Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 17.10.1968, Side 1

Frjáls þjóð - 17.10.1968, Side 1
frjáls þjóð Undir viöreisn: HRIKALEG SKULDASOFNUN 17. október 1968. Fimmtudagur 33. tölublað 17. árgangur ERLENDIS Nýlega eru fjórir helztu spekingar rikisstjórnarinnar á sviði fjármála og viðskipta- mála komnir heim af fundum Alþjóðabankans og Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins. Engum 'dettur í hug að þeir Jónas 'Haralz, Jóhannes Nordal, 'Gylfi Þ. Gíslason og Magnús ’Jónsson hafi átt annað erindi á þessar slóðir en að reyna að kría út lán til handa ríki og ríkisstofnunum, enda mun ékki af veita ef halda á ó- breyttri „frelsis- og viðreisnar stefnu“ síðustu ára. Ef til vill tekst að fá einhver lán, þótt ekki muni auðhlaupið að slíku. Hitt ætti varla að dylj- ast nokkrum manni, að ein- hverntíma kemur að skulda- dögunum. Takmörk hljóta einnig að vera fyrir því, hversu háum skuldagreiðslum íslendingar rísa undir, eink- um þegar gjaldeyristekjurnar fara stórminnkandi. • Fyrir tíu árum Árið 1958 gerðu forkólfar Sjálfstæðisflokksins harða hríð að vinstri stjórninni fyrir gálausa fjármálastefnu og háskalega skuldasöfnun er- léndis. Þeir fullyrtu að greiðsl ur vaxta og afborganir af er léndum lánum væru orðnar haerri en nokkurt vit væri í og þjóðin fengi undir risið. Árið 1959, þegar núverandi ríkis- stjórn komst til valda, taldi hún það eitt meginverkefni sitt áð kippa þessu í lag. í bæklingnum fræga, sem stjórnin sendi ókeypis inn á hvert heimili (ríkissjóður var látinn borga) og kallaði „Við- reisn,“ var lögð á það sérstök áherzla að gjaldeyrisstaðan væri afleit og greiðslubyrðin végna erlendu lánanna óbæri léga þung. Hagfræðingar sýndu fram á að árið 1958 hefði greiðslubyrðin vegna af- borgana og vaxta v-erið 5,1% af gjaldeyrístekjum þjóðarinn ar það ár. 9 Undir viðreisn I síðasta hefti Fjármálatíð- inda, sem Landsbankinn gef- ur út, eru einkar fróðlegar skýrslur um greiðslubyrðina undanfarin tíu ár og skulda- söfnun okkar erlendis á sama tímabili. Þar kemur í Ijós, að eftir lengsta samfellt góðæri sem um getur, hefur greiðslu- byrðin ekki minnkað, heldur vaxið geigvænlega. Árið 1967 námu afborganir og vextir er- lendra lána ekki 5,1 af hundr- aði gjaldeyristeknanna, — heldur 11,4 af hundraði. Og í ár eru allar horfur á að um 15% gjaldeyristeknanna fari í vexti og afborganir af er- lendum skuldum. % „Varasjóðuiinn.“ Eitthvert helzta skrautblóm ríkisstjórnarinnar hefur verið „gjaldeyrisvarasjóður11 sá, sem íslendingar eignuðust á tímabili. Rétt er það, að um skeið (1965—1966) var skráð inneign íslenzkra banka er- lendis um 2000 millj. króna. Ýmsir munu hafa trúað því, að þessi tala sýndi raunveru- lega bættan hag íslands gagn- vart öðrum þjóðum. Þarna væri þó um að ræða áþreif- anlegan vott þess, að ekki hefðu allar hinar miklu gjald- eyristekjur góðu áranna eyðst í misþarfa hluti. Var og af hálfu ríkisstjórnarinnar og málgagna hennar haldið uppi stöðugum áróðri fyrir því að varasjóður þessi sýndi glögg- lega stórfelldan árangur við- reisnarstefnunnár. En hér var að verulegu Ieyti um hreinar blekkingar að ræða. Enda þótt innstæður hækkuðu á bankareikningum var þjóðin allt góðæristíma- bilið 1960—1966 að safna skuldum erlendis. Sú skulda- aukning var stórum meiri en aukning gjaldeyrisvarasjóðs- ins. Hér var um að ræða tvenns konar skuldasöfnun: föst um samin lán til alllangs tíma og vörukaupalán innflytjenda, <víxla) til mjög skamms tíma. Um síðustu áramót námu' föstu lánin samtals 5100 millj- ónum, höfðu frá því í árslok 1958 hækkað um 2100 millj. Þar við bættust svo vörukaupa lánin, 740 milljónir. Nú er ástandið þannig, að gjaldeyrisvarasjóðurinn marg rómaði, er að heita má upp- urinn með öllu, en eftir stend- ur skuldabyrði erlendis sem nemur nálægt sex milljörðum. Þessar eru efndir núverandi1 ríkisstjórnar á því fyrirheiti Frh. á bls. 2. Bjarni Benediktsson Þingflokkur Alþýðu- bandalagsins klofinn Þau tíðindi gerSust, er A1 þingi kom saman til funda á ný, a<S Hannibal Valdi- marsson, Björn Jónsson og Steingríniur Pálsson tóku upp samstarf viS þingflokk Framsóknarflokksins viS nefndakjör. Er hér vissu- ]ega um afdrifaríkan póli- tískan viðburS að raeða, en ekki þarf að rekja það fyrir lesendum Frjálsrar þjóðar, aS hann hefur átt sinn að- draganda. Ber þar fyrst a<5 minnast framboðs I-listans fyrir Alþirigiskosningar vor- icS 1967, síSan ágreinings á miðstjórnarfundi AlþýcSubl. í fyrrahaust er lyktaði mecS því aS Hannibal og Björn gengu af fundi og hættu nokkru síSar ásamt Stein- grími Pálssyni að sækja fundi þingflokks AlþýíSubl. og hafa ekki sótt þá sícSan. Eftir næstu mánacSamót verður haldinn landsfundur AlþýcSubandalagsins og má nú telja fullvíst, acS þeir Hannibal, Björn og Stein- grímur munu ekki mæta þar. Er því óhætt að full- yrcSa að mikil óvissa ríkir nú um málefni AlþýcSubl. og erfitt acS spá þar neinu um framvindu mála. Pólitískir deildarstjórar í ráðuneytin ? Alll útlit er fyrir að innan títSar muni nýir deildarstjórar taka til starfa í hinum ýmsu ráðuneytum í StjórnaiTáði, en starfsmönnum þessum er ætlað að vera sérstakir aðstoðar- og trúnaðarmenn ráðherranna, er þeir velja sér sjálfir. Ekki er ólíklegt. að þetta gætu orðið einskonar pólitískir vinnumenn ráðherranna. 2.5 MILLJÓN KRÓNA ÚTG.IÖLD. Útgjaldaauki ríkissjóSs við þetla hugvitssama nýmæli gæti numið árlega um 2.5 millj. kr., ef allir ráðherrarnir hyrfu að sama ráSi og fengju sér slíka trúnaSarmenn sér til halds og trausts á erfiðum tímum við vaxandi áhyggjur. Um þetta er fjallaS í frum- varpi urn StjórnarráS Islands, sem lagt hefur veriS fram á Alþingi. Þar segir m. a. í 15. gr. þess: „RáSherra er heimilt aS kveSja sér til aSstoðar, meSan hann gegnir embætli, mann ut- an ráSuneytis, sem starfi þar sem deildarstjóri, enda hverfi hann úr starfi jafnskjótt sem ráðherra, en njóti þá hálfra launa þrjá mánuði, hafi hann ekki áður veriS ríkisstarfsmaS- ur, eil ella eigi hann rétt á aS hverfa til fyrra starfs síns eSa annars starfs eigi lakara aS föstum launum í þjónustu rík- isins. ( ERLEND FYRIRMYND! I skýringum um fyrrnefnda lagagrein segir: ,,Hér er um nýmæli aS tefla þess efnis, að ráSherra sé heim ilt aS ráSa mann utan ráðu-^ neytis sér til aðstoSar, meSan hann gegnir embætti, svo sem tíðkast meS öSrum þjóSum. VirSist réttmætt, aS ráðherra hafi slíka heimild, enda geta ýmsar eðlilegar ástæSur legiS til þess, aS ráSherra kjósi sér við hliS aSstoSar- og trúnað- armann eftir eigin vali.** —ys—

x

Frjáls þjóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.