Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 29.08.1968, Blaðsíða 4

Frjáls þjóð - 29.08.1968, Blaðsíða 4
ALYKTANIR OG MOTMÆLI Undanfarna viku hafa fjölmörg félagssamtök sent frá sér ályktanir og mót- mæli út af innrásinni í Tékkóslóvakíu. Þar sem þetta hefur komið fram dreift og borið lítið á sumu þykir Frjálsri þjóð rétt að safna hinu helzta saman á einn stað. Áskorun hundrað sósialista Árdegis miðvikudaginn 31. júlí 1968 var sendiherra > Sovétríkjanna á íslandi, hr. Nikolai P. Vazhnov, afhent áskorunarskjal undirritað af eitt hundrað sósíalistum, vegna þeirra deilna, sem upp hafa komið milli Sovét- ríkjanna. og Tékkóslóvakíu og einna hæst hefur borið i fréttum að undanförnu. Á fund sendiherrans gengu Guðmundur Ágústsson, Gunnar Guttormsson, Hall- dór Guðmundsson, Hjalti Kristgeirsson og Ragnar Arnalds. Áskorun hinna eitt hundrað sósíalista fer hér á eftir: „íslénzkir sósíalistar hafa áhyggjur af þeim viðsjám, sem magnazt hafa milli Tékkóslóvakíu og Sovétríkj anna og óttast, að þær verði málstað friðar og sósial- isma í heiminum til tjóns. Fullvissir þess, að for- sendur sósíalismans 1 Tékkóslóvakíu séu óskorð- að fullveldi landsins, skora undirritaðir 100 íslenzkir sósíalistar á Sovétríkin að virða í hvívetna sjálfstæð- an ákvörðunarrétt þjóða Tékkóslóvakíu og styðja þær til þeirrar fullkomnun- ar á sósíalísku lýðræði, sem þær hafa nú hafið.“ Ályktim ÆFR Ályktun samþykkt af framkvæmdanefnd Æsku- lýðsfylkingarinnar í Reykja vík að morgni hins 21. ágúst. „Æskulýðsfylkingin, sam band ungra sósíalista, harm ar það áfall sem baráttan gegn heimsvaldastefnunni hefur orðið fyrir með inn- rásinni í Tékkóslóvakíu. Æskulýðsfydkingin álít- ur þessar aðfarir minna meira á stórveldastefnu en sósíaliska alþjóðahvggju. Æskulýðsfylgingln for- dæmir irmrás herja Varsjár bandalagsins, undir íorystu kommúnistaflokks Ráð- stjórnarríkjanna, í Tékkó- slóvakíu. Ályktun framkvæmda- nefndar Sósíalistaflokksins Framkvæmdanefnd Sam- einingarflokks alþýðu — Sósíalistaflokksins hefur á fundi sínum í dag einróma samþykkt eftirfarandi álykt un vegna atburðanna í Tékkóslóvakíu: Hinir hörmulegustu at- burðir hafa gerzt. Herir frá fimm aðildarríkjum Var- sjárbandalagsins hafa gert innrás í Tékkóslóvakíu. Með ofbeldi er löglegum stjórnarvöldum srnárrar þjóðar vikið til hliðár. í þeirra stað skal erlendur her skipa fyrir verkum. Sósíalistaflokkurinn for- dæmir ofbeldisárásina og lýsir fyllsta stuðningi við þær grundvallarreglur, að sérhver þjóð eigi rétt til að skipa eigin málum sjálf án í'hlutunar erlendra aðila. Sérstaklega áréttar Sós- íalistaflokkurinn þá stefnu sína, sem á undanförnum dögum og oft áður hefur verið túlkuð í Þjóðviljan- um, að það sé réttur og þjóðleg skylda hvers sósíal- istísks flokks að móta og berjast fyrir sósíalisma í eigin landi í samræmi við sögulegar aðstæður og hags muni eigin þjóðar. Flokkurinn telur að inn- rásin í Tékkóslóvakíu sé hið alvarlegasta brot á þessum grundvallarreglum og lýs- ir eindregnum stuðningi sínum við þjóðir Tékkó- slóvakíu og forystumenn þeirra. Það er skoðun okkar, að stjórnarvöld Tékkóslóvakíu hafi haft að baki sér yfir- gnæfandi meirihluta lands- manna og við efumst ekki um hollustu þeirra við hug- sjónir sósíalismans. ' Við vísum á bug þeirri kenn- ingu, að með innrás er- lendra herja sé verið að forða þjóðum Tékkó- slóvakíu frá endurreisn auð valdsþjóðfélags í landi þeirra. Við bendum á, að þessar hernaðaraðgerðir brjóta freklega í bág við yfirlýs- ingu Bratislavafundarins um virðingu fyrir fullveldi þjóða og sjálfsákvörðunat- rétti þeirra. Sósíalistaflokkurinn er þeirrar skoðunar, að fyrir okkur íslendinga, vopn- lausa smáþjóð, sé sjálfsá- kvörðunarréttur þjóðanna svo mikilvægur, að frá hon um megi ekki víkja. En þessi sjálfsákvörðunarrétt- ur þjóðanna verður jafnan í hættu meðan hernaðar- bandalög stórvelda og er- lendar herstöðvar þeirra í öðrum löndum eru til. Þess vegna áréttum við enn einu sinni þá kröfu okkar, að við íslendingar skipum okkur í sveit þeirra fjölmörgu þjoða, sem standa utan hernaðarbandalaga og neita um erlendar herstöðvar í landi sínu. Með slíkri ut- anríkisstefnu styrkjum við bezt málstað allra þeirra, sem nú búa við valdbeit- ingu erlendra aðila. Hugsjónir forystumanna Tékka og Slóvaka um lýð- ræði og sósíalisma verða ekki bældar niður með vopnum og ofbeldi í Prag. Þær munu lifa og bera ríku legan ávöxt í sögu sósíal- ismans með nýjum kynslóð um um allan heim. Ályktun borgarafundar í Gamla-Bíói. „Almennur borgarafund- ur haldinn í Gamla bíói mið vikudaginn 21. ágúst for- dæmir innrás Varsjárbanda lagsríkja í Tékkóslóvakíu um leið og hann lýsir dýpstu samúð með baráttu þjóða Tékkóslóvakíu fyrir frelsi, fullveldi og lýðræð- islegri stjórnarháttum." Framkvæmdanefnd Sósíalistaflokksins. Samþykkt Framkv^pidá' stjómar Alþýðubandalags- ins. Eftirfarandi samþykkt var gerð einróma á fundi framkvæmdastjórnar Al- þýðubandalagsins á fundi hennar þann 21. ágúst: Tilefnislaus innrás Sovét ríkjanna og bandingja þeirra innan Varsjárbanda- lagsins í Tékkóslóvakíu er níðingsverk, sem hlýtur að vekja fcryggð og reiði hjá öllum sem unna þjóðfrelsi og sósíalisma. Grið eru rof- in á sjálfstæðu ríki í því skyni að svipta það sósíal- istískri forustu, sem sýnt hefur að hún nýtur fádæma hylli og stuðnings þjóðar- innar. Með þessu athæfi eru. helgustu hugsjónir þjóð- frelsis, sósíalisma og. al- þjóðahyggju troðnar í svað ið. Framkvæmdastjórn Al- þýðubandalagsins fordæm ir árásina á þjóðir Tékkó slóvakíu, á kommúnista flokk landsins, á málfrelsi og skoðanafrelsi, á fullveldi þjóðanna. Framkvæmdastjórnin lýs ir yfir dýpstu samúð með Tékkóslóvökum í þrenging- um þeirra, fullviss um að þessi margreynda þjóð mun standast þessa þungu raun eins og svo margar aðrar sem yfir hana hafa dunið. Ályktun stjórnar Stúdenta- félagsins. Miðvikudaginn 21. ágúst samþykkti stjórn Stúdenta- félags Háskóla íslands svo- fellda ályktun: „íslenzkir stúdentar for- dæma íhlutun erlendra ríkja í innanríkismálum Tékkóslóvakíu og lýsa yfir einlægri samúð með þjóð- um landsins. Þessi atburður er ótví- rætt brot á stofnskrá Sam- einuðu þjóðanna, og er skor að á ríkisstjórnina að stuðla að upptöku málsins á Alls- r Sameinuðu þióðanna og lausn þess í m iflTTT O rjT>Tq r trmo msTq jTiLfé'^q anda samtakanna. Ályktun stjómar Sósíalista- félags Reykjavíkur. Á fundi stjómar Sósíal- istaf éla gs Reyk j avíkur föstudaginn 23. ágúst var gerð svofelld ályktun: „Stjórn Sósíalistafélags Reykjavíkur harmar her- nám Tékkóslóvakíu af hálfu Varsjárbandalagsríkja og telur það hin alvarlegustu mistök, brot á grundvallar- reglunni um sjálfsákvörð- unarrétt þjóða og vatn á myllu heimsvaldasinna. Stjórnin skorar á viðkom andi ríki að kveðja her- námsliðin brott frá Tékkó- slóvakíu og heitir um leið á þjóðir Tékkóslóvakíu að standa trúan vörð um hið sósíalistíska þjóðfélag.“ Ályktun stjórnar Alþýðu bandalagsins í Kópavogi Stjórn Alþýðubandalags ins í Kópavogi ályktaði eft irfarandi á fundi sínum laugardaginn 24. ágúst s.l. Stjórn Alþýðubandalags ins í Kópavogi lýsir ein . lægri samúð sinni með bar áttu Tékka og Slóvaka fyrir auknu frelsi og lýðræði og fordæmir innrás fimm rfkja Varsjárbandalagsins í Tékkóslóvakíu. Stjórnin hvetur íslenzka sósíalista til að veita Tékk- um og Slóvökum allan þann siðferðilegan stuðning sem þeir megna, m. a. með því að hafna félagslegum og menningarlegum samskipt- um við þjóðir innrásarherj- anna meðan á hernámi Tékkóslóvakíu stendur. Ályktun og samþykkt Tékknesk-íslenzka félagsins. Á almennum fundi í Sig- túni 25. ágúst var sam- þykkt eftirfarandi ályktun: Óréttlætanleg innrás 5 Varsjárbandalagsvelda í Sósíaliska lýðveldið Tékkó- slóvakíu er eitt hið níðings legasta verk evrópskrar sögu og hlýtur að vekja öll um ærlegum mönnum harm og reiði. Innrásarveldin hafa gerzt margfaldir griðrofar við fullvalda ríki og fótumtroð- ið helgustu hugsjónir manna um þjóðfrelsi og al- þjóðahyggju. Við krefjumst þess: að innrásarveldin kveðji heri sína tafarlaust burt úr landinu, að allir, sem innrásarherinn og þý hans hafa svipt frelsi séu strax látnir lausír, að réttkjörin stjórnarvöld fái óhindruð að gagn störfum, > að látið sé af öllum þvingun um og ögrunum gegn Tékkóslavíku og allt það tjón, sem innrásarherirn- ir hafa valdið, sé að fullu bætt. Á fundinum var einnig gerð eftirfarandi samþykkt: Við lýsum aðdáun okk- ar á þeirri dirfsku, stað- festu og stillingu, sem þjóð- ir Tékkóslóvakíu hafa sýnt gagnvart ofurefli innrásar- herja Varsjárbandalagsins. Jafnframt skorum við á samtök almennings á ís- landi að lýsa aðild að und- anfarandi ályktun eða stuðningi við málstað Tékka og Slóvaka með eigin álykt unum og koma þeirri af- stöðu sinni á framfæri við starfsbræður sína og stofn- anir þeirra í innrásarríkjun um. Jafnframt skorum við á fólk að láta ótvírætt í ljós við fulltrúa innrásarríkj- anna fyrirlitningu sína á at hæfi ríkisstjórna þeirra, hvenær sem færi gebst. d Frjáls þjóð — Fimmtudagur 29. ágúst 1963

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.