Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 07.11.1968, Blaðsíða 1

Frjáls þjóð - 07.11.1968, Blaðsíða 1
7# október 1968. . Ffenmtttctagnr $5. töiufolað 17. árgangur Alþýðubandalagið gert að stjornmálaflokki Hannibal Valdímarsson segir af sér formennsku — Ragnar Arnalds kosinn form. Á landsfuhdi Alþýðubandalagsins, sem lauk s.l. sunnu- dagskvöld, var bandalagið formléga gert áð stjórnmálaflokki. Hannibal Valdiníarsson sagði af sér formennsku í Alþýðu- bandáláginu daginn sem landsfundurinn hófst, en formaður var í hans stáð kjörinn Ragnár Arnalds, lögfræðingur. Vara- formaður var kjörinn Addá Bára Sigfúsdóttir, veðurfræðing- . ur, en ritari Guðjón Jónsson formaður ÍFélags járniðnaðar- manna. Landsfundur AlþýSubanda- l'agsins, sá annar í röSinni, var settur í Sigtúni kl. 14 á föstu- daginn var. VaraformaSur, Lúðvík Jósefsson, setti fundinn o"g bauS fulltrúa velkomna. Þá var skipaS í kjörbréfanefnd og néfndanefnd, og kannaði kjör- ' bréfanefnd kjörbréf fulltrúa, éh alls sendu 38 félög (af 43) 1 29 fulltrúa til þings. Fundar- sfjÓTÍ ,rar kjörinn Jóhannes Stefánsson frá Neskaupstað, en til vara GuSjón Jónsson Rvík • og BjarnfríSur Leósdóttir frá Akranesi. Fundarritarar voru kjörnir Gísli B. Björnsson, Gísli Gunnarsson, Guðrún GuS varSardóttir og Ólafur Einars- son. LúSvík Jósefsson kvaddi sér hljóSs utan dagskrár og las upp bréf frá formanni AlþýSu bandalagsins, Hannibal Valdi marssyni, þar sem hann lýsti þ»/í yfir, að hann segSi af sér formennsku í bandalaginu. Er bréfiS birt á öðrum stað í blaS- inu. LúSvík kvaSst ekki mundu gera athugasemdir við bréfiS og vonaSi, aS þau mál, er Hanhibal gerSi aS umtalsefni í bréfinu, kæmu ekki til um- ræðu á fundinum. 1 upphafi fundar voru stadd- ir nokkrir menn úr féiogum þeim á NorSurlandi, er ákveð- ið höfSu aS senda ekki fulltrúa á landsfundinn. Fundurinn sam þykkti tillögu Magnúsar Kjart anssonar um, aS fulltrúar þess- ir ættu seturétt á fundinum án atkvæSisréttar. Þessu næst var kosiS í starfs nefndir þingsins. Guðmundur Hjartarson flutti síðan skýrslu framkvæmda- stjórnar og greindi frá störfum hennar síSan á síðasta lands- fundi. LagSi hann áherzlu á þaS í ræSu sinni, aS AlþýSu- bandalagið þyrfti að virkja þá krafta, sem nú byggju undir yfirborðinu í þjóíSfélaginu og ljóslega hefSu komið fram í forsetakosningunum í vor. Eftir skýrsluna og kaffihlé tók Lúðvík Jósepsson til máls um stjórnmálaviShorfiS og ræddi . lítillega um viSraeSur Ritstjórá- skipti Sverrir Hólmarsson hef- ur látið af ritstjórn Frjálsr- ar , þjóðar, þar eð hann dvélst í vetur við framhalds hám erlendis. Blaðstjórn og samstarfsmenn hans í rit- néfnd þakka honum vel unnin störf. Við ritstjórn Frjálsrar þjóðar tekur nú Júníus H. rfristinsson, stud. phil. — Blaðstjórn býður hann vel- kominn til starfa. Ragnar Arnalds nýkjörinn formaður Alþýðubandalagsins. allra stjórnmálaflokkanna, sem hann sagSi aS niðurstöður birt ust um innan skamms. Ræddi hann almennt um þau stefnu- mál, sem AlþýSubandalagiS hefði lagt áherzlu á í þeim viSræðum, en ræddi ekki um gagn viSræSnanna né einstaka þætti þeirra. Hann lauk máli sínu meS því aS segja, að Al- þýðubandalagiS gæti orSiS miklu öflugra en nú er. Islenzk alþýSa þyrfti nú sterkan og samstæðan stjórnmálaflokk. AlþýðubandalagiS þyrfti aS verSa sá flokkur. Gils Guðmundsson mælti því naest fyrir tillögu til ályktunar um vinstra samstarf, en tillög- una flutti hann ásamt GuS- mundi Hjartarsyni og GuS- mundi Vigfússyni. Tillagan birt ÍSt á öðrum staS í blaSinu. Þá voru lögS fram drög til stjórnmálaályktunar og þau síSan rædd. Þessir tóku til máls: Ólafur Einarsson, Helgi GuSmundsson, Bjarnfríður Le- ósdóttir, Þorgrímur Starri Björgvinsson, Magnús Kjart- ansson, Skúli GuðjónssPn og Sigurjón Björnsson. Um kvöldiS var fundi hald ið áfram og þá í Lindarbas. Þar flutti Ragnar Arnalds fram söguræSu fyrir frumvarpi til laga AlþýSubandalagsins, en miSstjórnarfundur kaus í fyrra nefnd til aS vinna að frumvarp inu. í nefndinni áttu þessi sæti: BöSvar Pétursson, GuSmundur Ágústsson, GuSrún GuðvarSar dóttir, Gunnar Karlsson, Ragn- ar Arnalds, Sigurður GuSgeirs- son og Svandís Skúladóttír. Urðu síSan allmiklar umræS ur um lagauppkastiS, og voru bornar fram ýmsar breytinga- tillögur við þaS. Var þeim síS an vísaS til skipulags- og laga- nefndar, en fundi lauk um miS nætti. STEFNUMÁL Á laugardag voru nefhda- , Framh. á bls. 4 Viðræðw stjórnmálaflokkanna að sigla í strand „Bjargráð" ríkisstjórnarinnar í deiglunni Telja má nokkurn veginn víst að hugmyndin um fjög- urra flokká stjórn eða svo- kallaða „þjóðstjórn" sé nú með öllu úr sögunni. Mun og mála sannast að það fóstur var andvana fætt. Frá upp- hafi gætti mikillar andstöðu við þjóðstjórnarboðskap inn- an allra flokka, og hefur hún sízt farið minnkandi. Það eru í rauninni aðeins nokkrir stjórnmálaforkólfar sem í alvöru gældu við þessa hug- mynd, og er þó eins líklegt að sumir þeirra hafi fremur lit ið á hana sem hentugan bið- leik í pólitískri refskák en æskilega ákvörðun. Bendir margt til að forustumenn stjórnarflokkanna hafi talið sér hagkvæmt að hefja við- ræður við stjórnarandstöðuna um „lausn efnahagsvandans", án þess að ætla sér annað en að tef ja tímann þangað til þeir téldu jarðveginn nógu vel und irbúinn til að gera fyrirhugað ar „ráðstafanir." Langt er síð- an allir skyni bornir menn hefðu mátt gera sér ljóst, að hrun atvinnuveganna, hóf- laus eyðsla, skipulagsláus f jár- festing og gegndarlaus gjald- eyrissóun, hlutu að leiða stór felld vandræði yfir þjóðina. Lá í augum uppi, að ástandið yrði þeim mun verra sem lengra liði án þess að neitt væri að gert. En stjórnarherr arnir virðast hafa hugsað sem svo: Með því að draga allt á langinn, láta fólkið finna vofu atvinnuleysis og kreppu nálg- ast, halda áfram umræðum úm nauðsyn stórfelldra að- gerða, væri jarðvegurinn und- irbúinn til þess að fram- kvæma þá lausn, sem þeir telja óhjákvæmilega. Þegar þjóðin öll hefði beðið mánuð- um saman og bollalagt um yf- irvofandi efnahagsráðstafanir, væri rétti tíminn til þess kom- inn að demba þeim á: stór- felldri gengisfellingu eða hrikalegum skattahækkunum. En nú er búið að bíða svo lengi og ástandið orðið slíkt, að reiknimeistararnir segja hvoruga leiðina einhlíta. Gera verði hvorttveggja í senn, fella gengið og hækka skatt- ana! Svo á að heita að enn standi yfir viðræður fulltrúa stjórn- málaflokkanna allra um efna- hagsmálin. En sýnt þykir, að þær leiða ekki tíl neinnar nið- urstöðu. Er því gert ráð fyrir að upp úr slitni einhvern næstu daga. Mun þess þá skammt að bíða, að almenn- ingur kynnist því, hvaða tök- um ríkisstjórnin hyggst taka eí'nahagsmálin. Nú telja stjórn arflokkarnir jarðveginn full- plægðan. Búið sé að berja það inn í þjóðina með langvinn- um og áköfum áróðri, að verð- fall og aflabrestur sé aðalor- sök þess, .að skerða v»rði lífe- kjör almennings ; gífurlega. Þéssu muni fólk taka, ef til vill ekki möglunarlaust, en án virkra aðgerða. Með þeirri áróðursaðstöðu, sem stjórnarflokkarnir hafa yfir að ráða, gera þeir sér ,von- ir um að almenningur gleymi því, að erfiðleikarnir nú eru fyrst og fremst afleiðing glæfralegrar stjórnarstefnu um árabil. Er eins víst að þeim takist þetta. Staðreyndin er þó sú, að þjóðin þoldi „við- reisnarstefnuna" illa í góðæri, en í miðlungsárférði ér sú stefna voðinn sjálfur. — Það kemur þeim mun betur í ljós sem lengra líður. En dýrt mun það reynast almenningi hve margir átta sig seint á þessu. Er ekki annað sýnna en þjóðin verði að súpa viðreisnarbikar- inn í botn. Dreggjarnar vejða béizkar.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.