Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 19.09.1968, Blaðsíða 6

Frjáls þjóð - 19.09.1968, Blaðsíða 6
RADSTEFNA UNGRA ALÞÝÐUBANDALAGSMANNA Nokkrir ungir AlþýSubanda- lagsmenn hafa ákveðið að efna til ráSstefnu í Borgarnesi helg- ina 3.—6. okt. n. k. ÁráSstefn unni verSur fjallaS um þjóð- málin almennt, AlþýSubanda- lagiS, skipulag þess og stöðu RáSstefnan er opin öllum Al- þýSubandalagsmönnum 35 ára og yngri. Til ráSstefnunnar boða eftirtaldir einstaklingar: Hjörleifur Guttormsson, Finn- ur Torfi Hjörleifsson, Ragnar Arnalds, Gísli B. Björnsson, Ályktun Framh. af bls. 1. lagsins á VestfjörSum aS vekja furðu og andúS. Markvisst hefur veriS unnið aS stofnun flokks, sem yrSi tæki verkamanna, bænda og Halldór Guðmundsson, GuS- rún Helgadóttir, SigurSur Magnússon, Gísli Gunnarsson. Nánari tilhögun ráðstefnunn ar verSur auglýst síSar. Vænt- anlegir þátttakendur leiti frek- ari upplysinga hjá boSendum ráðstefnunnar, og tilkynni þátt töku sína til þeirra, einnig er tekiS á móti þátttökutilkynn- ingum á skrifstofu AlþýSu- bandalagsins, Laugavegi 1 1, kl. 3—6, sími 18081. —O— annarra efnaminni stétta þjóð- félagsins til þess að tryggja sér réttmæt og eSlileg áhrif á gang þjóSmála og þar meS mann- sæmandi Iífskjör, og um þessi markmiS hefur veriS fullkomin samstaSa. Stjórn kjördæmisr. Reykja- nesskjördæmis lýsir því, að gefnu tilefni, undrun sinni og vanþóknun á framferði þeirra manna, sem nú efna til sundr- ungar og klofnings í röSum AlþýSubandalagsins, enda lít- ur hún svo á, aS vegna stöðu þjóðmálanna sé slík iSja nú ábyrgSarminni og skaSvæn- legri en nokkru sinni áSur. tslenzkir launþegar og aSr- ar vinnustéttir standa nú frammi fyrir alvarlegri árásar- hættu af hálfu afturhaldsins í landinu en áSur, allt frá stríðs- lokum. Atvinnuvegir lands- manna eru í rústum og stórfellt atvinnuleysi og grófar kjara- skerðingar virSast á næstu grös um, auk þess, sem þegar er yfir duniS. Stjórn kjördæmisráðsins heit í Verkamanninum, blaði Alþýðubandalagsins í Norð urlandskjördæmi eystra, birtist föstudaginn 6. sept- ember eftirfarandi grein undir fyrirsögninni Lands- fundur: Boðað hefur verið, að landsfundur Alþýðubanda- lagsins verði haldinn í ' Reykjavík dagana 1. til 3. nóv. n.k. Með störfum þessa fundar verður án efa fylgzt af áhuga um land allt, þar sem fullvíst er, að þar verð ur tekin endanleg ákvörðun um það, hvort Alþýðubanda lagið verður byggt upp sem óháður lýðræðissinnaður stjórnmálaflokkur eða hvort klíku harðlínumanna í Sósíalistafélagi Reykjavík ur tekst enn að koma í veg fyrir, að svo verði, eins og þeim hefur tekizt í áratug. En nú er þróun mála loks svo langt komið, að lengur verður ekki beðið með að hrökkva eða stökkva. Verði sú stefna ráðandi á lands- fundinum að halda Alþýðu- bandalaginu í sömu mynd og það hefur verið, eins konar hálfskapaður flokk- ur þar sem meðlimir Sós- íalistafélags Reykjavíkur fari með æðstu völd, þá eiga lýðræðissinnaðir sósí- alistar og stuðningsmenn Alþýðubandalagsins ekki annars völ en að stofna nýj an flokk fyrir sig og lofa klíkunni í Sósíalistafélagi Reykjavíkur að róa einni á ir því á alla AlþýcSubandalags- menn í Reykjanesskjördæmi og hvar sem er á landinu, að fylkja sér sem fastast um þá stefnu, um skipulag Alþýðu- bandalagsins, sem mótuS hef- ur verið aS undanförnu og vinna ötullega aS framgangi flokksstofnunarinnar á lands- fundi í haust, eins og ákveðiS hefur veriS og að flokksfund- urinn verSi vel sóttur og með myndarbrag. Stjórn kjördæmisráSsins harmar þá atburSi, sem orðiS hafa tilefni þessarar ályktunar, en hún er þess fullviss, aS ef allir sannir AlþýSubandalags- menn leggjast á eitt í barátt- unni og leggja til hliSar minni- háttar ágreining og sérsjónar- miS, muni vel fara“. báti og þá undir hvaða nafni, sem hún helzt kysi, en heppilegur formaður klíkunnar væri Þorvaldur Þörarinsson, lögfræðingur. Allavega er ljóst, að inn- an Sósíalistafélags Reykja- víkur er talsverður hópur fólks, sem ekki á heima í þeitn lýðræðislega og sós- íalíska fjöldaflokki, sem al- þýða landsins óskar eftir og bíður eftir. Alþýðubanda- lag á ekki að hirða eftirlegu kindurnar í Sósíalistafélagi Reykjavíkur, og Sósíalista- félag Reykjavíkur á ekki að fá stjórn Alþýðubandalags- ins í sínar hendur. Þarna verða og hljóta að koma glögg skil í milli, og niður- staðan fæst eigi síðar en á landsfundi Alþýðubanda- lagsins fyrstu dagana í nóvember. í leiðara Vísis á þriðju- daginn ef rætt um mótmæli Æskulýðsfylkingarinnar gegn rangfærslu á stacSreynd um í Morgunblaðinu. I því • tilefni segir blaðið: Mál þetta er broslegt, að gagnrýni Morgunblaðsins á þessi skrif Magnúsar getur ekki talizt skoðanakúgun. Og enn broslegra er málið fyrir þá sök, að Morgun- blaðið er einmitt vænt um skiþf af þeirri tegund, sem Magnús Kjartansson er margfaldur íslandsmeistari í. Hann hefur í dálkum Austra náð fullkomnun í að rangtúlka og snúa út úr um mælum manna. Þessa iðju hefur hann gert að sjálf- stæðri listgrein. Varðstaða Æskulýðsfylkingarinnar sannar því, að stríðinn mað ur þolir ekki stríðni. Hins vegar er sjálf varð- staða Æskulýðsfylkingar innar dæmi um sérstaka tegund skoðanakúgunar. Það er skoðanakúgun hins æpandi minnihluta. Fá- mennur hópur manna held- ur skoðunum sínum fram með brauki og bramli til þess að menn haldi, að um útbreidda skoðun sé að ræða. Venjulegir lýðræðis- siðir henta ekki þessum mönnum. Á því dæma þeir sig sjálfir. Nú er það í sjálfu sér rétt aS Magnús Kjartansson hef- ur ekki ævinlega sýnt full- kominn heiðarleik í tilvitn- unum. Hann hefur þó aldrei gert sig sekan um jafnósvíf- inn, óskemmtilegan og siS- lausan útúrsnúning og Morg unblaSiS í umræddu tilviki. Það er einnig býsna undar- leg röksemdafærsla ef þaS er skoðanakúgun þegar fá- mennur hópur sem má sín Iítils í þjóSfélaginu gerir til raun til að auglýsa skoðanir sýnar, en hins vegar ekki skoSanakúgun þegar fá- mennur hópur meS mikil völd hellir skoSunum sínum á degi hverjum yfir svo aS segja hvert heimili í stærsta málgagni landsins. ★ Auglýsing frá lánasjóffi íslenzkra námsmanna Auglýstir eru til umsóknar lán og styrkir úr lána- sjóði íslenzkra námsmanna, skv. lögum nr. 7, 21. marz 1967, um námslán og n-ámsstyrki. Umsóknareyðúblöð eru afhent á skrifstofu stúd- entaráðs og S.Í.S.E. í Háskóla íslands, hjá Mennta- málaráði, Hverfisgötu 21 og í sendiráðum íslands erlendis. Umsóknir skulu hafa börizt í síðasta lagi fyrir 15. nóvember 1968. Uthlutun lána og styrkja fer fram í janúar og febrúar næstkomandi. Lánasjóður íslenzkra námsmanna i Auglýsing um styrki til framhaldsnáms að loknu háskólaprófi Auglýstir eru til umsóknar styrkir til framhalds- náms að loknu háskólaprófi skv. 9. gr. laga nr. 7, 31. marz 1967, um námslán og námsstyrki. Stjórn lánasjóðs íslenzkra námsmanna mun veita styrki til þeirra, sem lokið hafa háskólaprófi og hyggja á, eða stunda nú framhaldsnám erlendis við háskóla eða viðurkennda vísindastofnun, eftir því sem fé er veitt til á fjárlögum. Hver styrkur verður eigi lægri en 50 þúsund. Umsókpareyðublöð eru afhent í Menntamálaráðu- neytinu. Umsóknir skulu hafa borizt fyrir 1. nóv. næstkomandi. Stjórn lánasjóðs ísl. námsmanna. Auglýsing er gulls í gildi — það vita þeir fjölmörgu sem auglýsa í Frjálsri þjóð. Frjáls þjóð fer vítt um land og er lesin af fjölda fólks á öllum aldri. Auglýsið í Frjálsri þjóð. Síminn er 1-99-84 Frjáls þjóS — Fimmtudagur 19. september 196Í \ 6

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.