Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 26.09.1968, Blaðsíða 4

Frjáls þjóð - 26.09.1968, Blaðsíða 4
F Y R I R H E I T Leikrit eftir Aleksei Arbuzov Uikstjóri: Eyvindur Erlendsson Við höfum ekki haft mik il kynni af leikbókmenntum Rússa eftir byltingu, ég minnist þess ekki a<S slíkt verk hafi fyrr veriS sett hér upp, en eitthvað mun hafa veriS flutt í útvarp. Enda hefur manni skilizt aS í þeim bókmenntum væri gætt hins strangasta sósíalrealisma og fjölluSu verkin flest um stúlkur á traktorum og ungt fólk sem er að fara til Síbe- ríu til þess aS byggja upp nýjan heim. En á fyrsta ára- tugnum eftir byltinguna áttu Rússeir merkilegt leikhús og gerðu athyglisverSar tilraun ir á sviSi; þetta var meSan járngreipar kreddunnar höfðu ekki lukizt um listirn- ar og andi byltingarinnar sveif yfir vötnunum. En þó aS sósíalrealisminn hafi sett sín dauSamörk á flest það sem framleitt hef- ur veriS í listum í Rússlandi á undanförnum áratugum, hefur manni þó skilizt aS þar væri nokkuS gott leik- hús, þ. e. kraftmiklar og vandaðar sýningar. Ungur maSur, Eyvindur Erlends- son, dvaldist þar í mörg ár Þýðing: Steínunn Briem og Eyvindur Erlendsson Leikmynd og búningar-. Una Collins. viS nám í Ieikstjórn og gat sér góðan orSstír. Hann hef- ur nú sett upp í ÞjóSleikhús- inu eitt af þeim fáu verk- um sem frá Rússlandi hafa komið hin síSari ár og vakiS nokkra athygli, Fyrirheitið eftir Aleksei Arbuzov. Ar- buzov þessi er fæddur áriS 1908, hefur skrífaS fjöl- mörg leikrit og mun vera einna kunnastur leikritahöf- unda þar austurfrá. FyrirheitiS ber mikilli reynslu og sviðsþekkingu höfundar gott vitni, en þaS er meira en bara ,,vel skrif- aS“ verk. ÞaS er þrungið óvenjuríkri mannúS og mannskilningi, sýnir okkur örlög mannsins, sorglegar og skoplegar hliSar þeirra í sterkum og litríkum drátt- um. Leikritið fjallar um tímann, segir í leikskrá. Það er þó sem betur fer engin heimspekileg vangavelta um abstrakt hugtök, heldur sýn ir þaS okkur hvernir þrjár manneskjur þróast og taka breytingum í breytilegu sam spili sín á milli um átján ára skeiS. LeikritiS er í þremur þáttum, en fjórtán atriðum. Arbuzov n«tar því ekki þá hefSbundnu aðferS aS sýna áhorfandanum aSeins há- punktana í dramanu, hann dregur ekki alla þræSi fram vindunnar saman í eitt, held ur bregður upp mörgum svipmyndum, þannig að viS fylgjumst meS þíóun per- sónanna dag frá degi, sjáum ekki aSeins hvernig þær breytast á átján árum, held- ur einnig hvernig þær breyt- ast á einum degi, viku, mán- uði. LeikritiS sýnir okkur þrjár manneskjur sem hitt- ast fyrir tilviljun í Lenin- grad veturinn 1942, þegar umsátin um borgina stendur sem hæst. NeySin sameinar þetta unga fólk, tengir örlög þess órjúfanlegum böndum. Þessi þrjú, Leonidik, skáld, sveimhugi, Marat, hrjúfur á yfirborðinu en meyr undir niSri, og stúlkan Líka, veita hvort öSru í örbirgS sinni og eymd þá mannlegu híýjw og samhygð sem gerir þeím kleift aS standast hörmung- arnar. Þessi vetur stendur þeim æ síSan fyrir hugskots sjónum sem tákn hins bezta í tilverunni, sigur hins góða yfir hinu illa. FyrirheitiS, sem leikritiS dregur nafn af, er þaS fyrirheit um bjarta framtíS og komandi sigra, sem þeim var gefiS þennan vetur. En fyrirheitið bregzt, smávægilegir mannlegir brestir brjóta niSur þau tengsl sem myndast höfSu, og þegar viS hittum þau í síðasta þætti hafa vonir þeirra brostiS, þau draga fram lífiS í leiðindum, aS vísu í nokkurri velgengni á yfirborSinu, en inni fyrir er örbirgð og tóm. 1 lokin er aS vísu gefiS nýtt fyrirheit, nýjar vonir um endurlífgun, en þær eru nánást tvíræðar og manni finnSt sú bjartsýni sem, birtist f síSasta atriSinu þvinguS, kannski erhún sett þarna inn til að uppfylla skil yrSi sósíalrealismans. Mér hefSi þótt leikritið betra aS slepptu síSasta atriði; næst síSasta atriSi rekur ágætan endapunkt á leikritið, a. m. k. hélt ég aS meS því væri leikritinu lokiS og svo var MÓÐURMÁL OG ÞJÖÐRÆKNI Þann 25.7. birtir Frjáls þjóS síðari hluta greinar eft ir Gísla Gunnarsson, sem nefnist „Æska og þjóSerni‘‘. Er þar m. ^a. spurt, hvort ís- lenzk tunga og íslenzkt þjóS erni sé á undanhaldi. Kemst höfundur að þeirri niSur- stöðu, aS hvorugt sé. AS ís- lenzkt þjóSerni sé fullkom- inn veruleiki fyrir því fólki sem ekkí sé teljandi eldra en lýðveldi okkar, og að langt þurfi aS leita aftur í aldir til þess að finna ungt fólk, sem tali móSurmál okkar hreinna en ungt fólk gjörir nú. Vissulega er þetta ánægju Ieg niSurstaSa, ef hún er byggS á raunhæfu og hlut- lægu mati. Sé miðaS viS tvo síSustu áratugi sl. aldar, og hinn fyrsta þessarar, þegar viS vorum enn undirgefnir Dönum — og fúllkomlega háðir þeim efnalega og menningarlega — getur þetta verið rétt: Þá var fínt aS tala dönsku, og jafnvel aðeins aS sletta henni (þó kunnáttan næSi ekki lengra). Var varla von aS tunga okkar nyti sín vel viS slík skiIyrSi, og tæpast sann gjarnt aS bera þau saman við nútíSina og möguleika okkar nú. Nú virSist engin ástæða vera fyrir okkur til þess að misþyrma móSurmáli okk- ar, eSa vanrækja þjóðerni okkar, enda virSist G.G. hæstánægSur meS stefnu okkar þar, og heilbrigSi hvors tveggja; er varla al~ veg grunlaust, aS eitthvaS slái þar nokkurri ofbirtu í augu honum. (Má í því sam bandi geta þess, að í sömu opnu og hann birtir grein sína skrifar annar maður grein sem nefnist: Gef þú aS móðurmáliS mitt"; höfund- ur hennar birtir þar m. a. sýnishorn af móðurmáls- kunnáttu starfsfólks — æSri sem lægri viS eina stórverzl un höfuSstaSarins, sem naumast verSur talin mjög lofsverS). En þar sem viS GG blasa svona sérstaklega glæsilegar hliðar á þróun þessara mála hjá okkur, er varla goðgá' þó ég bendi aSeins á fleiri hliSar, — þó þar ættu að vera flestum sýnilegar: Sé athugað ofurlítiS tízku- og götumál þéttbýlisins, hlýt ur aS þurfa allmikla nægju- semi til aS þykja þaS galla- lítiS; má þó vísast til sanns vegar færa, aS þar beri meira á sorglegri orSafá- tækt og hugmyndaskorti, en slettum, þó óneitanlega fljóti þær með. Og því er verr, aS þessi ósómi sígur einnig hægt en markvisst út um strjálbýliS, sem lengi var vígi tungunnar. Hvað ætti aS segja t. d. um nöfn margra verzlunar- fyrirtækja í Reykjavík? Skyldi draga meira til þeirra athygli og viSskipti, aS nöfn þeirra séu erlend — og helzt sem fjærst okkar tungutaki; er þaS ekki mik- ill þjóSræknivottur? Menntun okkar og lær- dómi er mjög á lofti haldiS; ætti líka aS hafa orSiS mik- il framför á því sviði, þegar þess er gætt, að mínir jafn- aldrar máttu heppnir kallast ef þeir fengu fyrir fermingu jafnmargra vikna nám hjá farkennara, eins og nú er krafizt skólaára til handa þeim ungmennum sem veriS er aS búa undir lífið. Þá er móSurmálskunnáttan ekki meiri en svo, að hæfur mál- .« fræSingur stendur í látlaus- um „hjaSningavígum" í út- varpinu, viS stagmæli, lat- mæli, fallskekkjur, ambög- ur og fleiri málgalla — mest hjá starfsfólki útvarps og blaSa, sem ætla mætti þó, aS ekki væri valiS af verri enda hinnar lærðu sveitar. Lofsverð málkunnátta þaS I Núna, um þessa verzlun- armannahelgi á að velja á , fögrum samkomustaS beztu „bftla-hljómsveit ársins; tíu hljómsveitir eru skráSar til ’ keppni — en af þeim bera aðeins tvær íslenzk nöfn! Mikil er sú þjóSrækni! Ekki er langt síSan einn okkar upprennandi menning arvita ætlaSi aS fara aS skrifa leikdóma í Frjálsa þjóS; þurfti hann auðvitaS að gefa lesendum smekk af lærdómi sínum — og tókst það svo skörulega, aS varla 4 i Frjáls þjóð — Fimmtudagur 26. september 1968

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.