Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 05.12.1968, Blaðsíða 5

Frjáls þjóð - 05.12.1968, Blaðsíða 5
/ ORÐ í BELG ísl. orðtakasafn. Halldór Halldórsson samdi. I A-K Reykjavík 1968. Almenna bókafélagið viii + 338 bls. Próf. Halldór Halldórs- son hefur nú sent frá sér fyrra bindi af lærðu riti um íslenzk orðtök, en hann hef ur lengi fengizt við rannsókn ir á þessu sviði. Hann varSi Islenzk orðtök, doktorsrit sittum þetta efni, árið 1954. FjallaSi hann þar eingöngu um myndhverf orStök, en þaS eru orStök, sem orSið hafa fyrir merkingarbreyt- ingum. Breytingin þarf aS hafa átt sér staS af ásettu ráði og sambandiS milli upp haflega merkingarmiSsins og þess núverandi þarf einn ig að vera auðskiliS, t. d. klóra í bakkann. I þessari nýju bók eru tekin fleiri orStök en þau sem myndhverf eru, þó að mikill meiri hluti þeirra sé myndhverfur. Um hlutverk bókarinnar segir höfundur á þessa leiS: .....en hlutverk hennar er um fram allt aS vera upp- flettibók á sama hátt og sögulegar orSabækur, en vit anlega á takmarkaSra sviSi, þar sem hér er ekki um ein- stök orS fjallað, heldur ein- stök orSasambönd, svo nefnd orStök. “ (bls. v). Bókin er sett upp í sam- ræmi við hlutverk hennar, þannig að orStökunum er raðaS eftir aSalorSi orStaks ins, sem er raSað í stafrófs- röS, eins og í orSabók væri aS ræða. Er þetta raunar sama aSferð og í fyrrnefndu doktorsriti, nema þar eru aSalorSin aSeins feitletruS í orðtakinu sjálfu, en ekki sett upp sem sérstök uppslátt arorð. Má þaS einu gilda. Annars fellur mér betur upp setningin í fyrra ritinu, og er þar helzt aS finna aS í hinni nýju bók, hversu let- urgerðir fara illa saman. Er þar sérstaklega aS nefna há- stafaletur á skammstöfunum heimildarrita, sem skera ó- þægilega í augu og gera let- urflöt órólegan. Skammstaf- anir eru og margar óþægi- legar. Eins og áður er komiS ffam, hefur höfundur tekiS upp mikiS af orðtökum úr fyrra riti sínu, en víSa virð- ist hann hafa stytt tilvitnanir og lagfært skýringar. Sýnist það vera til bóta. Einkum var rétt að stytta tilvitnanir, þar sem ekki er þörf á þeim svo ítarlegum hér sem í dokt orsritinu. Þeim sem í bók- inni flettir, mun yfirleitt nægja þaS; sem nú hefur veriS sett. Það er heldur fagnaSar- auki aS þessu riti á hinum síðustu og verstu tímum blaSamennsku og fjölmiSl- unartækja. Þeir sem vinna viS þessar stofnanir hafa oft fengið orS fyrir flatneskju- legt mál og ambögulegt, og er þá ekki sízt þekkingar vant í meSferð fastra orSa- sambanda og þar meS orS- tækja. Vill oft brenna við, aS orðtökum sé ruglaS sam- an svo og aS þau séu rang- notuS, aS þau eigi ekki við þaS sem blaðamaSurinn hugsaSi. Ætti þetta rit aS geta komið í góSar þarfir nú, þeg ar verið er aS ræSa um stofn un blaðamannaskóla, þar sem nær helmingur fræSsl- unnar á aS vera meSferð móSurmálsins. Ætti útkoma þessa rits aS vera fagnaSar- efni þeirra, sem viS ritstörf fást, hverju nafni sem nefn ast, og svo auðvitaS þeirra, sem yndi hafa af góSu máli og þeim efnum velta fyrir sér, þó ekki séu höfundar. Enn er aðeins komið út fyrra bindi, en von mun brátt á því seinna. ÞaS mætti ekki dragast úr hömlu, þar sem engar heimilda- eða skamm- stafanaskrár fylgja hinu fyrra bindinu. Höfundur getur þess í for mála, aS því sé æSi oft rugl aS saman, hvaS sé málshátt ur og hvaS orStak, og gerir hann stutta grein fyrir því atriSi. Ef sagt er hóf er bezt í hverjum leik, er um máls hátt að ræSa. Það skilst án samhengis. En ef sagt er Þar fór góður biti í hunds- kjaft, skilst þaS ekki nema í samhengi. ,,Menn verða aS vita, hver góSi bitinn er og hver hundskjafturinn er.“ Þetta ætti aS vera til nokk urrar leiSbeiningar þeim, sem hafa velkzt í vafa um greininguna. Höfundur tekur fram um skýringar á orStökum, aS þær séu aldrei öruggar, nema þau komi fyrir í eigin- legum merkingum og aSrar skýringar séu tilgátur mis- munandi sennilegar. Sjálf- sagt er að taka undir viS þetta sjónarmið. Um mörg orðtakanna er þaS aS segja, að þau virSast koma fyrir í elginlegum merkingum, en önnur gera þaS alls ekki. Eru því sumar skýringar í bókinni reistar á hugboSi einu, og er líklegt aS svo verSi áfram, þó aS skýring- um sé aukiS við. Hér verð- ur ekki fariS langt út í ein- stakar skýringar, en getiS fáeinna atriða, sem hugsan- lega væri hægt aS skýra á annan veg en gert er í bók- inni. Höfundur segir um orð- takiS: nú kemur annaS hljóS í bjölluna, aS þaS sé sennilega sniðið eftir dönsku: pipen fár en anden lyd. Ekki finnst mér þaS þurfi aS vera. OrStakið gat hæglega komiS upp óháð því, t. d. þegar settir voru trékólfar í klukkur (bjöll- ur) um dymbildaga. Merking orStaksins gera e-S í blóra viS e-n er í mínu máli svolítiS önnur en HH nefnir. Ég skil þaS svo: ,,að gera e-ð í andstöSu við e-n“, en ekki, aS sök þurfi aS falla á'annan við þaS. Um orStakiS aS færa út kvíamar ..stækka fyrirtæki sitt, bæta viS það, sem menn hafa umleikis'1 hefur höf. eftirfarandi skýringu: ,,Sennilega er líkingin runn- in frá færikvíum, en þær voru gerSar úr rimlagrind- um. Ef grindunum var fækk að, minnkuSu kvíarnar (þ. e. menn færðu saman kví- arnar), ef þeim var fjölg- aS, stækkuSu kvíarnar (þ. e. menn færðu út (sundur) kvíarnar)." Þessi skýring orkar þó tvímælis. Notkun færikvía var ekki fólgin í því að fækka eSa fjölga grindum, heldur í því aS færa þær þannig, aS þær gátu ýmist rúmað fátt fé eSa margt, eftir því hvort horn- in, sem mynduSust viS sam- setningar grindanna voru lát in vísa inn í kvíarnar eða út úr þeim. OrðtakiS eftir dúk og disk finnst mér ekki merkja ,,þeg ar e-S (þaS sem um er rætt) er afstaSið", heldur aSeins ,,seint og um síSir", ekki bundiS við ákveSinn tíma. Um orStakið aS hafa hendur í hári e-s sýnist mér ekki nauðsynlegt aS benda til erlendra fyrirmynda. Sá sem hefur reynt aS ná stygg um hesti; þykist góSur, þeg ar hann hefur haft hendur í hári hans. Um harðan hárborSa seg ir höf., aS þar muni átt viS borða (band) úr hári, t. d. hrosshári, og líkingin, aS ein hver megi búast viS hörð- um hárborSa sem refsingu, sé sennilega dregin af fleng ingu. Ekki er óhugsandi aS átt sé við borSa um hár. ÞaS eru hæg heimatökin og afbrigSið e-S er ekkert heimatak er ekki auSvelt að skýra ráunverulega. HvaS er heimtak. Vel mætti vera átt við landeignir, slægj ur eSa beitilönd, sem liggja nærri bæ, jafnvel gripi eSa eigur. I Grágás er haft orSiS tak um eignir manna, t. d.: „hann skal færa tak sitt ok hey af landi því, er hann bjó á“ (Cleasby). Má og hafa í huga orðiS ítak, eign arrétt (eSa afnotarétt) í landi annars. Gæti verið, aS heimatak væri andstæða þess? Sbr. og orStakiS e-ð er hægt í högum, þ. e. auSvelt. Eitt orStak nefnir höf. m. a., sem mér er ókunnugt og er víst fremur sjaldgæft. ÞaS er áhyggjuefni allra góSra manna hve ýmiss kon ar afbrot og önnur hegSun- arvandkvæSi aukast hér hjá bömum og unglingum. Hið sama gildir um vandræða- heimilin svoköIIuSu, þar sem böm og unglingar verða oft aS gjalda nautna- sýki foreldra sinna. Á þess- um vandamálum er reynt að taka í þeim tilgangi aS bjarga þeim einstaklingum, sem á glapstigum eru, og forSa hinum frá skakkaföll- um vegna ömurlegra heimil- isástæSna. Af hálfu hins op- inbera vinna m. a. bama- vemdarnefndirnar aS þessu starfi. BlaSinu hefur borizt skýrsla frá Barnaverndar- nefnd' Reykjavíkurborgar fyrir árið 1967, sem viS viljum vekja athygli iesenda blaðsins á í trausti þess, að þeir hugleiSi þessi mál — því aS þessi málefni varða alla, ábyrgðin hvílir á þeim — og hvort aS þeir geti ekki gert sitt til aS betri ár- angur náist í því starfi aS koma í veg fyrir aS börn lendi í slíkum vandræSum sem hér um ræSir og hjálpa hinum. AS sjálfsögðu eru ÞaS er: styttist á e-m hemp- an í merk. ,,e-r verSur fyrir skakkaföllum, lækkar í á- liti". ÞaS er kunnugt frá 20. öld í þessu samhengi: Skyldi hafa stytzt á honum hemp- an, þó hann gengist við þess um krökkum. Höf. segir upp runa óvísan. Mér kemur í hug, aS hér sé aS baki efni Skikkjurímna eða Möttuls- sögu, um möttulinn, sem sýndi „með svo ferlegum hætti, aS þannig mundi hann styttast, aS hann birti með hverjum hætti, hver hafSi syndgazt". Hér hefur veriS drepiS á nokkur atriSi, sem stanzaS hefur verið viS viS fljót- lega flettingu bókarinnar. Þó að finna megi að einstök um skýringum, ætla ég aS yfirleitt sé fariS svo nærri sanni sem auðiS verSur. Þetta safnrit mun koma ýms um aS góSu gagni. Þar er ekki komiS aS tómum kof- unum. VerSur vonandi fram hald á þessum flokki bóka- félagsins, sem kennir sig við „íslenzk þjóðfræði", hvaS svo sem í því heiti felst. Svavar Sigmundsson. vissir þættir þessara mála þess eðlis, aS fyrst og fremst sérhæft fólk þarf að fjalla um þau, en hinu má þó ekki gleyma, aS almenn- ingur getur hvatt til þess að betur sé búiS aS þessu starfi á allan hátt. 650 börn. I skýrslu barnaverndar- nefndar kemur fram, aS nefndin hefur haft afskipti af málum 650 barna á árinu 1967 og er þaS 44 börnum fleiri en áriS áSur. I þess- um hópi voru 279 á aldrin- um 7—16 ára, 231 piltur og 48' stúlkur, sem höfðu framiS 464 afbrot, en hliS- stæðar tölur fyrir 1966 voru 324. Mest var þetta hnupl, þjófnaður og innbrot eSa 234 slík tilfelli, 223 frömdu piltar en 1 1 þeirra stúlkur. Þá koma skemmdir og spell, 62 tilfelli, flakk og útivist 86 tilfelli, 46 snerti pilta en 40 þeirra stúlkur. Er þessi flokkur langtíðastur hjá stúlkunum, eins og sjá má á tölunum. Ölvunarbrot voru 43 talsins og snertu 1 8 slíkra brota 36 pilta, sem voru 16 ára gamlir, og í 4 Framhald á bls. 7 \ I 5? Drykkjuskapur algengasta orsök vandræðaheimila Frjáls þjóð — Fimmtudagur 5. desember 1968

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.