Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 05.12.1968, Blaðsíða 2

Frjáls þjóð - 05.12.1968, Blaðsíða 2
úr víðri veröld Arið 1967 var gott ár Matvælaframleiðslan í heiminum óx um 3% árið 1967, en uppskeran var fýr árin tvö þar á undan. í þró- unarlöndunum varð aukn- ingin um 6%, en árið 1965 og 1966 voru þeim óhag- stæð í þessu tilliti. í ársriti FAO (Landbúnað arstofnunar Sameinuðu þjóðanna), sem út kom í september þetta ár, segir, að sé áætluð matvælafram leiðsla borin saman við með alfólksf jölgun í heiminum, nái hún 2,2% hækkun — en árleg fólksfjölgun er um 3.6%. Meira en helmingur þess samdráttar, sem varð í mat- vælaframleiðslu á einstak- ling í þróunarlöndunum á undanfarandi 2 árum vannst upp árið 1967. Þetta er mesta aukning á þessu svæði um árabil. Helzta ástæðan fyrir þess ari miklu framleiðsluaukn- ingu er hagstæðara veður- far en árin þar á undan. Aðrar ástæður eru hér einn ig að verki. Má þar nefna, að í þróunaráætlunum er nú víða Iögð meíri áherzla á landbúnað en áður. Þar að aKki er nú fé það, sem á fyrri árum var veitt til efl- ingar landbúnaði byrjað að skila hagnaði. Hinn lélegi afrakstur ár anna 1965 og 1966 ýtti und ir bændur að auka fram- leiðsluna. í sumum löndum, eink- um í Asíu, hefur áburðar- notkun aukizt mjög, og stöð ugt er notað betra og betra útsæði. Q Latneska-Ameríka í Latnesku-Ameríku óx matvælaframleiðslan um 5% og landbúnaðarfram- leiðslan um það bil 4% árið 1967. Kornvörufram- leiðslan óx hröðum skref- um, og aukin hrísgrjóna- og hveitirækt, einkum í Arg- entínu, gerði meira en að vinna upp minnkandi maís framleiðslu. Að öðru leyti urðu varla umtalsverðar breytingar á þessu svæði á árinu 1967. 0 Fjai'Iæg Austurlönd í hinum fjarlægari Aust- urlöndum (meginland Kína ekki talið með) óx landbún- aðarframleiðslan um 6% árið 1967 en hafði staðið í stað næstu 2 ár á undan. Hagstæðara veðurfar skipti hér mestu máli, en drjúgan hluta áttu einnig kynbætt- ar sáðtegundir, sem notaðar voru í um það bil 9% af kornökrum Indverja og Pakistana og 10% hrís- grjónaakra Filippseyinga. Talið var að framleiðsla Indverja á matarkorni næði 95 miljónum tonna á upp- skerutímanum 1967—68, en var 76 miljón tonn 1966— 67 og 72 miljón tonn 1965 —66. í Pakistan búast menn við, að framleiðslan á mat- arkorni nái 24 miljónum tonna en var 21,7 miljón tonn 1966—67. Hrísgrjóna- framleiðslan óx um 12% þrátt fyrir afturkipp í Indó nesíu, Malasíu, Thailandi og Suður-Vietnam, en var þó aðeins 3% hærri en 1964, en þá var metupp- skera. 9 Nálægari Austurlönd Ólíkt því, sem er á öðr- um þróunarsvæðum, hefur landbúnaðarframleiðslan í nálæg. AusturlÖndum auk- izt jöfnum skrefum undan- farin ár, og árið 1967 jókst hún enn um 4%. Aukning- in varð eingöngu í matvæla framleiðslu, en á öðrum sviðum var framleiðslan minni en á hinu hagstæða ári 1965. Stafar þetta eink- um af því, að baðmullar- framleiðslan hefur staðið í stað. Kornvöruframleiðslan óx verulega, mest vegna góðs tíðarfars á þessu svæði. Hveiti- og bygguppskera var mikil í íran, Jórdaníu, Sýrlandi, Arabiska sam- bandslýðveldinu og Tyrk- landi. í Tyrklandi var rækt að mexikanskt hveitiaf- brigði í 200.000 hekturum lands, en það er um 2% af samanlögðum hveitiökr- um Tyrkja. í Arabiska sambandslýð- veldinu var hrísgrjónaupp- skeran geysimikil einkum vegna aukinnar áveitu. Þá varð hrísgrjónauppskeran töluvert meiri en áður í Irak, en þar voru þó all miklir byggakrar teknir undir hrísgrjón vegna hækk andi verðs á þeim. Baðm- ullarframleiðslan á þessu svæði var nálega hin sama og 1966. • Afríka. Landbúnaðarframleiðslan í Afríku óx um 6% á árinu 1967. Kornuppskeran var nú talsvert meiri en árið 1966, en þá var mjög illa ært. Metár var í hveitirækt Suður-Afríku. í Alsír og Marokko reyndist uppsker- an dágóð sömuleiðis í Etí- ópíu og Kenya. Maisupp- skeran í Suður-Afríku nam 9,9 milj. tonna, en árið 1966 var hún aðeins 5,1 milj. tonn. Sykuréramleiðsl an óx um 30% árið 1966 en jókst aðeins örlítið á síðasta ári, einkum vegna þess, að uppskeran í Ródes- íu minnkaði um helming. Jarðhnetuframleiðslan óx um 12%, og er það nýtt met. I Senegal varð fraro- leiðslan 50% meiri en'árið 1966, en þá geisuðu þar miklir þurrkar. í Suður- Afríku varð jarðhnetuupp- skeran hálfu meiri en árið áður, en í Nígeríu var um afturför að ræða. Talsverð- ur afturkippur varð í fram leiðslu á pálamolíu og pálmakjörnum, stafaði það einkum af ástandi mála í Nígeríu. (Þýtt úr Ceres, tímariti FAO). Frjáls þjóð Vill þakka ollum skilvísum \ kaupendum, en hvetja jafnframt þá sem ekki hafa greitt áskriftargjald sitt til aff gera það sem fyrst. Styðjum íslenzkan málstað. Kaupið Frjálsa þjoð Sími 1-99-85 — Pósthólf 1419. / Frá landbúnaðar- sýningunni SumariS er IiðiS og mesta skammdegi ársins gengitS í garcS. — Á landbúnacSarsýn- ingunni, sem haldin var í sum- ar var margt fróSlegt og skemmtilegt að sjá, m. a. gaf sýning GarSyrkjufélags ís- lands, hins. ágaeta félags, glögga mynd af því, hve mikil fjölbréytnin og fegurðin getur verið í skrúðgörðunum. — Myndin hér viíS hliðina er frá þessum þastti landbúnaðarsýn- ingarinnar. I þessu sambandi er ekki úr vegi acS minna áhugafólk um þessi mál á acS GarcSagrócSur, bók þeirra Ingólfs Davíðsson- ar og Ingimarsy Óskarssonar, kom út í 2. útgáfu í sumar. Þessi bók er hið ágætasta rit og er víst að hinar glæsilegu litmyndir þess munu ylja les- endum í skajnmdeginu. Frjáls þjóð — Fimmtudagur 5. desember 1968

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.