Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 10.10.1968, Blaðsíða 8

Frjáls þjóð - 10.10.1968, Blaðsíða 8
H JOHANN J. E. KULD: HAGNÝTING LANDHELGINNAR Þegar stratndríki ákveður sína fiskveiðilandhelgi, þá er það gert til þess að tryggja því einu afnotin af henni. — Þegar við íslendingar færðum út fiskveiðilandhelgina í 12 sjómílur 1958, þá gerðum við það til þess, að hin auðugu fiskimið kringum landið nýtt- ust okkur betur sem fiskveiði- þjóð. Við vorum að undir- byggja fiskveiðar okkar fyrir framtíðina. Síðan eru liðin tíu ár og nú fyrst er kosin nefnd sem á að gera tillögur um það í nútíð og framtíð. Þannig skil ég í það minnsta nefndarskipun sjávarútvegs málaráðherra. Hitt er svo aft- ur álita mál, hvort bezta leiðin hafi verið að setja í þetta póli- tíska nefnd, eins og ráðherr- ann gerir. Eg tel nauðsynlegt að í slíkri nefnd hefðu átt sæti t. d. einn fiskifræðingur ásamt tveimur valinkunnum skip- stjórum með sérþekkingu á fiskimiðum kringum landið. Náttúrlega getur þingmanna nefndin sem fengið hefur þetta til meðferðar, leitað á- lits hjá slíkum sérfræðingum sem að framan eru nefndir og hún verður sjálfsagt að gera það, til þess að störfin og væntanlegar tillögur hvíli á haldgóðum rökum. Við skul- um í það minnsta vona, að þetta mál verði afgreitt þann- ig frá nefndinni, að hægt verði að gefa út reglugerð um hag- nýtingu landhelginnar sem allra fyrst. Hvað er þá mest aðkallandi á þessu sviði? Eg er nú búinn að skrifa svo margar greinar á s.l. 10 árum um nauðsyn þess að setja regl- ur um fiskVeiðar innan land- helginnar, að það er sjálfsagt að bera í bakkafullann læk- inn að halda áfram með þau skrif. En gamalt máltæki seg- ir: Sjaldan er góð vísa of oft kveðin, og mun það sann- mæli. Eg vonast til að nefndar menn móðgist ekki, þó ég end- urtaki hér nokkrar af ábend- ingum mínum, sem settar hafa verið fram á liðnum árum. í fyrsta lagi þá þarf að á- kveða hvar togveiðar skuli leyfðar innan tólf sjómílna landhelginnar og á hvað stór- um skipum. Ef við höfum hlið sjón af Norðmönnum 1 þessu efni, sem ég teldi ekki óeðli- legt þar sem þeir settu strax hjá sér reglur um togveiðar, þegar þeir færðu út sína land helgi. Þá veittu þeir fyrst und- anþágu sínum togurum til að veiða á bilinu á milli 12 og'6 mílnanna. Þessi frestur var út runninn fyrir rúmlega ári, en var þá framlengdur. Á bilinu milli 6 og 4 milna frá landi hafa þeir á vissum svæðum og tímum leyft togveiðar hjá minni bátum. ^ Það er eins með veiðarnar á milli 6 og 12 mílnanna, þær hafa verið bundnar við vissa árstíma. Hins vegar hafa þeir bann- að allsstaðar og á öllum tím- um togveiðar innan fjögurra mílna landhelgislínu. Á því sviði hefur brotlegum bátum engin linkind verið sýnd. Að sjálfsögðu verður að setja hér ákveðna línu sem öllum bátum með togveiðar- færi er bannað að veiða fyrir innan, og framfylgja því svo Undan hinu held ég að verði ekki komizt, að marka tog- skipum veiðisvæði á stærri svæðum innan 12 mílna lín- unnar heldur en verið hefur. En að sjálfsögðu þarf að af- marka þessi svæði og binda leyfin við vissa árstíma. Þá væri það ekki óeðiilegt, að tek ið væri tillit til skipastærða þegar frá þessu yrði gengið. í öðru lagi þá er það löngu orðið aðkallandi að skipta mið unum í það minnsta hér við suður- og vesturlandið á vetr- arvertíð í veiðisvæði á milli veiðiaðferða. Með því væri rof in sú óhugnanlega margfalda netagirðing sem hefur verið svo til samfelld á okkar feng- sælustu miðum og valdið marg víslegu tjóni, m. a. stöðvað fiskigöngur á leið upp á grunn slóð. Eg er ekki á móti netayeið- um, séu þær stundaðar af viti, en þannig hafa alltof fáir stundað þær á síðastliðnum fimmtán árum. Það verður að setja sérstök fyrirmæli um netaveiðar á þeim svæðum þar sem þær veiðar verða leyfðar og í þeim fyrirmælum þarf að felast tilkynningarskylda um netatrossur sem tapast og að gerðar verði ráðstafanir til að ná þeim upp aftur. Reglur um hagnýtingu landhelginnar þurfa að byggj ast á viðsýni og þekkingu. Þær þurfa að hafa skýr ákvæði sem fyrirbyggja rányrkju, því fiskistofnar okkar eru dýrmæt asta eign landsins. Við eigum að nytja landhelgina svo hún gefi okkur seih beztan arð, án þess að um ránskap sé að ræða, þvi það er skammgóður vermir. Af þessum ástæðum verða allar reglur um veiðar innan landhelginnar vanda verk En þetta verk þarf að vinna og undan því verður ekki komist öllu lengur. ★ Merk ráðstefna ungra Alþýðubanda- lagsmanna í Borgamesi Núna um helgina 5.—6. október var haldin ráðstefna ungra AlþýSubandalagsmanna í Borgarnesi og sóttu hana 48 fulltrúar. Umræður urcSu mikl ar á ráSstefnunni og snérust einkum um hlutverk AiþýS- bandalagsins og skipulag þess, alþjóSleg tengsl þess og síðast en ekki sízt þátttöku ungs fólks í Aiþýðubandalaginu. Alger eining var meðal fund armanna um nauSsyn þess að AlþýðubandalagiS yrði gert aS sósíalískum lýðræSisflokki. Mikil áherzla var lögS, í máli flestra fundarmanna, á nauð- syn þess, aS AlþýSubandalag- ið yrSi sem lýSræSisiegast í ailri uppbyggingu og væri mjög tvímælalaust í stuSningi sínum við lýSræði í ölium þjóS málum. UmræSurnar einkennd ust mjög af því, hve málefna- legar og hreinskilnislegar þær voru og lausar við allt persónu- legt nöldur og níS. Mikil gagnrýni kom fram á fundinum um fyrri starfshætti AlþýSultandalagsins, á pukur, móSursyki og úrelt viShorf, sem hefSu um of einkennt það. Voru fundarmenn nær einhuga um nauSsyn þess aS gera ræki- lega upp reikningana við for- tíSína og töldu, að slíkt gerSist bezt ef sem mest yrði skipt um forystu í AlþýSubandalaginu og yngri menn yrSu látnir taka viS. Kom þetta skýrt fram í þeim ályktunum, sem sam- þykktar voru. SkoSanir voru nokkuð skipt ar um, í hvaSa formi heppileg- ast væri aS hafa æskulýSsmál AlþýðubandaJagsins. Vildu sumir ráSstefnufulltrúar að und irbúningur yrSi hafinn að stofn un sérstakra æskulýSssamtaka fyrir AlþýSubandalagiS, en aðr ir aS forSast ætti aS setja ungt fólk í sérstök samtök, heldur ætti þaS að starfa í Alþýðu- bandalaginu beint og hafa þar áhrif. Var fyrri skoSunin eink- um útbreidd meðal fulltrúa af landsbyggSinni, en Reykjayík- urfulltrúarnir hölluSust al- mennt að seinni skoSuninni. AS endingu var samþykkt meS öllum greiddum atkvæSum á- lyktun um æskulýðsstarfsemi Alþýðubandalagsins, þar sem fariS var nokkuS bil beggja; ákveðiS aS beita sér fyrir auk- inni samvinnu ungs fólks innan AlþýSubandalagsins án þess að um sérstök samtök þurfi aS vera aS ræSa; hins vegar var ungum AlþýSubandalagsmönn um sett í sjálfsvald ,,með hvaða hætti þaS samstarf á aS vera, og hlýtur þaS aS mótast af þeim þörfum og aðstæðum, sem ríkjandi eru á hverjum staS.‘‘ — Þeirri hugmynd, aS ÆskulýSsfylkingin gæti skoS- azt sem eins konar æskulýSs- FÉ REKIÐ AF FJALLI Við birtum þessa tnynd af fjárlióp í tilefni af því að göngur og réttir eru nú af- staðnar. Víða stendur nú slátrun yf- ir í sláturhúsum landsins, og viljum við um leið minna á slátursöluna, scm nú stendur sem hæst. , Nýbirtar upplýsingar um ástand sláturhúsa í landinu sýna að endurskoða þarf þau mál, ef um útflutning kinda- kjöts á að vera að ræða í framtíðinni. samtök Alþýðubandalagsins var nær ejnróma vísað á bug. Ef sá einhugur og sú mál- efnalega gagnrýni, sem ein- kenndi ráSstefnuna í Borgar- nesi, fær eitthvaS aS möta fyr- irhugaSan landsfund Alþýðu- bandalagsins, er lítið að óttast um framtíS þess flokks. *• £±£2:4. ’-V* jl ■

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.