Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 28.11.1968, Blaðsíða 3

Frjáls þjóð - 28.11.1968, Blaðsíða 3
fötstjórnargrein AÐ FEIGÐAROSE i. íslendingar minnast þess nú, að hálf öld er liðin frá því, að þeir urðu fullvalda þjóð. Á þessum tímamót- um ættu menn að gefa sér ráðrúm til að staldra við of- urlitla stund og íhugas hvaða áhrif fullveldið hef- ur haft á hag þeirra og hvernig þeim hefur tekizt að framkvæma hugsjónir hinna vonglöðu framherja íslenzkrar sjálfstæðisbar- áttu. Frumhugsun allrar rétt- indabaráttu íslendinga var sú fullvissa, að þjóðin gæti staðið á eigin fótum bæði efnaliagslega og menning- arlega og það væri henni fyrir beztu að gera það. Bjargræðisvegir þjóðarinn- ar voru á þessum tíma að mestu í sama horfi og á landnámsöld en fólkið trúði því, að ábyrgð sú, sem fylgir því að fjalla íhlutun- arlaust um eigin málefni, mundi öllu öðru fremur magna þjóðina til framtaks og framfara. Sömuleiðis var það óbifanleg trú manna, að menning þjóðar- innar væri á svo sterkum grunni rcist, þjóðernið svo traust, að það eitt væri nægjanleg forsenda og rök- semd fyrir stjórnarfarslegu sjálfstæði. Þjóðin trúði sem sagt á mátt sinn og rétt til að standa á eigin fótum, og þóttist geta horft upplits djörf framan í hvern sem væri. II. Hvernig hefur svo tekizt til með framkvæmd þess- ara hugmynda? Fyrstu ár- in eftir fullveldistökuna og allt fram undir seinni heims styrjöldina má segja, að fylgt hafi verið stefnu frum herjanna. Þjóðin var snauð á veraklarvísu, en hagur liennar batnaði hægt og síg andi. Hún gætti þess vel að reisa sér ekki hurðarás um öxl í framkvæmdum sínum. Hún gerði hvorki kröfur um sællífi né munað. Þegar ísland sogaðist inn í hringiðu heimsatburð- anna við hemám landsins 1940, hófst það skeið í sögu þjóðarinnar, sem enn stend ur. Hernámið rauf einangr- un landsins í einu vetfangi. Peningaflóð tók að streyma til landsins. Allt þetta olli á örskömmum tíma slíku umróti í þjóðlífinu að fá- dæmi má kall.a. Þorri íslendinga hafði fram að þessu búið við frem ur knöpp kjör. Lífsbarátt- an var hörð og krafðist ein beitingar allra krafta. Á þéssu sviði varð mikil breyt ing. Búandmenn, sem áður höfðu hokrað við nokkrar sauðkindur þyrptust nú „á mölina“ og mokuðu saman í Bretavinnu ævintýraleg- um auðæfum á þeirra mæli kvarða. Uppgrip þessi höfðu eins og annar skjót- fenginn gróði óheillavæn- leg áhrif. Ráðdeildarleysi og kröfuharka fengu byr undir vængi. Fornar dyggð ir svo sem sparsemi og heiðarleiki fengu orð á sig fyrir að vera tilgangslitlar og gamaLdags. Lífshættir þjóðarinnar tóku miklum breytingum. Forustumenn þjóðarinn- ar fóru á þessum árum að bregða mjög frá þeirri stefnu, sem mótuð var við fullveldistökuna 1918. Þeir ýttu undir lífsþægindakapp hlaup fólksins og sóuðu miklum og vaxandi tekjum af lítilli ráðdeild. Aðskota- dýrið í íslenzku þjóðlífi, hcr inn, brezkur eða bandarísk- ur, bjó sig undir að fleng- jast. Stjómvöld landsins fóru að reikna með hon- um sem árvissri og nauð- synJegri tekjulind. í stjórn arskránni frá 1918 var hlut- leysi landsins gert að und- irstöðuatriði utanríkisstefn unnar. Frá þeirri stefnu var nú horfið. Erlendur her sett ist að í landinu til frambúð- ar. Þjóðin var ginnt til fágætu skopskyni kennir sig við viðreisn, hefur þó öllum öðrum fremur mark- að stefnu, sem þverbrýtur í bága við hugsjónir þeirra manna, sem stóðu að full- veJ.distökunni. Grundvallar- atriðið í stefnu þeirra var það, að íslendingar gætu og ættu að treysta sem mest á eigið afl. Stefna núverandi valdhafa einkennist liins vegar af djúpstæðri vantrú á íslenzku framtaki. Það er engu líkara en þeim þyki hag íslands bezt borgið undir handleiðslu annarra þjóða. Verði atvinnuvcgir landsmanna fyrir skakka- föllum, finna þeir það úr- ræði eitt að laða erlend fyr FRJÁLS ÞJÓÐ Útgefandi HUGINN HF. Ritstjóri: Júníus H. Kristinsson (ábm.) Framkvæmdastjóri: Jóhann J. E. Kúld ' Ritnefnd: Einar Hannesson, Gils GuSmundsson, Gunnar Karlsson, Haraldur Henrýsson og Svavar Sigmundsson. Áskriftargjald kr. 400.00 á ári. Verð í lausasölu kr. 10,00. Prentsmiðjan Edda þátttöku í hernaðarbanda- lagi eftir eitthvert inesta áróðursgerningaveður, sem yfir hana hefur dunið. Ólat- asti talsmaður þessarar stefnubreytingar var þáver- andi utanríkisráðherra. Sá maður er nú forsætisráð herra landsins. III. Ríkisstjórn sú, sem nú sit ur við völd á íslandi og af irtæki til atvinnureksturs á íslandi. Verði þjóðin fyrir áföllum í söJ.u afurða sinna er þcirra eina ráð að knýja í fáti á dyr erlendra mark- aðsbandalaga, sem þó er fyrirfram vitað að ekki geta leyst vandann. Sé þjóðin að sökkva á kaf í fen óhemju- legra fjármálaörðugleika, taka þeir ekki það ráð að draga úr fávíslegu bruðli sínu, heldur reyna að fleyta sér enn um stund með hóf- lausum lántökum erlendis. Hjörtu þeirra fyJlast fögn- uði og þakklæti, þegar frétt ir berast um fyrirhuguð samskot erlendra aðila til hjálpar íslendingum. Trúin á sjálfa sig og þjóð sína ev löngu horfin — bónbjargir eru eina úrræðið. IV Á fimmtíu ára fullveldis- afmælinu er íslcnzka þjóð- in ef til vill í meiri hættu stödd en nokkru sinni áður á þessu tímabili. Skamm- sýnir Jeiðtogar hafa að und anförnu leitt hana út af þeirri braut hygginda og sjálfræðis, sem mörkuð var fyrir hálfri öld. Volæðið kemur í stað manndómsins. Hér er á öðrum stað í blaðinu sagt frá afdrifum Nýfundnalandsbúa, sem urðu fullvalda þjóð um svip að leyti og íslendingar. Þeim varð sú skyssa á, að hleypa erlendu fjármagni til of mikilla áhrifa í at- vinnulífi sínu. Þeir ætluðu sér einnig að bjarga málum sínum með sífelldum lán- tökum erlendis. Þeir end- uðu sem gjaldþrota þjóð, misstu sjálfstæði sitt og glötuðu þjóðlegum einkenn um sínum. Vonandi verða örlög íslenzku þjóðarinnar ekki jafn hrapalleg. Horf- urnar eru þó ógnvekjandi. Það er að verða þjóðinni brýn lífsnauðsyn, að breytt verði um stefnu í efnahags- málum hennar. Verði hald- ið áfram á sömu braut er feigðarósinn framundan. J.H.K. 1 Seðlabankinn Framh. aí bls. 1. tryggja óheftan innflutning á óþörfum jafnt sem þörfum varningii1 ÁstæSan er naum- ast önnur en sú acS veriS sé aS tryggja hagsmuni þeirra tveggja aSila, sem ríkisstjórniil ber öSrum fremur fyrir brjósti: Innflytjenda annars vegar og ríkissjóðs hins vegar. .Helztu „hliðarráSstafanir", sem ríkisstjórnin hefur fram aS þessu gert vegna gengisfelling- arinnar, eru í því fólgnar að tryggja hagsmuni heildsala. Þeim hefur þegar verið forSaS frá, gengistapi vegna ógreiddra skulda erlendis. ÞaS var ósköp einfaldlega gert meS þeim hætti, aS heimila hækkun verSs á öllum ógreiddum og óseldum vörum þeirra. Og nú á meS gjaldeyrislánum að tryggja þaS, að ekki þurfi aS draga verulega úr innflutningi vegna gjaldeyrisskorts, meðan veriS er aS eta upp 770 millj- ónirnar. Með sömu ráSstöfun er einnig reynt aS sjá fyrir því, aS tolltekjur ríkissjóSs hrapi ekki niður fyrsta kastiS. Hitt er svo huIiS í móðu framtíSar- innar, hvað eigi aS taka viS þegar þessi gjaldeyrir er þrot- inn. En verSi ekki gert stór- fellt átak til að losa útflutnings atvinuvegina úr lánsfjár- og skuldakreppu, gefur auga leiS, aS ný eySslulán til aS kosta innflutning eru skammgóður vermir. . ÞaS er enn ein myndin af ís lenzkri fjármálaspeki, sem birt ist í frétt í Vísi á dögunum: Að tíu arkitektar sætu nú kófsveitt ir viS aS teikna nýja banka- höll: Musteri SeSlabanka Is- lands. Bækur Kvöldvöku- útgáfunnar Frh. af bls. 2. hefur ritað ósjálfrátt og séra Sveinn Víkingur snúið á ís- lenzku. Bók þessi, sem fé- lagssamtök enskra presta hafa gengist fyrir aS gefin væri út, flytur boSskap um lífið eftir dauSann og hvað viS tekur bak viS sjóndeild- arhringinn. Bók þessi er ein- stök í sinni röS, því þar er skyggnst inn í veröld, sem hingaS til hefur aS mestu veriS hulin. Hún er 1 50 bls. og kostar kr. 320.00 án söluskatts. FIMMTÍU VÍSNAGÁTUR eftir séra Svein Víking. Öllum mun ennþá véra í minni hinar bráðsnjöllu gát- ur, sem séra Sveinn Víking- ur varpaði stundum fram í erindum sínum um daginn og veginn. Nú hefur séra Sveinn frumsamiS fimmtíu vísna- gátur, sem hér birtast á prenti. Væntir útgáfan þess, aS allir þeir, sem yndi hafa af að ráSa hnyttnar gátur, muni eiga eftir að hafa af því góSa dægradvöl, aS finna hin réttu lausnarorS. Bókin kostar kr. 90.00 án söluskatts. Fyrsta bindi af „Myndir daganna“ endurprentaS. Fyrsta bindi af hinu vin- sæla ritsafni séra Sveins Víkings ..Myndir daganna‘‘, hefur nú veriS endurprent- aS. Ritsafn þetta, sem hlot ið hefur óvenjulega góðar viStökur, mun nú fást aftur í bókabúSum. RitsafniS allt, þrjú bindi, kostar nú kr. 1000.00 án sölúskatts. Kvöldvökuútgáfan. Frjáls þjóð — Fimmtudagur 28. nóvcmber 1968 3

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.