Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 28.11.1968, Page 8

Frjáls þjóð - 28.11.1968, Page 8
I Er stórtíðinda að vænta ? Stjómarstyfíían hefur al- gjörlega gengið sér til húð- ar og eðlilegast væri að stjómin segði af sér. Um þetta eru allir sammála, sem á annað borð skoða þetta mál hlutlægt og af raunsæi. Ýmsir þykjast nú sjá fyr- ir aukinn viðbúnað og af- skipti af þjóðmálum hjá ungu fólki hér á landi og sömuleiðis hjá þeim eldri, sem hafa verið afskiptalitl- ir um stjórnmál og látið hina oft á tíðum sjálfskip- uðu atvinnustjórnmála menn eftir að ráða fram úr málefnum lands og þjóðar. Sú alda verði voldug og sterk og muni beinast að því að brjóta niður flokka- kerfið, sem nú gildir. Slík vakning, sem hér um ræðir, er eðlileg. Ungt fólk á erfitt með að skilja og sætta sig við það ástand, sem hér er gengið í garð. Að slíkt skuli hafa getað gerzt eftir mesta góðæris- tímabil í sögu íslenzku þjóð arinnar. Að það skuli hafa tekizt að koma svo málum, tæplega tveimur árum eftir mesta aflaár í sögu þjóð- arinnar, að leita þurfi ásjár erlendra aðila og kreppa þannig að hér innanlands, að beita þurfi hömlum á hið margyfirlýsta frelsi, sem núverandi valdhafar hafa oft vitnað til og talið meg- instefnu sína. Óstjórnar frelsið. En ríkisstjórnin er ekki aldeilis á þeim buxunum að víkja, enda þótt dagar hennar ættu að vera taldir, eðli málsins samkvæmt. Hún ætlar að sitja áfram og með því móti vafalaust reyna að að breiða yfir uppgjöfina. En sú „yfir- breiðsla“ endist skammt og fyrr en síðar kemur að því að ráðherrarnir gefast hreinlega upp, eins og þeir segja, að ríkisstjórn Her- manns Jónassonar hafi gert á sínum tíma. Og þannig mun sagan endurtaka sig! $ Pólitíski línudansarinn Ófögur var lýsingin, sem próf. Ólafur Björnsson gaf ■ í umræðunum á Alþingi um vantraustið á dögunum um úthlutunarstörf hinna mörgu nefnda, er störfuðu hér fyrr á árum, enda dró . prófessorinn ekkert undan um hinn pólitíska línudans nefndarmanna. Ber að virða þessa hreinskilni próf Ólafs og ungt fólk er honum þakklátt fyrir fræðsluna. Þó fannst ýms- um að hluta af sögu, sem þessari, vantaði. Er þá átt við pólitísku bankastjórana úthlutunarnefndir og margs konar ráð, sem starfa í um-. boði flokkanna enn þann dag í dag, svo sem varð- andi listamannalaun, hús- næðislánin o. fl. Þyrfti próf. Ólafur að bæta úr þessu við tækifæri á Alþingi, en þess gefst áreiðanlega kost -ur fljótlega. Yrðu margir þakklátir fyrir það, jafnvel ungir sjálfstæðismenn, er teldu það vera stuðning við þeirra málstað! Öruggt má tel.ja, að stór- tíðinda sé að vænta. — Y. BETRI HEIMUR Þegar ungtemplarar í hinum ýmsu löndum koma á þessu ári fram meS kjörorS sitt ,,Við Byggjum betri heim í samein ingu“, er sú hætta fyrir hendi, að margir telji þetta fljótfærn- islega ákvörSun, og þaS meira að segja sumir í okkar röðum. Svo mikill kuldi er talinn ríkja í samskiptum þjóðanna og menn beittir slíku ofbeldi, arð ráni og óréttlöeti, að engin von sé til, aS úr rætist. Og þess vegna er líka valin þveröfug leiS. Þeir; sem hæst berja bumb- ur, fá ekki áheyrn hjá stór- veldasamsteypunum. Samein- uðu þjóðirnar og hinar ýmsu stofnanir þeirra vinna mikið umbótastarf, og mörg félög og jafnvel heilar þjóðir veita beina aðstoS, en hjálpin við hina nauðstöddu virðist ekki nægileg eða þá illa skipulögð. Það sýnist vera miklu meira vit í að fylgja hörmungakenn- ingunni: að jörðin verði víti, þegar fólkinu fjölgi um of, þá verði hungursneyð á stórum svæSum, byltingar og kyn- þáttastyrjaldir, vatnsskortur, jarShræringar, skriSuföIl og aSrar náttúruhamfarir. ÞaS virðist eSliIegt aS ör- vænta og gefast upp eSa snúa sér frá eymdinni og leita af- þreyingar í skemmtanaheimi okkar eða flýja lífiS með ein- hverju móti. Það gerum viS víst flestöll á einn eSa annan hátt. En æskan krefst þess, aS eitthvaS sé gert til úrbóta. Hún hefur sterka réttlætiskennd. Hún er róttæk, en jafnframt óbundin gömlum kenningum og kreddufesta í skoðunum, og það ælti aS geta rutt braut nýju, áhrifamiklu og velskipu- lögðu átaki í þessum efnum. Við getum tekiS sem dæmi eitt mikilvægt atriði um órétt- láta skiptingu meSal íbúa jarð arinnar. Flér á landi þykja þaS Fimmtudagur 28. nóvember 1968 Fjölskyldulýðræði Eins og alkunna er hafa síð- ustu misseri einkennst af óróa og mótmælum unga fólksins víða um heim. Hinn rauði þráður alls þessa er krafan um umbætur í þjóðfélögunum, baráttan fyrir auknu réttlæti, jafnrétti og yfirleitt lýðræðis- legri vinnubrögðum á öllum sviðum. Aukin og bætt at- vinnu- og menntunarskilyrði koma sumstaðar áberandi inn í myndina. Einn þáttur þessa máls, snertir f jölskyldulífið. Á þingi Húsmæðrasambands Norður- landa í sumar voru þessi mál rædd nokkuð, sbr. Húsfreyj- an, 3 tbl. 1968, sem við leyf- um okkur að birta úr. Var á þinginu fjallað um fjölskyld- una í dag —samfélagið á morg un. Flutt var erindi um þetta efni og siðan var málið rætt í umræðuhópum. Þar var m. a. svarað spurningunni „Hvað geta aðrir í f jölskyldunni lært af uppreisn æskunnar?“ Niður staðan var þessi: „Mótmæli æskufólksins geta kennt öðrum í fjölskyldunni margt, einkum vakið þá til umhugsunar. Æskan mótmæl- ir til þess að umbætur verði gerðar í þjóðfélaginu. Augu æskunnar sjá vankanta, sem eru hættir að vekja nokkurt andsvar hjá okkur. Mótmæli þeirra er barátta fyrir réttlæti, jafnrétti, mannúð og autora manngildi og þannig eigum við að skoða þau, þótt við eig- um stundum erfitt með að viðurkenna aðferðirnar, sém beitt er. í umræðuhópunum var því slegið föstu, að, samband skorti á milli kynslóðanna, bæði að talast við og hlusta. Við ættum að temja okkur þá erfiðu list að hlusta hvert á annað, hlusta, og vera síðan bæði veitendur og þiggjend- ur, sem sýndu skoðunum hvers annars virðingu. Skortur á fjölskyldulýðræði var talin orsök mótmæla æsk- unnar. Ef menn ekki viðhafa í verki lýðræði á heimili smu, þá skapast mótstaðan. Hinar miklu breytingar, sem gerast í samfélagi okkar eru jafn erfiðar fyrir æskuna og fyrir okkur. Það er skylda okkar að hjálpa henni yfir þessa erfiðleika. Það getum við aðeins ef að við öflum okk ur meiri þekkingar á samfé- laginu, sem við búum í. Við eigum að vera samborgarar æskunnar og byggja með henni upp betri heim, sem einnig hún þráir. Æska okk- ar hugsar alþjóðlega. Þann hugsunarhátt verðum við líka að tileinka okkur.“ (Frásögn frú Sigríðar Thorlacíus í „Húsfreyjunni“ 3. tbl. 1968). sjálfsögS grundvallarréttindi, að íbúarnir læri að lesa og skrifa. Öl) börn eiga kost þeirr ar menntunar, sem þeim hæfir bezt, í hvaða stétt og stöðu sem foreldrarnir eru. Hins veg ar er málum svo háttað, að meiri hluti íbúa jarðarinnar á þess engan kost að læra að lesa; hvað þá meir. Um þrír fjórSu hlutar af 400 millj. Ind verja eru ólæsir og óskrifandi. Og í mörgum Evrópulöndum er Stór hluti íbúanna ólæs. Nýju Afríkuríkin heyja harða baráttu til aS auka menntunina — þeir ólæsu eru í meirihluta. Hin öra fólksfjölgun veldur því, aS meS ári hverju vex sá fjöldi, sem hvorki kann aS lesa né skrifa. Til samanburSar má nefna, að fimmti hluti af útgjöldum allra landa heims til hermála mundi nægja ti! að kenna a. m. k. 95% íbúum jarSarinnar að lesa. Það þarf þess vegna meira en fjárhagslega aðstoð og mat- vælasendingar til acS bæta úr brýnni þörf. Til að framfarir geti orcSið, þarf að mennta þjóSirnar. I auknu hjálpar- starfi felst skilningur á því, að eigi bræður okkar og syshrr í fátæku löndunum að geta hag- nýtt sér aukna menntun og nýj- ar atvinnugreinar, verður víða acS koma til þjóðfélagsleg bylt- ing, svo acS sem flestir geti not 1 icS gócSs af auknum þjóðartekj- um og framförum á sviði efna- hagslífsins. AcS sama skapi verður þetta fólk þá hæfara að verjast hvers konar yfir- , gangi. Það er aðkallandi verkefni > acS herða sóknina fyrir því aS byggja betri heim. Og margir, sem nú eru ungir, kunna síðar Frh. á bls. 2. \ /

x

Frjáls þjóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.