Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 03.10.1968, Blaðsíða 2

Frjáls þjóð - 03.10.1968, Blaðsíða 2
\ Gísli Gunnarsson: Lærdómar vegna innrásar Sovétríkjanna HvaSa lærdóma eiga sós- íalistar aS draga af innrás RauSa hersins í Tékkóslóva kíu fyrir eigin stefnu? Með hliðsjón af- fyrri greinum mun ég koma hér meS nokkrar ályktanir; rökstuðn- ingur þeirra felst í þeim skil greiningum, sem ég hef gert á austantjaldslöndunum. SkilyrSislaus andstaSa við stalínismann hvar sem er. Stalínisminn, stjórnkerfi skriffinnskuvaldsins, er and- stæSur sósíalisma pg hags- munum verkalýSsins. Af- hjúpa verSur alla glæpi stal ínískra valdhafa og allt mis- ferli stalínískra flokka. Enga „bróSurlega samvinnu" má eiga viS stalíniska flokka og skriffinnskuvald austan- tjaldslandanna; gegn þess- um fyrirbærum verSur að heyja þrotlausa baráttu með orSi og sverði ef þess er þörf. Þessi andstaða á ekkert skylt viS .andkommúnisma; hún þvert á móti felur í sér andstöSu viS svikara komm únismans eins og hann raunverulega á aS túlkast, sem sameignarstefna. En vegna andstöSu auSvaldsafl anna viS kommúnismann er nauðsynlegt fyrir sósíalista aS aðgreina sig vel frá þeim; þeir mega aldrei „sam- fylkja" með auSvaldsöflun- um gegn verkalýðsríkjunum. I þessari andstöSu viS stalínismann þarf að hvetja verkalýS Austur-Evrópu- landa til aS hefja á einn veg eSa annan skipulagSa bar- áttu og það þarf að hvetja sósíalíska menntamenn þess ara landa til aS leyfa eng- um aS reka fleyg milli sín og verkalýðsstéttarinnar. Vegna þess einræðisstjórnar fyrirkomulags, sem ríkir í þessum löndum, hlýtur slík andstaSa ávallt aS vera ,,ó- lögleg'' frá sjónarmiSi vald hafanna; þeim mun meiri verSur þá þörfin á öflugum stuSningi sósíalista í Vestur- Evrópu viS þessa andstöSu. Hvetja þarf þjóðir Tékkó slóvakíu til öflugrar baráttu gegn innrásarliðinu; skæru- hernaS, þar sem slíkt er hægt; skemmdarverkastarf- semi annars staSar. Slík bar átta hlýtur óhjákvæmilega að vera ýmsum leiðtogum landsins, sem nú njóta þar vinsælda, mjög á móti skapi; þegar allt kemur til alls eru þessir leiStogar upp runnir í sjálfu skriffinnsku- valdinu. Vinslit viS þessa leiStoga eru því óhjákvæmi leg. ÞaS er t. d. hæpin stefna aS biSja tékkóslóva kískan verkalýS sí og æ að sýna Dubcek og nánustu fé- lögum hans skilyrðislausan stuSning. ValdiS virðist að- eins eitt og þaS er yald. En til aS baráttan gegn stalínismanum í Austur-Evr- ópu nái árangri þarf jafn- framt aS heyja miskunnar- lausa baráttu gegn auSvalds öflum á Vesturlöndum. — Þessi barátta er tengd, án annars nær hitt ekki árangri. Ekkert er hættulegra sov- ézka skriffinnskuvaldinu en aS sósíalískt skipulag rísi upp utan áhrifasvæSis þess, einkum ef um háþróuð lönd er aS ræða, og ekkert er hættulegra heimsveldisstefn unni en byltingarsinnuS sós- íalísk hreyfing, sem er óháð skriffinnskuvaldi austan- 5. G R EI N Framtíðarstjórnlist sósíalista FYLGIST VEL MEÐ VERÐLAGINU Eigum ennþá flestar vörur á gamla verðinu Kaupfélag Reykjavíkur OG NAGRENNIS tjaldslandanna. Ef einhvers staSar á Vesturlöndum skap ast þjóSfélag meS sósíalískt efnahagskerfi og lýSræSi í starfsháttum er stalínismi Austur-Evrópu meira og minna dauSadæmdur og auSvaldsöfl Vestur-Evrópu- landa í verulegri hættu. En einnig til að hægt sé að vinna aS þessu marki er nauðsynlegt að gera glögg reikningsskil viS stalínism- ann á Vesturlöndum; svik eins og þau, er framin voru í Frakklandi nýlega, þar sem aSeins borgarastéttin reyndist hafa nothæfa for- ystu á örlagaríkum augna— blikum, mega ekki endur- taka sig. Leysa verSur for- ystukreppuna innan verka- lýSshreyfingar Vesturlanda; í staS sósíaldemókrata og stalínista þarf aS koma raun veruleg sósíalísk forysta. Verkalýðurinn hefur bæSi í Austur-Evrópu og í Vestur- Evrópu sýnt . greinilega á þessu ári að hann er bylting arsinnaSur, og allar kenn- ingar „nýmarxista", eins og Marcuse og Fenans um að þjóðfélagsbreytingar gerist aSeins fyrir tilstuSlan minni hlutahópa eins og stúdenta á Vesturlöndum eSa fyrir tilstuSlan fátækra bænda „þriSja heimsins", er aSeins enn þá ný tilraun til aS flýja frá raunverulegri baráttu. Markviss, þrotlaus barátta gegn kapítalisma og stalín- isma verSur að vera á dag- skrá hvers einasta sósíalísks flokks. Einhverjum kann aS finn ast þetta byltingartal óraun hæft og rómantískt og bera keim af „úreltum kennisetn ingum". Sömu aðilum finnst gjarnan sjálfsagt að alþýða og menntamenn austan- tjaldslanda sætti sig viS alla kúgunina þar meS aSgerSar leysi, láta fangelsa sig án mótspyrnu, fyrst friSsam- lega þróunin virSist ekki not hæf. Og sömu aSiIum fannst fráleitt að 10 millj ónir verkamanria legSu niSur vinnu í mótmælaskyni við auðvaldsskipulagið fyrst og fremst í einu af löndunum, þar sem verkalýSurinn átti aS teljast „saddur og ánægS ur'\ til þess eins aS vera sviknir um pólitíska forystu meS þeim árangri aS margir þeirra kusu flokk hægri afl- anna, þegar vonbrigSin urðu ljós. Og eru cíkki sömu aS- ilar sem segja aS öll bar- átta gegn spillingu íslenzks auðvaldskerfis og ríkisvalds þess sé gagnslaus, ,,allt sé vonlaust", „spillingaröflin séu svo sterk", „að það þurfi fyrst og fremst aS sýna ábyrgS á þessum erfiSu tímum" gagnvart íslenzka mafíuþjóSfélaginu. AS þaS sé eina rétta stefnan að verSa hluti af kerfinu. ASstaSan er auðvitað mis jöfn frá einu Iandi til ann- ars, en eitt er löndum hvar sem er sameiginlegt; að vandinn til aS skapa betra þjóSfélag, þjóSfélag, sem byggist á sameign og lýS- ræSi, á jafnrétti og ábyrgS þegnanna, liggur fyrst og fremst í skorti á góðri for- ystu. ÞaS er þessa forystu- kreppu sem þarf aS leysa, og öll væmni í því sam- bandi er óþörf. Einhverjum kann einnig að virSast aS þessi síðasta grein mín í greinaflokknum Framhald á bls. 6 Samvinnuskólinn 50 ára Samvinnuskólinn Bifröst var settur 26. sept. í hátíða sal skólans. Guðmundur Sveinsson skólastjóri flutti setningarræSu og bauð nemendur, starfsfólk og kennara velkomin til starfa. í ræðu skólastjóra kom fram, að skólinn er 50 ára í næsta mánuði og er nú hafið 51. starfsár skólans frá stofnun, en hið 14. frá flutningi skólans að Bif- röst. Skólastjóri minntist sérstaklega Jónasar Jóns- sonar frá Hriflu, fyrrum ráðherra, en stofnanda Sam vinnuskólans og skólastjóra hans í áratugi, þakkaði störf Jónasar og bað við- stadda minnast hins látna með því að rísa úr sætum. Skólastjóri skýrði frá að 76 nemendur myndu stunda nám við skólann í vetur, 39 í 1. bekk og 37 í 2. bekk. Hafa nemendur aldrei ver- ið jafn margir í skólanum frá því hann var fluttur að Bifröst. Um skólavist í 1. bekk á þessu hausti sóttu 288 ungmenni, eða sjö sinn um fleiri en hægt var að taka í skólann. Á starfsliði Samvinnuskól ans Bifröst verða þær breyt ingar í haust að Húnbogi Þorsteinsson, sem verið hefur kennari í hagnýtum skrifstofu- og búðarstörfum lætur af starfi og gerist sveitarstjóri í Borgarnesi. Við starfi hans tekur Hrafn Magnússon, sem um nokk- ur ár hefur unnið hjá Sam- vinnutryggingum. — Þá hætti Jón Sigurðsson, hús- vörður skólans starfi, en við tók Rafn Guðmundsson. Skólastjóri þakkaði þeim sem burtu hurfu fyrir störf í þágu skóla og staðar og bauð hina nýju starfsmenn velkomna til Bifrastar. Á námstilhögun skólans verður sú breyting gerð að bókleg kennsla og verkleg verður aðskilin meira en áður. Verður gert hlé á bók legri kennslu á miðju skóla ári og þá haldið fjögurra vikna námskeið í hagnýt- um verzlunarfræðum. í tilefni 50 ára afmælis Samvinnuskólans verður haldin ráðstefna í næsta mánuði um skólamál sam- vinnusamtakanna. Á þeirri ráðstefnu verður gerð grein fyrir könnun, sem nú fer fram á vegum skólans, á verzlunarfræðslu nágranna landanna, en eldri nemend ur skólans lögðu fram all- mikið fé, sem hagnýtt er í þessu skyni. Á ráðstefn- unni mun fjallað um fram- tíð Samvinnuskólans og þarfir íslenzkrar æsku fyrir skóla, er rækja hlutverk á- þekk því, sem verzlunar- skólar landsins hafa nú með höndum. í niðurlagi ræðu sinnar gat skólastjóri um hugsan- lega skipan verzlunar- og viðskiptafræðslu á íslandi á næstu áratugum. Frjáls þjóð — Fimmtudagur 3. október 1968

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.