Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 05.09.1968, Blaðsíða 3

Frjáls þjóð - 05.09.1968, Blaðsíða 3
Rítstjórnargreln HVERSKONAR ALÞÝÐUBANDALAG ? ~~t ÞaS er nú ákveðið að landsfundur Alþýðubanda- lagsins verði haldinn 1.-3. nóv. n. k. Á landsfundi þess um er ætlunin að gera Al- þýðubandalagið loks form- lega að stjómmálaflokki, þ. e. samþykkja ný lög, sem taka fram að Alþýðubanda- lagið sé stjórnmálaflokkur og félögum hans óheimilt að vera í öðrum flokkspólitísk um samtökum. Þegar svo er komið, kem ur sú spurning upp í huga margra Alþýðubandalags- manna, hvers konar stjóm- málaflokkur verður Alþýðu bandalagið endanlega? Ýms ir atburðir sem skeðu innan Alþýðubandalagsins á síð- asta ári, en þar ber helzt Tónabíósfundinn, um fram- boð við Alþingiskosningar 1967, og afleiðingar hans, svo og atburði síðustu daga i Tékkóslóvakíu, þar sem frjálslyndir sósíalistar eru kúgaðir til afturhvarfs til þröngsýnna afturhaldssjón- armiða, gera spurningu þessa enn áleitnari. Markmið stjórnmálasam- taka er að hafa áhrif á gerð og stjómun þjóðfélagsins með ákveðinn tilgang og sjónarmið í huga. Áhrif stjómmálaflokka í lýð- frjálsu þjóðfélagi byggist á fylgi þeirra, lítið fylgi - lítil áfarif, aukið fylgi - aukin á- hrif. Myndun Alþýðubanda- lagsins 1954 sem kosninga- bandalags Sósíalistaflokks- ins og Málfundafélags jafn- aðarmanna og síðar Þjóð- varnarmanna hafði það markmið að auka áhrif rót- tækra félagshyggjumanna á ísl. þjóðfélag og að endur- heimta forystu fyrir verka- Iýðshreyfingunni úr höndum íhalds og krata. Sú eining sem þannig tókst að skapa, markaði tímamót. Margvíslegur stjórnmála- árangur Alþýðubandalagsins ásamt traustri forystu Al- þýðubandalagsmanna fyrir Alþýðusambandi Islands, leiddi til hugmyndar um stofnun frjáslynds sósíalísks verkalýðsflokks. Starf og á- hrif Alþýðubandalagsins varð brátt svo víðtækt að aðstæðurnar knúðu á um stofnun flokks úr hinu laus- lega kosningabandalagi, ann að var hvort tveggja ólýð- ræðislegt og óskynsamlegt. Við stofnun stjórnmála- flokks úr kosningabandalag- inu bundu fjölmargir vonir um enn aukið fylgi og aukin áhrif Alþýðubandalags- manna, til hagsbóta fyrir ísl. alþýðu. Umræður um flokks stofnun hafa staðið á annan áratug og þróun mála geng- ið hörmulega seint, enda hafa íhaldssöm en áhrifamik il öfl í Sósíalistaflokknum lagaSt eindregið gegn þróun Alþýðubandalagsins í stjórn málaflokk. Með stofnun alþýðubanda lagsfélaga og landssamtaka þeirra 1966 sá loks fyrir enda málsins. En þá var framið glópskuverk. Tóna- bíósfundurinn braut f jöregg samtakanna, eininguna. I þeim meirihluta sem ferðinni réði á Tónabíós- fundi, var sá hluti Sósíalista flokksins, sem mótfallinn var myndun stjómmála- flokks úr Alþýðubandalag- inu g þar með unnu ein- angrunaröflin sigur. Meirihluti Tónabíósfund- arins, myndaður með smöl- un, og byggður á hugtaka- ruglingi, þar sem íhaldssemi og kreddufesta er talin vinstri sinnuð en frjálslyndi og endurnýjun talin hægri sinnuð, ber megin sökina á þeim vanda sem Alþýðu- bandalagið hefur síðan ver- ið í. Ef stofnas á nú stjóm- málaflokk úr Alþýðubanda- laginu í anda Tónabíósfund arins, verður það ekki sá stjórnmálaflokkur, er vænzt var og ísl. alþýða þarfnast í dag. Margt launafólk hefur vænzt þess að Alþýðubanda lagið sem frjálslyndur sósíal ískur verkalýðsflokkur, yrði róttækum verkalýðssinnum stjórnmálalegur bakhjarl, sem gæti tryggt og aukið þann árangur, með stéttar- baráttunni mest. Ástandið í Alþýðubandal. frá Tónabíós fundi hefur sett samstöðu Alþýðubl.manna í verka- lýðshreyfingunni í hættu. Sumir hafa þótzt sjá örla á því að einhugur sé ekki sá sami og áður. Hafi slíkt komið fram þegar átökin mflli verkalýðsfélaganna og ríkisstjórnarinnar, um verð- tryggingu launa, stóðu sem hæst í nóv.-des. 1967 og í marz 1968. Til þess má ekki koma að samstaða Alþýðubandalags manna í launþegasamtökun- um rofni, og ráðið til að forða því er að endurheimta ef þess er nokkur kostur, ein inguna í Alþýðubandalag- inu. I ritstjórnargrein í Frjálsri þjóð 22. tbl. 1. ágúst sl., gerir núverandi ritnefnd blaðsins grein fyrir viðhorf- um sínum til ísl. stjórnmála í dag og einnig fyrir viðhorf um sínum til Alþýðubanda- lagsins. I grein þessari segir m. a.: „Því ber að aðhyllast sósí ♦ alisma og samvinnustefnu. J Með sósíalisma er þá ekki f átt við fastmótaðar kenn- ingar um einstök atriði í þjóðfélagsþróuninni, fyrir- fram ákveðin svör við öll- um spurningum, heldur hin siðferðislegu grundvallar- sjónarmið og hugsjónir sós- íalismans, sem setja mann- gildi og raunverulegt frelsi í öndvegi. Árangursríkastur og sannastur er sá sósíal- ismi sem mótast í starfi.“ Það Alþýðubandalag sem ísl. alþýða þarfnast í nútíð og framtíð á að vera eining- arflokkur félagshyggju- manna og verkalýðssinna, óháður öllu öðru en ís- lenzkri alþýðu í baráttu hennar fyrir betra þjóðfé- lagi og bættum kjörum. Forystumenn slíks flokks mega ekki vera bandingjar neinna stjómmálapáfa for- tíðarinnar, innlenndra eða útlendra. Sósíalísk viðhorf flokksins á að aðlaga fram- þróun mannlegra samfélags. Á þann hátt verða bezt tryggð sósíalísk ábrif á gerð og stjórnun þjóðfélags- ins. Alþýðubandalagsfólk þarf að fylgjast vel með gangi mála á næstu vikum og stuðla að því að Alþýðu- bandalagið verði raunveru- legur einingarflokkur ís- lenzkrar alþýðu. Ef svo verður ekki, hverfum við aftur til þess ástands, er var fyrir 1954 er róttæk stjórn- málasamtök verkalýðs voru einangruð og áhrifalítil. G. J. FRJÁLS ÞJÓÐ Útgefandi HTJGINN HP. Bitstjóri: Sverrir Hólmarsson (ábm.) pramkveemdast J óri: Jóhann J. E. Kúld Ritneínd: Einar Hannesson, Gils Guðmundsson, Guðjón Jónsson, Gunnar Karlsson, Haraldur Henrýsson, Magnús Torfi Ólafsson, Sigurður Guðgeirsson Vésteinn Ólason, Þórir Daníelsson. Áskriftargjald kr. 400.00 á árl. Verð i lausasölu kr. 10.00 Prentsmiðjan Edda prentaði Tékkóslóvakíu og í heild Varsjárbandalagsins oggef- ið þýzkum hernaðarsinnum byr undir báða vængi. 2.„Ákveðnar aðgerðir leiðtoga Tékkóslóvakíu sýndu að þeir stefndu burt frá braut sósíalismans og það var því hálfgerð skylda foryzturíkis sósíalismans, Sovétríkjanna, að leiða Tékkóslóvakíu inn á rétta braut. Skýrasta dæmið um þetta er beiðni um lánveit- ingu vestantjalds og um aukin viðskiptatengsl við auðvaldsríkin. Auk þess stefndu efnahagsaðgerðir ríkisstiórnarinnar í átt til kapítalisma og andsósíalísk um öflum hafði verið gef- inn laus taumurinn.“ Fyrst lánveiting og við- skipti. Fjölmörg Austur- Evrópuríki höfðu leitað fyr ir sér um lán vestantjalds, t. d. Pólverjar 1956, sem í mörg ár fengu eftir það efnahagsstyrki frá Banda- ríkjastjórn beint; lán kom hér til viðbótar utan. Og mesta efnahagssamstarf rík is með sósíaliskt efnahags- kerfi við auðvaldsríki er ekki samskipti Júgóslafíu við auðvaldsríkin eins og flestir virðast álíta; mesta efnahagssamstarfið felst í samkomulagi sem unga, byltingasinnaða sovétstjórn in gerði árið 1923 við hægri stjórn í Þýzkalandi, sem í senn auðveldaði Sovétríkj- unum stórum að hefja iðn- væðingu og Þýzkalandi að fara að baki Versalasamn- ingunum 1919, m. a. til að hefja vígbúnað. — Enginn gagnrýnandi Sovétstjórnar- innar, ekki einu sinni gagn- rýnendur „frá vinstri“, hafa nokkum tíma talið þetta „svik við sósíalis- mann“ Og fyrst minnzt er á við- skipti má ekki gleyma því að það hefur verið stefna allra Austur-Evrópuríkja að efla viðskipti við Vestur Evrópuríki, — þetta á jafnt við um Sovétríkin sem Alb aníu. Og hver mundi t. d. telja nýundirritaðan við- skiptasamning íslands og Sovétríkjanna merki um þróun til sósialisma á ís- landi? Efnahagsumbætur. Merki legt er hvað margir sósíal- istar virðast vera haldnir þeirri meinloku að efna- hagsaðgerðir eins og áætl- unarbúskapur og sterk mið- stjórn efnahagsvaldsins eigi eitthvað skylt við sósi- alisma; slíkar efnahagsað- gerðir eru einungis stjórn- tæki, sem hvorki tilheyra kapítalisma né sósialisma fremur en hagstofuvinna, þessi ruglingur orsakar ekki aðeins tortryggni gagn vart allri þróun til dreifing- ar efnahagsvalds í sósíal- ísku efnahagskerfi (sbr. all an þvættinginn meðal þeirra, sem gagnrýna blint Júgóslafíu) heldur og þá hættulegu tilhneigingu að líta á áætlunarbúskap í auð valdsríki sem skref í átt til sósíalisma. Sósíaliskt efnahagskerfi merkir ein- faldlega að þar ríki félags- leg eign framleiðslutækj-' anna, kapítalismi þýðir að ' þar ríki í höfuðatriðum einkaeign framleiðslutækj- - anna. — Það er í senn furðu legt og hörmulegt, að þörf er á að útskýra þetta fyrir sumum sósíalistum. Andsósíalísk öfl fengu að láta á sér kræla. Fáir fara að gagnrýna opinberlega afnám ritskoðunar í Tékkó . slóvakíu; það er rétt að fram komu í Tékkóslóvakíu öfl bæði til vinstri og hægri við ríkisstjórnina, þegar þungi skoðanakúgun- ar hvarf, og raunverulegt andlit þjóðfélagslegs veru- leika í Tékkóslóvakíu birt- Framh. á bls. 6. Frjáls þjóð — Fimmtudagur 5. september 1968

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.