Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 21.11.1968, Blaðsíða 3

Frjáls þjóð - 21.11.1968, Blaðsíða 3
NÚTÍMA HARÐINDI Ritstjórnargrein Lífsbarátta íslenzku þjóð arinnar hefur á undan- gengnum öldum oft verið tvísýn og aJJtaf hörð. Þeir tímar hafa verið, að tilvera þjóðarinnar hefur hangið á bláþræði. Náttúruhamfarir, farsóttir og óstjórn hafa iðulega sorfið svo fast að henni, að okkur, sem nú lif- um er það sífelld ráðgáta, hversu hún fékk bjargað lífi sínu. Furðulegast af öllu er þó, að þjóðin skyldi ekki örviln ast í þrengingum sínum, beinlínis bugast í and- streyminu. En það varð henni til bjargar, að hún var ekki betra vön. Henni fór svipað og íslenzka birk- inu, varð kræklótt og Jág- vaxin, en hélt þó áfram lífs önn sinni af þeirri þrjózku- fullu seiglu, sem ekkert fær bugað. Þeir íslendingar, sem nú eru innan við miðjan aldur þekkja ekki skortinn. At- vinnuleysi og örbirgð er í þeirra huga eitthvað, sem heyrir fortíðinni til. Alls- nægtirnar og öryggið er að þeirra hyggju hinn eini raunveruleiki. Það, sem fyrri kynslóðir töldu mun- að eða jafnvel draumóra álíta þeir hreinar nauð- þurftir. Lífsbaráttu alls þorra þjóðarinnar fer nú aftur harðnandi, eftir alllangan velmegunartíma, og eru all ar horfur á, að sú þróun muni halda áfram um ófyr- irsjáanlegan tíma. Kjör fólksins eru að vísu á eng- an hátt sambærileg við þrengingar fyrri kynslóða, en samanburður er þó ekki raunhæfur, því þjóðfélagið hefur á margan hátt breytt eðli sínu. Áður reyndi fólk eftir beztu getu að búa að sínu. Nú er fJest fólk, eink- um þó hið unga, bundið í bak og fyrir ýmsum fjár- hagslegum skuldbindingum sem það hefur tekizt á herð ar í þeirri góðu trú, að kjör þess færu fremur batn andi en versnandi. Þegar tekjurnar minnka bregðast allar áætlanir. Fólki reyn- ist ekki unnt að standa við skuldbindingar sínar um greiðslur og afborganir og missir því ef til vill á ein- um degi allt sem það hefur um langan tíma stritað fyrir með súrum sveita. Fyrri kynslóðum í land- inu var hér að framan J.íkt við birkikrækluna, sem við hin óblíðustu skilyrði strit- ar við það eitt að lifa. Unga kynslóðin er ekki hert við slíkar þrengingar, en gerir miklar kröfur um lífsrými og þægindi. Það hefur ekki það veganesti að vera illu vant qg má því búast við að mörgum reynist það and leg ofraun að sjá glæstar framtíðarvonir sínar bresta í einu vetfangi. Sumum þykir þjóðinni nú hefnast réttilega fyrir eyðslusemi og ráðdeildar- J.eysi undanfarinna ára. Slík ur dómur er harður og að sama skapi óréttmætur eigi hann við hinn óbreytta þjóð félagsþegn. Hins vegar kynni það að vera réttmæli að segja, að valdhafar lands ins uppskeri nú eins og þeir sáðu. Þeim hefur farið líkt og ráðdeildarlausum ung lingi að sóa fé sínu í fánýti og standa svo slyppir eft- ir, þegar bjargræðið minnk- ar. Þegar einstaklingar hag ar þannig fésýslu sinni sæt- ir hann átölum annarra en í landinu stöfuðu að lang- mestu leyti af hamförum náttúrunnar — eldi eða ís — enda mátti lítið út af bregða svo ekki færi illa. Þær efnahagslegu þrenging ar, sem þjóðin á nú við að búa eiga aftur á móti fyrst og fremst rætur í heimsku- legri og ábyrgðarlausri stjórnarstefnu. Valdhafarn- ir reyna þó mjög, að rekja ófarir sínar til afJ.atregðu eða verðfalls en slíkt er fánýtt yfirklór. Atvinnu- lífi íslendinga er þannig háttað, að í því hafa jafnan FRJÁLS ÞJÓO Útgefandi HUGINN HF. Ritstjóri: Júníus H, Kristinsson (ábm.) Framkvæmdastjóri: Jóhann J. E. Kúld Ritnefnd: Einar Hannesson, Gils Guðmundsson, Gunnar Karlsson, Haraldur Henrýsson og Svavar Sigmundsson. Áskriftargjald kr. 400.00 á ári. Verð í lausasölu kr. 10,00. Prentsmiðjan Edda er þó stundum virt háttar- lag sitt til vorkunnar sakir fíflskapar síns. Þeir, sem kjörnir eru tiJ. forsjár þjóð félaginu eiga enga slíka af sökun að hafa en bera þó, að því er virðist, miklu minni ábyrgð á gerðum sín um en einstaklingamir. Þrengingar fyrri kynslóða skipazt á góðæri og harð- indi. YfirvöJd er ekki hafa stefnu sinni með tilliti til þeirrar staðreyndar hljóta að fylgja öðrum leiðarljós um en reynslu og skynsemi. Það, sem ískyggilegast er í ísJenzku þjóðlífi um þess- ar mundir er bölsýnin og vonleysið, sem virðist vera að grípa um sig meðal al- mennings. Fólki finnst, sem einhver ill krumla hafi gripið um slagæðar þjóð- lífsins og hindri eðlilega framrás þess. Það heíur um nokkurn t'ma verið fangaráð þeirra, sem bæta hafa viljað hag sinn að vinna lengur, leggja nótt við dag. Nú er sá út veggur einnig að brcgðast svo fólk bíður þess aðeins í varnarJeysi, sem yfir kann að dynja. Vonleysi fólks stafar þó ekki eingöngu af mótdræg- um lífskjörum, heldur einn- ig og ef til vill aðallega, af djúpstæðri vantrú, sem það hefur á getu og vilja yfirvalda sinna til að ráða fram úr vandræðunum. Þjóðinni er að skiljast, að hún hefur verið blekkt herfilega og alin á röngum upplýsingum um hag sinn. Það sem henni ríður á, er að heyra umbúðaJaust sann leikann um málefni sín. Þegar uppgjörið liggur ljóst fyrir mun hún eflaust vera reiðubúin til að axla þungar byrðar til að greiða fram úr vandræðum sínum. Eitt er þá víst, að engar fórnir mun hún færa af "fús- um vilja nemri hún lúti for- ustu þeirra lciðtoga, sem hún trey6tir til heilinda og fyrirhyggju. Slíka forustu þarf hin íslenzka þjóð nú að finna. — J.H.K. —0— tekizt að beizla nægilega vel þennan kraft til skipu- legra átaka í sambandi við félagsstarfið. NÝJUNGAR Á síSustu 10—20 árum hefur verið beitt nýjum a<S- ferSum við fiskræktina, svo sem sleppingu seiSa í stöðu- vötn og sjávarlón. Þessi ár- in munu rúmlega tíu acSilar hér á landi klekja út laxi og silungi og flestir þeirra hafa einnig eldisaSstöSu. Þessi starfsemi gefur góða mynd af þeirri fjölbreytni, sem á boðstólum gæti veriS, hvaS viSkemur gerS útbúnaðar og fiskræktar- og fiskeldisaS- ferSir. Þá er mikiS rætt um silungsveiSi sem aukabú- grein og hefur gætt afar mikillar bjartsýni hjá ýms- um í því efni. Hafa sumir slegiS því föstu aS þetta sé arðvænlegt fyrirtæki, enda þó aS því miSur liggi ekkert fyrir, er sanni slíka fullyrS- ingu. Það er Ijóst að mörg- um spurningum er ósvaraS um möguleika silungseldis- ins sem sérstakrar búgrein- ar, en svörin koma á næstu árum. Er því ekki ástæSa til aS hvetja menn að svo stöddu til stórfelldra átaka á þessu sviði. Þarf aS undir- búa þetta mál sem bezt á allan hátt og rasa ekki um ráS fram. AS mínu mati er heppilegast aS styðja og styrkja betur en nú er gert, allt þaS, sem Iífvænlegt er þegar fyrir hendi í fiskrækt og fiskeldi, því aS meS því móti fæst vísast grundvöllur undir silungseldi sem auka- búgrein, er bændur geti stundað á arSvænlegan hátt viS sína bæi. FJÁRVEITINGAR TIL VEIÐMÁLA Fjárveitingar til veiSi- mála hafa löngum veriS við nögl skornar enda þótt fram kvæmd laxveiSilaganna hafi hreint og beint hrópaS á auk ið fjármagn. Er hér bæSi átt viS þá stjórnunarlegu hlið málanna (VeiSimála- stofnunin o. fl.) og styrk- veitingar, sem gefiS er vil- yrði um í lögum, bæSi hvaS viðkemur fiskvegum og fisk eldisstöSvum. Til fróSleiks skal þess getiS, aS á 20 ára tímabili, 1946 til 1965, var varið til veiSimála 1 7 millj. kr., en þar af um 7 millj. kr. seinustu tvö ár tímabils- ins vegna LaxeldisstöSvar- innar í KollafirSi. Á þessu tímabili fengu Skógræktin og Sandgræðslan um 100 millj. kr. til starfsemi sinnar. FRAMTÍÐ VEIÐIMÁLA 1 fyrri grein, vék ég aS laxveiSilögunum, sem telja verður hin merkustu sakir ítarlegra ákvæða um marg- vísleg atriSi á hinu víStæka SviSi fiskimála. HöfuStil- gangur laganna er aS koma í veg fyrir ofveiði, jafna veiSinni og opna möguleika fyrir ræktun fisks. Þetta hef ur í meginatriðum tekizt, a. m. k. þar, sem lögin hafa á annaS borS komiS til fram- kvæmda. Halda þarf áfram á þeirri braut, sem mörkuð hefur verið. I stórum dráttum má því segja, aS lax-x og silungs- veiSilöggjöfin þarfnist ekki mikilla breytinga viS. Hún hefur reynzt hinn góSi grundvöllur, hepplegi rammi ufn þessi mál. Um skiptingu veiSinnar á einstökum veiði svæSum má segja, að hún hafi yfirleitt tekizt vel þar sem starfandi hafa veriS veiSifélög. Undantekningar eru þó' til, en þar þyrfti aS bæta úr með skýrum ákvæð um um meSferS arSskrár- málsins annars vegar og veiSinnar hins vegar, ef hver veiðir fyrir sínu landi. Lögbinda þarf veiSifélög. Tryggja þarf að laxveiSi sé ekki stunduS viS strendur landsips, en nokkur brögS hafa verið að slíkri veiSi. Er þetta nauSsynlegt vegna þeirrar hættu, sem þarna felst, gagnvart stóraukinni laxrækt á komandi árum. Tryggja þarf sem bezt, aS þeir, sem leggja sig fram um laxræktun, njóti ávaxtanna óskiptra. FISKRÆKTARSJÓÐUR Eins og fyrr segir snertir þaS yfirleitt framkvæmd laxveiðilaganna, sem helzt er ábótavant og þyrfti aS lagfæra. I því sambandi má minna á, aS auka þarf veru lega f járveitingar til þess að hægt sé aS sinna vaxandj kröfum um leiSbeiningar og rannsóknir á vettvangi veiSi mála, og styrkja þarf fisk- rækt og fiskeldi einstakling,? og félaga meS stofnun sér- staks fiskræktarsjóðs, sem þegar hefur veriS gerS til- Framhald á bls. 7. Frjáls þjóð — Fimmtudaffiur 21. nóvember 1968 ! 3

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.