Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 15.08.1968, Blaðsíða 5

Frjáls þjóð - 15.08.1968, Blaðsíða 5
flWWijMfrwyw^ DAGBÓK ÚR VEIDIFERD SKÁLDS 12. ágúst. Vegurinn fram undan eins og ormur. Nei, eins og eiturslanga, naðra, sem læsir sig um saklaust landiS. Minnir mig á komm- únismann, banvænan, eitr- aðan. Og eftir þessum gráa, hlykkjótta ormi verð ég aS fara tíl aS veiða. Eínu sinni var annaS skáld á ferS eftir löngum, þreytandi veginum. Hvernig var þaS? Jú, ,,húm ar aS mitt hinsta kvöld, horfi ég fram á veginn". Sumir menn deyja ekki, heldur bara lifa. Örlögin, IífiS og guS, eða hvaS ? Skyldu Rússar vera komn ir inn í Tékkóslóvakíu ? Á- reiðanlega. Þessir níSingar, djöflar. Ég veit, að þeir ráð ast inn í Tékkóslóvakíu, eins og ég finn blóSiS streyma eftir æSum mér. Évtúsénkó, Évtúsénkó, Tarsis. Ég verS aS muna aS hlusta á frétt- irnar. Ölfusið eins og dimm- græ'nt teppi í sólskininu. Eins og teppi horn í horn, þar til sandurinn tekur viS ! eins og svartur gólflisti. Ein- hvers staSar þar býr GuS- rmindur, sem skrifar um maan. með vopni sínu, Sí- slefa, og maður verður feim inn viS hitt fólkiS á bæn- um. Æ. Yngismær á vori. Bezt aS forSast GuSmund. Hann á ennþá lax síSan í fyrra, reyktan. „Skyldi hon- um ekki leiðast aS láta éta sig?" eins og skáldiS kvaS. Vegurinn áfram, enda- laus. Laxinn bíður, bleikur, liðugur í svörtu vatninu. „Lastaðu ei laxinn, sem leit ar á móti ..." HveragerSi, Esso. ESa BP, veit þaS ekki. BúiS aS brjóta tankinn. Skríll. HraungerSi, þar sem Sig- urSur syngur Grallarann á kvöldin Te déum. Hrífandi, fornt, æðislegt. Páfinn og pillan. Ölfusárbrú og Tryggvaskáli. Pylsur meS öllu, daglegt líf þjóSarinn- ar í þúsund ár. Flóinn og þeir eru óðast að heyja. Ilm- ur. Taða. Landeyjasandur. „Yfir Landeyjasand dynja bramgarSaflök....." eSa voru þaS blök. Man þaS ekki í bflnum. Hellan hans Ingólfs græna. (OrSiS græna á nátt úrlega viS Hellu). Ingólfur, þetta nafn, sem íslenzk menning hvílir á. Ingólfur í þúsund ár, samhengið í sög- unni. Brúar ólgandi straums og tímans. Klippir á borS- ann, gengur yfir. ísland ögr- um skoriS. FIj ótshlíðin, f ögur er hún. Hekla, Hginborin, goð- umlík. Skyldi hún vera hætt að gjósa? „Ég stend á Heklu tindi á tám". Skáld,, ó, skáld. Af hverju eruS þiS búin aS segja allt? Á túninu á BreiSabólsstaS stendur húsmóSirin í röndóttum kjól. Af henni munu koma miklar ættir. Einu sinni þekkri ég stúlku á röndótt- um kjól. Kannski koma af henni miklar ættir. Ef til vill. Líklega. Kannski. HlíSarendi, þarna ertu. Er þetta ekki Gunnar, sem stendur þarna á öðrum fæti og biSur HallgerSi um lokk inn? „Ok þar féll Gunnar". Hallgerður hristir höfuðið meS lokknum á. AS heilsast og kveSjast, þaS er lífsins saga. Er þetta kannski bara vinnumaSur aS biSja kaupa konu um meira kaffi? Tím- arnir breytast, o, tempora, o, mores. Útvarpið. Fréttír. „ViS- ræSurnar í Cierna hafa hing að til farið fram með fullri vinsemd á báSa bóga." Vin- semd, ha, ha. ViS vitum allt um vinsemdina fyrir austan tjald. Ég veit, aS þeir ráS- ast inn í Tékkóslóvakíu og kremja landiS fagra undir járnhælum sínum. Kafka, Kafka, mikiS varstu hepp- inri aS vera búinn aS deyja. Til að lifa. Ef þeir ráSast ekki inn í Tékkóslóvakíu í dag, gera þeir það á morg- un. Og kvöldfréttirnar eru eftir. Hlíðarendakot. „Fyrr var oft í koti kátt". Þorsteinn og minningarlundur. „Stand mynd, sem steypt er í eir". Stalin. Hvernig gaztu verið kommi, Þorsteinn skáld? Vissirðu ekki, hvernig þeir eru? Hvernig á þetta sam- an: Stalín og Sólskríkju- sjóSur? Bryndrekar. Corn flakes. Vetur og vor. Hatur og ást. „Markarfljót í fögrum skógardal". SkrýtiS aS hugsa til þess. SkarphéSinn hefSi ekki þurft aS stökkva yfir núna. Hann hefSi fariS í flugvél, þyrlu sennilega. Jóhannes Snorrason. Skil- aðu kveðju til konunnar þinn ar. Skipti. Og krakkanna. Hviss. Það er sprungið á bílnum. LoftiS streymir úr andvana dekkinu, eins og þegar skáld sofnar á kvöld- in. Jón í Stálburstaverk- smiSjunni, þiS þekkiS hann öll, býSst til aS gera viS. ViS setjumst í heitan mó- ann. Hann virSist ekki taka eftir mér. Veit ekkert, hvar ég er. „Syngur lóa, útí móa". Hann man lóuna bet ur en mig. Hver þekkir skáld úr Reykjavík austur undir Stóra-Dímoni? Þó er eins og Dímon hneigi sig. Eða var það skynvilla? Ég veit það ekki, konan mín ekki heldur. Enginn. Jón í Stálburstagerðinni syngur undir bílnum. Mundi hann syngja svona, ef hann hefSi orðiS undir honum óvart? Gaman aS "velta því fyrir sér í sólskininu. Tltl>vf C t' Nu finn ég á mér, aS Rúss ar eru um þaS bil aS ráSast inn í Tékkóslóvakíu. GuS hjálpi Tékkum. Stutt í Þórsmörk. Eg ætla ekki þangað. Allt fullt af ungu fólki, óðu fólki. Eng- inn getur sagt lengur: „Þeim var ég verst er ég unni mest." Nú á betur við í kjarr inu í Þórsmörk: „Þeirn hef ég nánast kynnzt, er ég unni minnzt". Siðlaust, brjálaS. HvaS er hægt aS gera? £g ætla aS hugsa um þaS í kvöld. Þegar ég er sofnaSur. Þarna kemur Jón undan bílnum. ViS gefum honum brauSsneiS með gaffalbit- um. Nýtt dekk á bílnum og gaffalbitarnir ofan í Jón. Lífið er fullkomið. Nei, ann ars, ekki þegar Rússar eru aS ráðast inn í Tékkóslóva- kíu. Capek, Zatopek. Hvar eruS þiS núna? Ekkert nýtt í fréttunum, þó að við sperrum augun. ÞaS kemur á morgun. Frændi minn átri hest. Hann tímdi ekki aS lóga honum. ElskaSí IífiS. Konan hans dó í fyrra. Yndisleg gömul kona. ViS tjöldum undir Selja- landsfossi. Sit og skrifa í kvöldkyrrðinni. Vel vak- andi. Velvakandi. Húsmóð- ir. Kennari. Stúlka. Jón í Stálburstagerðinni er sofn- aSur. Hvernig skyldi vera aS sofa á stálburstum? FossniSur, vængjaþytur, líf. Laxinn á^ morgun. GóS á, ef í henni vaeri lax. Spúnn, fluga eSa maSkur, hverju máli skipcir þaS? Er þetta nokkuS nema tilgangsleys- ið? Vitleysa, rugl, þvaSur, skízófrenía. £g veit það ekki. Hvernig ætti ég að vita það? r. Í 5 i I I I merkinga. Málið hefur sín áhrif með aðstoð upptuggu og samheita, en það verð- ur ófært um að tjá eðlis- mun. Það er orðið formála- kennt og ónæmt fyrir ósam kvæmni. í þjóðfélagi þar sem all- ar deildir frelsisins hafa runnið í eitt, þar sem and- stæðurnar eru orðnar sam nefndar, greinir maður ekki lengur mun þess sem er og þess, sem getur orðið og á að vera, milli hins raunsanna og hins hugsan- lega. Hið hugsanlega grund vallast á sögulegum skil- yrðum fyrir eðlisbreyting- um. En í þjóðfélagi, þar sem andstæður virðast ekki lengur vera til, er hin sögu lega samvizka undirokuð. Til þess að hægt sé að skapa raunverulega frjálst samfélag, verða þeir, sem eru kúgaðir í þjóðfélögum nútímans að verða sér rneð- vitandi um þann frelsis- brest sem þeir búa við. 1965 gaf Marcuse út litla bók með þeim Robert Wolf f og Barrington Moore, og heitir hún A Critique of Pure Tolerance. í þessari bók er ein af umdeildustu greinum hans, þ. e. Repress ive Tolerance. Þar ræðst hann til atlögu við þá hug- sjón umburðarlyndis, sem viðgengst í samfélagi okk- ar. Hann álítur, að það frjálslyndi, sem auðsýnt er, sé liður í eins konar undir- okun. Það sem fyrst og fremst gefir þessa ritgerð um- deilda, er að Marcuse álít- ur, að menn eigi í ákveðn- um tilvikum að láta hjá líða að umbera hópa og hreyf- ingar, sem beita sér fyrir að auka á ómannleg ein- kenni samfélagsins, þ. e. a. s. að maður eígi ekki áð láta viðgangast að til séu hópar sem aðhyllist þröng- sýna og árásarsinnaða póli- tík, að svipta eigi folk sem boðar kynþáttahatur rétt- indum til að halda slíkum skoðunum fram, og að hindra eigi fólk í aðgerðum sínum sem stofnar tilveru heimsins í hættu. Það þýð- ir, að maður eigi ekki að þola vísindi, sem leiða til kjarneðlisfræðilegra, sýkla fræðilegra og efnafræði- legra útrýmingartækja. Marcuse fullyrðir auk þess, að í vissum tilvikum sé nauðsynlegt fyrir hina kúg- uðu að grípa til þess sem hann kallar viðnámsofbeldi. Marcuse álítur, að til þess að hægt sé að skapa hið frjálsa samfélag, sem verð ur að þróast til að mann- kynið fái lifað af, sé nauð- synlegt að byggja á þeim hópum, sem enn eru ekki að fullu gleyptir af hinu ein víða samfélagi, þ. e. a. s. meðal annarra mennta- mönnum og stúdentum, og í Bandaríkjunum blökku- mönnum, sem eru neikvæði hins ameríska þjóðfélags. Meðan Marcuse virtist fyrr hafa gefið upp alla von um að verkalýðsstéttin gæti gert uppreisn gegn kerfinu, þá hefur hann nú skipt um skoðun á þessu atriði. Þeg- ar fyrir liggja tilvik, þar sem þjóðfélagið sýnir að það skortir frjálsræði eins og í Frakklandi í maí, munu verkamennirnir einnig stofna til uppreisnar. Þar að auki telur hann, að von um breytingu felist í frels- ishreyfingunum í hinum fátæku hlutum heimsins. (Orientering) -•- Þökkum öllum þeim, sem auðsýndu okkur samúð við andlát Bjarna Benediktssonar frá Hofteigi og heiðruðu miuningu hans. Jafhframt flytjum vW starfsliði á Borgarspítala og Landsspítala hugheilar þakkir fyrir alúð og hjálp í vcikindum hans. Vandamenn. Prials bióð — Fimmtudasur 15. ágúst 1968

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.