Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 15.08.1968, Blaðsíða 5

Frjáls þjóð - 15.08.1968, Blaðsíða 5
[ VAV.VAV.VNV.V.VAW.ViV.VAWMV^mW.WAV.WAV.V.V.'.V.W.VSVmVWmVW.VAW^AV.VA'AW.V.VAVVAW.V DAGBÓK ÚR VEIÐIFERÐ SKÁLDS 1 2. ágúst. Vegurinn fram undan eins og ormur. Nei, eins og eiturslanga, naðra, sem laesir sig um saklaust landiS. Minnir mig á komm- únismann, banvænan, eitr- aðan. Og eftir þessum gráa, hlykkjótta ormi verð ég aS fara til aS veiða. Einu sinni var annaS skáld á ferS eftir löngum, þreytandi veginum. Hvernig var þaS? Jú, ,,kúm ar aS mitt hinsta kvöld, horfi ég fram á veginn". Sumir menn deyja ekki, heldur bara lifa. Orlögin, lífiS og guS, eða hvaS? Skyldu Rússar vera komn ir inn í Tékkóslóvakíu? Á- reiðanlega. Þessir níSingar, djöflar. Ég veit, að þeir ráð ast inn í Tékkóslóvakíu, eins og ég finn blóSiS streyma eftir æSum mér. Évtúsénkó, Évtúsénkó, Tarsis. Ég verS aS muna aS hlusta á frétt- irnar. Ölfusið eins og dimm- grænt teppi í sólskininu. Eins og teppi horn í horn, þar til sandurinn tekur viS 1 eins og svartur gólflisti. Ein- hvers staSar þar býr GuS- mundur, sem skrifar um mann með vopni sínu, Sí- slefa, og maður verður feim inn viS hitt fólkiS á bæn- um. Æ. Yngismær á vori. Bezt aS forSast GuSmund. Hann á ennþá lax síSan í fyrra, reyktan. „Skyldi hon- um ekki leiðast aS láta éta sig?‘‘ eins og skáldiS kvaS. Vegurinn áfram, enda- laus. Laxinn bíður, bleikur, liðugur í svörtu vatninu. „Lastaðu ei laxinn, sem leit ar á móti ..." HveragerSi, Esso. ESa BP, veit þaS ekki. BúiS aS brjóta tankinn. Skríll. HraungerSi, þar sem Sig- urSur syngur Grallarann á kvöldin Te deum. Hrífandi, fornt, æðislegt. Páfinn og pillan. Ölfusárbrú og Tryggvaskáli. Pylsur meS öllu, daglegt líf þjóSarinn- ar í þúsund ár. Flóinn og þeir eru óðast að heyja. Ilm- ur. Taða. Landeyjasandur. „Yfir Landeyjasand dynja bramgarSaflök.......“ eSa voru þaS blök. Man þaS ekki í bílnum. Hellan hans Ingólfs græna. (OrSiS græna á nátt úrlega viS Hellu). Ingólfur, þetta nafn, sem íslenzk menning hvílir á. Ingólfur í þúsund ár, samhengið í sög- unni. Brúar ólgandi straums og tímans. Klippir á borS- ann, gengur yfir. Island ögr- um skoriS. Fljótshlíðin, fögur er hún. Hekla, tiginborin, goð- umlík. Skyldi hún vera hætt að gjósa? „Ég stend á Heklu tindi á tám“. Skáld,. ó, skáld. Af hverju eruS þiS búin aS segja allt? Á túninu á BreiSabólsstað stendur húsmóSirin í röndóttum kjól. Af henni munu koma miklar ættir. Einu sinni þekkti ég stúlku á röndótt- um kjól. Kannski koma af henni miklar ættir. Ef til vill. Líklega. Kannski. HlíSarendi, þarna ertu. Er þetta ekki Gunnar, sem stendur þarna á öðrum fæti og biSur HalIgerSi um lokk inn? „Ok þar féll Gunnar'*. Hallgerður hristir höfuðið meS lokknum á. AS heilsast og kveSjast, þaS er lífsins saga. Er þetta kannski bara vinnumaSur aS biSja kaupa konu um meira kaffi? Tím- arnir breytast, o, tempora, o, mores. Útvarpið. Fréttir. „ViS- ræSurnar í Cierna hafa hing að til farið fram með fullri vinsemd á báSa bóga.“ Vin- semd, ha, ha. ViS vitum allt um vinsemdina fyrir austan tjald. Ég veit, aS þeir ráS- ast inn í Tékkóslóvakíu og kremja landiS fagra undir járnhælum sínum. Kafka, Kafka, mikiS varstu hepp- inn aS vera búinn aS deyja. Til að lifa. Ef þeir ráSast ekki inn í Tékkóslóvakíu í dag, gera þeir það á morg- un. Og kvöldfréttirnar eru eftir. Hlíðarendakot. „Fyrr var oft í koti kátt". Þorsteinn og minningarlundur. „Stand mynd, sem steypt er í eir“. Stalin. Hvernig gaztu verið kommi, Þorsteinn skáld? Vissirðu ekki, hvernig þeir eru? Hvernig á þetta sam- an: Stalín og Sólskríkju- sjóSur? Bryndrekar. Corn flakes. Vetur og vor. Hatur og ást. „Markarfljót í fögrum skógardal‘‘. SkrýtiS aS hugsa til þess. SkarphéSinn hefSi ekki þurft aS stökkva yfir núna. Hann hefSi fariS í flugvél, þyrlu sennilega. Jóhannes Snorrason. Skil- aðu kveðju til konunnar þinn ar. Skipti. Og krakkanna. Hviss. Það er sprungið á bílnum. LoftiS streymir úr andvana dekkinu, eins og þegar skáld sofnar á kvöld- in. Jón í Stálburstaverk- smiSjunni, þiS þekkiS hann öll, býSst til aS gera viS. ViS setjumst í heitan mó- ann. Hann virSist ekki taka eftir mér. Veit ekkert, hvar ég er. „Syngur lóa, útí móa“. Hann man lóuna bet ur en mig. Hver þekkir skáld úr Reykjavík austur undir Stóra-Dímoni? Þó er eins og Dímon hneigi sig. Eða var það skynvilla? Ég veit það ekki, konan mín ekki heldur. Enginn. Jón í Stálburstagerðinni syngur undir bílnum. Mundi hann syngja svona, ef hann hefSi orSiS undir honum óvart? Gaman aS velta því fyrir sér í sólskininu. T í» l) k r. * i ■ Nú finn ég á mér, aS Rúss ar eru um þaS bil aS ráSast inn í Tékkóslóvakíu. GuS hjálpi Tékkum. Stutt í Þórsmörk. Ég ætla ekki þangað. Allt fullt af ungu fólki, óðu fólki. Eng- inn getur sagt lengur: „Þeim var ég verst er ég unni mest. “ Nú á betur við í kjarr inu í Þórsmörk: „Þeim hef ég nánast kynnzt, er ég unni minnzt". Siðlaust, brjálaS. HvaS er hægt aS gera? Ég ætla aS hugsa um þaS í kvöld. Þegar ég er sofnaSur. Þarna kemur Jón undan bílnum. ViS gefum honum brauSsneiS með gaffalbit- um. Nýtt dekk á bílnum og gaffalbitarnir ofan í Jón. Lífið er fullkomið. Nei, ann ars, ekki þegar Rússar eru aS ráðast inn í Tékkóslóva- kíu. Capek, Zatopek. Hvar eruS þiS núna? Ekkert nýtt x fréttunum, þó að við sperrum augun. ÞaS kemur á morgun. Frændi minn átti hest. Hann tímdi ekki aS lóga honum. ElskaSi lífiS. Konan hans dó í fyrra. Yndisleg gömul kona. ViS tjöldum undir Selja- landsfossi. Sit og skrífa í kvöldkyrrðinni. Vel vak- andi. Velvakandi. Húsmóð- ir. Kennari. Stúlka. Jón í Stálburstagerðinni er sofn- aSur. Hvernig skyldi vera aS sofa á stálburstum? FossniSur, vængjaþytur, líf. Laxinn á" morgun. GóS á, ef í henni væri lax. Spúnn, fluga eSa maSkur, hverju máli skiptir þaS? Er þetta nokkuS nema tilgangsleys- ið? Vitleysa, rugl, þvaSur, skízófrenía. Ég veit það ekki. Hvernig ætti ég að vita það? r. I 1 i s í AW.V.V.V.V.W.V.W.VAWAW.V/ASWAAW.W.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.MVAW.'AW.SW.'AWVV.VAW.'AW.'AWV merkinga. Málið hefur sín áhrif með aðstoð upptuggu og samheita, en það verð- ur ófært um að tjá eðlis- mun. Það er orðið formála- kennt og ónæmt fyrir ósam kvæmni. f þjóðfélagi þar sem all- ar deildir frelsisins hafa runnið í eitt, þar sem and- stæðurnar eru orðnar sam nefndar, greinir maður ekki lengur mun þess sem er og þess, sem getur orðið og á að vera, milli hins raunsanna og hins hugsan- lega. Hið hugsanlega grund vallast á sögulegum skil- yrðum fyrir eðlisbreyting- um. En í þjóðfélagi, þar sem andstæður virðast ekki lengur vera til, er hin sögu lega samvizka undirokuð. Til þess að hægt sé að skapa raunverulega frjálst samfélag, verða þeir, sem eru kúgaðir í þjóðfélögum nútímans að verða sér með- vitandi um þann frelsis- brest sem þeir búa við. 1965 gaf Marcuse út litla bók með þeim Robert Wolff og Barrington Moore, og heitir hún A Critique of Pure Tolerance. í þessari bók er ein af umdeildustu greinum hans, þ. e. Repress ive Tolerance. Þar ræðst hann til atlögu við þá hug- sjón umburðarlyndis, sem viðgengst í samfélagi okk- ar. Hann álítur, að það frjálslyndi, sem auðsýnt er, sé liður í eins konar undir- okun. Það sem fyrst og fremst gerir þessa ritgerð um- deilda, er að Marcuse álít- ur, að menn eigi í ákveðn- um tilvikum að láta hjá líða að umbera hópa og hreyf- ingar, sem beita sér fyrir að auka á ómannleg ein- kenni samfélagsins, þ. e. a. s. að maður eigi ekki áð láta viðgangast að til séu hópar sem aðhyllist þröng- sýna og árásarsinnaða póli- tík, að svipta eigi fólk sem boðar kynþáttahatur rétt- indum til að halda slíkum skoðunum fram, og að hindra eigi fólk í aðgerðum sínum sem stofnar tilveru heimsins í hættu. Það þýð- ir, að maður eigi ekki að þola vísindi, sem leiða til kjarneðlisfræðilegra, sýkla fræðilegra og efnafræði- legra útrýmingartækja. Marcuse fullyrðir auk þess, að í vissum tilvikum sé nauðsynlegt fyrir hina kúg- uðu að grípa til þess sem hann kallar viðnámsofbeldi. Marcuse álítur, að til þess að hægt sé að skapa hið frjálsa samfélag, sem verð ur að þróast til að mann- kynið fái lifað af, sé nauð- synlegt að byggja á þeim hópum, sem enn eru ekki að fullu gleyptir af hinu ein víða samfélagi, þ. e. a. s. meðal annarra mennta- mönnum og stúdentum, og í Bandaríkjunum blökku- mönnum, sem eru neikvæði hins ameríska þjóðfélags. Meðan Marcuse virtist fyrr hafa gefið upp alla von um að verkalýðsstéttin gæti gert uppreisn gegn kerfinu, þá hefur hann nú skipt um skoðun á þessu atriði. Þeg- ar fyrir liggja tilvik, þar sem þjóðfélagið sýnir að það skortir frjálsræði eins og í Frakklandi í maí, munu verkamennirnir einnig stofna til uppreisnar. Þar að auki telur hann, að von um breytingu felist í frels- ishreyfingunum 1 hinum fátæku hlutum heimsins. (Orientering) Þökkum öllum þeim, sem auðsýndu okkur samúð við andiát Bjarna Benediktssonar frá Hofteigi og heiðruðu minningu hans. Jafnframt flytjum vi@ starfsliði á Borgarspítala og Landsspítala hugheilar þakkir fyrir alúð og hjálp í veikindum hans. Vandamenn. Frföls þjóð — Fimmtudacur 15. áfiúst 1968 5

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.