Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 31.10.1968, Blaðsíða 3

Frjáls þjóð - 31.10.1968, Blaðsíða 3
HVAÐ BÍÐUR ÞÍN? Rltstjórnargrein Skólarnir hafa nú byrj- að starf sitt á nýjan leik við hið margrómaða hlut- verk sitt að efla menningu og mennt íslenzku þjóðar- innar. Mikið hefur verið rætt um nauðsyn á breytingum í skólakerfinu; móðursýki hefur verið sköpuð vegna landsprófs; örlitlar skóla- rannsóknir hafa verið fram kvæmdar og síðan ræki- lega auglýstar; sýnt hefur verið fram á hve skammt íslendingar eru komnir á ýmsum sviðum mennta- mála, einkum í greinum raunvísinda og samfélags- fræða. Mikið hefur verið rætt um vandamál æskunnar; um nauðsyn þess að hún fái næg tækifæri til að þroskast við heilbrigð skil- yrði bæði í leik og í starfi. Eftir margra ára athugun var s.l. vetur lagt fram frumvarp um æskulýðsmál á þingi og síðan á sama þingi látið daga uppi. Með miklum fyrirgangi var til- kynnt að byggja ætti sér- staka æskuJ.ýðshöll Reykja- víkurborgar og lýst var eft- ir teikningum; SAMTÍM- IS seldi forkólfur í Sjálf- stæðisflokknum Reykjavík- urborg skemmtistað, verð 12 miUjónir króna, fyrir æskulýðsstarf! Og síðan hefja skólarnir starf aftur. Hvaða róttækar breytingar gerast? Fjármálayfirvöld ákveða að spara í skólastarfi. í vél- ritun er kennslustundum fækkað þannig að 30 nem- endur þurfa að sækja þar kennslu í einu í stað 15 áð- ur; kennslan breytist óhjá- kvæmilega í kák. Sparnað- ur: Nokkur hundruð þús- und krónur á ári. Jafnframt er kennsJ.u- stundum, sem nemendur þurfa að sækja, fækkað. Þetta er oft látið bitna á ein hverri grein samfélags- fræða sem skólarannsóknir liöfðu áður sannað að væru of lítið kenndar. Fjárframlög til félags- starfs í skólum cru lækkuð stórlega. — Þetta táknar minni tækifæri til félags- starfs, færri skólaskemmt- anir og aukna sókn ung- linga í það skemmtanalíf, sem einkaframtakið skipu- leggur í gróðaskyni. Starf- semi Æskulýðsráðs Reykja- víkur minnkar einnig þrátt fyrir (eða e. t. v. vegna) fyr- irhugaða æskuJ.ýðshöIl og kaup skemmtistaðarins af íhaldsgæðingnum fyrir 12 milljón kr. Dregið er úr skólabygg- ingum. Nauðsynleg við- bygging Menntaskólans við Hamrahlíð er stöðvuð og með því er tryggt algert öngþveiti í málum mennta- skólanna innan skamms; — á sama tíma kaupir ríkis- valdið hús af Sjálfstæðis- flokknum fyrir 16 milljón- ir kr. — Dýrar voru forseta kosningarnar. — Þannig hefja skólarn- ir starf sitt. Þannig fær unga kynslóðin að líta inn í heim hinna fullorðnu. —O— Aldraður íhaldsmaður og læknir hélt sl. vetur út- varpserindi. Meginefni þess var að virðulegir borgarar fengu ekki lengur að hafa sumarbústaði sína í friði fyrir unglingaskríl. Úrræði hans voru: Einangra skríl- inn, helzt á Breiðafjarðar- eyjum, og vinna með því einkum þrcnnt: Sumarbú- staðir fengju að vera í friði; skríllinn fengi að púla, og kostnaður þjóðféJ.agsins við þetta yrði sáralítill. Morgunblaðið hrósaði þessu erindi Ófeigs Ófeigs- sonar læknir sérstaklega í J.eiðara og í Velvakanda greinum var hrifning yfir því margendurtekin. Vegna urgala er Ófcigskan ríkj- andi afstaða þjóðfélagsins til unglinga. „Þessi upp- vöðsluskríll skal fá það borgað.“ Það er Ófeigskan, sem nú ræður stefnu ríkis- valdsins í félagsmálum og menntamálum. —O— Ein af fyrirhuguðum sparnaðarráðstöfunum rík- isstjórnarinnar er að minnka starfskraft á geð- sjúkrahúsinu Kleppi. Á sama tíma ríkir algert öng þveiti í málcfnum geð- sjúkra á íslandi. Röksemd- in fyrir þessari ófarnaðar- ráðstöfun er, að sjúklingar geti betur notazt sem vinnu afl. I FRiÁLS ÞJÓÐ Útgefandi HUGINN HP. Ritstjóri: Sverrir Hólmarsson (ábm.) Pramkvæmdastjóri: Jóhann J. E. Kúld Ritnefnd: Einar Hannesson, Gils Guðmundsson, Guðjón Jónsson, Gunnar Karlsson, Haraldur Henrýsson, Magnús Torfi Ólafsson. Sigurður Guðgeirsson, Þórir Danielsson, S vavar Sigmundsson. Áskriftargjald kr 400,00 á ári. Verð í lausasölu kr 10,00. „fjölmargra áskorana“ var erindinu útvarpað aftur. En engin mótbára gegn því kom fram, — þrátt fyrir allt talið þann vetur um nauðsyn á aukinni mennt- un og auknu æskulýðs- starfi. Nú er skýring á því komin: Þrátt fyrir allan fag AJ.lir sérfróðir menn vita live fráleitt er að ætla að byggj3 nokkuð starf á vinnu geðsjúkra. Að vísu er oft gott að láta þá vinna; slíkt getur hjálpað við lækn ingu þeirra; en sjúklingur, sem getur í eina viku verið tveggja manna maki getur verið óstarfhæfur næsta mánuð. Auk þess verður að teljast all vafasamt að ætla að spara með því að nota ókeypis vinnuafl ósjálf bjarga einstaklinga. En hvað kemur slíkt rík- isvaldinu við ef hægt er að spara í heiJ.brigðismálum? Siðferðið liggur í buddunni. Ófeigskan er alls ráðandi. Á sama tíma hefur ungt fólk byrjað starfsemi til að- stoðar geðsjúkum. Piltar og stúlkur á aldrinum 17—21 árs, scm hefur skipulagt sig í samtökunum „Tenglar“ hafa haft á hendi sjálfboða- starf til að hjálpa geðsjúk- um að tengjast umheimin- um á nýjan leik og almennt öðlast betri líðan. Núna er þetta fóJ.k að skipuleggja sérstaka geðheilbrigðisviku til að auka skilning almenn ings á málum geðsjúkra og vangefinna. Að sjálfsögðu veita opinber yfirvöld hér enga aðstoð. Áliugamál op- inberra yfirvalda virðist núna fyrst og fremst vera að græða á vinnu geðsjúkra og vangefinna. —O— Hvað á æskan að bíða lengi? Hvað mun æskan bíða lengi? Hve lengi get- ur hún þolað það spillingar- þjóðfélag, sem eldri kyn- slóðir hafa skapað? Svarið fæst þegar ung- lingar hætta að skemma sumarbústað Ófeigs Ófeigs- sonar læknis og fara að ein- beita sér að því að brjóta fúnar stoðir íslcnzka mafíu- þjóðfélagsins. Gísli Gunnarsson. \ : : BINDINDISDAGURINN 1968 Hinn almenni bindindis- dagur verður sunnudag. 10. nóv. n.k. Það er Landssam- bandið gegn áfengisbölinu, er gengst fyrir því að dag- urinn er haldinn, en aðild- arsamtök í bandalaginu eru tæplega 30 talsins, og í þeim hópi eru fjölmcnn- ustu landssamtök hérlend- is, eins og ASÍ og ÍSÍ. Stjórn Landssambandsins hefur beðið blöð og útvarp að vekja athygli á bindind- isdeginum þannig að með því megi öllum verða ljós nauðsyn þess að ráðin sé bót á þeim mikla ófarnaði, sem áfengisneyzla veldur þjóðinni. í seinasta tölu- blaði Frjálsrar þjóðar var birt frétt um áfengissöluna hér á landi, en þar kom fram, að hún hefur numið fyrstu níu mánuði þessa árs rúmlega 424 milljónum kr. Þetta er mikið fé og það er mikið böl, sem á bak við býr. Um það geta vitnað þeir mörgu, sem sinna læknaþjónustu, sálgæzlu, löggæzlu og margskonar mannúðarstarfi. í fréttatilkynningu frá stjórn Landsambandsins gegn áfengisbölinu er þess getið, að stjórn sambands- ins treysti því, að félög áfengisvarnarnefnda, stúlk urnar og önnur þau félags- samtök, sem sérstaklega vinna að uppeldi æskunn- ar, bindindi og áfengisvörn- um, geri sitt ítrasta til þess að bindindisdagurinn verði áhrifamikill og ná tilgangi sínum. Sérstakt traust er borið til prestanna, að þeir noti sín góðu tækifæri í ræðustólnum sunnudaginn 10. nóv. og minni þjóðina á, að afleiðingar áfengisneyzl unnar séu eitt allra sárasta mein þjóðarinnar. — Um þetta mál þurfi að takast samhugur og samstarf allr ar þjóðarinnar. Með sam- takamætti sé unnt að koma miklu góðu til vegar. —O— Kaupin á Sjálfstæðishúsinu Lögð hefur verið fram í neðri deild Alþingis tillaga til þingsályktunar um skip- un rannsóknarnefndar vegna kaupa á Sjálfstæðishúsinu. Flutningsmenn eru Magnús Kjartansson og Geir Gunn- arsson. I greinargerð segir: ,,Kaup Landssíma Islands á SjálfstætSishúsinu í Reykja vík og lóS þess fyrir 16 milljónir króna hafa sætt mikilli gagnrýni. Hafa menn dregiS í efa, að þessi viS- skipti séu í samræmi vitS framtíSarhagsmuni Lands- símans, auk þess sem verSiS hefur veriS talið miklum mun h.ærra en eðlilegt sé. Mestri gagnrýni hefur það þó sætt, aS menn hafa átt erfitt meS aS gera mun á kaupanda og seljanda í þess um viðskiptum, annars veg- ar póst- oa símamálaráShr. og öSrum ráSherrum Sjálf- stæSisflokksins hins vegar helztu stjórnmálaleiStogum sama flokks. Hafa þessi við skipti ýtt mjög undir þá gagnrýni. aS stjórnmála- flokkum og valdamönnum hætti við að misnota aS- stöSu sína, svo aS ekki sam rýmist hagsmunum almenn- ings. Er það augljós skylda Alþingis aS rannsaka, hvort slík gagnrýni sé á rökum reist. og ætti aS vera mönn um kappsmál, hvort sem þeir telja aS kaupin á Sjáif- stæSishúsinu séu eGlileg eia annarleg. “ Frjáls þjóð — Fimmtudagur 31. október 1968 3

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.