Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 19.09.1968, Blaðsíða 2

Frjáls þjóð - 19.09.1968, Blaðsíða 2
Gísli Gunnarsson: Lærdómar vegna ianrásar Sovétríkjanna 3. G R EI N Upphaf og eðli stalínismans í síðustu grein minni var nokkuð rakið hverjar væru helztu skýringar þeirra, sem í röðum sósíalista gagnrýndu sovézku innrás- ina í Tékkóslóvakíu, á or- sökum hennar. Meginskýr- ingin er sú að þetta sé end- urspeglun stalínískra stjórn arhátta; þ. e. stjórnarhátta er byggðust á alveldi for- réttindahóps, skriffinnsku- valds. Innrásin væri merki um ákveðna kreppu innan þessa kerfis; það væri í stöð ugri vamarstöðu gagnvart öflum, sem vilja minnka í senn forréttindi þess og valdaaðstöðu. Þróun mála í Tékkóslóvakíu í átt til sós íalisks lýðræðis væri þessu kerfi hættuleg og þess vegna væri nauðsynlegt frá sjónarmiði skriffinnsku- valdsins að hindra þessa þróun. Áður en lengra er haldið er rétt að rifja enn þá einu sinni upp sögulegar forsend ur þessa skriffinnskuvalds. Það á sér á engan hátt ræt- ur í sósíalískri hugsjón. Karl Marx gerði aldrei ráð fyrir öðru en að sósíalismi þýddi í heild mjög stórt skref í átt til lýðræðis; í stað „alræðis borgarastétt- arinnar“ kæmi „alræði verkalýðsbaráttunnar". Len ín kom sérstaklega fram með hugmyndina um ákveð inn velgerðan flokk sem foryztuafl í byltingu verka- lýðsins; slíkur flokkur væri skipaður ötulum byltingar- mönnum með góða pólit- íska þekkingu. En þessi flokkur átti ekki að láta verkalýðsstéttina þjóna sér, heldur átti flokkurinn að þjóna verkalýðsstéttinni. Þess vegna gerði Lenín einnig ráð fyrir víðtæku lýðræði í landi því, sem slíkur flokkur hefði skipu- lagt byltingu í - lýðræði og alræði verkalýðsstéttarinn- ar. Lenín gerði t. d. ekki ráð fyrir einflokkskerfi, að vísu yrði að hindra pólit- íska starfsemi þeirra auð- stétta, sem verið væri að afnema sem slíkar; en frjáls skoðanamyndun ætti að ríkja meðal þeirra, sem viðurkenndu vald verka- lýðsstéttarinnar og sósíal- ískt efnahagskerfi hennar. Kenning Leníns um mik- ilvægi hins vel agaða for- ystuflokks varð samt fyrir mikilli gagnrýni; þannig samdi þýzk—pólska bylt- ingarkonan Rosa Luxem- burg rit, sem nefnt hefur verið „Leninismi eða Marx- ismi“, þar sem hún ásakar Lenín um tilraun til að láta útvalinn hóp manna ákveða rás sögunnar fremur en verkalýðinn í heild. Mörg önnur gagnrýni hefur kom- ið fram á hina lensnísku kenningu um flokkinn, bæði frá byltingarsinnum, sem leggja alla áherzlu á ,hina sjálfkröfu hreyfingu fjöldans“ og þá miklu meir frá sósíaldemókrötum, sem gagnrýndu fyrst og fremst byltingarinntakið í hug- myndinni um vel agaðan foryztuflokk. í seinni tíð hefur verið reynt að tengja saman stalínismann og len- ínismann og talið að fyrr- nefnda fyrirbærið sé rök- rétt framhald hins síðara og í ljósi þess hefur á siðari árum leniníska flokkskenn- ingin einkum hlotið gagn- rýni fyrir að hafa valdið ,,ó- lýðræðislegri þróun“. Það verður samt á ýmsan hátt að draga mjög í efa réttmæti þessarar gagnrýni á leninismann. í fyrsta lagi ber hér að nefna að ef tal- ið er erfitt fyrir verkalýðs- stéttir að steypa ríkjandi auðvaldskerfi öðru vísi en með byltingu (slíkt virðist nokkuð Ijóst í vanþróuðum löndum, og hvað um þróuð lönd eins og Frakkland?) þá hlýtur frumforsenda þess að vera vel skipulögð foryzta. Og jafnvel þótt bylt ing sé ekki nauðsynlega dag skráratriði þarf vissulega í nútímaþjóðfélagi góðan og heilsteyptan verkalýðsflokk í baráttu gegn auðvaldsöfl- unum. Nýleg svik franska kommúnistaflokksins sanna e. t. v. bezt hve nauðsynlegt er fyrir verkalýðinn að eiga flokk, sem ekki er hluti kerfisins. í öðru lagi þarf leniníska flokkskenningin alls ekki að leiða til ein- flokkskerfis; í Sovétríkjun- um fengu þannig mennsé- víkar að starfa óáreittir allt fram til 1921 <þ. e. þau ár Sovétlýðveldisins, sem það var í erfiðustu aðstöðu.) Bolsévíkar ætluðu sér áldrei í upphafi að koma á einflokkskerfi; við bylting- una 1917 bönnuðu þeir flokk Kadetanna, aðalflokk rússneskrar borgarastéttar, en létu í bili þar við sitja. Það var hin óskaplega grimmd borgarastríðsins, sem fyrst og fremst eyði- lagði hið sovézka lýðræði; „sá, sem ekki er fullkom- lega með mér, er á móti mér“ varð í framkvæmd kenning bolsévíkanna. And stæðingar þeirra þar, hvít- liðarnir, voru öfgafullir hægri menn, og ósigur rauð liðanna í borgarastyrjöld- inni hefði síður en svo get- að þýtt-innleiðingu „borg- aralegs lýðræðis“, heldur hægrisinnaða ofbeldis- stjórn. Bezta hluta rúss- neskrar verkalýðsstéttar var slátrað á vígvöllunum, og flokkur verkalýðsstétt- anna uppgötvaði sér til skelfingar 1921 að verka- lýðurinn var varla lengur til; þeir sem ekki höfðu fallið á vígvöllunum eða dáið úr hungri höfðu flúið til sveita. Moskva og Len- ingrad vorllf,fíM aúHar’a^ mannfólki í byrjun 3'já ára- tugsins. Við þessar aðstæð- ur tekur bolsévíkaflokkur- inn að sér að vera nokkurs konar „staðgengill“ verka- lýðsstéttarinnar og vildi þess vegna ekki að aðrir flokkar, sem sumir voru miklu rótgrónari í sveit- unum en bolsévíkar og höfðu ekki gert meira en að sýna „jákvætt hlutleysi" í borgarastyrjöldinni, sem bolsévíkar höfðu unnið, að þessir flokkar kæmust í aðstöðu til að hrifsa frá þeim völdin fyrirhafnalítið. Foryzta bolsévíka var nær einhuga um bannið á mensévíkaflokknum 1921 og innleiðingu einsflokks- kerfisins sem slæma tíma- bundna nauðsyn. Bann, sem skömmu síðar var innleitt gegn starfi sérstakra skipu- lagsbundinna skoðanahópa skömmu síðar, hlaut og blessun Leníns, Trotskys og Stalíns. Framkvæmd marxism-lenismans í frum- stæðu einangruðu landi; — einangrunin var fyrst og íremst svikum sósíaldemó- krata.í Vestur-Evrópu að kenna, afskræmdi þannig leninísku flokkskenninguna í þá mynd, sem henni hefur verið eignuð síðan víðast hvar. Hvert ríki þarf á sínu embættismannakerfi að halda. Rússland keisaranna hafði allt frá dögum Péturs mikla haft geysivoldugt em bættismannakerfi, sem var meginstoð einveldisins. Hið unga sovézka lýðveldi þurfti einnig sitt embættis- kerfi og varð að miklu leyti að taka það í arf frá keis- aranum. Mjög fljótt mót- aði hinn sígildi gerræðis- hugsunarháttur sovézka em bættismannakerfið; það var því einkum bagalegt að ekki var lengur til staðar lýðræðislegt eftirlit fólks- ins með því. Hlutverk Bolsé víkaflokksins hlaut þá að verða sérstaklega mikil- vægt til lýðræðislegs eftir- lits, en þegar eftir kjör Stal íns sem aðalritara þess flokks 1921 varð flokkur- inn sjálfur jafnvel enn þá ólýðræðislegri í uppbygg- ingu en ríkisvaldið. Þannig þróaðist á árunum 1921— 1927 algert alráeði skrif- finnskuváldsins og sérstak- ur fulltrúi þess og þessarar þróunar varð Jósep Stalín. Þótt Lenín dæi ekki fyrr en 1 janúar 1924 má segja að völd Leníns hafi að mestu horfið í ársbyrjun 1922 vegna hins mikla heilsuleysis hans. Lenín varð áhorfandi fremur en stjórnandi. Og það, sem hann sá, skelfdi hann. Hann sá þjóðfélag þar sem al- þýðan réði nær engu en vaxandi forréttindahópur öllu. Lenín varð fyrstur til að gagnrýna þessa þróun af aðalforingjum bolsévíka, ekki Trotsky eins og ýms- ir hafa álitið. Og í beinu framhaldi af þessu lagði hann til í pólitískri erfða- skrá sinni að Stalín yrði fjarlægður úr valdastöðum sem fyrsta skref í átt til auk ins lýðræðis. Barátta Trot- skys gegn skriffinnskuvald- inu, þegar hann sjálfur var að mestu leyti kominn ut- an þess 1924, var þannig fyrst og fremst arfur frá Lenín. Þau 16 ár, sem Trotsky átti eftir ólifað eða þar til hann féll fyrir morðingja- hendi í Mexíkó 1940 mót- uðust fyrst og fremst af á- kafri baráttu gegn sovézka skriffinnskuvaldinu jafn- framt því sem hann hvik- aði aldrei í stuðningi sín- um við Sovétríkin sem slík, við félagslega ávinninga októberbyltingarinnar. Fyr- ir baráttu sína gegn skrif- finnskuvaldinu hlaut hann skammaryrði eins og „er- indreki Hitlers11 frá stalín- istum og fyrir baráttu sína fyrir Sovétríkjunum sem slíkum og áframhaldi ör- eigabyltingarinnar (sem að hann taldi eina frumfor- sendu lýðræðisþróunar í Sovétríkjunum, einkum ef slíkt gerðist í Vestur- Evrópu) var hann nefndur „marxiskur kreddumaður“ af sósialdemókrötum og borgaralegum andstæðing- um. Trotsky benti einnig á afturhaldseðli Stalínismans á alþjóðavettvangi; ekkert væri sovézka skriffinnsku- valdið hræddara við en byltingarhreyfingar í átt til sósialísks lýðræðis í V- Evrópu. Þess vegna hlytu stalínistar þar að vera nei- kvætt afl og hemill á þró- un til sósialisma. Bezta sönnun á þessu töldu hann og stuðningsmenn hans sig fá í spænsku borgarastyrj- öldinni þar sem stalínistar, hægrisinnaðir sósialdemó- kratar og sovéska leynilög- reglan sameinuðust um að útrýma öllum þeim öflum í röðum lýðveldissinna, sem ekki vildu samþykkja borg- aralegt einkaeignakerfi sem grundvöll lýðveldisins. Þar sem lýðveldissinnar börð- ust gegn fasistum, og bar- áttan gegn þeim var efst í hugum vinstri manna 1936 1939, gerðust þessar ofsókn ir án verulegrar gagnrýni erlendis frá. — Hollt er að minnast þess, að franski kommúnistaflokkurinn ’68 verður að teljast vinstrisinn aður“ miðað við spænska kommúnistaflokkinn 1938. Og hollt er að minnast þess að alger samstaða Sovét- ríkjanna með DeGaulle 1968 er mjög hliðstæð sam- stöðunni við Negrin og fé- ( laga á Spáni 1938. Þetta er hin alþjóðlega arfleifð stal- ínismans. Og hollt er að minnast þess að innrásin í Tékkóslóvakíu kemur skömmu eftir lofgjörð Sovétleiðtoganna á De Gaulle. Eftir 1945 er sósíaiisku Framh. á bls. 7. 2 Frjáls þjóð — Fimmtudagur 19. september 1968

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.