sölu Efna- hagsbandalagslandanna, og eins til Austur-Evrópu. Það er engin hending að freð- fiskmarkaður okkar hefur gengið saman hröðum skref- um undir viðreisnarstjóm, bæði í Austur-Evrópu svo og í Bandaríkjunum. Þetta er bein og rökrétt afleiðing FRJALS ÞJOÐ Útgeíandl HUGINN HP. Ritstjóri: Sverrir Hólmarsson (ábm.) Framkvæmdastjóri: Jóhann J. E. Kúld Ritnefnd: Einar Hannesson, Gils Guðmundsson, Guðjón Jónsson, Gunnar Karlsson, Haraldur Henrýsson, Magnús Torfi Ólafsson, Sigurður GUðgeirsson Vésteinn Ólason, Þórir Daníelsson. Áskriftargjald kr. 400.00 á ári. Verð í lausasölu kr. 10.00 Prentsmiðjan Edda prentaði en 1967 er þessi útflutning- ur orðinn 67.077 smálest. Þetta er aukning er nemur 285.5%. Þá hafa Danir auk ið útflutning sinn á frystum fiskflökum yfir þetta sama tímabil úr 19.100 smálest- um 1958 í 27.700 smálestir 1966. Þá er rétt að geta þess að norsku sölusamtökin „Fionor“ þau uku úrflutning sinn á frosnum fiskflökum á Bandaríkjamarkað um 60% á síðasta reikningsári sem endaði 30. júní sl. En af stjómarstefnunni í sjávar- útvegs- og markaðsmálum. Það er ekki hægt að selja þann fisk sem ekki hefur ver ið hirt um að framleiða. Okk ar fiskframleiðsla minnkar á meðan fiskframleiðsla ann- arra fiskframleiðsluþjóða vex með risaskrefum. Og það eru þær sem leggja und ir sig þá markaði sem við vorum komnir inn á með ærnum tilkostrtaði og höfð- um góð tækifæri til að auka. I stað aukningar kemur sam- dráttur hjá okkur. Þetta er sannleikurinn sem nú blasir við og hvert mannsbarn á Íslandi þarf að vita um. Og ekki nóg með að þannig sé þetta í pottinn búið, heldur stöndum við nú höllum fæti í samkeppni við aðrar fisk- vinnsluþjóðir á mörkuðun- um, vegna þess, að við höf- um ekki fylgt þeim eftir á sviði vöruvöndunar, hvað meðferð á nýja fiskinum, hráefninu í frystu fiskflökin viðkemur. Og svo lengi sem þessu verður ekki kippt í lag, þá er ekki samkeppnis- aðstaða okkar jöfn, við þá sem framar standa á þessu sviði. Erfiðleika þá, sem nú eru í sölu á saltfiski okkar, má rekja til þess, að salt- fiskframleiðsla margra þjóða hefur vaxið síðan verð lækkaði á frysta fisk- inum, svo framboð hefur ver ið meira en áður. Þegar þannig stendur á, þá er hæg ast fyrir þá að selja, sem geta boðið fram mikið magn af fyrsta flokks fiski, án þess að þurfa að selja lakari gæða flokka með. Þarna stöndum við ekki nógu vel að vígi í harðri samkeppni við þjóð- ir, sem komnar eru langt á undan okkur í vöruvöndun. Um skreiðarframleiðsluna er það að segja, að Nígeríu markaðurinn er lokaður, en algjört skilningsleysi ríkir gagnvart Italíumarkaðnum hvað gæðum framleiðslunn- ar við kemur. Að mínu áliti hvílir þyngsta sökin á stjórnarstefnunni þegar leita skal orsaka fyrir því, hvers vegna okkar freðfiskútflutn- ingur minnkar á tíu árum um 37.1% á sama tíma og Norðmenn auka sinn freð- Framhald á bls. 7. * FRAMTÍÐ KOMMÚNISMANS Þó að innihald samkomu lags Rússa og Tékkóslóvaka í Cicrna sé ekki að fullu ljóst, leikur enginn vafi á því að Tékkóslóvakar hafa unnið mikilsverðan sigur. Með því að fá opinbera við- urkenningu Sovétríkjanna á sjálfsforræði kommúnista flokka einstakra ríkja hafa þeir ekki einungis tryggt áframhaldandi viðgang stefnu Dubceks, heldur unnið öðrum kommúnista- ríkjum sjálfsákvörðunar- rétt í innanríkismálum — ef ákvæði samkomulagsins eru meira en orðin tóm. Með staðfestu sinni og lagni liafa Tékkóslóvakar sýnt fram á að Austur-Evrópu- ríkin geta brotizt undan hugmyndafræðilegu oki Sovétríkjanna, ef einlægur vilji þjóðarinnar stendur að baki. Enginn vafi er á því að það var fyrst og fremst einhuga stuðningur þjóðar- innar sem gaf Dubcek og félögum lians styrk til að láta ekki undan. Samkomulagið í Cierna á vafalaust eftir að hafa víð- tæk áhrif í Austur-Evrópu. Ekki er ólíklegt að stefnu- breytinga megi vænta inn- an tíðar í Póllandi og Þýzka landi. Sigur Dubseks hef- ur mjög veikt aðstöðu Ul- brichts og Gomulka. Einn- ig er að vænta einhverra breytinga á stjórn Sovét- ríkjanna. Sovézku valdhöf- um urðu á herfilegar skyss- ur í viðskiptum sínum við Tékkóslóvakíu. Einliverjir verða látnir sæta ábyrgð fyrir þær og má þá búast við einhverri valdaröskun á æðstu stöðum. Með klaufa legri framkomu sinni hefur Rússum tekizt að fá nær alla kommúnista upp á móti sér, bæði hina frjólslynd ari og hina íhaidssamari. Hinir frjálslyndari eru reið ir yfir hótunum og þvingun artilraunum Rússa, hinir í- haldssamari harma það að svokölluð svik Tékkósló- vaka við kommúnismann skyldu ckki hafa verið brot in á bak aftur með hörku. Þannig hefur aðstaða sovézka kommúnistaflokks- ins sem forystuflokks kommúnista í heiminum enn orðið veikari. Fróðlegt verður að fylgj- ast með framvindu mála í Tékkóslóvakíu á næstunni. Varasamt getur orðið að vera of bjartsýnn, margar hættur eiga enn eftir að verða á þróunarbraut stjórnar Dubceks, ekki sízt sú að hún steinrenni í samskonar skriffinnsku- veldi og stjórn Novotnys var. Hvort það gerist cða ekki fer árciðanlega að miklu leyti eftir því hversu raunverulegt málfrelsi og skoðanafrelsi verður í Tékkóslóvakíu. — sh. Frjáls þjóð — FimmtudagUr 15. ágúst 1968 3

x

Frjáls þjóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.