Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 28.11.1968, Qupperneq 5

Frjáls þjóð - 28.11.1968, Qupperneq 5
HARALDUR HENRÝSSON: H VERS KONA R FL OKKUR ? Altý^utandalagixS er nú orSinn formlegur stjórnmála flokkur. En hvers konar flokkur? Er það sá breiði fjöldaflokkur, sem menn létu sig dreyma um, er Al- þýSubandalagsfélag var stofnacS í Reykjavík snemma árs 1966 þegar kommúnist ar voru ofurlitSi bornir á hverjum fundinum eftir ann an? ESa var hér einungis verið að gefa gömlum flokki nýtt nafn? Það segir vissulega nokkuð, að í 30 manna miðstjórn hins ,nýja‘ flokks eru a. m. k. 20 með- limir í Sósíalistaflokknum og flestir þeirra úr þeim hópi, sem ákafast reyndu að hindra 'að Alþý'Subandalag- ið yrði gert að formlegum stjórnmálaflokki 1966. Hvers vegna voru þeir svo áhugasamir nú, tveimur ár- um síðar, um að stofna nýj an flokk? í mínum augum er Al- þýðubandalagið, eins og það nú er orðið, ekki annað en þröngur flokkur á valdi þeirra kommúnista, sem áð- ur stjórnuðu Sósíalistaflokkn um og menn töldu að skil- yrðislaust þyrfti-að einangra til að Alþýðubandaíagið \ hefði nokkra vaxtarmögu- leika og skilyrði til að verða fjöldaflokkur vinstri manna. Fyrir okkur þjóðvarnar- menn t. d., sem vildum freista þess í samvinnu við lýðræðissinuð öfl í Alþýðu- bandalaginu að gera það að slíkum flokki, hlýtur þessi ,,nýi“ flokkur að vera jafn fjarlægur og fráleitur og Sós íalistaflokkurinn var okkur áður. Þjóðvarnarmenn neit uðu árið 1956 að ganga tíl samstarfs í Alþýðubandalag inu vegna þess að þeir töldu, að kommúnistar myndu hafa þar öll tögl og hagldir, Þeir gengu til samstarfs 1963 og 1966 við hin lýð- raeðissinnuðu öfl í bandalag inu þegar þau voru ákveðin í því að láta til skarar skríða og falla eða standa með því, hvort tækist að gera Alþýðu bandalagið að nýju, vax- andi afli í íslenzkum stjórn- málum. Það er því leiðin- legt til þess að hugsa, að nokkrir menn, sem einmitt gengu í Alþýðubandalagið til að vinna að þessu, skuli nú láta nota nöfn sín til að hressa upp á andlit Sósía- listaflokksins. Ég hef þó ekki trú á öðru en þeir muni hið fyrsta sjá hvers kyns er og yfirgefa hið sökkvandi skip. Eins og ég nefndi hér að ofan voru menn nokkuð bjartsýnir úm það á önd- verðu ári 1966, að gera mætti Alþýðubandalagið að öflugum flokki á breiðum grundvelli. Stofnun Alþýðu- bandalagsfélags í Reykjavík tókst þannig til, að menn höfðu fulla ástæðu til bjart sýni. I trausti þess, að hin lýðræðissinnuðu öfl innan Alþýðubandalagsins stæðu fast saman um það áhuga- mál að gera það að flokki án áhrifa kommúnista, gekk mjög margt fólk til liðs við þessi samtök, sem ekki hafði stutt þau áður en batt nú við það vonir. M. a. geng um við allmargir þjóðvarn- armenn til þessarar félags- stofnunar og var það yfir- lýstur tilgangur okkar að vinna að því að ofangreindu marki yrði náð þegar á næsta hausti. Það kom fljót lega í ljós, að forystusveit Spsíalistaflokksins í Reykja vík undi illa þeirri samstöðu sem náðist í Alþýðubanda- laginu í Reykjavík og þeim nýja meirihluta, sem réði af afgreiðslu mála á fundum þess. Var fljótlega hafizt handa um að stöðva þessa þróun. I byrjun höfðu þeir þó ekki erindi sem erfiði og voru ofurliði bornir á hverj um fundinum eftir annan og í stjórn félagsins voru þeir jafnframt í minnihluta. Þeir gátu t. d. ekki hindrað það að framboð Alþýðubanda- lagsins við borgarstjórnar- kosningar vorið 1966 væri með nýjum svip. Varð það til þess að úrslit kosninganna urðu Alþýðubandalaginu hagstæð. .. ■■ Ákveðið var, þrátt fyrir harða andstöðu forystusveit ar Sósíalistaflokksins, að landsfundur Alþýðubanda- lagsins kæmi saman haustið 1966. Var það ætlan og trú þess fólks, sem í fyrsta sinn hafði skipað sér undir merki Alþýðubandalagsins, að þar yrði haldið áfram því starfi, sem byrjað hafði verið á veturinn áður og Alþýðu- bandalagið á landsmæli- kvarða yrði mótað í hinum nýja anda. En hér skipti sköpum. Foringjar Sósía- listaflokksins voru því and- vígir, að Albýðubandalagið yrði nú gert að formlegum stjórnmálaflokki. Var það fyrst og fremst vegna þess að þeir sáu fram á, að þeir hefðu ekki þau tök á þeim flokki, sem þeir vildu og töldu nauðsynlegt. Þeir að- ilar, sem hingað til höfðu Haraldur Henrysson. lýst yfir að þeir stefndu að þessu marki, létu nú hafa sig til samninga um frestun ákvörðunar um þessi efni og í átað éindreginnar yfirlýs- ingar um stofnun nýs flokks sem færi nýjar leiðir, urðu menn að sætta sig við sama ástand í reynd áfram. Að rnínu áliti voru örlög Al- þýðubandalagsins hér með ráðin, sú von var að engu orðin, að það gæti orðið sá flokkur, sem lýðræðissinnuð öfl innan þess vildu að það yrði. En þetta var einmitt það, sem forystumenn Sósía listaflokksins vildu. Þeir vildu fá tíma til að sundra þeirri samstöðu, sem mynd- ast hafði milli hinna lýðræð issinuðu afla, samstöðu, sem þeir töldu sér hættulega og geta leitt til einangrunar þeirra. Það þarf ekki að rekja það, hvernig þeim hef ur tekizt til í því starfi, en ómögulegt er að segja ann- að en að þar hafi þeit haft góðan árangur og náð að leysa þessa samstöðu svo að segja upp í frumeindir sínar. Á landsfundi 1966 stóðu þeir saman sem einn maður Hannibal Valdimarsson, Gils Guðmundsson, Björn Jónsson, Karl Guðjónsson og margir fleiri og markmið þeirra voru sameiginleg. En hver er samstaða þessara manna nú? Mistök þeirra voru þau að láta ekki til skarar skríða á landsfundin- um 1966 og standa eða falla sem einn maður með því, hvort Alþýðubandalagið yrði gert að þeim flokki sem þeir vildu. Þeim var gefið tækifæri til þessa, þar eð við nokkrir þjóðvarnarmenn fluttum um þetta tillögu sem þeir kusu þó að leggjast gegn til að halda frið. Eftir þessa uppgjöf á landsfund- inum sneri meginhluti hins nýja liðsauka vonsvikinn baki við Alþýðubandalag- inu og allt sótti í sama farið aftur. Og tveimur árum síð ar hafði kommúnistum tekizt það sem þeir ætluðu sér, að ná undirtökunum í Alþýðu- bandalaginu, enda kann flokk^vél Sósíalistaflokksins í Tjarnargötu 20 ágætlega sitt fag. Og nú sögðu þeir: Erum við ekki einmitt að gera það, sem þið vilduð, að gera Alþýðubandalagið að nýjum stjórnmálaflokki? Það eru svikarar og liðhlaup ar, sem ekki vilja vera með.“ Hér hefur verið stiklað á stóru um aðdragandann að stofnun hins ,,nýja“ flokks, Alþýðubandalagsins. Það er nauðsynlegt að menn kynni Framhald á bls. 6. skyldi þrotabúið. Nefndar- menn voru 3. 1 frá Kanada. 1 frá Bretlandi og 1 frá Nýfundnalandi. Nefndin gerði athuganir sínar þá um sumarið og um haustið 1933 gaf hún út skýrslu um málið. Þar segir m. a., að ófarnað Nýfundnalands megi rekja til þess, að bæði stjórnmálaflokkar og ein- staklingar hafi fært $ér í nyt spillingu þingræðisins. Rannsóknarnefndin tók þá ákvörðun að víkja rik- isstjórn landsins frá og skyldi landinu fyrst um sinn stjórnað af sérstakri nefnd, sem í áttu sæti 3 fulltrúar frá Bretlandi og 3 frá Nýfiundnalandi. Bret- t Frjáls þjóð — Fimmtudagur land lofaði að vera Ný- fundnalandi hjálplegt við að inna af hendi nauðsyn- legar greiðslur. Stjórnar- nefndin tók til starfa í febr úar 1934. Nýfundnaland var ekki lengur í tölu fullvalda ríkja. Eftir seinni heimsstyrj- öldina vaknaði aftur spurn- ingin um framtíðarstjórnar form landsins. Kosin var nefnd í júní 1946 til þess að gera nauðsynlegar athug- anir í þessu sambandi. Nefndin fór á fund stjórn- anna í London og Ottawa til þess að ráðgast um mál- ið. Sumir vildu, að nefnd- in færi einnig til Washing- ton, en úr því varð þó ekki. 28. nóvember 1968 í svari Kanadastjórnar kom það fram að hún vildi, að Nýfundnalandsbúar veldu á milli tveggja kosta um framtíðarstjórnarform sitt. Annars vegar áfram- haldandi stjórn sexmanna- nefndarinnar frá 1934, hins vegar að fullveldi landsins yrði endurreist. Brezka stjórnin vildi bæta þriðja möguleikanum við, að Ný- fundnaland sameinaðist Kanada. Um þessa 3 möguleika voru haldnar kosningar í júní 1948. Ekki fengust þó úrslit í þeim, því enginn kostanna fékk tilskilinn meirihluta. 69.400 kjósenda vildu endurvekja fullveldi landsins. Sameiningin við Kanada fékk 64.066 atkv., en aðeins 22.311 vildu láta stjórnarnefndina halda á- fram. Kosningarnar voru endurteknar 22. júlí. Þá náðist meirihluti fyrir sam einingu við Kanada, henni greiddu 78.823 kjósendur atkvæði. 71.334 vildu end- urvekja, fullveldi landsins. Nýfundnaland varð svo formlega 10 fylki Kanada 1. apríl 1949. Saga Nýfundnalands hef- ur verið tíðindalítil seinni árin. Nefnd, sem lauk störf um 1958 ákvað, að árlegt styrktarfé Kanadastjórnar til Nýfundnalands skyldi vera 8 millj. dollarar. At- vinnuvegum á Nýfundna- landi hefur enn hrakað að undanförnu, og sérkenni landsbúa mást smám sam- an út. í seinni heimsstyrj- öldinni settu Kanadamenn upp herstöð í landinu, seinna tóku Bandaríkja- menn við rekstri hennar og bættu tveimur öðrurn við, því landið mun vera hernað arlega mikilvægt. Margs konar atvinna hefur tilfallið vegna herstöðvanna og eru þær mjög mikilvægur þátt- ur í efnahagslífi Nýfundna- landsbúa. J. H. K. £

x

Frjáls þjóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.