Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 03.10.1968, Blaðsíða 6

Frjáls þjóð - 03.10.1968, Blaðsíða 6
Bréfaskóli SÍS og ASÍ býður kennslu í 39 mismunandi námsgreinum nú þegar, en nokkrar nýjar námsgreinar eru í undirbúningi. Eftirfarandi greinargerð ber fjöl- breytninni vitni. ATVINNULÍFIÐ 1. Landbúnaður. Búvélar. 6 bréf. Kennari Gunnar Gunnarsson, búfræði- kand. Námsgjald kr. 500.00. Búreikningar. 7 bréf, kennslubók og eyðublöð. Eru nú í endursamningu. Kennari verður Ketill Hannesson ráðunautur Búnaðarfélags íslands. 2. Sjávarútvegur. Siglingafræði. 4 bréf. Kennari Jónas Sigurðsson skóla- stjóri Stýrimannaskólans. Námsgjald kr. 650.00. Mótorfræði I. 6 bréf. Um benzínvélar. Kennari Andrés Guðjónsson tæknifræðingur. Námsgjald kr. 650.00. Mótorfræði II. 6 bréf. Um dieselvélar. Kennari Andrés Guðjónsson tæknifræðingur. Námsgjald kr. 650.00. 3. Viðskipti og verzlun. Bókfærsla I. 7 bréf. Kennari Þorleifur Þórðarson for- stjóri F. í. Námsgjald kr. 650.00 Bókfærsla II. 6 bréf. Fræðsluþáttur og eyðublöð fylgja. Kennari Þorleifur Þórðarson forstjóri F. í. Námsgjald kr. 650.00. Auglýsingateikning. 4 bréf, ásamt nauðsynl. áhöldum. • Kennari Hörður Haraldsson, viðskiptafræðingur. Náms gjald kr. 300.00. Skipulag og starfshættir samvinnufélaga. 5 bréf. Kenn- ari Eiríkur Pálsson, lögfræðingur. Betri verzlunai-stjórn I. 8 bréf. Kennari Húnbogi Þor- steinsson. Námsgjald kr. 600.00. II. Erlend mál. Danska I. 5 bréf og Litla dönskubókin. Kennari Ágúst Sigurðsson, skólastjóri. Námsgjald kr. 500.00. Danska II. 8 bréf og Kennslubók í dönsku I. Kennari Ágúst Sigurðsson, skólastjóri. Námsgjald kr. 600.00. Danska III. 7 bréf og Kennslubók í dönsku III, lesbók, orðabók og stílahefti. Sami kennari. Námsgjald kr. 700,00. Enska I. 7 bréf og ensk lesbók. Kennari Eysteinn Sig- urðsson, cand. mag. Námsgjald kr. 650.00. Enska II. 7 bréf, ensk lesbók, orðabók og málfræði. Kennari Eysteinn Sigurðsson cand. mag. Námsgjald kr. 650.00. Ensk verzlunarbréf. 8 bréf. Kennari Snorri Þorsteins- son yfirkennari. Fleiri bréf væntanleg. Námsgjald kr. 700.00. Þýzka. 5 bréf. Kennari Ingvar G. Brynjólfsson, yfir- kennari. Námsgjald kr. 650.00. Franska, 10 bréf. Kennari Magnús G. Jónsson dósent. Námsgjald kr. 700,00. Spænska. 10 bréf og sagnahefti. Kennari Magnús G. Jónsson dósent. Námsgjald kr. 700.00. Esperanto. 8 bréf, lesbók og framburðarhefti. Kenn- ari Ólafur S. Magnússon. Námsgjald kr. 400,00. Orða- bækur fyrirliggjandi. Framburðarkennsla er gegnum ríkisútvarpið í öllum erlendu málunum yfir vetrar- mánuðina. III. Almenn fræði. Eðlisfræði. 6 bréf og kennslubók J. Á. B. Kennari Sigurður Ingimundarson efnafræðingur. Námsgjald kr. 500.00. Bréfaskóli íslenzk málfræði. 6 bréf og Kennslubók H. H. Kennari Heimir Pálsson stud. mag. Námsgjald kr. 650.00. íslenzk réttritun. 6 bréf. Kennari Sveinbjörn Sigur- jónsson skólastjóri. Námsgjald kr. 650.00. íslenzk bragfræði. 3 bréf og kennslubók. Kennari Sveinbjörn Sigurjónsson skólastjóri. Námsgjald kr. 350.00. Reikningur. 10 bréf. Kennari Þorleifur Þórðarson, for- stjóri. F. R. Námsgjald kr. 700,00. Má skipta í tvo námskeið. Algebra. 5 bréf. Kennari Þóroddur Oddsson yfirkenn- ari. Námsgjald kr. 550,00. Starfsfræðsla. Bókin „Starfsval“ með eyðublöðum. Ólafur Gunnarsson sálfræðingur svarar spurningum og gefur leiðbeiningar um stöðuval. IV. Félagsfræði. Sálar- og uppeldisfræði. 4 bréf. Kennari Valborg Sig- urðardóttir skólastjóri. Námsgjald kr. 400.00. Saga samvinnuhreyfingarinnar. 8 bréf og þrjár fræðslu bækur. Kennari Guðmundur Sveinsson, Samvinnu- skólastjóri. Námsgjald kr. 500.00. Áfengismál I. 3 bréf um áfengismál frá fræðilegu sjónarmiði. Kennari Baldur Johnsen læknir. Náms- gjald kr. 200.00. Skák I. 5 bréf. Kennari Sveinn Kristinsson skákmeist- ari. Námsgjald kr. 400.00. Skák II. 4 bréf. Kennari Sveinn Kristinsson skákmeist- ari. Námsgjald kr. 400,00. Fundarstjóri of fundarreglur. 3 bréf. Kennari Eiríkur Pálsson lögfræðingur. Námsgjald kr. 400.00. Bókhald verkalýðsfélaga. 4 bréf ásamt nauðsynlegum fræðslubókum og eyðublöðum. Kennari Guðmundur Ágústsson skrifstofustjóri. Námsgjald kr. 300.00. Gítarskólinn. 8 bréf, upplýsingabréf og lög á nótum. Kennari Ólafur Gaukur, tónlistarmaður. Námsgjald kr. 500.00. Staða kvenna í heimili og þjóðfélagi. 4 bréf. Kennai’i Sigríður Thorlacius ritstjóri. Nýtt námskeið. Hagræðing og vinnurannsóknir. Kennari Kristmundur Halldórsson, hagræðingarráðunautur. Tala námsbréfa óákveðin. TAKIÐ EFTIR. Bréfaskóli SÍS og ASÍ veitia öllum tækifæri til að afla sér í frístundum fróðleiks, sem allir hafa gagn af. Með bréfaskólanámi getið þér aukið á möguleika yðar til að komast áfram í lífinu og m. a. búið yður undir nám við aðra skóla. Þér getið gerzt nemandi hvenær sem er, og ráðið námshraða að mestu leyti sjálf. Skólinn starfar allt árið. Bréfaskóli SÍS og ASÍ býður yður velkomin. Undirritaður óskar að gerast nem. í eftirt. námsgr. □ Vinsaml. sendið gegn póstkröfu. □ Greiðsla hjálögð kr.............. (Nafn) (Heimilisfang) Klippið auglýsinguna úr blaðinu og geymið. SÍS & ASÍ Sambandshúsinu, Sölvhólsgötu — Reykjavík Kennarar Framh. af bls. 1. í sumum skólum er algerlega óframkvæmanlegt að fella kennslu niður í hádegi, þar sem tvísett er og þar sem svo hagar til, aí5 nemendur eru úr ýmsum bæjarhlutum og kc-síi- ast ekki heim til sín í matar- tíma. Hægt hefur veriS að fella niður hádegiskennslu í ein settum skólum, en svo er í fæst um tilvikum. í sumum skólum hafa kennarar samþykkt að kenna í hádegi án sérstakrar þóknunar til að skapa ekki vandræSi í starfi skólanna. Ekki er enn sýnt, hvernig mál þetta verSur leyst, en eftir er að kanna, í hve miklum mæli kennt er á umræddum tímum í skólum bæjarins og hvar slíkt er óhjákvæmilegt. Kennarasamtökin eiga eftir aS koma sér saman um ráðstaf- anir til aS tryggja, aS kennar- ar fái greitt fyrir umrædda vinnu skv. úrskurSi Kjara- dóms. Ekki verSur enn sagt, hvort til verkfalla kemur, eSa hvort tekst að leysa máliS meS öSrum hætti. En vitaS er, að kennarar munu standa á rétti sínum, þar sem aS þeim hefur verið vegiS af hálfu stjórnar- valdanna, þvert ofan í lögleg- an dóm. Lærdómar F’ramh. af bls. 2. „Lærdómar vegna innrásar Sovétríkjanna‘‘ stingi eitt- hvaS í stúf viS hinar; þetta sé engin vangaveltugrein, þar sem sannleikurinn sé at- hugaSur frá öllum hliSum o. s. frv. En hvers virSi er aS velta vöngum ef engin niðurstaSa fæst? Til að beita vopnum þarf þekk- ingu; — skæruliðarómantík er tilgangslítil, en þekkingin er ekki til sjálfs síns vegna, þekkingin er til aS menn megi af henni draga lær- dóma, úr þekkingunni smíS ast vopn. 25. september 1968. Prótein- heimsvaldastefna Framhald af bls. 5. um þetta: prótein-heim- valdastefna. Enginn varn- ingur, sem fluttur er frá Noregi, hefur inni að halda meiri eggjahvítu en skreið- in. í sveltandi heimi er skreiðin ódýr, kraftmikil og. tekur öðru fram að gæðum. En það virðist vera arðsam- ara að sjá Bandaríkjunum fyrir fiskflökum. Ef þau 135 þús. tonn af fiskimjöli, sem Noregur flytur út, (aðallega til hins auðuga og sadda hluta heims) væru gerð til mann- eldis, nægði það handa 6 Frjáls þjóð — Fimmtudagur 3. október 1968

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.