Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 05.12.1968, Qupperneq 2

Frjáls þjóð - 05.12.1968, Qupperneq 2
Árið 1967 var gott ár Matvælaframleiðslan í heiminum óx um 3% árið 1967, en uppskeran var rýr árin tvö þar á undan. í þró- unarlöndunum varð aukn- ingin um 6%, en árið 1965 og 1966 voru þeim óhag- stæð í þessu tilliti. í ársriti FAO (Landbúnað arstofnunar Sameinuðu þjóðanna), sem út kom í september þetta ár, segir, að sé áætluð matvælafram leiðsla borin áaman við með alfólksfjölgun í heiminum, nái hún 2,2% hækkun — en árleg fólksfjölgun er um 3.6%. Meira en helmingur þess samdráttar, sem varð í mat- vælaframleiðslu á einstak- ling í þróunarlöndunum á undanfarandi 2 árum vannst upp árið 1967. Þetta er mesta aukning á þessu svæði um árabil. Helzta ástæðan fyrir þess ari miklu framleiðsluaukn- ingu er hagstæðara veður- far en árin þar á undan. Aðrar ástæður eru hér einn ig að verki. Má þar nefna, að í þróunaráætlunum er nú víða lögð meiri áherzla á landbúnað en áður. Þar að actki er nú fé það, sem á fyrri árum var veitt til efl- ingar landbúnaði byrjað að skila hagnaði. Hinn lélegi afrakstur ár anna 1965 og 1966 ýtti und ir bændur að auka fram- leiðsluna. í sumum löndum, eink- um í Asíu, hefur áburðar- notkun aukizt mjög, og stöð ugt er notað betra og betra útsæði. @ Latneska-Ameríka í Latnesku-Ameríku óx matvælaframleiðslan um 5% og landbúnaðarfram- leiðslan um það bil 4% árið 1967. Kornvörufram- leiðslan óx hröðum skref- um, og aukin hrísgrjóna- og hveitirækt, einkum í Arg- entínu, gerði meira en að vinna upp minnkandi maís framleiðslu. Að öðru leyti urðu varla umtalsverðar breytingar á þessu svæði á árinu 1967. @ Fjarlæg Austurlönd I hinum fjarlægari Aust- urlöndum (meginland Kína ekki talið með) óx landbún- aðarframleiðslan um 6% árið 1967 en hafði staðið í stað næstu 2 ár á undan. Hagstæðara veðurfar skipti hér mestu máli, en drjúgan hluta áttu einnig kynbætt- ar sáðtegundir, sem notaðar voru í um það bil 9% af kornökrum Indverja og Pakistana og 10% hrís- grjónaakra Filippseyinga. Talið var að framleiðsla Indverja á matarkorni næði 95 miljónum tonna á upp- skerutímanum 1967—68, en var 76 miljón tonn 1966— 67 og 72 miljón tonn 1965 —66. í Pakistan búast menn við, að framleiðslan á mat- arkorni nái 24 miljónum tonna en var 21,7 miljón tonn 1966—67. Hrísgrjóna- framleiðslan óx um 12% þrátt fyrir afturkipp í Indó nesíu, Malasíu, Thailandi og Suður-Vietnam, en var þó aðeins 3% hærri en 1964, en þá var metupp- skera. 9 Nálægari Austurlönd Ólíkt því, sem er á öðr- um þróunarsvæðum, hefur landbúnaðarframleiðslan í nálæg. Austurlöndum auk- izt jöfnum skrefum undan- Frá Bandbúnaðar- sýningunni SumariS er IicSicS og mesta skammdegi ársins gengið í garS. — Á landbúnaSarsýn- ingunni, sem haldin var í sum- ar var margt fróðlegt og skemmtilegt að sjá, m. a. gaf sýning Garðyrkjufélags Is- lands, hins ágæta félags, glögga mynd af því, hve mikil fjölbréytnin og fegurðin getur veriS í skrúðgörðunum. — Myndin hér viS hliðina er frá þessum þætti landbúnaSarsýn- ingarinnar. I þessu sambandi er ekki úr vegi aS minna áhugafólk um þessi mál á aS GarSagrócSur, bók þeirra Ingólfs Davíðsson- ar og Ingimars. Óskarssonar, kom út í 2. útgáfu í sumar. Þessi bók er hiS ágætasta rit og er víst að hinar glæsilegu litmyndir þess munu ylja les- endum í skammdeginu. farin ár, og árið 1967 jókst hún enn um 4%. Aukning- in varð eingöngu í matvæla framleiðslu, en á öðrum sviðum var framleiðslan minni en á hinu hagstæða ári 1965. Stafar þetta eink- um af því, að baðmullar- framleiðslan hefur staðið í stað. Kornvöruframleiðslan óx verulega, mest vegna góðs tíðarfars á þessu svæði. Hveiti- og bygguppskera var mikil í íran, Jórdaníu, Sýrlandi, Arabiska sam- bandslýðveldinu og Tyrk- landi. í Tyrklandi var rækt að mexikanskt hveitiaf- brigði í 200.000 hekturum lands, en það er um 2% ,af samanlögðum hveitiökr- um Tyrkja. í Arabiska sambandslýð- veldinu var hrísgrjónaupp- skeran geysimikil einkum vegna aukinnar áveitu. Þá varð hrísgrjónauppskeran töluvert meiri en áður í írak, en þar voru þó all miklir byggakrar teknir undir hrísgrjón vegna hækk andi verðs á þeim. Baðm- ullarframleiðslan á þessu svæði var nálega hin sama og 1966. Suður-Afríku. í Alsír og Marokko reyndist uppsker- an dágóð sömuleiðis í Etí- ópíu og Kenya. Maisupp- skeran í Suður-Afríku nam 9,9 milj. tonna, en árið 1966 var hún aðeins 5,1 milj. tonn. Sykuréramleiðsl an óx um 30% árið 1966 en jókst aðeins örlítið á síðasta ári, einkum vegna þess, að uppskeran í Ródes- íu minnkaði um helming. Jarðhnetuframleiðslan óx um 12%, og er það nýtt met. í Senegal varð franv leiðslan 50% meiri en árið 1966, en þá geisuðu þar miklir þurrkar. í Suður- Áfríku varð jarðhnetuupp- skeran hálfu meiri en árið áður, en í Nígeríu var um afturför að ræða. Talsverð- ur afturkippur varð í fram leiðslu á pálamolíu og pálmakjörnum, stafaði það einkum af ástandi mála í Nígeríu. (Þýtt úr Ceres, tímariti FAO). Frjáls þjóð Vill þakka öllum skilvísum kaupendum, en hvetja jafnframt þá sem ekki hafa greitt áskriftargjald sitt til að gera það sem fyrst. Styðjum íslenzkan málstað. # Afríka. Landbúnaðarframleiðslan í Afríku óx um 6% á árinu 1967. Kornuppskeran var nú talsvert meiri en árið 1966, en þá var mjög illa ært. Metár var í hveitirækt Kaupið Fr jálsa þjóð Sími 1-99-85 — Pósthólf 1419. 2 Frjáls þjóð — Fimmtudagur 5. desember 1968

x

Frjáls þjóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.