Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 22.08.1968, Blaðsíða 8

Frjáls þjóð - 22.08.1968, Blaðsíða 8
HVAÐ LÍÐUR LOFORÐUM RÍKISSTJÓRNARINNAR UM HÆKKUN BÓTA VEGNA ATVINNULEYSIS ? Allt virðist nú, erns og málum er háttað, benda til þess að böl atvinnuleysis muni í enn ríkara mæli en á undanförnum árum verða hlutskipti margra launþega heimila á komandi hausti og vetri. Launþegar í viss- um landshlutum hafa á und anförnum árum búið við svo og svo mikið atvinnu- leysi um lengri eða skemmri tíma á ári hverju. En eins og öllum er kunn- ugt hélt atvinnuleysi inn- reið sína svo til um aílt land á s.l. vetri. Verkalýðshreyfingin hafði varað við hættunni um at- vinnuleysi og lagði á það megin áherzlu að allt yrði gert til að bægja þeim böl- valdi frá launþegaheimilun um. Það var því lögð á það megináherzla við samninga gerð verkalýðshreyfingar- innar á s.l. vetri, að af hálfu þess opinbera yrði.allt gert til þess að koma í veg fyrir atvinnuleysi og ríkisstjórn gaf út yfirlýsingu í allmörg um liðum þar sem lögð er áherzla á að „viðreisnar- stjórnin" vilji flest á sig leggja til að allar starfshæf ar hendur hafi verkefni til að vinna að. Því miður er ekki útlit fyrir að hin faguryrta yfir- lýsing ríkisstjórnarinnar eigi eftir að vernda laun- þega gegn versta óvini þeirra, atvinnuleysinu, á næstu mánuðum. Einn liðurinn í umræddri yfirlýsingu fjallar um að ríkisstjórnin muní beita sér f yrir hækkunum á bóta greiðslum vegna atvinmi- leysis og öðrum lagfæring- um á bótarétti. Bótagreiðslur þær sem nú gHda eru sem hér segir: fyrir einhleypan maim kr. 876,00 á viku, fyrir hjón kr. 990.00 á viku og hámark bóta getur nú numið kr. 1.332.00 á viku fyrir hjón með þrjú börn. Öllum hlýt- ur að vera ljóst að þessar upphæðir nægja engan veg inn til framfæris, á þetta var bent í ályktun er 3. þing Verkamannasambands íslands samþykkti 4. febrú ar s.l. í þessari sömu álykt un er bent á leiðir til úr- bóta á þessu sviði og ég tel að það sé alger lágmarks- krafa verkalýðssamtak- ánna að ríkisstjórnin standi við þann hhtta umræddrar yfírlýsingar er- fjallar wm hækkun á bótagreiðslum vegna atvinnuleysis. En á það vfl ég leggja sér staka áherzlu að verkalýðs- hreyfingin setur þó ofar öllum kröfum kröfuna um atvinnu, stöðuga atvinnu fyrir alla. Samþykkt Verkamanna- sambandsins varðandi at- vinnuleysistryggingarnar er birt hér á öðrum stað í blaðinu og vil ég hvetja les endur blaðsins til að kynna sér hana. Sigurður Guðgeirsson / FRÁ ÞINGI VERKAMANNASAMBANÐSINS 3. þing Verkamannasam bands íslands haldið í Reykjavík 3. og 4. februar 1968, skorar á Alþingi að gera hið fyrsta eftirfarandi breytingar á lögum um at- vinnuleysistryggingar: 1. Bótagreiðslur verði hækkaðar, þannig, að þær nemi eigi lægriupphæð á viku fyrir kvæntan mann, en sem svarar 80% af viku kaupi verkamanns í Reykja vfk fyrir dagvinnu og 70% áf sama vikukaupi fyrir einhleypan mann. Hámark bóta á viku til einstaklings, ásamt bótum vegna barna, megi vera . 'sama upphæð og vikukaup verkamanns í Reykjavík fyrir dagvinnu. 2: Numið verði úr lög- unum það ákvæði, sem skil- yrði fyrir bótagreiðslu, að menn hafi ekki á síðustu sex mánuðum haft tekjur, sem fara fram úr vissu há- marki. 3. Atvinnuleysisbætur verði greiddar til allra vinnufærra manna, sem lög in taka til og atvinnulaus- ir eru, einnig þótt þeir séu orðnir 67 ára og njóti elli- lífeyris. Greinargerð: Atvinnuleysisbætur fyrir kvæntan mann eru nú 990 LÍTIÐ FRÉTTABLAD Meirihluti Mbl. Alkunna er, að Sjálfstæðismenn óttast fátt meira en að missa meiri hluta sinn í borgarstjórn Reykja- víkur í næstu kosningum. En ofur litla hughreystingu hafa þeir funa ið í eftirfarandi ,3pakmæli dags- ins" í Mbl. fimmtudaginn í síðustu viku: Höfum vér ekki alJa heimskingja borgarinnar á voru bandi? Og er það ekki nægilegur meirihluti í hverri borg? — Mark Twain. Lágt hitastig presta. „Bn vorir sömu-gömlu prestar, borgar, blaða og útvarps eru ekki líklegir til að bræða ís vantrúaf- 'innar <íða breiða'varma trúarinnar út um landið." Mbl. 17. ág. Hann er ekki bara skáld í Sérstaklega góða frammistöðu sýndi Matthías Johannessen ritstj Mbl. Var hann í stöðu h. bakvarð- ar og framhjá honum komst eng- inn, jafnvel hæðarboltunum hélt hann frá markinu með kollspyrn- um. Ma/gir aðrir sýndu góð tilþrlf og það menn í báðum liðum, en áhorfendur voru á einu máli um að hlutur rítstjórans hefði verið beztur. — Mbl. 20. ágúst. Hollræðí Mogga.spákonu Meyjan 23. ágúst—22. sept.: Gamlir vinir koma á sjónarsvið- ið og segja mpiningu sína. Ýmislegt er varðar öryggi þitt virðist vera á sínum stað. Bjóddu vinum þínum heim í kvöld. Stiörnuspá Jeanne Dixon, Mbl. 20. ágúst. LjóstraS upp um Velvakanda „Afstaða Velvakanda í þessu máli ber þess ekki vott að hann sé vel vakandi. heldur sofandi, i- haldssöm sál, sem telur fátt svo slæmt, að það sé ekki nógu gott." Mbl. 18. ágúst. krónur á viku, en það er 45.7% af kaupi miðað við lágmarkstímakaup Verká- mannafélagsins Dagsbrún- ar. Einhleypur maður fær nú 876 kr. á viku, en það er 40.4% af lágmarkskaupi Dagsbrúnar. Hámark bóta getiir nú numið 1332 kr á Vikíi, eða 61.5% af lág- markskaupi Dagsbrúnar, en það er fyrir kvæntan mann nieð 3 börn. Augljóst er, hve fjarri þessar upphæð- ir eru því, að nægja til fram færis, þegar miðað er við núverandi verðgildi pen- inga. Með tillögum þeim, sem hér eru gerðar um upphæð ir bóta, ef miðað er við lág- markstaxta Dagsbrúnar, mundi kvæntur maður fá 1733 kr. á viku, einhleypur maður 1516 kr. og hámark bóta gæti orðið um 2166 kr. á viku. Nú á sá maður ekki rétt til atvinnuleysisbóta, sem haft hefur tekjur á síðustu sex mánuðum upphæð, sem fer fram úr 75% af tekj- um verkamanna eða verka- kvenna í Reykjavík, miðað við almenna dagvinnu og 300 vinnustundir á ári næst liðið ár. Hér er um alltof þröngt tekjumark að ræða og þykir engin ástæða til þess að það sé neitt, enda þekkjast slík tekjumörk ekki le'ngur í lögum um al- mannatryggingar. Samkvæmt atvinnuleysis tryggingalögunum eins og þau nú eru, fær faður, sém orðinn er. 67 ára og tékur ellilífeyri, engar atvinnu- Fimmtudagur 32. ágúst 1968 leysisbætur þótt hann missi atvinhu sína og sé fuil vinnufœr. Ef sami maður slasaðist við vinnu fengi hann fullar slysabætur með éllilaununum. Þetta mis- ræmi verður að leiðrétta. Atvinnuleysistrygginga- sjóðurinn, sem stofnaður var með samningum í vinnu deilunum miklu 1955, er nú orðinn öflugastur sjóða í landinu. Við stofnun hans sló verkafólkið af kaup- kröfum sínum til að afla honum fjár. Það er því hluti af kaupi verkafólks- jns, sem geymdar er á þennan hátt sem try^rngíb- sjóður þess gegn wágesfin-j um mikla, atvinraríc^sHWt.: Fyrsta skylda sióðsms er að; aðstoða hina tryggðu ogi enginn á ríkari ktöia ta; hans en þeir. Hér eru gerðar rMögur um breytingar á lögunum um atvinnuleysistryggingar; trl hagsbóta fyrir hina tryggðu. Breytingar þessar eru aðkallandi vegna hins alvarlega atvinnuleysis. sem nú gerir vart við sig víða um landið. Ödýrar Þjórsárdalsferðir Hfnar vinsælu einsdags hríngferftir i Þjórsárdal eru alla mfiivikudaga kl. 9 og sunnudaga kl. 10. MeSal annars er komiS t Gjána, að Stöng og Hjálparfossi. Á austiirleið er farið um Skálholt. Einnlg er ekið um virkjun- arevssSIS vlð Búrfell. — Verð aðeins 470 krónur. Innifailð kaffi og smurt brauS á Selfossi. Matarpakkar á kr. 100 ef þess er óskaS. Upplýsingar gefur B.S.i. — UmferSarmiðstöSinni. Simi 22300. \ Landleiðir h.f.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.