Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 05.12.1968, Blaðsíða 4

Frjáls þjóð - 05.12.1968, Blaðsíða 4
c íslendingar eignist verksmiðjutogara f neðri deitd Alþingis var f fyrri viku lögð fram þings- ályktunartillaga frá Haraldi Henryssyni, Gísla Guð- mundssyni, Matthíasi Bjarnasyni, Braga Sigur- jónssyni og Hjalta Haralds- syni um „að fel.a ríkisstjórn ’nni að hefja nú þegar þátt töku í athugun. Farmanna- og fiskimannasambands ís- lands, sem miða að kaup- um og útgerð verksmiðju- togara. Fáist jákvæðar nið- urstöður af sameiginlegum athugunum, verði stefnt að því, að ríkið eigi aðild að framkvæmd þessa máls eða veiti þá aðstoð, sem nauð- synleg er.“ Hér á eftir fara nokkrir kaflar úr framsögu ræðu Haralds Henryssonar fyrir tillögu þessari. Þess er tæpast þörf að rekja fyrir hv. þingmönn- um, hve mikilvægur þáttur togaraútgerð hefur verið í íslenzkum þjóðarbúskap í áratugi, en vafasamt er að nokkur fjárfesting hafi reynzt þjóðinni arðbærari eða varanlegri en togara- kaup. Það er því undrunar- efni og slæmur vitnisburð- ur árvekni okkar, hve mjög við höfum látið þennan þátt sjávarútvegsins afskiptan á undanförnum árum. Togara útgerð hefur vissulega átt sína erfiðu tíma, einkum nú á síðari árum, aðallega vegna þess að tækin eru orðin gömul og aðferðirnar úreltar. Við höfum á engan hátt hagnýtt okkur þá tækni, sem gerir útgerð stærri fiskiskipa á fjarlæg mið einkum hagkvæma. Við höfum einblínt um of á eina grein fiskveiða og beint þangað mestallri okkar fjár festingu í sjávarútvegi, meira og minna skipulags- laust. Þetta er reyndar og hefur lengi verið einkenn- andi fyrir alla okkar fjár- festingarpólitík. Hún hefur ætíð miðast um of við gróða von líðandi stundar án til- lits til heildarþarfa yfir lengri tíma. Á þetta án vafa sinn stóra þátt í því, hvern- ig nú er komið efnahag þjóðarinnar. Þrátt fyrir allt okkar tal um einhæfni í þjóðarbú- skap okkar og að við þurf- um að auka fjölbreytni at- vinnulífsins, höfum við sára lítið gert til að hagnýta þá möguleika til fjölbreytni, sem höfuðatvinnuvegur • okkar býður upp á. Það heyrist oft, að það sé erfitt og nær vonlaust fyrir okkur íslendinga að byggja af- komu okkar á einni atvinnu grein, sem sé ákaflega stop- ul. Það er áreiðanlega rétt, að ef við ætlum að halda áfram að reka sjávarútveg okkar eins og hingað til með það eitt fyrir augum að moka upp fiski án tillits til þess, hvaða vinnslu hann fær og hvaða verð fæst fyr ir hann, munum við fljót- lega komast í þrot og það svo harkalega að við verð- um að leita á annarra náðir með uppbyggingu atvinnu- vega í landinu. Ég vil eng- an veginn afskrifa það, að við íslendingar eigum sam vinnu við erlent fjármagn og aðrar þjóðir, ekki sízt þær sem skyldar okkur eru og við treystum, um upp- byggingu fyrirtækja í landi okkar. En ég tel, að okkur sé það nauðsynlegt fyrst að treysta svo grundvöll þjóð- arbúskaparins með inn- lendri iðju í stærri og smærri stíl, að hið erlenda fjármagn gæti aldrei haft neina lykilaðstöðu eða úr- slitaáhrif í efnahagslífi okk ar. Það er rétt að atvinnu- líf okkar er nú einhæft, en það er okkar eigin sök. Við höfum látið undir höfuð leggjast að nýta möguleika þess og með því höfum við vanrækt að leggja þann grundvöll að sjálfstæði okk ar, stjórnarfarslegu, efna- hagslegu og menningarlegu sem varanlegastur er. Án þess að sá grundvöllur sé lagður, getum við ekki boð- ið hingað erlendum aðilum, auðugum að fjármagni, nema við viljum eiga það á hættu að efnahagslíf okkar bíði stórfellt tjón af og geta okkar til að standa á eigin fótum minnki. Hingað til má segja, að sjávarútvegur okkar hafi fyrst og fremst miðast við veiðimennsku án tillits til verðmætissköpunar úr þeim afla, sem dreginn hef ur verið á land. Við höfum flutt mikinn hluta afla okk ar úr landf óunninn eða hálfunninn. Þessu verðum við að breyta. Við þurfum að einbeita okkur að því verkefni að verða færir um að vinna allan þann afla, sem á land berst til fulls og fá fyrir hann það verð sem bezt er. Þar eigum við gif- urlegt verk óunnið en ég held að allir geri sér ljóst, sem um þessi mál hugsa, að við getum ekki lengur hald ið áfram á sömu braut, að moka upp öllum þeim fiski sem við getum fundið á hverjum tíma, til að flytja síðan sem óunnið hráefni til annarra landa. Slíkt er að stela úr sjálfs hendi. ís- lenzkir sjómenn hafa sýnt ótrúlegan dugnað við fisk- veiðar og hlutfallslega hafa sjómenn engrar annarrar þjóðar fært eins mikinn afla á land. Þeir hafa og manna bezt kunnað að hag nýta fullkomnustu tækni til fiskveiða. Það er því hryggi legt til þess að vita, að verð mæti afla þeirra er ekki í réttu hlutfalli við magnið samanborið við aflaverð- mæti erlendra starfsbræðra þeirra. Ég hygg, að enginn á- greiningur ríki um það, að endurnýjunar togaraflota landsmanna sé nú brýn þörf. En þrátt fyrir ábend- ingar og áskoranir til hv. núv. ríkisstjórnar, bæði hér á hinu háa Alþingi og utan þess, hefur hún sýnt þessu mikilvæga máli vítavert tómlæti og látið dragast lengur en verjandi er að hefja aðgerðir. En áður en endurnýjun togaraflotans er hafin verðum við fyrst af öllu að gera okkur grein fyrir þvi, á hvaða grund- velli við viljum standa, hvað okkur sé nú brýnast og hvaða vinnubrögð séu hagkvæmust. Ég tel, að þeg ar rætt sé um togara nú, eigi menn fyrst og fremst við stór fiskiskip, sem geti sótt á hvaða fjarlægu fiski mið sem er, enda má segja, að vettvangur togaranna hafi á undanförnum árum verið djúpmið og fjarlæg fiskimið svo sem við Græn- land og Nýfundnaland. Má og búast við því í ríkari mæli, að stærri fiskiskip okkar þurfi að leita á æ f jar lægari mið ef við ætlum okkur á annað borð að stunda alhliða fiskveiðar. Það er og ljóst, að okkur vanhagar nú fyrst og fremst um slík skip, sem geta leit- að á fjarlægari mið. En svo við höldum okkur við endur nýjun togaraflotans, sem gera verður ráð fvrir að leiti á fjarlæg mið, þá er nú komið að þeirri spurn- ingu, hvað við ætlum að gera við þann fisk, sem þessi skip veiða. Eigum við að flytja hann til lands til vinnslu eða til sölu óunn- inn á erlendum markaði eins og við höfum látið gömlu togarana gera? Með því móti héldum við óbreyttri fyrri stefnu, að veiða sem mest án tillits til verðmætis aflans. Eða vilj- um við taka upp stefnu í samræmi við nýja tíma og nýja tækni? Við vitum að ef við ætlum okkur að vera gjaldgengir í hinni hörðu samkeppni um fiskmarkaði þurfum við að vera vakandi og sofandi í því að nýta all- ar tiltækar leiðir til að vinna sem bezta vöru með sem lægstum tilkostnaði. Það getur engum dulizt, að togarafiskur okkar getur enga samkeppni staðizt, hvorki að því er gæði eða verð snertir, ef siglt er með hann í mörg dægur af miðum til vinnslu í landi, en á þeirri leið yrði hann fyrir mörgu hnjaski sem stórlega drægi úr verðmæti hans. Við stjeðum þá höll- um fæti gagnvart þeim þjóðum, sem í vaxandi mæli senda fljótandi verk- smiðjur á miðin til að vinna úr fiskinum nýjum. Um árabil hefur fjöldi slíkra skipa frá mörgum þjóðum verið hér á miðun- um við ísland, Grænland, Nýfundnaland og víðar, og náð góðum árangri. Heyrt hef ég, að hásetahlutur á norskum verksmiðjutogara hafi farið upp í 480 þúsund krónur (fyrir gengislækkun) á ári og sífellt mun vera fyrir hendi biðlisti manna, sem vilja fá pláss á þessum skipum. Mun rekstur þeirra gefa góðan arð. Ég er ekki í neinum vafa um það, að þarna liggja stórkostlegir möguleikar, sem við höfum allt of lengi látið ónotaða og höfum ekki efni á að horfa fram hjá lengur. En nú munu margir eflaust segja, að tímar séu nú erfið ir hér á landi og skuldir út á við svo miklar, að það sé ekki á bætandi. Víst er það rétt, að nú verðum við að hafa alla gát á og hefðum fyrr mátt gera það. Hitt væri hættulegt, ef við legð- um hendur í skaut., þegar um er að ræða endurnýjun þeirra tækja, sem drýgst hafa reynzt í gjaldeyrisöfl- un. Ekki sízt, þegar ástæða er til að ætla, að með nýt- ingu nútíma tækni geti gjaldeyrisöflun þessara tækja orðið enn meiri. Okk ur er það mikilvægast nú að finna leiðir til gjaldeyris öflunar og við það verðum við fyrst og fremst að miða allar okkar fjárfestingar. Hygg ég að fátt geti reynzt okkur drýgra að þessu leyti en einmitt verksmiðjutog- arar. Hv. ríkisstjórn segir okk ur, að nýafstaðin gengis- lækkun muni bæta mjög stöðu útflutningsatvinnu- vega okkar. Við höfum þó reynt annað af öðrum geng- • islækkunum og samkeppn- isaðilar okkar segja, að á- hrif þessara gengislækkana séu þau að íslendingar komi fram með lægri verð- tilboð og stuðli þannig að lækkandi verði á fiskimörk- uðunum. Vil ég í þessu sam bandi vísa til ummæla for- manns í norsku freðfisksölu samtökunum „Frionor“, Kristoffers Holst, en hann segir, að gengislækkanir fiskiðnaðarþjóðanna í árs- lok 1967 hafi orsakað enn frekara verðfall en orðið var á freðfiskmörkuðum bæði í austri og vestri. f Austur-Evrópu hafi ástand- ið einkennst af lágum verð tilboðum frá íslandi, Eng- landi og Danmörku, sem öll væru nýbúin að lækka gengið. Og við höfum lesið og heyrt um það að undan- förnu að Bretar búast nú við því að íslendingar fari að bjóða þangað fisk á lægra verði. Hér er því eng an veginn um varanlega lækningu að ræða. Ef við ætlum ekki að fara sífellt niður á við verðum við nú strax að grípa til varanlegra lækningaráða. Þau eru fyrst og fremst fólgin í stórbættri vinnslu og meðferð fisk- afla okkar, ekki einungis a-ffla úthafsfiskiskipa eins og hér er fjallað um, heldur alls þess afla, sem veiddur er hér við land. Það er nauðsynlegt, að þegar fyrir næstu vetrarvertíð verði gripið til ráðstafana, sem stuðla að bættri aflameð- ferð og um það verður rík- isvaldið að hafa forystu. Eins og nú er ástatt, kem- ur fiskurinn að landi meira og minna kraminn vegna þess að hann hefur verið látinn liggja ýmist ísaður eða íslaus í alltof þykkum bingjum. Síðan tekur við uppskipun en þá er fiskin- Framhald á Ws. (k 4 Frjáls þjóð — Fimmtudagur 5. desember 1968 ) I

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.