Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 19.09.1968, Blaðsíða 4

Frjáls þjóð - 19.09.1968, Blaðsíða 4
Guðrúrc Helgaddttir; VANDRÆÐI VINSTRI HREYFINGAR Enn einu sinni hafa sósíal istar á Islandi ástæcSu til að óttast um samtök sín, og eins og aS vanda lætur, ein- mitt þegar íslenzkum laun- þegum ríSur hvaS mest á aS standa saman. AtburSir þeir sem gerSust fyrir skömmu vestur á landi, urðu til þess aS ýta undir þennan ótta, þó að ég fái ekki séS, að þeir séu annað en eitt þeirra sjúkdómseinkenna sem kom iS hafa fram hjá hrjáSum líkama AlþýSubandalagsins undanfarin ár. ÞaS var raun ar óhjákvæmiiegt, aS eitt- hvaS slíkt brytist út núna meS haustinu, þar eð fyrir dyrum er mikilvægur lands- fundur bandalagsins, þar sem viS hljótum að gera út um framtíS þess. Málflútn- ingur og skýringar þessara síðustu atburða í blöSum og öSrum fjölmiSlunartækjum eru tæpast til annars en aS rugla meira en nokkru sinni fyrr þann stóra hóp kjós- enda, sem stutt hefur banda lagiS og hefur fariS sívax- andi. Þetta fólk á allan rétt á að fylgjast í smáatriSum með umræSum um þau vandamál, sem hér er um deilt, ekki sízt þegar svo árar sem nú. Því hefur veriS haldiS fram frá því að þessar deil- ur brutust fyrir alvöru út í alþingiskosningunum í fyrra, að hér væri enginn málefna legur ágreiningur, og eink- um hefur ÞjóSviljinn haldiS þeirri fullyrSingu til streitu. ÞaS er því ekki aS undra, þó aS litlar sem engar um- ræður um þessi mál kæmu fram í blaSinu því. Það er vitanlega fullkominn barna- skapur ,aS halda því fram, aS enginn málefnaágreining ur sé í samtökum, sem starf rækt eru eins og Alþýðu- bandalagið, enda væri þaS þá ekki mikils virSi. Þessi málefnaágreiningur er vitan lega ákaflega persónubund- inn, svo aS ég skal reyna aS skýra hér, hvaS mig hefur greint á viS bandalagið og starfrækslu þess. Vera má, að óánægja ýmissa annarra bandalagsmanna sé af allt öSrum tog spunninn. Kjarni AlþýSubandalags- ins er og hefur alltaf veriS Sósíalistaflokkurinn. Þjóð- viljinn er málgagn hans, enda í eign hans, auk þess sem flokkurinn á allt flokks- „apparatiS“, sem enginn stjórnmálaflokkur getur ver ið án. ÞaS liggur því í hlut- arins eSli, aS forustumenn Sósíalistaflokksins hlutu aS hafa töglin og hagldirnar innan bandalagsins eftir géð þótta, og örlög þess hafa alltaf veriS í þeirra hönd- um. AlþýðubandalagiS var byggt upp sem lýSræSisleg stjórnmálasamtök, svo að þaS getur varla talizt óeSli- legt, þó að félagar utan Sós- íalistaflokksins vildu hafa einhver áhrif á gang mála innan þess, en hér hefur ver- iS viS ramman reip aS draga. Þúsundir Alþýðu- bandalagsmanna um allt land hafa ekki gengiS þess duldir, aS Sósíalistaflokkur- inn, stefnuskrá hans og stofnanir allar, hafa þarfn- azt breytinga og endurskoð- unar í æ ríkara mæli, eftir því sem tímans tönn nagaSi rætur hans. Og þetta er vissulega alvarlegur mál- efnaágreinigur, hvaS sem hver segir, og er því ekki seinna vænna en landsfund ur komi þeim málum í sæm- andi horf. Hér dugir ekki að skipta um nafniS eitt. Menn hafa haft einstaka tilhneigingu til þess aS hengja sig í örfá orð, sem þegar allt kemur til alls hafa sáralitla þýSingu. Þessi orS eru sósíalisti, kommúnisti og sósíaldemokrati og nokkur fleiri. Þessi leiSinlegu, er- lendu orð hafa velzt um í koki vitsmunaveranna á MorgunblaSinu um áratuga bil eins og steinbítsbein, og verSur enginn hissa á því. Verra er, þegar maður eins og Jón Baldvin Hannibals- son tekur aS tala um þaS í útvarpi, að liS Hannibals Valdimarssonar geti ekki unn iS með kommúnistum, rétt eins og Styrmir Gunnarsson eSa Eyjólfur KonráS væru aS tala. Við, sem gátum ekki fellt okkur viS vinnubrögS Sósíalistaflokksins í alþing- iskosningunum sl. ár, en kus um þó að starfa innan þess, stofnuSum, sem alkunna er, félag, sem vera skyldi vett- vangur okkar viS framfylgd mála. FormaSur þess var Jón Baldvin, og heyrði ég þá aldrei á það minnzt, aS viS gætum ekki unniS með kommúnistum eSa hverjum þeim öSrum, sem kysu aS starfa innan Alþýðubanda- lagsins. ÞaS væri sannarlega fróSl.egt aS heyra skilgrein- ingu á þessum margþvældu orðum. Mér er til efs, aS menn ættu auðvelt með aS skipa sér í hóp eftir þeim. AlþýSubandalagsmenn allir eiga þaS stefnumál sameigin legt aS vilja vinna aS sósíal ísku skipulagi á rekstri þjóð félagsins í friSsamlegri sam búS viS aSra menn. Um þetta er óþarfi að deila og hefur enda ekki veriS gert. Þeir, sem ekki fallast á þetta sjónarmið, eiga vita- skuld ekkert erindi í Alþýðu bandalagiS. ÞaS er hins vegar brennandi deilumál innan AlþýSubandalagsins, hvernig bezt verSi fyrir þessu stefnumáli barizt, og það er veigameira málefni en þaS, hvort einhverjir kjósa aS kalla sig kommún- ista, eSa einhverjum öSrum nöfnum. Ýmsar stofnanir Sósíalista flokksins eru því miður á- móta forpokaSar og þessi umræddu orð. Allir þrótt- miklir stjórnmálaflokkar leggja á það mikla áherzlu aS halda vettvangi æsku- fólks innan vébanda sinna öflugum og lifandi. Æsku- lýSsfylkingin hefur gegnt þessu hlutverki innan Al- þýSubandalagsins og verið einastí vettvangur æskufólks innan samtakanna hingaS til. Ég get ekki meS bezta vilja séS, aS þessi vettvang- ur hafi verið sérlega öflugur eSa lifandi, þó að ýmislegt jákvætt hafi heyrzt úr þeim herbúðum. Fylkingarfélagar hafa vissulega barizt ötul- lega fyrir ýmsum réttlætis- og mannúSarmálum, og höf um viS fjölmörg utan fylk- ingarinnar staðiS viS hliS þeirra í því. En svo virSist sem fylkingin hafi sérhæft sig í einstökum aSgerðum, svo sem mótmælaaðgerSum gegn heimsvaldastefnu. Skynsamlegum umræðum * um innanríkismál og stjóm- mál almennt hefur hins veg- ar boriS minna á, og fylk- ingarfélagar hafa haft sterka tilhneigingu til aS Iíta á samtök sín sem lokaSan hóp, sem heimsk alþýSan ætti lítiS erindi til. Óraun- sæi og tilfinningasemi hefur sett svip sinn á samtökin og stórlega staðiS þeim fyrir þrifum, enda hafa fáir dug- andi stjórnmálamenn komið úr fylkingunni. Jóhannes úr Kötlum er indælt skáld, en sem andlegur leiStogi stjórn málasamtaka er hann afleit- ur. ÆskuIýSsfylkingin þyrfti svo sannarlega að endur- skoða stefnumark sitt um leiS og Sósíalistaflokkurinn. Allt of margar ferSir þess eru gjörsamlega ,,út í blá- inn“. ÞaS er hrein tilviljun, aS ég tek hér starfsemi Æsku- lýSsfylkingarinnar sem dæmi um þann fúa, sem er aS éta sundur vinstri öflin í landinu. Á sama hátt mætti taka fyrir sérhverja stofnun Alþýðubandalagsins. Og á sama tíma hefur öll verka- lýðsbarátta landsmanna náS aS verSa þessum fSa að bráS, svo aS hún er nú lít- illar virSingar verS. ÞaS er auSvelt að bera viS al- mennri spillingu innan þess auðvaldsþjóðfélags, sem rek ið hefur veriS á Íslandí, en okkur væri öllum nær aS taka á herSar þá ábyrgS, sem viS höfúm svo lengi brugSizt. Félagshyggja og stéttvísi launþega hefur orS ið aS ^bráð því kapphlaupi eftir peningum og efnaleg- um gæðum, sem tröllriSið hefur Islandi eftirstríSsár- anna. VerkalýSsfélögin efna til verkfalla, þar sem samiS er um launataxta, sem sára- fáir launþegar þiggja laun eftir, og hvers konar yfir- borganakerfi hafa vaSiS uppi og grafiS undan virð- ingu og manndómi verka- IýSsins í landinu. Fjölmarg- ir launataxtar verkafólks eru til þess eins að hlæja að þeim; slík laun eru ekki not hæf nokkrum manni til aS lifa af, enda þeir fæstir sem það gera. AfleiSingin er vinnusvik af öllu tagi, óhóf- legt vinnuok og almennt siS leysi. Fáránlegt ástand hús- næSismála þjóSarinnar hafa verkalýSsfélögin vanrækt, enda löngu búin að gleyma félagslegum tilgangi sínum, og allt menningarlegt ástand íslenzkra launþega hefur orS iS að víkja fyrir kapphlaup- inu eftir sams konar harðviS arhurSum og heildsalinn við hliSina hefur látiS smíSa. Atvinnutitlarnir „verkamaS ur“ eða „sjómaSur“ eru svo illa komnir, að þeir taka brátt aS fela í sér þá upplýs- ingu um viSkomandi, að hann hafi einhverra hluta vegna orðiS undir í lífsbar- áftunni, annars væri hann í „einhverju betra" eins og þaS heitir. Þetta er sorgleg staSreynd á tímum almennr ar upplýsingar og menntun- ar allra landsmanna og at- riSi, sem verkalýSsfélögin ættu aS íhuga vandlega. Vera mætti, að eitthvað fyndist af þeim manndómi, sem eitt sinn einkenndi laun- þegastéttina viS miklu verri þjóðfélagslegar aSstæSur. Mér er ekki grunlaust um, að þeir menn kunni aS finn- ast í hópi íslenzkra sósíal- ista, sem ennþá halda, aS þessi alþýSa- hlaupi undir fánum út á strætin og geri byltingu. Persónulega þykir mér þaS þó meira en ólík- legt. Vænlegri framtíSar- draumur þætti mér, aS með stofnun Alþýðubandalags- flokks á raunsæjum og skyn samlegum grundvelli tækist ' aS sameina íslenzka laun- þega í friSsamlegri baráttu Framh. á bls. 7. Guðrún Helgadóttir 4 Frjáls þjóð — Fimmtudagur 19. september 1968

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.