Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 15.08.1968, Blaðsíða 8

Frjáls þjóð - 15.08.1968, Blaðsíða 8
Gunnar Karlsson: EFTIR SIGUR TÉKKA Allt bendir nú til, að Tékk- ar hafi farið með nokkurn veginn fullan sigur af hólmi frá átökum sínum við sovézka heimsveldið. Rússar hafa ekki náð öðrum árangri en opin- bera enn einu sinni fyrirlitn- ingu sína á persónufrelsi og vilja sinn til að ráða yfir sós- íalistaríkjunum í nágrenni sínu. Sigur Tékka í þessari deilu skiptir meira máli fyrir ís- lenzka vinstrimenn en virðast kann í fljótu bragði. Valda- taka kommúnista í Tékkósló- vakíu með meintri aðstoð Rússa var gerð að tilefni til stofnunar Atlantshafsbanda lagsins á sínum tíma, og hún hefur alltaf verið ein meginaf Sökunin fyrir tilveru þess í ffiunni þeirra, sem vilja hafa Atlantshafsbandalag. Sannist nú, að þjóðir Tékkóslóvakíu geti farið sínu fram í trássi við vilja Rússa, ætti það á sama hátt að gefa tilefni til að leggja Atlantshafsbanda- lagið niður. Að vísu mun eng inn krefjast þess í alvöru vegna atburðanna í Tékkó- slóvakíu einna, enda var bylt- ingin í Tékkóslóvakíu 1948 heldur lítil afsökun fyrir stofn un eins og Atlantshafsbanda- laginu. Hitt er jafnsatt, að hversu lítið sem losnar um böndin á Varsjárbandalagsríkj um, hlýtur það að auðvelda baráttuna gegn Atlantshafs- bandalaginu. Fari svo, að Var- sjárbandalagsríkjum verði leyft að ráða stefnunni sjálf í framtíðinni, má vera, að hið sama verði upp tekið í Atlants hafsbandalaginu. Ef Tékkar hefðu gert uppreisn sína eins- og tveimur árum fyrr með sama árangri, er hugsanlegt, að gríska þjóðin hefði fengið að ganga óhindruð til frjálsra kosninga í fyrra, þótt fyrirsjá- anlegt væri, að það leiddi til Styðjum íslenzkan málstað. Kaupið Frjálsa þjóð Sími 1-99-85 — Pósthólf 1419. LÍTIÐ FRÉTTABLAD MÁLVONDUNARSAGA Ungur menntamaður sem gerir sér far um að tala hreiha og vand- aða íslenzku, varð fyrir merkilegri lífsreynslu á dögunum. Hann fór inn í ísbiíð til að fá sér hressingu og ávarpaði afgreiðslustúlkuna þessum orðum: — Einn hristing með glóaldin- bragði, takk. Afgreiðslustúlkan starði opin- mynnt á unga manninn og hváði, þvf að drykkur þessi heitir á ís- búðaríslenzku sjeik með órans. Ungi maðurinn endurtók beiðni sína skýrt og greinilega. Enn meira fát kom á stúlkuna og eftir nokkr- ar vangaveltur gekk hún afsíðis. Að vörmu spori kom hún aftur og þá önnur stúlka með henni. Hin nýkomna gekk að unga manninum og spurði hann: — Can I help you? FRÓÐLEIKUR UM FORNAN SPEKING Among them was the wise old Bergthorshvall, who had predicted that Christianity would become the aceepted religion. Amy El. Jensen. Iceland. Old-New Reþublic, 1954, bls. 154. (Lausleg þýð.: Meðal þeirra var hinn aldni vitringur Bergþórshvoll. sem hafði spáð^því að kristni yrði lögtekin). TIL ATHUGUNAR UPPRENNANDI SKÁLDUM „Sighvatur át silungshausa úr Apavatni. Hann varð mikið skáld." Úr Dagbókarblöðum Matthí- asar Johannessen. Lesbók Mbl. 11. ágúst. SPÁDÓMSGÁFA Eftir forsetakosningar rámaði minnuga menn í það að Sverrir Kristjánsson sagnfræðingur hefði fyrir forsetakosningar 1952 ritað nokkrar spámannlegar setningar um framtíð Gunnars Thoroddsens. Við höfðum uppá umræddri klausu, sem birtist í Þjóðviljanum 22. júní 1952, og þar sem hún er allmerk séð í Ijósi seinustu atburða, birt- um við hana hér: „Gunnar Thoroddsen, núverandi borgarstjóri, var einu sinni erfða- prins Sjálfstæðisflokksins. Ungum var honum gefið pólitískt uppeldi og metorð, sem þeim einum falla í skaut, sem bornir eru til mikils frama. Nú er hann eins og land- laus konungsarfi, og með öllu óyíst um pólitísk örlög hans. En ósjálf- rátt koma manni í hug orð Jóns Hreggviðssonar, þau er hann sagði við Jón Þeófílusson, hinn mis- heppnaða vestfirska galciramann í dýflissunni á Bessastöðum: Þú verð ur áreiðanlega brenndur! HRÆÐILEG TILHUGSUN „Það hvarflar að mér. hvílík guðs blessun það var að Sturlungaaídar menn skyldu ekki hafa haft bíla. Þá hefði íslendingum Iíklega verið eytt með vopnum." Úr sömu Dagbókarblöðum. sigurs vinstriafla. Hernaðar- bandalögin í austri og vestri eru að miklu leyti spegilmynd hvors annars, breyting á öðru þeirra framkallar iðulega sam svarandi breytingu á hinu. Þess vegna eru íslenzkir og tékkneskir hernámsandstæð- ingar vopnabræður, þótt við berjumst gegn bandarískum her, en þeir gegn sovézkum eða aUstur-þýzkum. Islenzkir hernámsajidstæð- ingar og einkum vinstrimenn meðal þeirra, hafa stundum átt erfitt með að átta sig á þessu. Það kaldastríðssjónar- mið, sem hernámsandstæðing- ar hafa beitt vopnum sínum gegn, að einhver grundvallar- munur hljóti að vera á mönn- um austan járntjalds og vest- an, það hefur stundum viljað Iaumast inn í hugsanagang þeirra sjálfra. Það var því ánægjulegt merki um nýjar og ferskar hugmyndir, hversu íslenzkir hernámsandstæðing- ar og sósíalistar gengu fast fram í að fordæma íhlutun Sovétríkjanna í málefni Tékkó slóvakíu. . Hægriöflin hér þykjast venjulega bera persónufrelsi fólks mjög fyrir brjósti og ekki sízt sé það austan járn- tjalds. Þau fóru heldur rólega í sakirnar í þessu máli. Ekki heyrðist orð frá Samtökum um vestræna samvinnu eða Varð- bergi, sem hafa þó reist stefnu sína að miklu leyti á atburð- um, sem gerðust austur í Tékkóslóvakíu fyrir tveim ára- tugum. Hins vegar lét Mið- nefnd Samtaka hernámsand- stæðinga í ljós eindregna sam stöðu með frelsiskröfum Tékka. Frjáls þjóð og Þjóðvilj inn tóku blaða eindregnasta afstöðu með málstað Tékka í deilunni. Ér mikill munur á afstöðu Þjóðviljans í þessu máli eða þegar íhlutun Sovét- manna í Ungverjalandi var á dagskrá fyrir rúmum áratug. Ber að fagna því heils hugar. Samstaða fjölda íslenzkra sósí alista með málstað Tékka er þeim til sóma, hverjar skoðan- ir sem þeir annars hafa haft á hlutverki Sovétríkjanna í austantjaldslöndum. Hitt er vitað, að hópur fólks sem kallar sig sósíalista, hef- ur verið næsta óánægður með framkomu Þjóðviljans í þessu máli. Því miður hafa þeir þó enn ekki orðið til að koma fram með skoðanir sínar opin berlega. Ættu þeir þó sízt að liggja á þeim, og kynni þá að skýrast nánar, hverjir eru í rauninni sósíalistar á landi hér og hverjir eiga þá hugsjón erna að Mýða boði skrfístofu- veldisins frá Moskvu. Loks er svo auðvitað hópur manna innan íslenzkrar vinstrihreyfingar, sem vill bíða átekta í þessu máli sem flestum öðrum, þar sem skoð- anir kunna að vera skiptar innan hreyfingarinnar, léta ekkert uppi og komast þann- ig hjá að lenda í beinni and- stöðu við nokkurn. ^ikir menn hafa verið vmsælir til forystu í stjórnmálum að und- anförmi, hér á landi sem víð- ar. En margt bendir tíJ, að sú pólitáska endurnýjunar- hreyfing, sem nú gengur yfri — og mest hefur létið til sín taka í Tékkóslóvakíii — eigi eftrr að tstrýma slikum sjón- armiðtmv úr stjórrnnsium. Atbttrðirmr í Tékkóslóvak- íu geta kennt okfcur ýmislegt um íslenzk sájóírHnál. Við sjá- um, að ísflenzkir vi»strimenn eru að atakast asð póUtísku sjálfstæði, og Iktega á eœfeff- nýjun faugmynda gfeiðastaö aðgang að þewn. En þó þeir enn r»argt ólææt. MMTUDAGUR 15. ÁGÚST Hernámsandstæðingar í Færeyjum Eins og ýmsum er kunn- ugt hefur NATO lengi haft nokkurt herliS í Færeyjum í nágrenni viS radarstöS sína á Straumey, ekki langt frá Þórshöfn. Nú í sumar stofnuðu andstæSingar her- setu í Faereyjum með sér samtök sem nefndust „Fylk ing færeyskra hernaíSarancl- stæðinga". KjörorcS þessara samtaka er: herinn hurt úr landinu. Hafa þau tekiS upp baráttu fyrir þjótSaratkvæða .greiSslu um aSild aS NATO og beita sér fyrir því aS Færeyingar losni viS allt hafurtask Atiantshafsbanda- lagsins 1969. Samtölcin héldu fyrsta opinberan fund sinn um Ólafsvikuleytið nú í júlílok og höfðu ræSumenn þá uppi þessar kröfur. BlaSið 14. september seg ir svo frá stofnun samtak- anna og stefnu þeirra: „Fylking Föreyskra HernacS arandstöðinga er landsfélags skapur allra teirra, iS hava ta stö<Su, at núverandi stöSa landsins viS herslöSum og hermönnum ber í sær vanda fyri tjó&ina, og sum vilja virka fyri at fáa hervaldið av aftur landinum og at gera Föroyar uttanveltaðar. Til at fremja hetta enda- mál skipar fylkingin fyri Jandsumfatandi upplýsingar beiði, fyribils miðandi móti eini fólkaatkvöðu um heysti 1969, táiS NATO-sáttmál- in, ið er orsökin til fremm- anda hervaldiS í landinum, annaShvört skal sigast upp ella endurnýggjast. Hetta verSur gjört viS at stíla fyri almennum fundurn, kravgongum, bóklingaút- gávu og öSrum tiltökum, iS' virka fyri endamáli felags- skapsins og bera áskoðanir og kröv hansara út millum, fólk og fram fyri stýri lands ins og umsiting. Landsfélagsskapurin verS ur stjórnaður av 5-manna ráðiS, iS verður valt á lands fundi. RáSiS skipar seg sjálvt og kann seta menn ella nevndir at skipa fyri til- tökum móti hernaSinum. Fylking Föroyskra Hern- aSarandstöSinga er óheft av öllum flokkspolitiskum, fíggjarligum og trúnaSarlig- um áhugamálum.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.