Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 21.11.1968, Blaðsíða 5

Frjáls þjóð - 21.11.1968, Blaðsíða 5
Gunnar KarBsson: Fæðing eða skírn Hugleiðing að ioknum Eandsfundi Alþýðubandaiagsins HvaS gerðist á landsfundi Alþýðubandalagsins í upp- hafi þessa mánaðar? Fráfar andi formaður þess kallaði ftindinn skírnarveizlu, þar sem Sósíalistaflokknum hefði verið gefið nýtt nafn. Nýkjörinn formaður mun hins vegar vilja halda fram, að þar hafi eitthvað nýtt fæðzt. Hvorugt er rétt; Al- þýðubandalagið er fjarri því að vera Sósíalistaflokk- urinn undir nýju nafni, og þó hefur engin ný stofnun orðið til með flokksstofn- uninni. Alþýðubandalagið var þegar komið talsvert á legg sem.pólitísk stofnun, og ef halda ætti líkingunni, yrði líklega að segja, að landsfundur hefði verið staðfesting skemmri skírn- ar á óskilgetnu afkvæmi þeirra Lúðvíks Jósepssonar og Hannibals Valdimarsson ar. Svo bar þó við, að þeir Lúðvík og Hannibal gerðu það, sem Salómon heitinn hélt, að engin móðir gerði við barn sitt; þeir skiptu bandalaginu í tvo hluta að minnsta kosti. Til lítils er að ræða um, hver eigi mesta sök á, að svo fór, en augljóst er, að bæði Lúð- vík, Hannibal og ýmsir fleiri eiga þar hlut að. For- ystumenn bandalagsins hafa rifið það í sundur á miili sín, og við, óbreyttir liðsmenn, höfum ekki ver- ið spurðir álits. Minnstu skiptir þó, úr því sem kom ið er, hvernig króinn er undir kominn og hvert upp eldi hann hefur hlotið til þessa; að hinu hljóta menn að spyrja, hvers hann muni megnugur í framtíðinni. $ Sentristaveldið Bandalagið er sama stofn un eftir sem áður, aðallega vegna þess að þeir áttu landsfundinn, sem mestu hafa ráðið í bandalaginu að undanförnu. Til hagræðis og samkvæmt talmálsvenju leyfi ég mér að kalla þenn- an hóp sentrista (miðju- menn), og er þó ekki fólk- in í því nein tilraun til að skipa Alþýðubandalags- mönnum á línu frá hægri til vinstri. Illa er til fallið að kalla þessa menn komm- únista, enda beinlínis hlá- legt að hugsa sér, að þeir eigi eftir að gera róttækar þjóðfélagsbyltingar. Sentr- istar eru ekki samstæður skoðanahópur, en þeir taka mikilvægar ákvarðanir sam eiginlega án þess að ráðg- ast við aðra bandalags- menn. Þeir einkennast af ríkri tilhneigingu til að halda samstöðu innan bandalagsins á yfirborðinu og sýna hver öðrum gagn- kvæmt tillit í því skyni. Oft vill þetta ganga út á málefnaleg skoðanaskipti og flokkssamstöðu með mönnum, sem að einhverju leyti óska að halda fram ólíkum skoðunum. Þetta hefur iðulega kom ið fram, og ekki sízt nú á landsfundi. Tveir menn túlkuðu stjórnmálaástandið innan Alþýðubandalags og utan í upphafi fundar, þá- verandi varaformaður bandalagsins . og formaður framkvæmdastjórnar, Lúð- vík Jósepsson og Guðmund- ur Hjartarson. Báðir lögðu áherzlu á, að nauðsyn væri að ná betri samstöðu inn- an flokksins og hétu í raun inni að gera bandalagið að miklu stærri og öflugri flokki, ef þeir fengju að vera í friði fyrir gagnrýni eigin flokksmanna. Sú ákvörðun að halda lands- fundinn, án þess að ýmsir helztu forystumenn banda- lagsins, t. d. Hannibal Valdi marsson og Björn Jónsson, tækju þátt í honurn, er eitt skýrt merki þessarar stefnu. Þögn Þjóðviljans, þegar Frjáls þjóð reyndi að hefja málefnalegar um- ræður um bandalagið í sum ar, er annað merki sömu stefnu. Stefna sentrístanna er nú ríkjandi í bandalaginu. Gegn henni verður tæpast unnið að gagni með því að krefjast breytinga á skipu- lagi eða stefnuskrá. Hún er fólgin í andliti bandalags- ins og daglegum vinnu- brögðum, sem ekki verða mótuð að neinu ráði mpð lagaboðum, stefnuskrá eða ályktunum. • Sjáum hversu fer Eins og ég hef tekið fram áður hér í blaðinu, hef ég ekki trú á, að starfs- aðferð sentristanna verði bandalaginu til góðs, hvorki til fylgisöflunar né málefna legs þroska. Sú hætta blas ir við, að þar komi fáir til starfa, þegar fram í sækir, aðrir en menn með póli- tíska „maníu“, menn sem ekki eiga sér annað líf en starf í stjórnmálaflokki. Merkja þeirrar þróunar er ekki langt að leita í hinum stjórnmálaflokkunum. Hitt er greinilegt, að stefna sentristanna nýtur nú mikils fylgis í bandalag inu, og henni verður ekki hrundið að sinni. Tilraun til að rísa gegn henni innan stofnana bandalagsins myndi aðeins eyðileggja framkvæmd hennar, án þess að nokkur önnur stefna yrði ríkjandi í stað- inn. Hópur manna hefur fengið umboð til að gera bandalagið að stórum flokki ef þeir fái að leika ótrufl- aðir af liðsmönnum sínum. Eg tel einsýnt að veita þeim tækifæri til að spreyta sig á þessu verkefni, þótt ár- angurinn blasi ekki við að mínum dómi. Þess vegna á ég ekkert erindi inn í stofn anir bandalagsins og þyk- ist ég vita, að ég tali þar fyrir munn fleiri. Á hinn bóginn er það þungur ábyrgðarhluti fyrir róttæka vinstrimenn að taka sér stöðu utan banda- lagsins og níða það niður. Þótt bandalagið sé um margt ófullkomið, heldur það fram mikilvægum póli- tískum sjónarmiðum, sem engin stofnun önnur er full- trúi fyrir á stjórnmálasvið- inu. Það getur vafalaust komið nokkru góðu til leið- ar. Barátta gegn bandalag- inu hlýtur eins og er að koma niður á hug^arefnum fjölda manna langt út fyrir það lið, sem ber traust til núverandi forystu banda- lagsins. Það er alls óþarft að gera sentristunum erfið- ara fyrir en vera þarf; ætl- unarverk þeirra verður sennilega nógu erfitt fyrir því. # Von bandalagsins Við sem utan við stöndum og höfum ekki trú á ríkj- andi stefnu, höfum því ekki aðstöðu til áhrifa á stefn- una að sinni. Von bandalags ins hlýtur að felast í því, að núverandi valdhafar eða pólitiskir arftakar þeirra læri að líta á málin með meiri víðsýni, er fram í sæk ir. Eg trúi ekki, að íslenzk- ir vinstrimenn láti til lengd- ar sundra sér vegna tog- streitu og þröngsýni fárra pólitískra strefara. Skilin milli ,,hannibalista“ og ,,andhannibalista“ eiga sér ekki nægilegan málefna- bakgrunn til að geta stað- izt til eilífðar. Skipulag bandalagsins ýtir undir nokkuð ör kynslóðaskipti í trúnaðarstöðum, og er því von til, að fljótlega dragi úr þeirri móðursýki, sem hjaðningavígin innan banda lagsins hafa skapað. Þess er einnig skylt að geta, að ýmsir þeirra, sem hér hafa fallið undir sentr- istanafnið, hafa sýnt til- hneigingu til málefnalegri afstöðu en nú ríkir. I stofn- unum bandalagsins starfar Rétt er, að nokkrar at- hugasemdir fylgi auglýs- ingu nefndarinnar í blaðinu í dag um tékkaviðskipti. í henni felst, að frá og með 18. nóv., geta þeir, sem eiga tékkaviðskipti við banka og sparisjóði, átt von á því að þurfa að fram- vísa persónuskilríkjum við afgreiðslu. Jafnframt hætta þessar stofnanir almennt að kaupa tékka á aðrar banka- stofnanir, sem ætlazt er til að séu innleystir með reiðu fé. í auglýsingunni er enn- fremur ábending um, að sölu slíkra tékka sé beint til þeirra stofnunar, sem tékki er gefinn út á. Með þessari breytingu er tekin upp ^egla, sem hefur verið sjálfsögð og allsráð- andi erlendis um langt skeið. Þar geta menn ekki gengið í hvaða bankastofn- un sem er og selt tékka gegn reiðufé. Er þar ætlazt til, að menn geri annað tveggja að fara í þann banka, sem tékki er gefinn út á, og leita innlausnar þar eða selji hann í eigin viðskiptabanka til innborg unar á reikning. Þessi breytta afstaða banka og sparisjóða við kaup á umræddum tékkum vafalaust hópur manna, sem hefur hug á að breyta um stefnu. Val formanns, varaformanns og ritara á landsfundi hefur að mínu viti tekizt heldur vel eftir því sem um var að ræða og vísar örlítinn spöl fram á veginn. Til formennsku hef- ur verið valinn kornungur maður, Ragnar Arnalds, og er von til, að hann verði glöggsýnni á fersk sjónar- mið en hinir eldri. Enn á bandalagið von á að geta orðið inálsvari rót- tækra vinstrimanna, en ekki klúbbur stjórnmála- manna. En úr því sem kom- ið er, verður breytingin að koma innan úr klúbbnum. Við óbreyttir áhugamenn um vinstristefnu, hljótum að halda að okkur höndum og bíða. Ef til vill sannast hér hið fornkveðna, að á misjöfnu þrífist börnin bezt. ★ hefur þegar komið fram í sumum bankastofnunum, en er nú fyrst samræmd al- mennt. Valda henni ger- breyttar aðstæður. Tékka- viðskipti hafa margfaldazt undanfarin ár, fjöldi af- greiðslustaða bankastofn- ana hefur aukizt verulega og öll viðskipti orðið viða- meiri en áður var. Má nefna sem dæmi, að ávísanareikn ingar við bankastofnanir á Reykjavíkursvæðinu eru vel yfir 60.000 og fjöldi tékka, sem bókaðir eru dag lega, er 10—15 þús. í kjöl- far þessarar þróunar hefur misnotkun tékka aukizt verulega. Þessar aðstæður allar valda því, að afstaða banka stofnana hlýtur að breytast til aðila, serrt ekki eru í föstum viðskiptum og er umrædd auglýsing til kom- in vegna þess. Vona þær stofnanir, sem að þessu máli standa, að almenningur sýni því full- an skilning, en markmiðið er að sjálfsögðu að skapa aukið traust í bankaviðskipt um og styrkja gildi og ör- yggi tékka. Frétt frá samvinnunefnd banka og sparisjoða FrjáSs þjóð — Fimmtudagur 21. nóvember 1968 5

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.