Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 31.10.1968, Blaðsíða 5

Frjáls þjóð - 31.10.1968, Blaðsíða 5
JÓHANN J. E. KÚLD: Vanræktur fiskistofn af Islendingum (ÞRÓUN GRÁLÚÐUVEIÐANNA í NOREGI) Bmi|m-eru fiskveiðar okk ar ekki komnar á það stig, að við leggjum okkur fram um að hagnýta alla umtals- verða fiskistofna í hafixni krimgum landið. Ég mun gesa einn þessara fiski- séofna að nmtaisefni í þess ari grein, þó ég hafi áður á öðrum vettvangi vakið at- hygii á honum, svo mikils verðnr sem hann er. Þetta er grálúðu fiskistofninn. Þó grálúðan sé nú orðin umtalsverður nytjafiskur og góð markaðsvara, þá eru göngur hennar í hafínu ennþá lítið kannaðar og um stærð stofnsins vita menn litið. Hinsvegar vita menn að húh er úthafsfiskur sem heldur sig að jafnaði á miklu dýpi. Það er t. d. al- gengt að veiða hana á 325 faðma dýpi. Þessa fisks gæt ir því Mtið sem ekkert í venjulegri veiði fiskiskipa, en hana er að finna neðst í landgrunnshalianum við djúpálana, svo og neðst í haiia neðansjávarhryggja í Norður-Atlantshafi. Sá eini íslendingur, sem mér er kunnugt um, að stofnað hafi til grálúðu- veiða hér við land, var Ósk ar heitinn Halldórsson út- gerðarmaður. Hann fékk Ólafsfjarðarbáta til að stunda þessar veiðar á ájr- unum rétt fyrir síðustu heimsstyrjöld. Óskar keypti grálúðuna af bátunum og pækilsalt- aði hana í síldartunnur. — Veiðin var stunduð í svo- nefndum Eyjafjarðarál með venjulegri fiskilínu. Aflinn var mikill og hefði óefað orðið framhald á þess um veiðum, ef heimsstyrj- öldin hefði ekki brotizt út, sem lokaði markaðnum sem var í Hollandi. Ég efast ekkert um, að Óskar hefði tekið aftur upp þann þráð, viðvíkjandi grá lúðumarkaðnum sem slitn- aði með stríðinu, ef honum hefði orðið lengra lífs auð ið, svo mikill framtaksmað ur var hann. Fyrir fyrri heimsstyrj- öldina voru grálúðuveiðar dálítið stundaðar frá Norð- ur-Noregi og verkunin var pækilsöltun í tunnum, en markaðurinn í Norður- Rússlandi. Með styrjöldinni 1914—18 og í endalok henn ar með byltingunni, þá lok aðist þessi markaður og tap aðist alveg. Ef rannsakaðar eru fiski- skýrslur Norðmanna á ár- unum í kringum 1930, þá kemur í ljós að grálúðuafli þeirra leikur frá 80 smá- lestum upp í 150 smálestir eftir árum. Ekki er mér hinsvegar kunnugt um hvar þessi afli var seldur á þeim árum, ekki er þó ótrúlegt að hann hafi farið á innanlands- markaðinn. Á síðari stríðsárunum, þegar feitmetisskortur gerði vart við sig í Noregi, þá er farið að veita grálúð- unni sérstaka athygli, sem einum allra feitasta og holl asta fiski og veiðarnar aukn ar eftir því sem aðstæður leyfðu á þeim tíma. í stríðs lokin er grálúðuafli Norð- manna orðinn í kringum 1400 lestir. / Það sem gerst hefur síðan. þróun norskra grálúðu- veiða hefur hinsvegar orð- ið sú, á síðasta hálfum öðr- um áratug að veiðarnar hafa farið vaxandi og ný hagnýting aflans komið til og á ég þar við flökun grá- lúðunnar og hraðfrystingu. Árið 1965 er grálúðuafli Norðmanna 15.066 smálest ir og talinn að verðmæti upp úr sjó n. kr. 14.567 þús. Þetta var met aflaár í grálúðuveiðum Norð- manna. Árið 1967 er grálúðuafli Norðmanna 14.600 smálest- ir og nú á þessu ári um mánaðamótin sept.—okt. er aflinn kominn upp í 13.690 smálestir á móti 9.871 smá lest á sama tíma í fyrra. — Útlit er því fyrir, að Norð- menn slái öll sín fyrri afla- met á grálúðuveiðum á því herrans ári 1968. Á síðustu árum hafa einn ig Kanadamenn farið að veita grálúðunni athygli og eru byrjaðir að nytja þenn- an fiskistofn. Stærsti mark aður Norðmanna fyrir hrað fryst grálúðuflök er í Þýzka landi. Það er hinsvegar rétt að taka það fram, að pækil- söltun grálúðunnar sem er elzta verkunaraðferð þess- ar fisktegundar hún hefur haldið velli við hlið hrað- frystingarinnar og mun ef- laust gera enn um langa framtíð. Á síðustu árum hafa Norðmenn lagt mikið fjár- magn og vinnu í rannsókn ir á grálúðustofninum, því þeim er vel ljóst að hér er um þýðingarmikinn fiski- stofn að ræða, hvað hrað- frystiiðnaði þeirra við kem ur og svo annarri fiskverk- un. Enda er það svo, að sum hraðfrystihús í Norð- ur-Noregi hafa að talsverð- um hluta byggt afkomu sína í hagnýtingu á grá- lúðu, hin síðustu ár, yfir sumar- og haustmánuði árs- ins. Hvað er þá hráefnisverð grálúðunnar til fiskvinnslu stöðva? Samkvæmt gildandi verði norsku, á vinnslufiski frá 14. okt. sl. þá er grálúðu- verði til veiðiskipa í Nor- egi n. kr. 1.25 fyrir kg af slægðri og hausaðri grá- lúðu eða í ísl. kr. 10.00 fyrir kg. Til samanburðar má geta þess að 1. flokks stórþorskur var greiddur á sama tíma, með n. kr. 1.44 til ísunar og söltunar en n. kr. 1,39 til frystingar, miðað við hausaðan og slægðan fisk. Eða í ísl. kr. 11.52 og 11.12. í aðra verk un var verðið sama og á grálúðunni n. kr. 1.25 fyrir kg. eða ísl. kr. 10.00 fyrir kg- í þessum verðsamanburði er hinsvegar nauðsynlegt að athuga, að verðið er í fyrsta lagi það sama á grá- lúðunni í hvaða verkun sem hún fer, n. kr. 1.25 ísl. kr. 10.00 fyrir kg. Og í öðru lagi, þá er haus og slóg grálúðunnar mikið minni hundraðshluti af heildar- magni fisksins heldur en af þorski, svo óvíst er, hvort verðið er í raun og veru hærra, þorskverðið eða grálúðuverðið. Ég álít að það sé full- komlega tímabært að ís- lenzkar fiskiðnaðarstöðvar fari að hugleiða þær stað- reyndir sem hér hafa vérið settar á pappír. íslenzkir möguleikar á þessu sviði eru sjálfsagt svipaðir og möguleikar annarra þjóða, ef við höfum atorku til að nota okkur þá. Það er því orðið aðkall- andi, að grálúðumið í nánd við ísland séu fundin, rann sökuð og kortlögð. Slíkar rannsóknir hafa verið fram kvæmdar í stórum stíl í þágu norskra fiskveiða nú um nokkurra ára skeið, með ágætum árangri, eins og vaxandi grálúðuafli gef- ur til kynna. Grálúðuna er einungis hægt með góðum árangri að fiska á línu, önnur veiðarfæri henta þar ékki, á því sviði getum við sparað okkur tilraunir og í þess stað gengið til verks með veiðarnar. Eins og fram kemur í aflaskýrslum Norðmanna þá hefur grá- lúðuveiðin verið örugg og jöfn síðustu árin, síðan far- ið var að sinna þessari veiði fyrir alvöru, og rannsóknir gerðar 1 þágu veiðanna. Með vaxandi hagnýtingu þessa fiskistofns hefur Norðmönnum tekizt að gera þrennt í senn. í fyrsta lagi að auka fjölbreytni sinna fiskvéiða. í öðru lagi að Framh. á bls. 7. URTÖLULIST Ætli það þekkist nokk- urs staðar nema hér á landi að stjórnvöld stundi kerf- isbundið að telja þjóðinni trú um, að hún standi nú frammi fyrir nærfellt óyf- irstíganlegum erfiðleikum? Framámenn stjórnarflokk- anna hafa nú um langt skeið varla lokið í sundur munni til annars en mikla fyrir fólki efnahagsörðug- leikana, og hefur sannan- lega verið beitt margs kon ar blekkingum til þess að gera meira úr þeim en efni standa til. Sé rétt á málin litið, kemur í ljós, að framleiðsla þjóðarinnar hef ur aldrei verið meiri en nú, ef frá eru talin tvö eða þrjú einstök aflaár að undan- förnu. Af úrtöluáróðri stjórnar- flokkanna getur aðallega leitt tvennt. Hann getur valdið óeðlilegri varkárni í fjárfestingu og ' stuðlað þannig að óþarfri efnahags kreppu og atvinnuleysi. Hann getur einnig orðið til að auka verulega brott- flutning fólks úr landi. Er að því mikill og augljós skaði, enda hætta á, að þeir fari fyrst, sem hafa hlotið verulega menntun og eru því betur búnir undir að taka við störfum í öðrum löndum. Ekki mun það þó vera ætlun stjórnarflokkanna að magna efnahagskreppu eða koma af stað landflótta. Allur þessí úrtöluáróður er vafalaust settur af stað til að reyna að bjarga eigin skinni, þegar kemur að því að greiða þann víxil, sem þjóðin var óvitandi látin taka fyrir alþingiskosning- arnar síðustu. Fyrir því er allt annað látið víkja. í annan stað mun svo ætlun- in að uppmála ástandið sem alvarlegast, áður en kem- ur að því að semja um inn- göngu í Fríverzlunarbanda- lagið og koma í veg fyrir, að fólk geti tekið afstöðu til þeirra mála út frá rétt- um forsendum. Hér þarf greinilega að taka í taumana. Auðvitað væri það hlutverk stjórnar- andstöðunnar að leiðrétta missagnir stjórnarflokk- anna um þetta éfni. En hætt er við, að hún vérði þár til lítils gagns. Hún hefur þegar lengi spillt fyr- ir sér með innantómum og neikvæðum áróðri, og nýt- ur ekki þess trausts, að á hana sé hlustað. Er þá spurningin, hvort ekki megi einhvers staðar finna hóp manna, sém ekki er ríg- bundinn stjórnmálaflokkun um og getur leitt hið rétta í ljós um efnahagsmálin á einfaldan og skýran hátt. Á slíkum hóp þurfum við nú að halda, áður en skamm- sýni stjórnarflokkanna leið- ir okkur í ógöngur. — gk. Frjáls þjóð — Fimmtudagur 31. október 1968 V r

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.