Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 29.08.1968, Page 1

Frjáls þjóð - 29.08.1968, Page 1
29. ignst 1968. F4*»mtödagur 26. töfeWað 15. árgangur NAUDUNGARSAMNINGARÍMOSKVU Óvís framtíð frjálslyndisstefnu í Tékkóslóvakíu Þegar þetta er ritað hafa samningar tekizt með ráða- mönnum Sovétríkjanna og Tékkóslóvakíu á fundum þeirra í Moskvu og allir helztu leiðtogar Tékkóslóvakíu eru komnir aftur til Prag. í samn- ingum þessum virðist helzt felast að stjórn Cerniks sitji áfram að völdum óbreytt að mestu gegn því að hún komi aftur á ritskoðun í landinu; herlið innrásarríkjanna verði flutt burt, en einhverjar rúss- neskar herdeildir verði stað- settar við vesturlandamæri Tékkóslóvakíu. ^ Nauðungarsamningar — en þó nokkur sigur Tékkóslóvaka Hér er vitanlega um nauð- ungarsamninga að ræða. Eng- um dettur í hug að stjórnar- völd Tékkóslóvakíu hafi geng ið að þessum kostum öðruvísi en tilneydd. Engum getum er unnt að leiða að því hvers konar hótanir Rússar höfðu í frammi, en einhverjum ógn- unaraðgerðum hefur vafa- laust verið hótað. En þó að Svoboda forseti hafi undirrit- að samningana 1 fúllri vitund þess að meðan götum Prag væri ógnað af rússneskum skriðdrekum ætti hann ekki annarra kosta völ, er þó tæp- lega hægt að ímynda sér að sovézku valdhafarnir hafi ver ið ákaflega sigurreifir heldur. Við vitum að vísu ekki hverj- ar hugmyndir þeir gerðu sér um ástandið í Tékkóslóvakíu, né heldur nákvæmlega hvað þeir ætluðu sér að gera að landinu hernumdu. En það hlýtur að teljast umtalsverður ósigur fyrir þá að þeim tókst ekki að koma á annarri stjórn í landinu. Allar tilraunir þeirra til þess að fá Tékkó- slóvaka til þess að setja fylgis- menn Dubceks af mistókust, og eins fór um tilraunir þeirra til að setja á stofn þæga lepp- stjórn í skjóli herveldis. Ástæðan fyrir þessum mistök- um var einfaldlega sú að ekki fundust nægilega margir dygg ir þjónar Rússa í landinu til þess að þetta væri hægt. Rúss ar hafa að öllum líkindum vænzt þess að einhver hluti þjóðarinnar yrði til að fagna innrásarhernum og ganga til samstarfs við hann. En sú von þeirra brást svo rækilega að um munaði; þjóðir Tékkó- slóvakíu tóku innrásarhernum einhuga af ískaldri fyrirlitn- ingu. Órofa samstaða þjóð- anna í frelsisbaráttu síðustu viku færði henni þann sigur, að Rússum varð ekki fært að knýja fram breytingar á stjórn arvöldum landsins. Rússncskur skriðdreki hrennur fyrir utan útvarpsstöðina í Prag. £ Kreppt að frelsinu Ekki má þó á nokkurn hátt gera of lítið úr því hve alvar- legir þeir skilmálar sem sett- ir voru í Moskvusamningnum eru fyrir áframhaldandi grósku stjórnmálalífsins í Tékkóslóvakíu. Grundvöllur þeirrar öflugu pólitísku vakn- ingar sem þar hefur orðið á þessu ári var afnám ritskoðun ar í landinu. Fólk greip fegins hendi tækifærið til að fá loks að segja hug sinn, gagnrýna þjóðfélagið, fordæma liðið ranglæti. Pólitísk hugsun, sem áður var hneppt í helfjötra hins opinbera marxisma, Borgarar í Prag reyna að sannfæra innrásarmennina um mistök þeirra. blómstraði á nýjan leik með- al fólksins. Þjóðin vaknaði á ný til þess mikla verkefnis að hefja Tékkóslóvakíu upp úr öldudal Novotnystjórnar og skriffinnskuveldis og skapa nýtt og betra þjóðfélag. Ritfrelsið var höfuðmáttar- stoð þessarar vakningar. Án þess er hætt við að hún koðni niður aftur — að minnsta kosti um stundarsakir. Nú er að vísu talað um „takmarkaða ritskoðun“ sem einungis eigi að koma í veg fyrir skrif gegn Sovétríkjunum og öðrum Varsjárbandalagsríkjum. — Þetta þyrfti ekki að vera al- varlegt ef þessi ákvæði verða framkvæmd bókstaflega og ef enginn rússneskur her verður í landinu. Nú er hins vegar svo að skilja af samningunum að rússneskar herdeildir verði við vesturlandamæri Tékkó- slóvakíu. í orði kveðnu verða þessar herdeildir þarna til þess að vernda Tékkóslóvakíu fyrir Vestur-Þýzkalandi. Raun verulega verða þær þarna til þess að vernda valdhafana í Sovétríkjunum fyrir áhrifum frá frjálslvndisstefnu Tékkó- slóvaka. hafa því að baki sér þrýsting frá rússneskum her í landinu sjálfu. Hættan liggur í því að í skjóli hervaldsins gerist slík- ar stofnanir íhaldssamar og valdamiklar, og er þá hætt við að takmarkanir ritskoðunar- innar við gagnrýni á Sovétrík in og Varsjárbandalagslöndin geti farið að teygjast allmikið. Einnig er hugsanlegt að hin íhaldssamari öfl í landinu kom ist til nokkurra áhrifa gegn- um ritskoðunarapparatið. Þeim verður það mikill styrk- ur að hafa að baki sér rúss- neskan her staddan í landinu sjálfu, sem hægt verður að nota í þvingunarskyni ef þörf þykir. Það er tvennt ólíkt að beita ógnunum með herliði sem þegar er fyrir í landinu eða gera stórinnrás eins og gert var í vikunni sem leið. En þó að útlitið sé ekki sér- lega glæsilegt gæti það þó verið miklum mun verra, og auðvitað er engin leið að sjá fyrir hvað gerast muni í Tékkóslóvakíu á næstunni. 0 Árangursríkar bardaga- aðferðir Við höfum undanfarna viku séð í glæsilegri og djarflegri Ritskoðun í skjóli hervalds framkvæmd þær einu bardaga Þær stofnanir sem settar aðferðír sem smáríki getur verða upp til þess að sjá -um vonazt til að beita með nokkr- framkvæmd ritskoðunarinnar j Framh. á bls. 5.

x

Frjáls þjóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.