Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 26.09.1968, Blaðsíða 5

Frjáls þjóð - 26.09.1968, Blaðsíða 5
u«i fítóxL En þrátt fyrír síð- asta atriSiS er grunntónn leikritsins dapur; mannleg kímnigáfa höfundar forðar því hins vegar frá bölsýni. Þó aS Arbuzov sé kannski að gefa sósíalrealismanum svolítið undir fótinn í síð- asta atriðinu (og um það skal ég ekkert fullyrða), er leikritiS atS mörgu leyti ein- mitt gagnrýni á ýmis trúar- atriði hans, svo sem eins og einfeldningslega bjartsýni á velgengni og hamingju mannsins, ofmat á ytri aS- Staeðum, vanmat á mann- gildi einstaklingsins og mik- ilvaegi raunverulegra mann- legra samskipta. Oft verður áhorfandinn að hafa í huga sérsovézkar aðstæSur, t. d. er þaS bezta sönnun þess hve gersamlega misheppnað sfcáld Leonidik er, aS hann er ekki einu sinni umdeildur. ÞaS liggur í augum uppi að leikrit þetta hlýtur að vera allerfitt viðfangs. Leik- endur þurfa að sýna manni þróun og breytingar persón- anna ekki einungis dag frá degi heldur einnig í átján ár. Þetta hefur því verið töluverð þrekraun fyrir þaS unga fólk og tiitöiulega ó- reynda sem verkefniS tókst á hendur, og miðað við aS? stæður má árangurinn telj- ast stórkostlegur. Af hinum þremur ungu leikendum er Arnar Jónsson reyndastur á sviSi, enda skar hann sig úr hvaS tækni og hreyfingar snerti. Arnar hefur alltaf haft frábæra framkomu á sviði og furSulegt vald á hreyfingum sínum; hann hef ur hins vegar fram til þessa veriS nokkuS ungæðislegur og vantaS þá festu og dýpt sem þarf til aS skila hinum alvarlegri hlutverkum. I hlutverki Leonidiks vinnur hann umtalsverðan sigur, sýnir aS hann er orðinn þroskaSur leikari. Lengsta bil í leikritinu eru þrettán ár; þar reynir mikiS á leik- ara aS gefa sannferSuga og sannfærandi mynd af þeirri breytingu sem orðið hefur á þessum tíma. Arnar leysti þessa vandasömu þraut svo vel aS unun var á aS horfa. Hinn frábæri leikur Arnars bar sýninguna uppi, en Þór- unn Magnúsdóttir veitti hon um verSugan mótleik. Þessi lítt reynda leikkona vann hug áhorfenda meS einlæg- um og eðlilegum leik, sem stóð langt framar flestu því sem sézt hefur til íslenzkra leikkvenna á síSustu árum, Þórunn er fullkomlega laus viS þá tilgerS og tildur- mennsku sem hefur þjakaS flestar leikkonur okkar und- anfariS. Þá er komið að alvarleg- asta bresti sýningarinnar sem er Hákon Waage. Því miSur mistekst þessum unga og óreynda leikara aS gera Marat aS þeirri lifandi per- sónu sem hann á aS vera. Þetta er því bagalegra þar sem Marat er að mörgu leyti örlögváldur hinna tveggja flókin manngerð, sem mikiS veltur á aS komist vel til skila ef samhengi leiksins á aS haldast órofiS. Mest reyn ir á Hákon í fyrsta þætti, enda er sá þáttur veikasti hluti sýningarinnar og víSa allur í molum. Þess ber þó að geta að hann er aS lík- indum erfiSastur og sömu- leiSis aS æfingatími var hneykslanlega stuttur, ekki nema vika nú í haust. En eins og leikritið gerSi sig á frumsýningu vantaði mikiS á aS nauSsynlegt samhengi fengist milli fyrsta þáttar og hinna. Vera má aS ýmsir þessir vankantar heflist af meS tímanum. Mér sýnist að Eyvindur Erlendsson hafi hér unnið gott starf; miSaS viS aS- stæður má árangurinn telj- ast mjög góSur. Hann hefur reynt að stefna aS eSlilegri og hreinni og beinni leikstíl en hér hefur almennt tíSk- azt og orSið töluvert mikið ágengt. Hann hefur notiS frábærs stuSnings Unu Col- lins sem hefur gert leikmynd og búninga. Leikmyndin er falleg og hæfilega stíliseruS; myudir þær sem varpaS er á tjöldin hjálpa til að móta bakgrunn leiksins í tíma og rúm. Sérstaklega ber áS geta búninganna, sem eru alveg í sérflokki og man ég ekki eftir aS hafa séS slíkt verk- efni betur af hendi leyst. Vegna þess hve sviðsumbún aSur var góður var sérlega leiðinlegt aS sjá nokkra smá hnökra sem voru á efnisleg- um hlutum, svo sem fram- reiSslu tes; einnig skyldu þeir sem sjá um rauSvíniS athuga þaS aS þetta sull sem fólkið var aS drekka var engu rauSvíni líkt á litinn. Svona smáatriSi eru auðvit- að ekki mikilvæg, en þau geta truflaS ánægju manns af sýningunni meS því að beina athyglinni frá því sem máli skiptir. ÞjóSleikhúsiS var fremur þunnskipaS á frumsýningu; fastir frumsýningargestir létu sig mikiS vanta. Kannski var þaS ástæðan fyrir því hvaS leiknum var vel tekið og góS stemning í húsinu. En alla þá sem gaman hafa af góðu leikhúsi má hiklaust hvetja til aS sjá þessa sýn- ingu. Sverrir Hólmarsson. ★ LÍKA (Þórunn Magnúsdóttir), MARAT (Hákon Jens Waage) og LEONIDIK (Arnar Jónsson). hefir skort mikiS á, að í einni grein væri tíunda hvert orð úr þrem erlpndum tung- um, — bæSi einstakar slett ur og heilar setningar. Les- endur blaSsins voru svo gamaldags, aS þeir kunnu ekki aS meta svona mikla menntun; kvörtuSu nokkrir % þeirra bréflega til ritstjórnar, hótuðu jafnvel sumir upp- sögn á blaSinu, ef slík lær- dómsmenning yrði innleidd þar. Hvarf svo þessi mennta frömuSur að einhverju vin- sælla, — en sem betur fór, fréttist ekki að neinn lesend- anna spryngi af harmi þess vegna. Þá minnir mig aS þaS væri samband bindindisfé- laga í skólum, sem einu sinni kom meS kvölddagskrá í út varpinu; áttu .valdir menn aS flytja erindi þar, og ung stúlka aS syngja þjóSIög. En — þegar aS þeim kom, reyndust þau öll vera amer- ísk og sungin með amerísk- um textum. Þó láðzt hefði að geta' þess viS kynningu — eða slíkir smámunir ekki þótt skipta máli hjá okkar þjóSrækna æskufólki. Þá verSur varla komizt hjá, í þessu sambandi, aS minnast á dægurlögin; vissu lega eru þau nokkuS máttug — til góSs, eSa andstætt. ÞaS vita þeir sem enn muna aftur undir sl. aldamót, að þá var mikið sungiS, og í yfirgnæfandi meirihluta ætt jarSarljóð; verður sennilega aldrei metinn sem vert er, þáttur þeirra í því aS brýna unga sem aldna til sjálfstæS- isbaráttunnar. Mörg þessara ljóSa voru og eru sígild — þó þau hafi nú, illu heilli, veriS látin víkja fyrir því sem nú er, t. d. í útvarpi, nefnt ,,lög unga fólksins", ,,á nótum æskunnar" o. s. frv. Er engu líkara en keppst sé viS aS troSa því í ungt fólk, að því henti ekki né hæfi annaS en það, sem sé vitlausara og ómerkilegra en svo, aS fuIIorSnum þyki þaS sér sæmandi. Hversu þroska vænlegt slíkt sé ungu fólki, ætla ég ekki aS fjölyrSa, svo augljóst virSist þaS vera öllu fólki, sem annars hugs- ar. Jafnvel enn furSulegra er þó, aS nú þegar þjóðin telst sjálfstæð — og ætti aS geta veriS það, skuli mega telja fullkomna bandaríska einok un á þessu fánýta skemmti- efni; virðist þar oft æSi frek lega blandaS hugtökunum tónlist og hávaSi. Hvers skyldu eiga aS gjalda okkar mörgu góSu, og nokkrir á- gætu dægurlagahöfundar, aS vera alltaf settir í skugga þessara háemjandi útlend- inga? Þá hljóta að vita þaS allir starfsnrenn sem viS þennan skemmtiiðnað fást, aS þaS sem nefnt er ,,létt tónlist‘‘ er hægt að sækja til flestra þjóSlanda, og fjar- skiptatækni nútímans gerir auSvelt aS velja þar útí HvaSa frambærileg á- stæSa er þá til fyrir því aS lög ungs fólks á íslandi þurfi að vera bergmál eitt af vestheimskum blendinga- söng? Mundu ekki mörg hinna innlendu dægurlaga, ásamt nokkru úrvali frá öSrum þjóðlöndum sóma sér eins vel hérlendis, eins og að klifa stöSugt á því, sem oft hlýtur aS minna mann meira á ástsjúka ketti, en heilbrigt syngjandi æskufólk? Væri breytt til í þá átt sem ég nefndi, væri nær en fyrr, að tala um ,,jákvæS erlend áhrif“. Gæti ekki Ríkisút- varpiS veitt okkur, í þessu efni, nokkru þjóShollari þjónustu en þaS gerir? Og nú höfum viS eignast sjónvarp, meS miklum kostn aði og ærnum umslætti; margt hefur þaS vel gert — en því miður flytur það líka margt sem er andstætt menn ingu, — og flest af því ves-t- heimskt aS uppruna. Er virkilega fuIlorSiS fólk á Islandi svo haldið kvalalosta, aS þaS þurfi endilega aS fá aS sjá drýgSa glæpi, morð og önnur of- beldisverk, inni í íbúS sinni, áður en það fer aS sofa, — ^Sa er þetta máske hugsaS sem eins konar uppeldis- elixir fyrir börnin (í stað kvöldbæna) ? Sé hvorugt þetta, — til hvers er þaS þá? Spyr sá sem ekki veit. Er þess ekki lángt aS minnast, aS okkar unga sjónvarp flutti mynd, sem var nákvæm sýnikennsla í vasaþjófnaSi — og endur- sýndi hana, meS nokkrum árangri, að því er taliS var. Skyldi þetta vera fullkomin þjóShollusta? Ef sjónvarpið, sem úr Hliðskjálf sinni ,,sér of heim allan", finnur þar ekk ert hollara en glæpamyndir til aS flytja, — væri þá ekki skynsamlegra aS stytta held ur dagskrá þess, en að fylla menningareySur hennar meS slíkurn sora, — engum til góSs, en börnunum áreiS- anlega til ills, jafnvel varan legs tjóns, sem þjóSin sýpur síSar seyðiS af, — þó menn Framhald á bls. 6 s Frjáls þjóð — Fimmtudagur 26. september 1968

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.