Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 22.08.1968, Blaðsíða 1

Frjáls þjóð - 22.08.1968, Blaðsíða 1
3'íM^tWi Ályktun Sósíalistafélagsins Á fundi sínum fimmtudag inn 1. ágúst 1968 samþykkti stjóra Sósíalistafél. Reykja- víkur eftirfarandi: I tilefni af skrifum ÞjóS- viljans og viobrögoum ein- stakra flokksmanna Sósíal- istaflokksins vio' ágreiningi þeim, sem orðið hefur milli Kommúnistaflokks Tékkó- slóvakíu annars vegar og Kommúnistaflokks Sovét- ríkjanna hins vegar, víll stjórn Sósíalistafélagsins taka fram eftirfarandi: I. Það eru algerlega óhæf og ólýðræo'isleg vinnubrögð í sósíalistískum flokki, að einstaklingar, sem ekki hafa til þess neitt flokkslegt um- botS, marki stefnu, — m. a. í blaði flokksins —, í jafn veigamiklu og viðkvæmu máli sem þessu, — og birti hana alþjó'S — án þess ao" nokkrar umræour um málið hafi faiiö' fram í félagsleg- um einingum flokksins. Á sama hátt er það víta- vert að eínstakir flokksmenn beita sér fyrir áróoursher- ferð fyrir þannig markaðri stefnu án þess að samþykkt nokkurrar stofnunar flokks- ins Hggi fyrir. Ennfremur brýtur þessi skarpa afstaða í bága vi'S þá stefnu Sósíalistaflokksins ab' vera hlutlaus í deilumál- um kommúnistaflokka. II. ÞatS er furðulegt yfir- læti af málgagni lítils flokks á hjara veraldar, með mjög takmarkaða fréttaþjónustu og ekki yfirgrípsmikla sér- þekkingu á alþjóðamálum, að bregSa höfundum ,,Var- sjárbréfsins", sem eru for- ystumenn reyndustu og öfl- ugustu kommúnistaflokka Austur-Evrópu, um vanþekk ingu á málum Tékkóslóva- kíu, og a'ð þeir byggi mál- flutning sinn í því efni á röngum forsendum , eins og gert er í leiðara Þjóðviljans 28. júlí sL II. Fyrir þá, sem lítið hafa lagt af mörkum til fram- gangs sósíalismanum og ekki bera neina ábyrgð á viS- gangi hans í heiminum, er þa'ð au'ö'vell verk að hrópa um frelsi fyrir fólkið. En frelsið er því a'ðcins nokkurs virði, aS traustar forsendur séu fyrir því. Afslaða Kommúnistaflokks Sovét- ríkjanna til þróunar í Tékkó slóvakíu byggist sennilega ekki á því ao hann sé and- vígur sósíalistísku frelsi í sjálfu sér, heldur kemur til rík ábyrgftartilfinning þess flokks, sem fyrstur hefur brotið sósíalismanum braut til áhrifa í heimi hér, og vill ekki Iáta undan síga fyrir hatrömmum árásum auð- valdsins. Hversu mikið tilefni er til þessa ótta hans vi'ð þróun- ina í Tékkóslóvakíu, tehir stjórn Sósíalistafélagsins síg ekki hafa forsendur til að leggja dóm á — enda ugg- laust ráðlegast að vi'ðkom- andi flokkar og þjóðir leysi þennan mikla vanda ÁN f HLUTUNARISLENZKRA SÓSÍALISTA. Það væri mjög ánægju- legt ef sú lausn fæli í sér aukio' frelsi. En öryggi hins sósíalistíska kerfis er for- senda fyrir slíkri þróun. "'''" ?.'¦'" '.'¦< 7 '¦"'¦'*" " '¦''. 22. ágú«t 1968. Fímmtndag»r 25. töliiblað B. árgangur MEÐAL EFNIS GILS GUÐMUNDSSON: í tilefni Færeyingasögu RITSTJÓRNARGREIN: Þrotabú viðreisnarinnar M. T. Ó. skrifar um stjómmálahorfor. GfSLI GUNNARSSON: Sósialistar og Sovétríkin Hugleiðingar út af ályktun Sósialistafélagsins. Óvægin stjórnarandstaða Þriðja grein í flokki um mótmælaaðgerðir á Islandi. Fjallar um bændareið gegn ritsímanum. SIGURÐUR GUÐGEIRSSON: Hvað líður loforðum ríkisstjórn- arinnar um hækkun bóta vegna atviiinuleysis? Landbúnaðarsýning Um helgina lauk hinni yf- irgripsmiklu og glæsilegu landbúnaðarsýningu á sýning arsvæðinu í Laugardal. Eru menn á einu máli um að sýn- ingin hafi verið hin glæsileg- asta, enda ekkert til sparað að gera hana sem bezt úr garði. Yfir 80.000 manns sóttu sýninguna og er það með ein- dæmum glæsileg aðsókn. Það er nánast ótrúlegt að hægt skuli vera að fá svona mikinn hluta íslendinga til að skoða sýningu um máiefni landbún- aðarins; hin mikla aðsókn sýn ir að þjóðinni er annt um við- gang landbúnaðar og lætur sig hann skipta. Mikilsverðasta hlutverk sýn inga sem þessara er að stuðla að aukinni þekkingu á ástandi og framtíðarhorfum landbún- aðar meðal þjóðarinnar. ís- lenzkur landbúnaður hefur átt nokkuð erfitt uppdráttar á seinustu árum. Til þess að tryggja framtíð hans er nauð' synlegt að kanna nýjar leiðir og halda uppi stöðugum rann sóknum og umræðum til auk- innar hagræðingar og fram- leiðni. En ekki er síður nauð- synlegt að almenningur í þétt- býlinu öðlist innsýn í líf•¦ bænda og kjör og eðli land- búnaðar. Aðeins ef slíkur skilningur er fyrir hendi get- um við vænzt frjórrar og fram farasinnaðrar stefnu stjórn- málamanna í málefnum ís- lenzks landbúnaðar. Sýningin í Laugardal var tvímælalaust merkt framlag í þessari baráttu. Þær tugþús- unáir Reykvíkinga sem sýning una sóttu komu af henni margs fróðari um líf og störf fólksins í dreifbýlinu.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.