Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 07.11.1968, Blaðsíða 8

Frjáls þjóð - 07.11.1968, Blaðsíða 8
milli hótelsins og skrifstofu- Fimmtudagur Að gefnu tilefni I fréttum Ríkisútvarpsins sl. mánudagskvöld var haft eftir Ragnari Arnalds, nýkjörnum formanni Al.þýöubandalagsins að vikublaðið Frjáls þjóð myndi væntanlega styðja Al- þýðubandalagið. Af því tilefni skal þetta tekið fram: . nóvember 1968 Frjáls þjóð er óháð blað vinstri manna og hernámsand- stæðinga. Að Frjálsri þjóð hafa staðið og standa menn með mismunandi viðhorf til Alþýðubandalagsins. í blaðinu hefur verið leitazt við að ræða opinskátt og málefnalega um AJ.þýðubandalagið, að jafnaði undir fullu nafni höfunda eða fangamarki ritstjóra og rit- nefndarmanna. Á þessu hefur engin breyting orðið. Ritnefnd Myndín sýnir hvar listaverkinu hefur verið valinn staður byggingarinnar. Mosaikmynd sett upp við Loftleiðahótelið Sá ánægjulegi siður færist nú í vöxt, að sett séu upp lista verk til þess að prýða bæði svæði og byggingar. Reykja- víkurborg hefur átt góðan hlut að þessari þróun eins og sjá má af auknum fjölda högg mynda, er prýða bæinn. Þá má einnig nefna, að skreyt- ingar á skólum fara vaxandi, enda beinlínis ákveðið í fjár- veitingum til þeirra. Loks má geta hinnar risavöxnu vegg- myndar, sem Sigurjón Ólafs- son er að gera við Búrfells- virkjun. Hið nýjasta í þessu efni er þó gríðarstór mosaíkmynd eft- ir Nínu Tryggvadóttur, sem sett hefur verið upp við Loft- leiðahótelið. Myndin er enn nafnlaus en er listasynfónía er tákna skal hraðann. Þetta framtak Loftleiða er fyrirtækinu til hins mesta sóma. Ályktun um vinstra samstarf Landsfundur Alþýðubanda- Jagisins I 968 telur þaS eitt höf uðverkefni flokksinfi aS efla samheldni og einingu innan verkalýðssamtakanna, svo atS árangurs megi vænta í þeirri baráttu sem framundan er til acS koma í veg fyrir atvinnu- leysi og stórfellda kjaraskerð- ingu hjá alþýðustéttunum. — Landsfundurinn fagnar vax- Grannar í Glerhúsum Friðjón Stefánsson, rithöf- undur sendir þessa dagana frá sér nýja bók, er hefur aS geyma I 1 stuttar sögur. Bókin nefnist Grannar í glerhúsum og er útgefandi Letur. FriSjón er þegar þekktur sem snjall smá- sagnahöfundur, en frá hans hendi hafa komicS níu bækur og var sú fyrsta „MacSur kem- ur og fer ...’*, sem kom út ár- icS 1946. — Þessi nýja bók er 92 bls. —O— LÍTIÐ FRÉTTABLAÐ Náð Þegar vér nú megum greina í sýnilégum táknum árangur vizku og speki efnahagsráðunauta rikis- stjórnarinnar, rifjast upp fyrir oss frásögn eins sérfræðings Alþjóða- bankans Mr. Alberts Waterstone, sém hér var á yfirreið í fyrravor. Honum sagðist svo frá í viðtali við Mbl.: „Eg man eftir því, að ég var fyrir nokkrum árum í Argen- tínu og átti þá við erfitt verkefni að stríða. Eg hafði samband við Alþjóðabankann og sagði, að það væri aðeins einn maður, sem gæti leyst þetta mál og það væri Jónas Haralz. Mér var sagt að hringja í hann og reyna að fá hann lil að koma til Argéntínu, og það gerði ég, en hann var þá svo önnum kafinn við verkefni hér á íslandi, að hann gat ekki orðið við þessari beiðni okkar.“ \;ér þökkum for- sjóninni fyrir þá tiáð að- Jónas skyldi ekki frá oss tæ dur — þvi hvar værum vér þá staddir? Blað allra flokka Það vekttr athygli, liversu Morg- unblaðið hefur að undanförnu kaop kost.að. að skýra 'esendum sínum ?/<,-£v-æmlega frá máiéfnum Alþýðu- oandalagsins. Varla er nokkur sú samþykkt gerð í þeim herbúðurn, að hún sé ekki rakin nákvæmlega í Mbl., með myndum, viðtölum og nákvæmum útlistunum. Svo er nú komið, að Alþýðubandalagsmenn lita fyrst í Mbl. vilji þeir fá ná- kvæma og greinargóða frásögn um máiefni flokks sins. Það hefur löngum verið á al- manna vitorði, að Sjálfstæðisflokk- urinn er flokkur allra stétta — nú er allt útlit fyrir að Morgun- blaðið ætU að verða blað allra i flokka. I í kýrhausnum Sagt er að höfuðmunur forseta- I frambjóðendanna Nixons og Hump- hreys liggi i því, að Nixon haldi hálftíma ræður um ekkert, en Humphrey dugi ekki minna en þrír tímar til að segja það sama. Þó slysaðist sá síðarnefndi einhvern tíma í kosningabaráttunni til að kenna Leifi heppna um fund Amer- íku. Það hefði hann átt að láta ógert. ítalskir og spænskir, sem eru blóðheitt fólk, þótti ómaklega vegið að Kólumbusi og fylltist illsku út í Humphrey, sem situr r.ú með sárt ennið og iðras^ beizklega íausmælgi sinnar. En Nixon glott- ir út í annað — og verst allra frétta um fund Ameriku. andi samstöðu Alþýöubanda- lagsmanna, AlþýSuflokks- manna og annarra vinstri manila í verkalýðshreyfingunni og telur mjög mikilvægt aS þaS samstarf verði þróað og treyst svo sem kostur er. Jafnframt leggur landsfund- urinn áherzlu á nauðsyn þess að samstarf vinstri manna tak- markist ekki við verkalýðs- hreyfinguna eina, heldur vercSi kostað kapps um að það verði einnig eflt á stjórnmálasvið- inu. Fundurinn telur, að sam- eiginlegir hagsmunir og svip- aðar lífsskoðanir þess fólks, sem stycSur verkalýðsflokkana tvo, AlþýðubandalagiS og Al- þýSuflokkinn, hljóti að gera bætta sambúS þeirra og aukna samstöðu mögulega og æski- lega. Landsfundurinn vekur einnig athygli á því, aS í öcSr- um flokkum og utan allra flokka er margt frjálslynt og í vinstrisinnað fólk ,sem á fulla samleið með' Alþýðubandalag inu í barátlunni fyrir hagsmuna málum alþýðu, lýSréttindamál um og þjóðfrelsismálum. Fel- ur landsfundur miSstjórn og framkvæmdastjórn Alþýðu- bandalagsins aS beita öllum til tækum ráðum til að efla raun- hæft vinstra samstarf, bæði inn an launþegasamtakanna og á stjórnmálavettvangi, og heitir á alla flokksmenn hvern á sínu sviði, að vinna ötuilega að framgangi málsins. Tekur sæti á Alþingl Hjalti Haraldsson bóndi á Ytra-Garðshorni í Svarf- aðardal hefur nú tekið sæti á Alþingi um skeið í fjar- veru Jónasar Árnasonar. Auk þess sem Hjalti er vara maður Björns Jónssonar í Norðurlandskjördæmi eystra, er hann fyrsti vara- maður landskjörinna þing- manna Alþýðubandalags- ins. íbuar Víetnam hrtfa í mörg ár búið við hræðilegar hörm- ungar — hryðjuverk, hungur og vonleysi. Eitthvað virö- ast friðarhorfur nú vera að glæðast í þessu hrjáða landi. Eygir hið hrakta fólk nú einhvern endi þjáninga sinna?

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.