Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 29.08.1968, Blaðsíða 6

Frjáls þjóð - 29.08.1968, Blaðsíða 6
m KALSKEMMDIRNAR I TÚNUNUM Kalskemmdirnar í túnun- um síSustu fjögur ár eru al- varlegaata áfalliS sem ís- leníkur landbúnaður hefur orSið fyrir á þessari öld. Þær hafa komið sem dómsorS, sem ekki verður áfrýjaS, að öll ræktun lands okkar síðan ófriíSnum mikla lauk 1945, nýraskt og endurraektun, sé lítils eða einskis virði, af því að hún standist ek'ki veður- far landsins, þegar harðnar í ári. ViS þessa rsektun hafði þjótSin öll og bændur landsins sérstaklega bunditS miklar vonir um betri tíma framundan, og margir orðið til aS trúa því, að gildi henn ar væri öruggara en alls ann ars, sem unnicS hefur verið fyrir bættan hag þjóðarinn- ar síðasta aldarfjórðung. Svo komu eftir hálfrar aldar hlývicSrisskeiS fjögur ár meS lakara vetSurfari en í meðal- lagi, og þó ekkert þeirra meS aftökum, og öll þau ár verSa stórfelldar kal- skemmdir í túnum, einkum þeim, sem ræktuS hafa ver- ið á síSustu árum. Fyrstu þrjú árin voru þessar kal- skemmdir að verulegu leyti aðallega norSan lands og austan og aS nokkru staS- bundnar í hvert sinn. En á þessu ári, fjórSa árinu, eru þær um allt land, og hafa þó leikið NorSurland og Strandasýslu allra harSast. Á því landsvæSi er víSa meira en helmingur túnanna sums staSar 80—90% tún anna, dauðkalinn. Líkur sýn ast til, að á þessu verSi fram- hald. Ef þess á að vera einhver von, aS ráSiS verSi við þessi ósköp, sem yfir land- búnaS okkar ganga nú, verSum viS aS gera okkur rétta grein fyrir orsökum þeirra. Þetta hafa menn líka vissulega reynt og þótzt finna og bent á margar or- sakir, svo margar, að þaS hefur jafnvel orðið til að drepa málinu á dreif og jafn vel hamla því, aS þaS verSi rétt skiliS og viS þaS ráSiS. ASallega hafa menn leitað orsakanna í tvennu: óhag- stæðu veðurfari og tilbúna áburðinum, sem svo mjög hefur veriS notaSur viS tún- ræktunina hin síSustu árin. £g, sem þetta rita, hef einn- ig þá skoSun, að aSalorsak- anna sé að leita í þessu tvennu, en hef þó að nokkru á því annan skilning, en að- allega hefur fram komiS. Þeir, sem hafa lagt á- herzlu á, aS kaliS sé veSr- áttu síSustu ára aS kenna, hafa aSallega leitaS orsaka þess í dutlungum veðurfars- ins og sérstökum tilbrigSum þess á hverjum stað, er svo hafi aftur valdið langstæð- um svellalögum eSa á ann- an hátt verndaS gróSurinn illa yfir vetrarmánuSina eSa búiS hann á óhagstæSan hátt undir voriS og sumarið. Þeir hafa meS öðrum orðum leitað orsakanna í einstök- um fyrirbrigSum, sem ekki komi fyrir nema endnim og eills, og sem afleiSingar þeirra ekki viSvarandi, held ur stundarfyrirbæri, eSa e. t. v. réttara sagt árferSisfyr- irbæri, sem gera megi ráS fyrir, aS ekki endurtaki sig. Mér er hins vegar í grun, að hér sé um aS ræSa breytingu á veðurfari, og hlýSi það veSurfar, sem er aS koma yfir okkur, lögum, sem aS vísu hafi sín tilbrigSi, en haldi þó stefnu sinni í .aSal- atriSum. Þetta er aS nokkru byggt á því, að við höfum nú þegar frá aS segja fjórum árum þar sem svipaðar or- sakir hafa valdiS líkum og þó auknum afleiðingum. En aðallega er þaS byggt á þeim árferSisannálum, sem þjóS okkar hefur samiS um athuganir sínar í margar ald- ir og síSan varSveitt fram á þennan dag. Ur þeim ann- álum má lesa þá veðurfars- sögu lands okkar, að skipzt hafi á alllöng hlýviSris og kaldviðrisNtímaskeiS, og eru þau gleggst einkenni hlýviðr is tímaskeiSanna, aS þá er lítill eSa enginn hafís hér við land, en þau gleggst ein- kenni kaldviSris tímaskeiS- anna, aS þá gerir hafísinn hér strandhögg ýmist vetur eða vor, ef ekki hvort tveggja, flest ár eða öll viS norSur- og austurströnd landsins. Hlýviðristímaskeið in virðast oftast koma hægt, þannig aS á undan fara ár, sem ýmist eru hlý eSa köld ellegar í meSallagi hlý, en kaldviSristímaskeiSin koma oftast snögglega meS hafísn um, sem hefur þá sínar ár- legu ferðir hingaS upp í land Steina. Eitthvert hið harS- leiknasta kaldviðristíma- skeið, sem komiS hefur yfir land okkar hófst 1859 og var sleitulaust fram aS 1 890. Síðan fór veSurfar yfirleitt hlýnandi og var þó hafís hér viS land öSru hverju fram til 1918, er óskapleg hafþök gerSi fyrir NorSur- landi. E'ftir það hófst nærri hálfrar aldar hlýviSristíma- skeið, og við, sem nú lifum, höfum flest kynnzt landi okkar á því tímaskeiSi að- eins. Okkur hafa því komiS á óvart hin síSustu ár, þeg- ar hafísinn og kalskemmd- irnar í nýræktuSu túnunum okkar hafa orSiS samferSa, og viS skiljum ekki nema að litlu leyti, hvaS er að gerast. En yfir land okkar virðist vera að koma veSur- far, sem hlýSir aS talsvert miklu leyti öSrum lögum en viS höfum vanizt í hálfa öld. Okkar innlendi gróSur hefur um árþúsundir aSlag- azt þeim veSurfarsbreyting- um, sem verða hér á landi og stenzt þær meS furðu litl um undantekningum, nema helzt í mestu aftökunum, og þegar hann hefur veiklazt af einhverjum sérstökum orsök um. ViS höfum því mjög litlar sagnir af kali frá kald- viðristímaskeiðum fyrri alda. Þær einu sagnir af kali, sem verulega kveSur aS, eru frá vorinu 1 9 18, en þá kót tún • víSa og úthagana sums staS ar verulega. £g man vel þau veSur, er þingeyskir bændur töldu hafa valdiS kalinu þá um voriS: Elskulegan sunn- anþeyinn um skírdagshelg- arnar og fram til laugardags kvölds, en blindbyl með hörkufrosti báða páskadag- ana. Sérhver hæS, er veSur- ofsinn hafði skafið hvert snjókorn af í bylnum, var dauSkalin um voriS. Ég minnist þess líka, aS þá mikl aSist mér þaS fólk sem var viSbúiS þessum hamförum náttúrunnar og þoldi þær. Af sjálfum mér gat ég ekki miklast, því að ég lá fótbrot inn gestur hjá greiðafólki, og hafSi aSeins fundið vorilm- inn um opinn glugga um skír dagshelgarnar, og heyrt veð urofsann hamast á gaddfreS inni þekjunni og úti fyrir fénntum glugga á páskum. En ég er viss um þaS, aS því líkar hamfarir veSursins sem 1918 ollu ekki kalinu síSastliSiS vor. í vor var út- hagi heldur ekki kalinn, svo að teljandi væri, nema í eih- staka sveit. Það voru víðast túnin ein, sem kalin voru, einkum þau tún, sem vaxin voru útlendu grasi, óreyndu, hvort þaS þyldi íslenzka veSráttu, en þar næst þau tún vaxin íslenzku grasi sem teygt hafði veriS árum sam an til óeSIilega örrar sprettu meS miklum tilbúnum á- burSi. Slíkt gras hefur lotiS sömu lögum og óhófsfólk, sem sent væri upp til ó- byggSa í blindbyl, mundi lúta. Og hér er nú komiS að annarri aðalorsökinni til kal- skemmdanna undanfarin ár, ofnotkun og rangnotkun til- búna áburðarins. I skrýtilegri grein, er Vignir GuSmunds- son ritaSi fyrir Ingólf Jóns- v son ráSherra í Mbl. 3. ágúst, um Kjamann, kalk og bændafund á Reykjum — (greinina nefnir Vignir: Er verið aS gera Hvanneyr- artilraunina aS þjóStrú? En greinin svarar ekki til fyrirv sagnarinnar), segir svo: „Ingólfur Jónsson sagSi, aS ekki mætti kenna kjarnan- um um allt. ‘‘ Það er mjög skemmtilegt, aS einmitt Ing- ólfur Jónsson skuli hafa sagt þetta svona og það er vissu lega að nokkru leyti rétt. Notkun tilbúins áburSar hef ur veriS mjög handahófsleg og meSfram þess vegna skaSleg. Aðalorsökin til þess, hversu' ha'ndahófsleg hún. ihefuri veriS, er sú, aS sala áburðar hefur veriS eini okuð til aS halda uppi verk smiðju, sem aðeins hefur framleitt kjarna. Þessu hef- ur veriS framfylgt svo ein- strengingslega, aS bændur landsins hafa ekki notiS þess að mega velja sér áburS artegundir nema meS mikl- um takmörkunum og þá heldur ekki getaS notiS nema aS takmörkuSu leyti leiðbeiningar forystumanna sinna um þessi efni. Á þessu á enginn eins mikla sök og Ingólfur Jónsson ráðherra, sem fékk því ráðiS, aS á- burSareinkasalan var lögS í hendur kjarnasmiðju þeirri, sem kölluS er ÁburSarverk- smiSja, í þeim tvöfalda til- gangi aS taka áburSarsöl- una úr höndum Framsóknar- manna og tryggja það, að bændur ættu ekki kost á aS kaupa annan köfnunarefnis- áburS en kjarna, meðan framleiSsla kjarnasmiSjunn ar entist. Vissulega er ekki unnt að „kenna kjarnanum um allt“, ekki hefur hann ráSiS öllu um þaS, aS bænd ur hafa veriS sviptir frelsinu að velja sér áburð og þeim þröngvaS til að nota { óhófi þann áburS er margir þeirra hafa álitiS skaSIegan. Slíkt ófrelsi bænda er jafnvel hættulegra túngróðrinum en sjálfur kjarninn, og þaS er öSrum aS kenna en honum. Þó segi ég, aS ekki megi kenna Ingólfi Jónssyni um allt. Hann hefur líka meS sinni áburðarverzlunarpóli- tík tekið á sig en áf bændum þann glæp, að spilla túnum landsins meS skaSsamlegri áburSargjöf, og má um þaS segja, að fátt er svo meS öllu illt, aS ekki boSi nokk- uS gott. Þó segi ég aftur, aS ekki megi kenna Ingólfi Jónssyni um allt. En ógeðs- legt er að sjá í grein, sem fyrir hann er rituð og birt í Mbl. 3. ágúst, þá heimsku- legu fullyrSingu, aS „fjölda túna máttj bera á, sem nú eru ónýtt eSa notuS sem hrossabeit“, og í krafti þeirr ar fullyrSingar beint til bænda þessum orðum: „ÞaS er því fyrst og fremst and- legt kal bændanna og for- ystumanna þeirra, sem gerSi þaS aS verkum, að ekki verður hægt að bjarga eins miklu og ella hefSi orSiS“. Þetta er auSvelt aS skilja, áSur en meir skellur í tönn- unum: Bændurnir ,,sjálfir“ eiga sök á kalskemmdunum, af því að þeir notuSu ekki meiri kjarna í vor, og þeim skal hefnast fyrir það. I grein í Frjálsri þjóS 1. ágúst, Kal og bókanir, deilir Agro á yfirvöld okkar og BúnaSarfélag Islands fyrir það, að hafa ekki brugSiS viS til aS bjarga því, sem bjarga mátti vegna kal- skemmdanna. Ádeilan er aS vísu réttmæt, en hvaS var hægt aS gera strax og við hverju var að búast? B.I., sem er leiSbeiningastofnun fyrir landbúnaSinn gaf strax þaS ráS, sem helzt er fljót- lega tiltækt, að vinna upp kalskellurnar og sá síðan í þær einærum fóSurjurtum til uppskeru í haust, og afla útheys, svo er verSa mætti í sumar. Önnur ráð, sem aS gagni koma strax í sumar, er tæplega um að ræSa, nema fjárhagslegar bætur, og þær er helzt að sækja til ríkisstjórnarinnar. En nú er hvort tveggja, aS ríkissjóS- urinn er tómur og ríkis- stjórnin landbúnaSinum and stæS, jafnvel fjandsamleg, a. m. k. mikill hluti hennar. Helzt mætti þar einhvers vænta af landbúnaðarráð- herranum, sem fram aS þessu hefur veriS landbún- aSinum vinveittur, þó aS honum hafi orSið ýmislegt á í vinsemd sinni, svo sem bent hefur verið á hér aS framan. ÞaS hefur ýmsu bjargaS hingaS til, að hann er myndarlegasti og sjálf- stæðasti maSurinn í ríkis- stjórninni. En eftir grein þeirri í Mbl., sem hefur ver- Framh. á bls. 7. 6 Frjáls þjóð — Fimmtudagur 29. ágúst 1963

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.