Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 22.08.1968, Blaðsíða 5

Frjáls þjóð - 22.08.1968, Blaðsíða 5
MÚTMÆLAADGERÐIR Á ÍSLANDI 3. grein ÓWEGIN STJÓRNARANDSTAÐA Bændur riða til Reykjavíkur tð að mótmæla ritsímanum Með heimastjórninni 1904 var viðurkennt þingræði á íslandi. Ráðherra varð að njóta trausts meirihluta þingsins. Heimastjórnar- flokkurinn varð stjórnar- flokkur með Hannes Haf- stein í ráðherrasæti, en gegn honum stóð harð- skeyttur stjórnarandstöðu- flokkur, sem örugglega hef ur beðið tilefnis til að klekkja á ráðherra. Einn áhrifamesti maður þeirra var utanþingsmaður, Björn Jónsson, ritstjóri Isafoldar. Tvö mál urðu heitust á- greiningsmál stjórnar og stjómarandstöðu á fyrstu árum þingræðisins, undir- skrifltamrálið og 'ritsíma- Þegar Hannes Hafstein tók við ráðherraembætti, ■war 'skipunarbréf hans und kritað af forsætisráðherra Dana áísamt konungi. Þetta feddi stjómarandstaðan ó- haefu, íslandsráðherra ætti sjsdfur að staðfesta skipun S&KL Eitt af fyrstu verkum Hannesar Hafsteins í ráð- herraembætti var að koma á samningum við Stóra nor ræna ritsímafélagið um að leggja ritsíma til íslands. En einmitt um þetta leyti var loftskeytatækninni að fleygja fram, og töldu marg ir stjórnarandstæðingar, að ódýrara og betra yrði fyrir íslendinga að fá loftskeyta samband við Bretland en ritsímasamband við Dan- mörku. Sumarið 1905 gerðist hvort tveggja í senn, að símasamningur ráðheíra og ritsímafélagsins lá fyrir al- þingi til staðfestingar, og hér var tekið við fyrstu loftskeytunum frá útlönd- um í gegnum móttökustöð, sem reist hafði verið í til- raunaskyni. Þótti það mfkil væg sönnun þess, að ráð- herra væri á rangri leið. Stjórnarflokkurinn hélt því fram, að andstæðingarn ir vildu aðeins eyðileggja hagkvæma samninga, sem Hannes Hafstein hefði kom izt að, og ræna hann heiðr- inum af að leggja síma til íslands. Stjórnarandstæð- ingar þóttust vita, að samn- ingar hefðu tekizt við Stóra norræna fyrir þá sök eina, að Bretar voru teknir að sýna áhuga á málinu. Þeir töldu, að ritsíminn væri að verða úreltur með tilkomu loftskeytanna, ráð- herra væri að gangast und- ir stórfelld útgjöld fyrir hönd landsjóðs til þess eins að tryggja, að samband okkar við umheiminn yrði í gegnum Danmörku. Hér þótti þurfa að bregða skjótt við, og Björn Jóns- son ritstjóri varð til þess að stjórna aðgerðunum. eldsnemma um morguninn og verið tíu tíma á leiðinni. Siðar um kvöldið komu bændur úr Holtum og Ás- hreppi. Um nóttina og dag inn eftir bættust við Árnes ingar, Borgfirðingar og Mýramenn. Nokkrir Mýra- manna komu sjóveg á átt- æringi. Loks komu margir bændur úr nágrannasveit- unum á þriðjudagsmorgun. Alls munu það hafa ver- ið hátt á þriðja hundrað bændur af svæðinu vestan af Mýrum austur í Rangár- vallasýslu, sem héldu til Reykjavíkur, meðan slátt- ur stóð sem hæst til að birta ráðherra landsins og ,,a) Bændafundurinn í Reykjavík skorar alvarlega á alþingi að afstýra þeim stjórnarfarslega voða, sem sjálfstjórn hinnar íslenzku þjóðar stendur af því, að forsætisráðherra Dana und- irskrifi skipunarbréf Is- landsráðherra. b) Bændafundurinn í Reykjavík skorar á alþingi mjög alvarlega, að hafna algjörlega ritsímasamningi þeim, er ráðherra íslands gerði s. 1. haust við Stóra norræna ritsímafélagið. Jafnframt skorar fund- urinn á þing og stjóm, að sinna tilboðum Ioftskeyta- félaga um loftskeytasam- « }» XV ' V V xf . vv ' ✓ yí ,*f >,m* f** A i cyaAL: ;Otí. - r'-rw- Bændur mótmæla símanum fyrir neðan Stjórnarráðshúsið 1905. Hann ákvað að kalla sam- an fund bænda í Rfeykja- vík og leyfa þingmönnum að sjá, að kjósendur þeirra hefðu sína skoðun á mál- inu. Bændafundurinn var þó ekki boðaður í ísafold, heldur með bréfaskriftum til bænda um allt Suður- land og Borgarfjörð. ísafold segir, að ýmsum Reykvíkingum hafi komið það á óvart sunnudagskvöld ið 30. júlí að sjá bændur drífa að lengst ofan úr sveitum. Úr Landsveit kom meira en þriðjungur bænda og höfðu þeir lagt að stað meirihluta alþingis vilja sinn í pólitíkinni. Flestir voru úr Gullbringu- og Kjósarsýslu, en um 90 úr fjarlægari héruðum. Á mánudagskvöld var haldinn undirbúningsfund- ur undir mótmælafund dag inn eftir, og var kjörin nefnd til að undirbúa hann frekar. Þriðjudaginn 1. ágúst kl. 11 árdegis hófst svo funduT í Báruhúsi. Þar höfðu allir málfrelsi, en ut anbæjarmenn einir atkvæð isrétt; þetta var fyrst og fremst bændafundur. Að loknum umræðum voru gerðar ályktanir um tvö mál, og voru þær á þessa leið; band milli tslands og út- landa og innanlands, eða fresta málinu að öðrum kosti, því að skaðlausu, og láta rjúfa þing og efna til nýrra kosninga.“ Kjörin var fimm manna nefnd til að ganga á fund ráðherra með ályktunina. Auk þess var valin nefnd úr hverju kjördæmi, er þingmann átti í stjórnar- flokknum, til að færa þeim ályktun fundarins. Haft var samband við ráðherra, og hét hann að veita nefnd inni viðtal klukkan þrjú. Klukkan að ganga þrjú söfnuðust menn aftur sam- an við fundarhúsið, bæði bændur og Reykvíkingar. Síðan var gengið eftir Tjarnargötu, Kirkjustræti, framhjá alþingishúsinu, Pósthússtræti og Austur- stræti að stjórnarráðshús- inu við Lækjartorg. Nefnd- armenn gengu á fund ráð- herra og dvaldist hjá hon- um um stund, en göngu- menn sungu ættjarðarlög á meðan. Síðan komu nefnd- armenn út aftur og skýrðu stuttlega frá neikvæðum svörum ráðherra. Kvað þá við hljómmikil rödd úr mannfjöldanum: „Niður með þá stjórn, sem ekki vill lúta þjóðar- viljanum! Niður með ráðgjafann!“ Um undirtektir mann- fjöldans ber blöðunum næsta illa saman, eins og fleira í þessum atburðum. Síðan var haldið til Aust urvallar, og skipti þá mann fjöldinn þúsundum að sögn ísafoldar. Þar var skýrt nánar frá svari ráðherra, og síðan var margendurtekið sama hrópið: „Niður með þá stjórn, sem ekki vill lúta þjóðarviljanum!" Lúðra- sveit lék og fundarmenn sungu, meðal annars íslend ingabrag Jóns Ólafssonar. Loks hélt Guðmundur Finn bogason ræðu og sleit fundi. Um kvöldið var skilnað- arveizla fyrir bændur í Báruhúsinu og var þar glatt á hjalla. Daginn eftir, mið- vikudag, riðu bændur heim og fjöldi Reykvíkinga fylgdi þeim á leið. __ • ___ Suðurreiðin og bænda- fundurinn í Reykjavík 1905’ er næsta einstakur atburð- ur og sýnir mætavel harð- fylgi þessa fyrsta stjórnar-' andstöðuflokks okkar. Það þarf nókkur hiti að búa undir, til þess að bændur eyði þremur dögum til ‘að mótmæla stefnu ríkisstjórn arinnar. Vafasamt er, að nokkur flokksforingi hefði nokkru sinni getað komið slíku í fcring annar en Bjöm Jóns- Framhald á fc>ls. 7. Frjáíis þjóð — Fímmtudagur 22. ágúst 1968 s

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.