Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 26.09.1968, Blaðsíða 8

Frjáls þjóð - 26.09.1968, Blaðsíða 8
Þórir Daníelsson: BREYTING Á SKIPULAGI ALÞÝÐUSAMBANDSINS Á NÆSTA LEITI ? Skipulagsmál verkalýðs- hreyfingarinnar hafa verið mikið til umræðu síðasta áratuginn og rösklega það. Má og segja, að knýjandi nauðsyn sé orðin á því fyr- ir verkalýðshreyfinguna að taka allt skipulag sitt frá grunni til endurskoðunar og leiða má að því veiga- mikil rök að beinar aðgerð- ir í þeim efnum hafi dregist úr hömlu lengur en gott er, verkalýðshreyfingunni til tjóns. Liðin eru nú rösk 50 ár síðan heildarsamtök verka- fólks, Alþýðusamband ís- lands var stofnað. Enn þann dag í dag býr það að meginstofni til við sama skipulag og því var búið við stofnun. Eina umtals- verða breytingin er aðskiln aður Alþýðusambandsins og Alþýðuflokksins. Aðrar breytingar á skipulagi Al- þýðusambandsins eru litl- ar, stundum deilt um, hvort þær hafi komið verkalýðs- hreyfingunni í landinu bezt. Sú staðreynd, að skipulag ASÍ er í dag hálfrar aldar gamalt og tveimur árum betur, og að á þessari hálfu öld hafa orðið meiri og gagngerðari breytingar og byltingar á atvinnuháttum okkar og þjóðlífi heldur en á þeim rösklega 10 öldum, sem landið hafði verið byggt áður hlýtur að gera ýmsar grundvallarbreyting- ar öldungis óhjákvæmileg- ar og það er verkalýðshreyf ingunni og hverjum ein- stökum félagsmanni verka- lýðsfélaganna til tjóns hvað þessar óhjákvæmilegu breytingar hafa dregist. En nú sýnist sjást til lands. Milliþinganefnd sú um skipulagsmál, sem fram- haldsþing 30. þings ASÍ, sem haldið var í janúar sl., kaus, hefur nú skilað frumvarpi að nýjum lögum fyrir Alþýðusambandið til allra sambandsfélaganna og hefur nefndin orðið sam- mála um þær tillögur. Er það út af fyrir sig gleðilegt að nefndin skyldi verða sam mála þó að sjálfsögðu séu skiptar skoðanir um ein- stök atriði í tillögum nefnd arinnar. Meginþorri þeirra breytinga, sem nefndin ger ir tillögur um kom frá milli- þinganefnd, sem starfaði fyrir fyrrnefnt framhalds- þing 30. þings ASÍ og hlaut þar samþykki yfirgnæfandi fiölda fulltrúa (22.938:4.089 rætt um helztu atriði breyt- atkv.). Skal nú lauslega inganna. í stað þess að í dag er ASÍ samband einstakra verkalýðsfélaga að megin- stofni, gerir frumvarpið ráð fyrir hvorttveggja, beinni aðild einstakra verkalýðs- félaga og landssambanda sérgreina. Greinilegt er þó, að landssambandaaðildin er talin aðalatriðið, því að í 4. gr. b lið segir það eitt af markmiðum Alþýðusam- bandsins að ,,beita sér fyr- ir því, að launafólk sé skipu lagt í verkalýðsfélögum og að félögin séu aðilar að landssamböndum innan ASÍ“. Þá eru og reistar við því verulegar skorður að í Alþýðusambandið geti geng ið ný félög sem beinir að- ilar. Er það ekki hægt nema félagsmenn viðkomandi fé- lags séu 50 eða fleiri og „verksvið þess falli ekki undir neitt þeirra landssam banda og félaga, sem fyrir eru í Alþýðusambandinu”. Hér er óumræðanlega stefnt í rétta átt og hlýtur framtíðin að verða sú, að ASÍ verði einvörðungu sam band landssambanda. Sú þróun tekur án efa nokkurn tíma og verður engu um það spáð nú, hve lan'gur hann verður. í 11. gr. frumvarpsins er gert ráð fyrir því, að eitt af hlutverkum landssam- banda innan Alþýðusam- bandsins sé að „vinna að stækkun félagseininga“. Þróunin undanfarin ár hef- ur nokkuð stefnt í þessa átt, þó að hægfara hafi ver- ið. Ekki fer það á milli mála, að að öðru jöfnu. er stórt verkalýðsfélag meira megnugt heldur en mörg smá. Ber því að stefna að því að sameina verkalýðs- félög þar sem landfræðileg- ar aðstæður og önnur ytri skilyrði eru fyrir hendi til þess. Þó verður að fara að öllu þessu með nokkurri gát og sjá um, að samein- ing verkalýðsfélaga t. d. nokkurra byggðarlaga, verði ekki til þess að deild ir þess, sem væntanlega yrðu á hverjum stað, verði ekki starfslausar eða starfs íitlar, en rekstur félagsins færist um of í það horf að verða hálfgildins fyrirtæki þar sem allar ákvarðanir eru teknar af starfsmönn- um og öðrum örfáum for- ystumönnum. Ein meginbreytingin á lögum ASÍ samkvæmt frum varpi nefndarinnar er sú, að þing sambandsins skuli haldið fjórða hvert ár, í stað annað hvert, svo sem nú er, og stjórn sambands- ins kosin til jafnlangs tíma. Nú kann einhverjum að sýnast í ljósi þeirra öru breytinga sem verða á þess um tímum, að fráleitt sé að láta> svo langan tíma líða milli þinga. Svo er þó ekki þegar nánar er að gáð. Hvorttveggja er, að gert er ráð fyrir að sambandsstjórn in, sem verður allfjölmenn, komi saman a. m. k. einu sinni á ári og ennfremur að þing landssambandanna verði haldin annað hvert ár og yrði það því að bera í bakkafullan lækinn að halda þing ASÍ líka jafn ört og að auki alltof kostnað- arsamt. Þá er og ráð fyrir því gert, ef sérstaklega stendur á, að hægt sé að kalla saman aukaþing ASÍ. Sambandsstjórn, sem kos- in er til fjögurra ára, á þar að auki að geta markað sér ákveðnari og fastmótaðri stefnu heldur en sú sem einungis situr í tvö ár. En það orkar hinsvegar meira tvímælis, að gert er ráð fyrir því, að hvert ein- Framh. á bls. 6. SAMSKIPTIVIÐ SOVÉTRÍKIN Á fundi í síÖuslu viku sam- þykkti framkvæmdastjórn Al- þýðubandalagsins eftirfarandi ályktun: Ljóst er að valdhafar í Sov- étríkjunum og fylgiríkjum þeirra eru ráðnir í að hundsa meS öllu þá öldu mótmæla og fordæmingar, sem risin er um víða veröld, ekki sízt af hálfu verkalýcSshreyfingarinnar og þeirra flokka sem henni eru tengdir, svo og frjálshuga og róttækra menntamanna, gegn hernaðarofbeldi og kúgunarað- gerðum þessara ríkja, sem bein ast gegn allri viðleitni til frjálsr ar hugsunar og raunverulegs lýSræðis, ekki aðeins í Tékkó- slóvakíu og fleiri ríkjum Aust ur-Evrópu, heldur einnig og ekki síSur í eigin löndum. Því samþykkl.r framkvæmda stjórn Alþýðubandalagsins, aS £*-lgja eftir fyrri mótmælayfir- Ivsingu með því aÖ ákveða, að þangað til sú breyting hefur orðið á stjórnarháttum í þess- um löndum að telja má öruggt að atburðir eins og innrásin í Tékkóslóvakíu eigi sér ekki staS af þeirra hálfu og lýSræð- isleg framkvæmd sósíalismans sé þar tryggS, mun AlþýSu- bandalagið og stofnanir þess alls engin samskipti eða sam- band hafa, beint eða óbeint, við kommúnistaflokka og aðra valdaflokka hlutaðeigandi ríkja né nein samtök á þeirra vegum eða í tengslum við þá. Framkvæmdastjórn Alþýðu bandalagsins skorar á félaga sína og fylgismenn í verkalýcSs samtökum og samtökum menntamanna, að beita sér fyr- ir að þessi samtök forðist, acS óbreyttum aðstæðum, öll þau samskipti við hliðstæð samtök í árásarríkjunum, sem á nokk- urn hátt væri unnt að túlka sem samþykki eSa stuðning viS ár ásarstefnuna. FramkvæmdastjcSrn AlþýSu bandalagsins telur sjálfsagt og þýSingarmikiS aS ákvarSanir félagssamtaka í þessu efni verSi tilkynntar flokkum og fé lagasamtökum í árásar- og of- beldisrikjum, einnig öðrum flokkum og félagssamtökum eftir því sem viS verður komið. Framkvæmdastjórn AlþýSu bandalagsins telur ennfremur, að engin félagssamtök innan AlþýSubandalagsins né einstak ir flokksmenn eigi aS hafa nein samskipti eSa sambönd viS valdaflokka árásar- og ofbeld- isríkjanna. Hún telur einnig, aS einstak- ir flokksmenn AlþýSubanda- lagsins eigi ekki heldur aS starfa, í samtökum, sem til slíkra samskipta stofna eða þiggja heimboð eða aSra fyrir- greiSslu af hálfu þessai a valda- flokka, unz frjáls og lýðræSis- leg framkvæmd sósíalisma er tryggS í hlutaSeigandi lönd um. Framkvæmdastjórnin telur einnig sjálfsagt, aS í stelnuskrá AlþýSubandalagsins sem Lærdómar Framh. aí bls. 6. um, sem líta á mótmælend- ur gegn þjóðfélagslegu rang læti meS sömu fyrirlitningu og bandarískir góSborgarar líta gjarnan á mótmælendur í sínu landi. Um þetta veit skriffinnskuvaldiS, og þess vegna þarf þaS aS fram- kvæma hluti eins og innrás- flokks séu tekin af öll tvímæli um aS þaS sem flokkur for- dæmir eins flokks kerfi, og al- ræðisstjórnir fámennra hópa eSa jafnvel eins manns í skjóli þess, sem stjórnarform á leið til sósíalisma. ina í Tékkóslóvakíu og þéss vegna eykst stöSugt áhugi þess á friðsamlegri sambúS viS auðvaldsöflin í vestri. I lok bókar sinnar ,,Ani- mal Farm“ eftir George Orwell (.Félagi Napóleon') í íslenzkri þýSingu), lætur hann svínin (skriffinnskuöfl in) skála við nágrannabænd urna (auðvaldsöflin) í mik- illi veizlu meSan kúguSu dýrin (verkalýSurinn) horfSu á furSu og skelfingu lostin inn um glugga. —r „Skepnurnar fyrir utan horfðu á svín og mann, rriann og svín, en það var þegar ómögulegt aS segja hver var hvað.“

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.