Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 10.10.1968, Blaðsíða 5

Frjáls þjóð - 10.10.1968, Blaðsíða 5
Félagsstofnun og stúdentaskattur Á síðastliSnu vori ritaSi ég nokkrar greinar í þetta blað um þörf þjóðfélagsins á menntamönnum og hags- munamál háskólanema. Eg þóttist færa rök að því, að kjör þeirra yrðu að batna að mun, til þess að sérfræð ingaþörfinni yrði fullnægt, og hvatti einkum til, að það jmði gert með félagslegum úrbótum stúdentum til handa. Síðan virðist hafa komið í ljós, að yfirvöld ríkis og háskóla séu á sama máli um, hvers konar kjarabæt- ur komi að beztu gagni. Keypt hefur verið hús fyrir barnaheimili stúdenta og mun lítill vísir að því hefja starf í þessum mánuði. Lof- að hefur verið umtalsverðri upphæð til félagsheimilis stúdenta. Félagsstofnun stúdenta hefur verið sett á laggirnar og er nú að hefja starf. Undir stjórn hennar eru sameinuð félagsleg þjónustufyrirtæki stúdenta, stúdentagarðarnir, bóksala og kaffistofa í háskólanum og fleira þess háttar. Þá munu væntanlegt barna- heimili og félagsheimili lúta stjórn félagsstofnunar. Að þessu öllu getur orðið mikil framför, ef vel verð- ur fylgt á eftir. Stjórn fyrir- tækja, sem rekin eru í þágu stúdenta, hefur oft , verið bagalega laus í rásinni og samstarfið ekki alltaf nægi lega gott. Er tvímælalaust stefnt í rétta átt að sam- eina þetta sem mest undir eina stjórn. Þá eru fjárveit- ing til félagsheimilis • og kaus á húsi til barnaheim- ilis vonandi upphaf að markverðum nýjungum. Hér virðist þó skorta nokkuð mikið á, að fastri og skýrri stefnu hafi verið fylgt og samræmis gætt milli aðgerða hinna ýmsu aðila. Loforðið um fjárveit ingu til félagsheimilis kom frá háskólanum, og er ekki fjarri lagi að geta sér til, að vond samvizka háskólayfir- valda vegna óskyldra mála hafi flýtt eitthvað fyrir því. Slík tildrög eru ekki vel fallin til að koma í kring haldgóðum úrbótum. Rík- isstjórnin keypti húsnæði fyrir barnaheimili, gamalt hús á óhentugum stað. Virð ist jafnvel ekki hafa verið borið undir heilbrigðisyfir- völd, hve mörg börn húsið rúmaði, áður en í kaupin var ráðizt. Þá er komið að félags- stofnuninni. Fyrstu kynni hins almenna stúdents af henni eru þau, að innheimt er nú í fyrsta sinn 1000 kr. árlegt skrásetningargjald af stúdentum, og renna 800 krónur af því til félagsstofn unar. Af því munu 300 kr. renna aftur til Stúdenta- ráðs. Árleg skrásetning stúdenta er nauðsynleg um bót á skrifstofukerfi háskól ans, og skrásetningargjald- ið dregur vafalaust eitt- hvað úr því, að fólk sé inn- ritað í skólann án þess að stunda þar nám. Hins vegar kann ýmsum stúdent að þykja nokkuð mikið að fá 1000 króna nefskatt, án þess að skýrt sé til fulls, til hvaða framkvæmda hann á að renna. Tekjur félags- stofnunar af skatti þessum ættu að nema allt að 700 þús. kr. á ári. Það kann að þykja ekki sérlega há upp- hæð, en miðað við það, sem stofnanir stúdenta hafa haft til umráða, er hér um verulegt fé að ræða. Það liggur að vísu í aug- um uppi, að félagsstofnun kemur til með að verja skatttekjum sínum af stúd- entum í þágu þjónustufyr- irtækja þeirra. En miklu máli skiptir, hvort stjórn stofnunarinnar hefur hugs- að sér, að þær ættu að verða stofnfé nýrra fyrir- tækja í þágu stúdenta eða rekstrarfé til niðurgreiðslu á þeirri þjónustu, sem stúd entar kaupa af fyrirtækjum félagsstofnunar. Stúdentar hljóta að benda skýrt á, að þeir telja það ekki sitt hlutverk að greiða stofnkostnað þeirra þjónustufyrirtækja, er fe- lagsstofnunin setur á lagg- irnar. Þau hljóta að verða hugsuð sem uppbót ríkis- ins fyrir það, að stúdentar stunda vinnu sína kaúp- laust. Stúdentum er enginn hagur að þvi að fá opinber- ar stofnanir til að færa fé úr einum vasa sínum í ann- an. Sé tekjum félagsstofnun ar af stúdentum ætlað að greiða rekstrarkostnað fyr- irtækja félagsstofnunar, verður að stefna að því, að hver einasti stúdent hafi aðstöðu til að fá framlag sitt endurgoldið í þjónustu. Eins og er, eru þjónustu- stofnanir stúdenta svo litl- ar, fáar og einhæfar, að á það hlýtur að vanta stór- lega. Af þessum sökum hlýtur Félagsstofnun stúdenta og. sú skattheimta, sem henni er heimiluð meðal stúd- enta, að krefjast stórauk- inna framlaga hins opin- bera til hagsmunamála stúd enta. Vérði þeim kröfum ekki sinnt, kemst félags- stofnunin aldrei lengra en að færa smáupphæðir frá einúm stúdent til annars. En fylgi ríkisvaldið á rétt- an hátt eftir því starfi, sem hafið var með lögum um Félagsstofnun 's.stúdenta, getur hún orðið upphaf mik iíla úrbóta, sem fyrr en varir tekur að gæta í þjóð- lífinu öllu. Gunnar Karlsson. Okkar aðkallandi dagskrármál Það fer ólga og nýr tónn um alla jörð. Ný kynslóð er aS kveðja sér hljóðs og það er hún sem mun dæma verk feðranna. Þessi nýi tónn hefur látiS til sín heyra í flestum löndum heims. Ur einum stað heyrist hann sem þrumuraust, þannig að berg má] hans fer um heim allan. Or öcSrum stað sem samstillt ur kliður þúsund radda. Eitt á þessi nýi tónn þó sameigin legt hvar sem hann heyrist, hann er nýr og hans getur framtítSin ortSið. Við stönd- um andspænis kynslótSa- skiptum í sögunni, þar sem æskufólk haslar sér völ] og þeir fremstu krefjast forustu hlutverks í mótun nýs tíma. Hér á Islandi höfum við ný verið hlustað á þennan nýja tón sunginn af þúsundum radda æskufólks. NýafstatSn ar forsetakosningar á Islandi vitnuSu um styrk hans. Unga fólkið er vaknað til meðvitundar um hlutverk sitt og þaS hefur fundiS mátt sinn til athafna. ÞaS skilur nú betur en áður hvaS hægt er acS gera, bara ef staSiS er saman aS málum. Margt bendir til þess, að inúverandi fylgi stjórnmála- flokkanna sé allt að verða lausara í reipum en ácSur var og mun þetta óefacS koma skýrar í Ijós þegar efnt verSur næst til al- mennra kosninga í landinu. Straumur fólksins liggur til vinstri, og þaS mun heimta sinn rétt til að hafa meiri og víðtækari áhrif á gang þjóðmála en áður var. Unga kynslóðin er á móti fyrir- skipunum ofan frá, þar sem beðið er um fylgi kjósenda við stefnur sem mótaðar eru af fámennum hópum og fyrsf og fremst í þeirra þágu. Hin rísandi kynslóð vill móta framtícSina sjálf, neð- an frá og upp úr. Og vera beinn þátttakandi í mótun þjóðfélagsins á hverjum tíma. Þannig er íslenzkt þjóSfélagsástand á því herr ans ári 1968. ViS sem teljum okkur sósíalista og samvinnumenn og viljunvatS mótuð verði á Islandi stjórnmálastefna í anda lýðræðis en í þágu alþýðunnar ' og alþjóðar, okkur ber að ganga fagn- andi móti hinni nýju kyn- slóð, sem á framtíSina. Al- þýSubandalagiS var í upp- hafi hugsaS sem sósíalískur lýðræðisflokkur, þar sem þjóSfélagsskoðanir gætu mótast og þróast í þágu al- þýSunnar útfrá íslenzkum aSstæSunj. Ekki félagsskap ur með fastmótaSar skoSan ir fyrirfram á hverju máli, heldur fjöldi fólks sem ætti þaS fyrst og fremst' sameig- inlegt aS vilja leita hamingj unnar undir betri þjóSfélags háttum og vinna saman að uppbyggingu þeirra. Já, þannig hugsuðu fjölda marg ir sér AlþýðubandalagiS óg þess vegna gengu þeir í þaS. Og þannig getum viS líka gert AlþýSubandalagiS ef viS viljum. Sú snurða, sem kom á samvinnuþráSinn í bandalaginu í sambandi viS úndirbúning síSustu Alþing iskosninga hún var slys. Og þetta slýs átti rætur sínar að rekja til þess,/að menn meS fyrirfram fastmótaðar skoS- anir á flestum málum, hugS- ust móta AlþýSubandalagiS í sinni mynd, án nauðsyn- legs tillits til annarra. ViS getum byggt upp fámennan trúarsöfnuS á þann hátt, þar sem . aSeins heilagir mega vera fullgildir meS- limir. En víðtæk og voldug stjórnmálasamtök hafa ekki vaxtar- og þroskaskilyrSi nema víðsýni sé þar innan dyra í þaS ríkum mæli, að tekiS sé fullt tillit til megin- sjónarmiSa ef fleiri eru en eitt, og menn valdir til trún- aSarstarfa í samræmi við heildar- og einingarhags- muni samtakanna. SlýsiS sem samtök okkar henti, var aS þetta var ekki gert. Eg held aS þetta hefSi ekki komið fyrir, ef lengri áS- dragandi hefði orðiS frá stofnun bandalagsins og þar til Alþingiskosningar fóru fram. Tíminn var alltof stutt ur til nauSsynlegrar aSlög- unar. En samanlagður stýrk ur beggja listanna hér í Reykjavík. tók af allan vafa um þaS, aS AlþýSubanda- lagiS er sterkt og fólkiS ætl ast til þess, aS meðlimir þess ’ standi saman og yfirvínni sín barnabrek. ÞaS er orðið aSkallandi dagskrármál sem ekki þolir nema takmarkaSa bið, áS forystumenn AlþýSu bandalagsins takist í hendur og sverjist í fóstbræSralag. Framundan bíSa ótæmandi verkefni í þágu alþýSunnar á Islandi sem eru það stór í sniSum, að þau krefjast ein- ingar okkar stj órnmálasam- taka. ,,Ef æskan réttir þér örf andi hönd, þá ertu á fram- tíðarvegi“. Svo kvaS Þor- steinn Erlingsson, þegar hann sá inn í framh'Sina, þar sem kynslóS aéskunnar haslar sér völl til starfa og leiks. Gerum AlþýSubandá- lagiS að víSfeSmúm sósíal- ískum lýSræðisflokki, þar sem æskari, hin nýja kyn- slóð á Islandi, finnur sig heima og ér reiSubúin aS ganga fram til stórra sigra í þágu fólksins í lándinú. Tak ' ist okkur þettá, þá vinnum við gott dagsverk, sem ság- an mun geýmá. Tökum í út- rétta hönd æskufólksins sem vill verSa virkur þátttak- andi í því, aS byggja og móta nýtt og betra samfé- lag. Gerum okkur þaS Ijóst sem eldri erum, aS okkar h'lutverki lýkur senn, en æsk an tekur viS J.E.K. Frjáls þjóð — Fimmtudagur 10. október 1968 S

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.