Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 03.10.1968, Blaðsíða 3

Frjáls þjóð - 03.10.1968, Blaðsíða 3
MEÐAN VIÐ BÍÐUM Ritstjórnargrein Þetta haust líkist mest ömurlegum biðtíma, ámóta og í biðstofu tannlæknis. Viðreisnarstjórnin hefur kunngert okkur, að þrátt fyrir allar hennar ífylling- ar og réttingar undanfar- inn áratug sé nú illa kom- ið, svo illa að henni er ekki einu sinni sjálfri fyllilega Ijóst hvað til bragðs skuli taka. Til sannindamerkis um að einskis sé látið ó- freistað, hafa viðreisnar- doktorarnir meira að segja kallað keppinauta sína til ráðuneytis, og láta í það skína að þeim standi til boða stöður aðstoðarlækna við þá miklu og vandasömu aðgerð sem brátt fer í hönd og gefið er í skyn að nísta hljóti hverja taug þjóðar- Mkamans, þótt fullkomn- asta deyfingartækni verði að sjálfsögðu viðhöfð. Meðan beðið er eftir úr- skurði doktoranna, má reyna að dreyfa huganum með því að líta í blöðin. í síðustu viku var þar einna rúmfrekust löng framhalds saga af skiptum saltfisk- framleiðenda og saltfiskút- flytjenda við ítalska inn- flytjendur. Þótt páfi og klerkdómur hans hafi mjög linað boðun föstuhalds á síðustu tímum, eru kaþólsk ar þjóðir við Miðjarðarhaf alls ekki afhuga íslenzkum baccalá, og eins og blaða- Iesendur hafa nú fengið að kynnast ríkir meira að segja togstreita meðal ítala um öflun þessa norræna saltmetis. í frásögnum blaðanna hef ur skotið upp nöfnum máls aðila sem lesendur vissu fæstir áður að væru til, þar gnæfir hin hátignarlega Sjólastöð við hliðina á ítaJ.ska hringnum Paonessa, sem ókunnugur mætti ætla að væri einhver hofróðan af Via Veneto eftir hljómi nafnsins að dæma. And- spænis þessum tiginnefndu fyrirtækjum standa svo önnur tvö, og þar er ekkert skáldlegt við nafngiftirnar, þau heita rétt og slétt UNIFISH og S.Í.F. Já einmitt, S.Í.F. Við þá skammstöfun rankar ís- Ienzkur blaðalesandi við sér, sé hann kominn á full- orðinsár. Það á ekki af S.Í.F. gamla að ganga. Allt- af er það að komast í blöðin bendlað við einhverja vafa sama náunga á ítalíu. í fyrndinni var það Gismohdi svo komu Bjarnason & Marabotti. Þetta voru þó eiginnöfn, en nú er komið til sögunnar eitthvert ópers ónutegt UNIFISH, ámóta óáþreifanlegt og annað víð- kunnugt ítalskt fyrirtæki, MAFÍAN. Það er eins og S.Í.F. ætli aldrei að læra að gæta sín á þessum ítöl- um. Og ekki nóg með það. S.f.F. hefur ekki bara selt UNIFISH saltfisk, heldur líka sál sína, heitið því að láta engan ugga af íslandi ganga til keppinautar fisk- hringsins. Og í þessu nýtur S.Í.F. baktryggingar sjálfr- okkar óseldi saltfiskur grotna niður. Fólk sem hímir í biðstofu lætur gjarnan hugann reika. Og eftir langan lest- ur um Sjólastöðina og Paon essu, UNIFISH og S.f.F. skýtur upp ábúðamiklum markorðum úr þjóðmála- umræðum liðins sumars, orð eins og sölutregða, markaðsörðugleikar, gjald- eyrisþurrð, lífskjaraskerð- ing, birtast fyrir hugskots- sjónum okkar sem bíðum. FRJÁLS ÞJÓÐ Útgefandi HUGINN HF. Ritstjóri: Sverrir Hólmarsson (ábm.) Framkvæmdastjóri: Jóhann J. E. Kúld " Ritnefnd: Einar Hannesson, Gils Guðmundsson, Guðjón Jónsson, Gunnar Karlsson, Haraldur Henrýsson, Magnús Torfi Ólafsson, Sigurður Guðgeirsson, Þórir Danielsson, Svavar Sigmundsson. Áskriftargjald kr. 400,00 á ári. Verð í lausasölu kr. 10,00. ar ríkisstjórnarinnar, við- reisnardoktorarnir okkar hafa lagt höfuð sín að veði fyrir að ekki bregðist þau heit sem S.Í.F. hefur unnið UNIFISH. Fyrr skal allur Hér er eitthvað sem ekki kemur heim og saman. Ekki er furða þó sala gangi tregt, ef neitað er að selja öðrum en einhverjum út- vöWum kaupendum. Nú virðast Portúgal og ftalía einu markaðir sem til greina koma. Áður áttum við góðan markað í Róm- önsku Ameríku, og keppi- nautar okkar leggja enn við hann mikla rækt. En hvern- ig er til dæmis háttað starfi S.Í.F. að markaðsöflun í Brasilíu? Og hverjar eru þær „alkunnu ástæður" sem okkur er sagt að liggi til að saltfisksala til Kúbu hefur stöðvazt? Eiga þær eitthvað skylt við viðskipta bann Bandaríkjanna á ríki Castro? Þess hefur að minnsta kosti ekki orðið vart að íslendingar hafi fengið óJ.yst á Havanavindl- um og Bacardirommi. Og síðast en ekki sízt, verzlunarfrelsið. Hvernig fær það staðizt, að innflutn ingsfrelsi sé ómissandi en útflutningsfrelsi gíötunar- vegur? Þar sem gjaldeyris- eyðsla er frjáls en gjald- eyrisöflun einokuð, virðist niðurstaðan hljóta að verða gjaldeyriskreppa. Svo Iöng og leið getur set an í biðstofunni orðtð, að virðulegir viðreisnardoktor ar taki á sig mynd afkára- I«gra töfralækna í hugum þeirra sem eiga í vændum tvísýna aðgerð. M. T. Ó. 1 ur viðri verold Þjóðernishreyfingar á Bretlandseyjum Starfsemi samtaka þjóð- ernissinna í Skotlandi og Wales hefur þegar valdið ráðamönnum í London viss um áhyggjum. Á s.l. ári náði þjóðernissinninn frú Winifred Ewing, 38 ára gamall lögfræðingur kosn- ingu til Brezka þingsins. Frúin hefur barizt fyrir frjálsu Skotlandi, með eig- in löggjafarsamkomu og hervörnum. Er hún fyrsti skozki þjóðernissinninn, sem sæti hlýtur í Neðrimál stofunni í 20 ár. Fyrir tveimur árum tók Gwynfor Evans, bóndi, 54 ára gamall þjóðernissinni frá Wales sæti í Neðri-mál stofunni og er það í fyrsta skipti í sögu málstofunnar, að velskur þjóðernissinni taki þar sæti. — „Stefna okkar er að ná sömu stöðu og Samveldislöndin hafa", sagði Evans í ræðu í Neðri- málstofunni. „Það er ekki aðskilnaður, sem við sækj- umst eftir," sagði Evans ennfremur," heldur frelsi. Allt, sem við biðjum um, er frelsi til þess að lifa eft- ir okkar höfði." — Það gef- ur auga leið, að áhrif þess- ara tveggja þjóðernissinna í hópi 628 þingmanna í Brezka þinginu munu ekki verða yfirgnæfandi. Allt bendir til þess að Bretland muni halda áfram að vera eitt ríki í mörg ár. Bretar hafa oft áður lent í hliðstæðu á liðnum tímum, slíkir stormar hafa gengið yfir og Bretar staðið þá af ser. Þrátt fyrir það, að saga heimsveldisins sé senn lið- in og gjaldmiðillinn stífður, hlýtur þjóðernisbaráttan að gefa bendingu um að eitt- hvað verði að gera í þeim málum. Níu af þrettán velskum greifadæmum líða vegna fólksflóttans til stærri borganna. Hið velska mál, sem áður fyrr var tal- að af um 90 af hundraði íbúanna þar, er nú aðeins notað af 25% þeirra. Evans þingmaður, sem er foringi þ j óðernishreyf ingarinnar gerði kröfu um að fá að halda jómfrúarræðu sína í þinginu á velsku, en var meinað það. Og félagsskap- ur þeirra, sem vilja við- halda velskunni mótmælir í hvert sinn, sem opinberar tilkynningar eru ekki birt- ar á velsku. í Wales eru 2,7 milljónir íbúa. í Skotlandi, en þar eru íbúar 5.2 milljónir og út- flutningur á „whisky" nem ur tæplega 20 milljörðum kr. árlega, er annað uppi á teningnum. Eins og í Wales á þjóðernishreyfingin ræt- ur sínar að rekja til áranna fyrir fyrra stríðið. En vöxt- ur hreyfingarinnar hefur þó verið mestur síðustu fimm árin. Skozki þjóðern- isflokkurinn hefur vaxið úr 21 félagi með um 2 þúsund félagsmenn árið 1962 í 323 félög með yfir 60 þúsund félagsmenn, en þriðjungur þeirra er yngri en 23 ára. Flokkurinn hefur á stefnuskrá sinni að stofnað verði eigið skozkt alþingi, þegar flokkurinn hefur fengið kosna 36 þingmenn af 71 Skota, sem sæti á á þinginu í London. Þjóðern issinnar halda því fram að þeim 20 milljörðum, sem Skotar greiða í skatta, ætti að verja í Skotlandi. Þeir telja að því aðeins sé þetta unnt, að landið fái aðskiln- að frá Englandi. Eins og kunnugt er, sameinuðust Skotland og England árið 1707 með sérstöku sam- komulagi, sem gert var eft- ir margra ára blóðugt stríð milli landanna. Þegar rætt er um þjóð- ernishreyfingar á Bretlands eyjum, má ekki gleyma því að þriðji aðilinn, sem einn- ig telst til þessa hóps, eir hluti íbúa Norður-írlands. Þriðjungur þeirra, sem þar búa, en það er 1.5 milljón, vilja aðskilnað við Bret- land. Þetta fólk vill samein ast írska lýðveldinu. Þá má einnig minna á eyj una Man, sem er í Irska haf inu. íbúar þar eru um 50 þúsund talsins. í fyrra gerðu þeir kröfu um aukna sjálfstjórn sinna mála. Eyja búar hafa þegar sitt eigið þing með 11 fulltrúum. Eyjaskeggjar mótmæltu kröftuglega brezkum lögum er bönnuðu útvarpsstöð, er staðsett var úti fyrir strönd um eyjunnar, en stöðin var mjög vinsæl hjá íbúum eyj unnar. Talsmaður þingsins á eyjunni hefur sagt, að þeir eyjabúar vilji vera í óháðu sambandi við Bret- land. í ráðstefnu, sem hald in var með fulltrúum eyj- unnar og yfirvalda Bret- landseyja um vandamálin, náðist samkomulag, og er sambúð þessara aðila nú góð. -•- Frjáls þjóð — Fimmtudagur 3. október 1968

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.