Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 22.08.1968, Blaðsíða 2

Frjáls þjóð - 22.08.1968, Blaðsíða 2
Gils Guðmundsson: FYRRI GREIN í TILEFNI FÆREYINGASÖGU Prentsmiðja Jóns Helga- sonar hefur nýlega sent á íslenzkan bókamarkað Fær eyingasögu í einkar snot- urri og handhægri útgáfu Ólafs Halldórssonar magist ers. Er þetta í fyrsta sinn sem sagan kemur út hér á landi sem sérstakt rit. Má það furðulegt heita, þar eð Færeyingasaga er einhver elzta fornsaga sem skráð hefur verið á íslenzku og tvímælalaust í hópi hinna skemmtilegustu og listræn- ustu jafnt um sögusnið, stíl og mannlýsingar. I til- efni af þessari nýju útgáfu birtist eftirfarandi saman- tekt um skipti íslendinga og Færeyinga að fornu. I Ólafs sögu Tryggvason- ar segir: „Maður er nefnd- ur Grímur kamban; hann var faðir Þorsteins er kall- aður var skrofi; hann var faðir Þórólfs smjörólfs, föð ur Auðunar rotins, föður Einars, föður Eyjólfs Val- gerðarsonar, föður Guð- mundar hins ríka og Einars Þveræings." Landnáma seg ir enn fremur. „Þórólfur smjör var son Þorsteins skrofa Grímssonar, þess er blótinn var dauður fyrir þokkasæld og kallaður kamban." — Um Auði djúp- úðgu er sagt í Landnámu og Laxdælu að hún hafi komið við í Færeyjum á leið sinni til íslands og gift þar Ólöfu dóttur Þor- steins rauðs sonar síns. „Þaðan eru Götuskeggjar komnir: „Þaðan er komið kyn hið ágætasta í því landi er þeir kalla Götuskeggja." Enn er þess getið í ritkorni einu fornu („Ævi Snorra goða") að- Snorri goði Þor- grímsson sé stórum kynsæll orðinn, „því. að til hans telja ættir flestir hinir göf- ugustu menn á íslandi og Bjarkeyingar á Hálogalandi Götuskeggjar í Færeyjum og margt annað stór- menni." Hvað sem ríður áreiðan- leik tilvitnaðra heimilda bera þær vott um tvennt: Annars vegar að íslenzkir höfðingjar fyrri alda röktu sumir ætt sína til Gríms kambans landnámsmanns í Færeyjum. Hins vegar að þeir hafa þekkt ætt Götu- skeggja og sú ætt yerið í svo miklum metum hér á lamii að somi þótti að telja til skyldleika við hana. Vit- neskjan um ætt þessa hef- ur þó verið takmörkuð, því að svo virðist sem höfund- ar hinna tilvitnuðu rita hafi ekki kunnað að rekja á hvern hátt Götuskeggjar voru komnir frá Ólöfu Þor steinsdóttur og Snorra goða. Þögn íslenzkra heim- ilda um þetta hefur þótt benda til að íslendingar tólftu og þrettándu aldar hafi átt lítil samskipti við Færeyinga. Ekki þarf þó svo að vera, því að í elztu Landnámugerðum mun ekki hafa tíðkazt að rekja ættir lið fyrir lið frá land- námsmanni til samtíma- fólks. Hvergi er þess getið í fornritum að Færeyingar hafi komið til íslands á söguöld. í Færeyingasögu segir að vísu að frændur álykta að landflótta ekkja með ungan son leiti þangað sem frændur og vinir eru fyrir. Fullvíst má telja að verzl- unarviðsskipti hafa verið sáralítil milli íslendinga og Færeyinga að fornu. Fær- eyingar höfðu varla þann varning á boðstólum sem Islendingar framleiddu ekki sjálfir. Ekki gátu þeir heldur sótt nauðsynjar sín- ar til íslands, því að íslend- inga skorti hinar sömu vör- ur og Færeyinga vanhagaði um. Nokkrar siglingar hafa þó verið milli Islands og Færeyja, því- að bæði ís- lendingar og Norðmenn virðast hafa siglt þar um og stundum haft þar áfanga stað á leið milli landanna. Að vísu er helzt getið um slíkt þegar eitthvað bjátaði byggð sem Norðureyri (Noroyri) heitir. Þar eru húsatóttir fornar og bera nafnið íslendingatóftir. Eng inn veit hvernig nafn þetta er til komið, en menn hafa gizkað á að þarna hafi ís- lendingar að fornu komið sér upp bústað, eins konar „sæluhúsi", til að eiga við- dvöl og jafnvel vetursetu á leið sinni milli íslands og Noregs. Fornleifafræðingar nú á dögum telja hins veg- ar margt benda til að hér sé um leifar fastrar búsetu að ræða. En hvað sem því líður þá er örnefnið vottur um gömul tengsl íslendinga og Færeyinga. Af þessum stöðvum er málverk það sem Færeyingar gáfu okk- ur í tilefni Alþingishátíðar- innar 1930 og nú hangir uppi í Alþingishúsinu í fall egum ramma, útskornum ¦ Skreyting eftir Zacharías Heinesen við kvæði um Þránd í Gtu eftir T. N. Djurhuus. Þrándar í Götu, Sigurður Þorláksson, Þórður lági og Gautur rauði, sem gerðir voru útlægir úr Færeyjum um 1027, hafi látið í haf og ætlað til íslands. Hrepptu þeir storma mikla, sneru aftur og leyndust í Færeyj- um um veturinn. Ein heimild greinir frá búferlaflutningi frá íslandi til Færeyja í lok 10. aldar. Er sú frásögn í Droplaugar- sona sögu, sem talin er rit- uð um 1220. Þar segir frá því að er seinni maður Droplaugar Þorgrímsdótt- ur hafði verið drepinn komst það orð á að hún hefði verið ráðbani hans. Litlu síðar fór Droplaug „til skips í Berufirði með son sinn þrevetran, er Herj- ólfur hét, og fóru þau ut- an og komu til Færeyja, og keypti hún sér þar jörð og bjó þar til elli." I frásögn- inni er engin skýring gefln á því, hvers vegna Drop- laug kaus að flytja til Fær- eyja, fremur en t. d. til Noregs. Er ekki fráleitt að á eða menn urðu skipreika við eyjarnar. Við Færeyjar fórst Auðunn festargarmur á leið frá íslandi til Noregs 1003. Sumarið 1277 lögðu af stað til Noregs á einu skipi Hrafn Oddson, Þor- varður Þórarinsson og Sturla lögmaður Þórðarson. Þeir brutu skip sitt við Færeyjar og höfðu þar vet- ursetu, en komu um vorið til Noregs. Við Færeyjar drukknaði Gyrður ívarsson Skálholtsbiskup 1360 og margt manna með honum. Árið 1387 skaut upp í Fær- eyjum óeirðamanninum Guðmundi Ormssyni lög- manns Snorrasonar, sem hér hafði vaðið um sveitir með ránum og gripdeildum. Þar hvarf hann ári síðar með undrarlegum hætti, en færeyskir valdsmenn dæmdu fé hans allt undir konung vegna þungra sak- argifta sem á honum höfðu legið. Við Borðeyjarvík í Fær- eyjum, ekk1 slllangt frá Klakksvík, er fámenn af Jóannesi Paturssyni. Veglegastur minnisvarði um forn menningartengsl Islendinga og Færeyinga er saga sú hin ágæta sem varð veitt er í Flateyjarbók og kallast Færeyingasaga. Sag an er talin rituð á íslandi í byrjun 13. aldar. Kemst Ólafur Halldórsson að þeirri niðurstöðu að hún sé naumast eldri en frá því um 1200 og ekki yngri en frá um 1215. Er hún því með allra elztu fornsögum, enda talið að áhrifa frá henni, jafnt um sögusvið og stíl, gæti í ýmsum Islend- ingasögum. Þrátt fyrir nafn ið er ljóst að höfundur hef- ur ekki ætlað sér að skrifa samfellda sögu Færeyinga, heldur er þar sagt frá deil- um nokkurra færeyskra höfðingja á tímabilinu frá því um miðja tíundu öld og fram á hina elleftu. Þetta var mikið umbyltingaskeið, er heiðinn siður þokaði fyr- ir kristnum dómi og inn- lení höfðingjaveldi reyndi að verjast ásókn erlends konungsvalds og beið ósig', ur í þeirri viðureign. Hug-' leiknastur er höfundi sög-; unnar æviferill og örlög Þrándar í Götu og Sigmund ' ar Brestissonar, fulltrúa; gamals og nýs siðar, heiðni' og innlends höfðingjavalds; annarsWegar en kristni og> erlends valds hins vegar. I greinargóðri inngangs-; ritgerð að hinni nýju út--; gáfu Færeyingasögu far- ; ast Ólafi Halldórssyni svo j orð: „Þrándur í Götu og Sig-' mundur Brestisson eru að-'; alpersónur Færeyingasögu.; Þeir eru eins ólíkir og tveir ; menn geta verið: Sigmund- ur er vammlaus hetja, kappi svó mikill að hann hefur borið sigur af þeim: mönnum sem hafa verið frægastir bardagamenn í sögum, svo sem Búa digra, og hef ur aldrei beðið ósigur; við hvern sem var að eiga.' Hann er með afbrigSum ; hollur lánardrottnum sín-: um og vinsæll af. alþýðu.: Hvernig stendur á pví a3 I þessi maður, sem hefur styrk Noregshöfðingja, en', ey auk þess mikill af sjálf*: um sér, verður aS láta í lægra haldi fyrir Þránði í Götu? Sagan hefur fleiri; svör en eitt við þeirri spurn ingu, en eitt er það að Þrándur var vitrari maður en Sigmundur. Þrándur í Götu er ein eftirminnilegasta mann- gerð sem um getur í öllum gömlum bókmenntum ís- lenzkum. Höfundur Færey- ingasögu hefur hvergi lýst. honum beinum orðum, nema drepið er á útlit hans í upphafi sögunnar; þar er sagt að hann hafi þótt jafn ¦ an myrkur í skapi vetur þann sem hann hafði skemmusetu í Noregi. Sagt er að Þrándur hafi veriS rauður á hár, og má ætla að með þessum útlitsein- kennum sé höfundurinn að' gefa í' skyn hvernig lund- arfari hans hafi veriS hátt- • að,' en í miðaldaritum var algengt að tengja rauðan háralit ótrúu eðli. Annars fær lesandinn einungis hug mynd um Þránd af því sem sagt er af verkum hans og orðum, og er þó ekki allt sagt berum orðum, heldur rennir lesandann grun í Framh á bls. 7. Frjáls þjóð. — Fimmtudagur 22. ágúst 1968 -Jáe*

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.