Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 03.10.1968, Blaðsíða 8

Frjáls þjóð - 03.10.1968, Blaðsíða 8
Jóhann J. E. Kúld: ÍSLENZK IÐNADARMÁL Á meSan íslenzka þjóSin flytur út ull og gaerur aS stórum hluta sem hráefni handa öðrum þjóSum aS vinna úr, þá stendur íslenzk ur iSnaður ennþá á lágu stigi. En þetta er sú staS- reynd, sem við okkur blasir í dag. Samband ísl. sam- vinnufélaga flytur aS vísu út fullunnar ullarvörur, peys ur og ábreiSur fyrír ca. 35 milljónir íslenzkra króna á þessu ári, til Sovétríkjanna. En þar með má segja, aS okkar ullarvöruútflutningar séu upp taldir af fullunnum vörum. ÞaS er ekki aSeins trú mín heldur bjargföst skoð- un, sem byggist á ýmsum mikilvægurn upplýsingum, að hsegt sé aS vinna markaS fyrir alla okkar ull, fullunna í iðnaSarvöru. En til þess aS þetta sé hægt, þá þarf aS koma upp iðnaSi í landinu, sem getur tekiS aS sér þetta hlutverk. Sá ullariSnaður sem fyrir er í landinu hann getur ekki annaS þessu hlut- verki, til þess verSur að reisa nýjar ullariSnaðar- stöSvar eSa stækka þær sem fyrir eru. HvaS er þá hagkvæmast aS vinna úr ullinni? Eg held að hagkvæmast sé aS vinna úr henni peysur og ábreiSur eins og gert er hú fyrir Rússlandsmarkað- inn. Islenzkar peysur sem vetrarklæðnaSur fyrir fiski- menn og sportfólk, ættu alls staSar að vera á boSstólum á norSurhelmingi jarðar, en eru þaS ekki. Sama máli gegnir meS ábreiðurnar. MarkaSur fyrir þessar vörur hefur hvergi veriS kannað- ur að neinu ráSi utan Rúss- lands, þangaS sem þessar vörur eru nú seldar í nokkr- um mæli, eins og aS framan getur. Eg komst aS því af sér- stakri tilviljun á sl. sumri, að íslenzkar peysur hefSu veriS seldar á Kanadamark- aði fyrir geysilega hátt verS, veturinn áSur. Það var ein allra stærsta verzlunarsam- steypa þar í landi, Eatons- félagiS, sem hafSi þessa vöru í fyrsta og eina skiptiS á boSstólum. Og þaS fylgdi sögunni, en hún var mér sögS í Winnepeg, að þar hefSu allar peysurnar selzt upp, þrátt fyrir óvenjulega hátt verS. En hvaðan höfðu þá peys urnar komiS inn á þennan markaS? Jú, sögumenn mín ir vissu þaS. Þeir sögðu aS kaupsýslumaSur hefSi keypt peysurnar í New York af ís- lenzku tilraunaverzluninni, sem þar starfaði, en síSan endurselt þær til Eaton-fé- lagsins. Mér var líka sagt, aS í Winnepeg þar sem er oft mjög kalt á vetrum, þar hefSu þessar íslenzku peys- ur líkað sérstaklega vel. Fólk í norðlægum iSnaSarborg- um, þaS vill fá inn á vetrar- markaðinn hjá sér, ósvikna ullarvöru og er reiSubúiS aS greiSa fyrir hana verð sem framleiSandinn ætti aS vera fullsæmdur af. Dæmið um íslenzku peysurnar á KanadamarkaSinum gefur vísbendingu um, aS ýmis- legt væri hægt að gera í þessum efnum. En til þess aS hægt sé að bjóSa vöru á markaSi, þá þarf hún að vera til. ÞaS er líkt ástatt meS gærurnar, mikill hluti þeirra er fluttur úr landi sem hráefni handa iSnaSar þjóðum til aS vinna úr dýra vöru. Þau eru ekki óglæsi- leg loSskinnin, sem Svíar, Finnar og Þjóðverjar vinna úr íslenzku gærunum sem út eru fluttar. Sænsku pelskáp urnar unnar úr íslenzkum gærum þykja enginn dóna- klæSnaður. Þá mun vera dæmi til þess, aS Þjóðverj- ar hafa flutt á Afríkumark- aS nokkuS af íslenzkum gærum eftir aS þeir höfSu garfaS þær. Y msum kann aS finanst þetta hreinasta fjarstæða, aS hitabeltisþjóð- ir sækist eftir loðskinnum. En staSreyndin er nú samt sú, að hvítar íslenzkar gær- ur bara full garfaSar, en ekki unnar í fatnaS hafa ver iS eftirsóttar sem skrautvarn ingur í sumum ríkjum Afr- íku. En viS höfum ekki selt þær þangaS, heldur þjóSir, sem keyptu þær héSan salt- aðar blautar, seni hráefni á frumstigi. ÞaS er mikið hagsmuna- mál, ekki bara ökkar land- búnaðar, heldur jafnframt þjóSarinnar allrar, að komiS verSi upp iSnaSi, sem get- ur fullunniS þessi dýrmætu hráefni í landinu sjálfu, fyr- ir innlendan og erlendan markaS. AS málin þróist þannig á komandi tíma, að því þarf markviss^að stefna. En til þess aS svo geti orðiS þá þurfa stjórnarvöld lands- ins og lánastofnanir, að öSl- ast betri skilning á nauSsyh þessa máls, heldur en nú virSist vera fyrir hendi, ef dæma skal eftir því , hvar viS erum á vegi staddir nú, í þessu efni. * HVERS KONAR TOGARAR? Loksins lét togaranefnd til sín heyra, en hún var eins og rnenn rnuna, sett á laggirnar rneS miklum auglýsingabram- bolti fyrir alþingiskosningarn- ar 1957. En það verður því miður ekki sagt, að mikill sé árangur eftir eins og hálfs árs starf nefndarinnar og virðist það fyllilega hafa sannazt, sem Frjáls þjóð hélt fram í vor, að nefndinni hafi einkum verið ætlað það hlutverk af hálfu ríkisstjórnarinnar að friða menn í bili en tef ja fyrir frarn gangi málsins. Nefndin tilkynnir nú, að hún sé búin að láta teikna togara fyrir íslenzkar aðstæð- ur og verði smíðin boðin út innan skamms. Fróðir menn segja, að þetta verki hefði mátt vinna á 2—3 mánuðum og hefði það kostað miklu minna en að hafa til þess verks launaða 5 manna nefnd í eitt og hálft ár. Það virðist og aug- ljóst, að enn er ætlunin að þvæla þessu þýðingarmikla máli fram og aftur um stund og tilkynning nefndarinnar emungis fram komin í þvi skyni að friða menn um hríð og fá viðbótarfrest. Ekkert er um það sagt, hvenær smíði skipanna verði boðin út, hversu mörg þau eigi að verða né hvers konar. Eftir því sem blaðíð hefur komizt næst, munu teikningar nefndarinnar gera ráð fyrir 800 tonna skut togara, sem sé án allra vinnslu og frystitækja. Eina breyting- in frá gömlu togurunum sé því í rauninni sú að varpan sé tekin inn að aftan og aðstaða til að innbyrða fiskinn undir þiljum en á engan hátt sé hag- nýtt hin aukna tækni við að vinna úr fiskinum þegar í stað og skila honum sem verðmæt- ari útflutningsvöru. Þetta verður að teljast furðulegt, ef rétt er. Þegar rætt hefur ver- ið um þessi tæki hér undan- farin ár, hafa menn fyrst og fremst átt við fiskiskip, sem veiddu á fjarlægari miðum og væru fær um að vinna að veru legu leyti úr afla sínum og gera hann að verðmætari vöru en eldri togararnir eru færir um. Sem stendur vantar okk- ur EKKI fyrst og fremst skip til að veiða á heimamiðum fyrir frystihúsin, heldur skip sem geta leitað á fjarlægari mið og unnið afla sinn sjálf til útflutnings. Eru það ákaflega ill tíðindi ef fram hjá þessu hefur verið gengið og ætlunin er að hefja smíði svo verðmik- illa tækja á allt öðrum og hæpnari grundvelli. Fimmtudagur 3. ok Hagstofnun launþegasamtakanna 1 skýrslu sambandsstjórnar B.S.R.B., sem lögð var fyrir þing þess, er haldi'o" hefur verfö síoustu daga, er rætt um nauSsyn á meira samstarfi launþegasamtakanna og um hag- stofnun þeirra. „í síðasta aðalþingi BSRB var gerð ályktun um nauðsyn meira samstarfs launþegasam- takanna, sérstaklega Al'þýðu- sambandsins og BSRB, og var ályktað í þessu sambandi, að komið skyldi á fót sameigin- legri hagstofnun launþegasam takanna og leitað um það sam starfs við ASÍ.gl Þessi ályktun var send til stjórnar ASÍ og þings þess, sem haldið var nokkrum vik- um síðar. Hugmyndin um sameigin- lega hagstofnun hefur ekki fengið neinar undirtektir hjá Alþýðusambandinu enn sem komið er. Eins og fyrr segir leitaði stjórn BSRB samstarfs við Al- þýðusambandið um viðræður við ríkisstjórnina um efna- hagsmál haustið 1967, og var það samstarf staðfest af auka- þingi BSRB og ráðstefnum forustumanna ASÍ og stefna mótuð af þessum aðilum. Þegar til framhaldsvið- ræðna kom milli ríkisstjórn- arinnar og ASÍ um efnahags- málin í nóvember 1967, var ekki haft samband við BSRB. Stjórn BSRB taldi það mik- ið hagsmunamál opinberra starfsmanna að styrkja verka fyrir samningum um verðlags lýðsfélögin í baráttu þeirra uppbót á ný, þar sem opinber ir starfsmenn ættu í málum þessum fulla samstöðu með verkalýðshreyfingunni. Var sú ákvörðun tekin að hefja fjár- söfnun meðal opinberra starfsmanna til styrktar þeim, sem í verkföllum áttu í marz 1968, og einnig að greiða nokkra f járhæð úr sjóði BSRB í sama skyni. Hinu er ekki að leyna, að það urðu stjórn BSRB mikil vonbrigði hvernig á samning-. um var haldið og að einskis samráðs sljyldi leitað við BS- RB við undirbúning þeirra, og að samningamenn ASÍ hefðu gengið frá samningum, er fólu í sér að um 20% opin- berra starfsmanna fengu enga verðlagsuppbót, meðan jafnvel launahærri starfshópar innan ASÍ var tryggð verðlagsupp- bót að vissu marki."

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.