Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 19.09.1968, Blaðsíða 5

Frjáls þjóð - 19.09.1968, Blaðsíða 5
5. grein NIÐUR MEÐ BÆJARSTJÓRNINA Reykvískir verkamenn vinna sigur á lögreglunni 9. nóv. 1932 ÁriS 1932 stóc5 heims- kreppan sem hæst og var áhrifa hennar mjög tekið að gæta á íslandi. Á því ári fór atvinnuleysi vaxandi víða um land og kom víða til harðvítugrar baráttu. Fóru einnig að ágerast kröf uj- verkamanna og sjó- manna um að opinberir að- ilaa- fyndu einhver ráð til úrbóta. Til tíðinda dró í Reykja- vík á fundi bæjarstjórnar í Góðtemplarahúsinu 7. júlí 1932. Voru þá skráðir 723 atvinnuleysingjar og höfðu þeir samtals 2462 menn á framfæri sínu. Athuganir gerðar af atvinnuleysis- nefndum verkalýðsfélagana höfðu leitt í ljós að þeir 447 Dagsbrúnarmenn sem skráð ir voru atvinnulausir höfðu frá 1. janúar til 4. júlí haft 695.63 krí í meðaltekjur, þ. e. um 110 kr. á mánuði, meðan meðalhúsaleiga þess ara manna var kr. 66.99 á mánuði. Á bæjarstjórnar- fundinum átti að ræða at- vinnumálin og tillögur sem fyrir lágu frá sameiginleg- um fundi Dagsbrúnar og Sjómannafélagsins, þar sem krafizt var að bæjarstjórn léti þegar í stað hefja at- vinnubótavinnu í stórum stíl. Umræður urðu allmikl ar á fundinum, en málinu var að lokum skotið til fjár- hagsnefndar. Mikill fjöldi manna hafði safnazt saman fyrir utan húsið og reyndu menn fyrst að komast inn í húsið til að fylgjast með umræðum, en lögregla varnaði þeim inn- göngu. Var þá skotið á úti- fundi og töluðu nokkrir menn af tröppum Þórsham- ars og kröfðust tafarlausra aðgerða af hálfu bæjar- stjórnar. Meðal ræðu- manna þar voru Einar 01- geirsson, Stefán Pétursson Jens Figved og Gunnar Ben ediktsson. Þegar fregnir bárust af fundinum þess efnis að engin úrræði hefðu fundist og ekkert ákveðið í málinu kom upp mikill kurr 1 hópnum og hann leit aði inngöngu í húsið, en lögreglumenn stóðu þar fastir fyrir, en þegar hóp- urinn þrýsti á vamarmúr lögreglumanna tóku þeir að beita kylfum sínum og börðu menn hlífðarlaust. Hófust nú snörp átök milli mannfjöldans og lögregl- unnar og var grjóti xastað að húsinu. Lögreglan beitti síðasttalda segir Morgun- blaðið að hafi kastað salti framan í lögregluna!) en öll neituðu þau að svara spurningum dómarans „meðan hneykslismál vissra forystumanna burgeisastétt arinnar væru ekki tekin til rannsóknar“. Þau voru þá öll úrskurðuð í fangelsisvist Útifundur verkamanna í Templarasundi, 7. júlí 1932 kylfum sínum og fengu nokkrir verkamenn áverka af þeirra völdum, fjóra varð að flytja til læknis. Menn hrópuðu vígorð: „Nið ur með bæjarstjórnina“ og „niður með blóðhundana“. Síðan dreifðist hópurinn og héldu sumir í átt til hafn- arinnar, og kom að nýju til átaka við Hverfisgötu. Kommúnistar efndu þá til útifundar við Kalkofnsveg og töluðu flestir þeir sem ' höfðu talað á fundinum fyrr um daginn. Talið er að á þessum fundi hafi verið eitthvað á þriðja þúsund manns. Þessi fundarhöld og mót- mæli báru þann árangur að bæjarstjórn samþykkti skömmu síðar að hafin skyldi atvinnubótavinna fyr ir allt að hundrað manns og stefnt skyldi að auknum og víðtækari atvinnubótum á næstunni. En jafnframt voru nokkrir af forystu- mönnum kommúnista yfir- heyrðir vegna þátttöku í átökunum. Fóru þær yfir- heyrslur fram 25. og 26. júlí. Voru þá yfirheyrðir Einar Olgeirsson, Stefán Pétursson, Jens Figved og Indíana Garibaldadóttir (sú upp á vatn og brauð, en fóru öll í hungurverkfall í fangelsinu. Samherjar hinna fangels- uðu mótmæltu kröftuglega med miklum útifundur og kröfugöngum 27. og 28. júlí. Seinni daginn er fjöl- .mennur fundur við Kalk- ofnsveg og síðan farin kröfuganga upp að fanga- húsinu við Skólavörðustíg. Var það mál manna að aldrei hefði sézt eins fjöl- menn útisamkoma á vegum verkalýðshreyfingarinnar. Fyrir utan fangahúsið voru fluttar ræður. Fyllti þá mannfjöldinn Skólavörðu- stíg frá Óðinsgötu niður að Breiðfirðingabúð. Einnig voru farnar kröfugöngur heim til Magnúsar Guð- mundssonar, dómsmálaráð- herra. Hinn 30. júlí, eftir fjögurra daga hungurverk- fall, var föngunum sleppt. Nokkur sigur hafði unn- izt með þessari baráttu verkalýðsins, atvinnubóta- vinnu var komið á og eftir- mál gegn forystumönnum aðgerðanna féllu niður. Þó var síður en svo að barátt- unni væri lokið. Kreppan hélt áfram að harðna og at- vinnuleysi jókst hröðum skrefum þegar leið á haust- ið. Þá voru um 200 manns í atvinnubótavinnu bæjar- stjórnar, en henni var skipt þannig milli atvinnulausra að menn fengu vinnu að- eins eina til þrjár vikur í mánuði, eftir því hve marga þeir höfðu á framfæri sínu. Unnið var 6 stundir á dag og var dagkaup 9 krónur. Á bæjarstjórnarfundi 3. nóv. lýsti forseti bæjarstjórnar því yfir að aðeins væru 50 — 60 þúsund eftir af fé því sem bærinn hefði ætlað til atvinnubóta. Bar hann fram tillögu um að lækka skyldi kaup 1 atvinnubóta- vinnunni úr kr. 1.50 á klst. niður í eina krónu. Var til- laga þessi samþykkt með 8 atkvæðum gegn 6. Samþykkt þessi vakti mikla og almenna reiði verkafólks. Hinn 6. nóvem- ber var haldinn fjölmennur útifundur við Miðbæjar- skólann sem samþykkti á- skorun til bæjarstjórnarinn ar um að nema þegar úr gildi samþykktina um kaup lækkunina. Var síðan farið í kröfugöngu um bæinn. Boðað var til bæjarstjórn arfundar 9. nóvember og hófst hann kl. 10 f.h. í Góð templarahúsinu. Var salur- inn þéttskipaður fólki og mikill mannfjöldi safnaðist saman fyrir utan húsíð. Klukkan 12 var gert matar- hlé, en fundur hófst aö nýju kl. 1.45. Þegar þetta var til kynnt gerðist mikil háreysti frá áheyrendum, sem heimt uðu að málið yrði afgreitt áður en bæjarfulltrúar færu heim. Lögreglustjóri gaf þá það loforð að aðgang ur skyldi vera frjáls að fundarsalnum að loknu mat arhléi. Hurfu menn þá á braut. Um klukkan eítt tók fólk að safnast að húsinu á nýj- an leik. Gætti lögreglan dyra og hleypti allmörgum inn í húsið, þannig að þar voru flest sæti skipuð, en menn þóttust sjá að reynt væri að hleypa ekki inn öðrum en þeim sem liklegir yrðu til stuðnings við meiri hluta bæjarstjórnar. Óein- kennisklætt varalið lögregl unnar hafði verið kvatt á Framhald á bls. 7. : : . :: > Verkamenn safnast að Góðtemplarahúsinu 7. júlí 1932. Frjáls þjóð — Fimmtudagur 19. september 1968

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.