Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 12.09.1968, Blaðsíða 1

Frjáls þjóð - 12.09.1968, Blaðsíða 1
12. september 1968. Finimtudagur 28. fölublað. Æ Æ NEYÐARURRÆDiÞEGARI OEFNíER KOMIÐ Ríkisstjórnin hefur sýnt fyrirhyggjuleysi Neyðarráðstafanir ríkis- stjórnarinnar til að afstýra greiðsluþroti í utanríkisvið- skiptum skullu á samtímis og fulltrúar stjórnmálaflokkanna komu saman til að h^fja upp- gjörið á þrotabúi viðreisnar- innar. Ekki var fyrirhyggja ráð- herranna, sem efndu til við- ræðnanna, meiri en svo að taka mun þó nokkrar vikur að afla þeirra upplýsinga sem stjórnmálamennirnir telja sig þurfa að hafa í höndum áður en þeir geta gert sér viðhlít- andi mynd af ástandinu. Ekki skal dregið í efa að óhjákvæmilegt hafi verið eins og komið var að gera ráðstaf- anir sem höfðu svipuð áhrif og 20% innflutningsgjaldið, hvaða skoðun sem menn hafa á þeirri ráðstöfun út af fyrir sig. Ómótmælanlegt er að slík bráðabirgðaráðstöfun þarf að vera einföld í framkvæmd. 0 Of seint Hitt er jafn víst, að of seint var gripið til sérstakra ráð- stafana til að hindra að háska- lega ört gengi á gjaldeyris- forðann. Frá því í vor að minnsta kosti hafa allir sem vita vildu gert sér ljóst að framundan væru ráðstafanir sem hækka myndu raunveru- legt"" gjaldeyrisverð, hvernig sem þær yrðu úr garði gerðar. Þá þegar hófst spákaup- mennskan, senl fjármálaráð- herra virðist ekki hafa upp- götvað fyrr en nú á haust- nóttum, og þá því aðeins að hafið var almennt vöru- hamstur. Hversu tæp staðan er orðin má bezt marka af því, að í júlílok var gjaldeyriseignin komin niður í 500 milljónir, og rúmur helmingur þess var enskt lánsfé fengið á árinu. Ekki verður það kallað annað en fyrirhyggjuleysi, að halda að sér höndum þangað til svo er komið. # Aðeins undirbúningur En sama seinlætið virðist einkenna vinnubrögð ríkis- stjórnarinnar á öllum sviðum. Á tveim fundum fulltrúa stjórnmálaflokkanna, sem for- sætisráðherra hefur sagt að geti leitt til þess að mynduð verði ný ríkisstjórn, er ekki vitað að neinar viðræður um efnisatriði hafi átt sér stað. Tíminn til þessa og óvíst hve lengi enn mun hafa farið í að gera sér grein fyrir hverr- ar tölulegrar vitneskju þyrfti að afla áður en menn gætu fengið yfirsýn um hag þjóð- arbúsins. Hver maður gat sagt sér sjálfur að slík vitneskja yrði að liggja fyrir strax í upp- hafí raunverulegra viðræðna, en samt verður ekki séð að söfnun og úrvinnslu gagna hafi verið hraðað. £ Viðlagaáætlun skortir Á veltiárunum sem nú eru að baki var það eitt af við- kvæðunum, jafnt hjá stjórnar liðum og stjórnarandstæðing- um, að óviðráðanlegar sveifl- ur í höfuðatvinnuvegi okkar gerðu það að vérkum að bú- ast mætti við mótblæstri jafnt og meðlæti, þótt vel gengi í svip. Framhald á bls. 6. MEÐAL EFNIS Myndin hér að ofan er frá átökum vopnaðra herlögreglu- manna og friðarsimia í Chicago á fbkksþingi demókrata á dögunum. Inni í blaðinu er grein um ástand Amerfku eftir þýzka skáldið Hans Magnus Enzensberger. AMERÍKA KVÖDD og grein um ástand demókrataflokksins Eftir flokksþing Demökrata Alþýðubandalagið á Vestfjörðum klofið Á fundi kjördæmisráðs AlþýSubandalagsins á Vest fjörSum, sem haldinn var á laugardaginn á IsafirSi, gengu 1 3 fulltrúar af fundi og sendu frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: Yfirlýsing lýðræðissinn- aðra afla innan Alþýðubl. í Vestfjarðakjördæmi, flutt á rá'Sstefnu þess, 7. sentem- ber 1968. „Þegar Hannibal Valdi- marsson í upphafi tók til viS stofnun AlþýSubandalags- ins, var það æðsta takmark hans, aS þaS yrSi stór sam- einingarflokkur vinstri sinn- aðra manna í landinu, þaS var einnig stefna þeirra manna sem þá flykktu sér um Hannibal og stefnu hans, atS minnsta kosti allflestra. Þar sem málin hafa nú skipast þannig á undanförn- um árum, aS þetta sjónar- mið hefur orSið aS víkja fyrir flokkslegum sjónarmið- um sósíalista í Reykjavík, svo sem dæmin sanna, t. d.: * UppstíIIingafundur AI- þýðubandalagsins i Reykja- vík, Tónabíósfundurinn. •k Skrif Sósíalistabla'bsins „ÞjóÍSviljans" vegna fram- bobs I-listans, lista Hanni- bals Valdimarssonar í Rvík þar sem reynt var atS gera framboft'i'b sem tortryggileg ast í augum lesenda og ekki hika'b' vi?$ á svíviríSilegan hátt a?S reyna að telja les- endum trú um að lög vœru ólög og ólög lög, og þannig að hundsa ríkjandi lög í landinu. •*r Rógur framámanna Sós íalista, um lagalegan rétt f ramboÍSsins, sem æðsti dómstóll í þessum málum úr skurðaði algjorlega Iöglegt,, svo sem öllum er kunnugt nú. * Vinnubrög'S framkv.- nefndar Alþýðubandalags- ins a'b undanförnu. ¦* Klofningur þingflokks- ins. • Og að síbuslu skrif málgagns Alþýðubandalags- ins í Vestfjarðakjördæmi, við síðustu Alþingiskosning- ar. Svo aðeins sé stiklað á stóru, en öll þessi dæmi sanna að þeir sem réSu, hafa ekki í hávegum lýSræð islega stefnu. Þar sem af þessu er sýnt orSiS, aS Sósí^listaflokkur- inn í Reykjavík, m'eð sínum samböndum úti í dreifbýl- inu, hefur þau tök á málefn- um AlþýSubandalagsins í heild, að ekki er viðunandi, og aS hann hyggst áfram misbeita því vg,Idi sínu, svo sem nýútkomiS lagafrum- varp ber meS sér, en þar segir í fyrstu grein, „AlþýSu bandalagið er flokkur ísl. sósíalista" og þar meS sporn aS viS því aS lýðræSissinn- uð öfl í landinu sameinist Alþýðubandalaginu, jafn- framt því sem skoSanir ann arra aSilja innan AlþýSu- bandalagsins eru hundsaS- ar. Teljum við aS sjónarmiS þau er við höfSum aS stefnu marki viS stofnun Alþýðu- bandalagsins hafi algjörlega verið fótum troSin, og sjá- um því ekki ástæSu til aS sitja þessa ráSstefnu lengur. Jafnframt skorum við á alla aðilja innan Alþýðu- bandalagsine sem aðhyllast okkar sjónarmiS að segja af Framhald á bls. 6

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.