Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 12.12.1968, Qupperneq 1

Frjáls þjóð - 12.12.1968, Qupperneq 1
12. desember 1968 Fimmtudagur 39. tölublað 17. árgangur Vaxandi stjórnmálaólga: Segir ríkisstjórnin af sér? Eftir því sem lengra líður frá því er hin stórfellda geng- isfelling var ákveðin, kemur æ betur í ljós hversu fjarri fer að hún leysi vanda út- flutningsatvinnuveganna, sem hún átti þó að bjarga. Frá upp hafi var ljóst, að í kjölfar gengisfellingarinnar hlaut að koma stórfelld verðhækkunar- skriða flestra brýnustu lífs- nauðsynja og bitna með ofur- Dunga á þeim, sem lægst höfðu taunin og í'yrir flestum að sjá. Gat ríkisstjórninni naumast jlandast hugur um að verka- 'ýðshreyfingin teldi sig verða að mæta slíkri verð*)ólguöldu með kröfunni um vit'Höluupp bætur á laun. Var það og meg- inkrafa nýlokins Alþýðusam- bandsþings, ásamt kröfunni um víðtækar ráðstafanir til að draga úr eða koma í veg fyrir atvinnuleysi. Enn er allt í fullkominni óvissu um, hvernig á þessum stórmálum verður tekið, en verkalýðs- hreyfingin býr sig að sjálf- sögðu undir þá varnarbaráttu, sem óhjákvæmilega er fram- undan. Nú er ljóst orðið, að ríkis- stjórnin ætlar að leysa hinn mikla fjárhagsvanda útgerðar og fiskvinnslu á kostnað sjó- manna að töluverðu leyti. Við gengisfellinguna hækka er- lendar skuldir útgerðarinnar stórlega og rekstrarkostnaður vex. Til þess að vega upp á móti þessu, var í síðustu viku lagt fram af ríkisstjórnarinnar hálfu lagafrumvarp sem felur í sér að taka frá 25—47% af óskiptu aflaverðmge.ti. Qg flyfja frá sjómönnum yfir til út- gerðarmanna og útgerðarfyrir tækja. Hér er um tilflutning á gíf- urlegum fjármunum að ræða, hundruð milljóna króna á ári miðað við meðalafla. Eftir að íslenzk sjómannastétt hefur á síðastliðnu og þessu ári mátt þola meiri tekjumissi en nokk ur þjóðfélagsstétt önnur, er þess engin von að hún þoli slíka skerðingu og afnám samningsbundins réttar um hlutaskipti. Það hefur og kom ið í ljós, að sjómannasamtök- in eru staðráðin í að snúast hart og einhuga til varnar. • Hvað verður um frum- varpið? Ætlun ríkisstjórnarinnar var sú, að knýja fram af- greiðslu fyrrgreinds frum- varps á örfáum dögum. Á þriðjudag í fyrri viku var því vísað til nefndar í Efri-deild. Þar hefur það síðan legið í salti og var ekki farið að ræða það frekar þegar þetta er ritað. Ástæðan er sú, að sjó- mannasamtökin hafa hótað hörðu og telja sig eiga vís- an stuðning verkalýðshreyf- ingarinnar allrar. Verkalýðs- hreyfingin hefur lýst því yfir skorinort að alger forsenda samningaviðræðna við ríkis stjórnina um kjaramál sé sú, að ekki verði gripið til neins konar lögþvingana. Vitað er, að um þessi mál öll eru nú miklar og harðn- andi deilur innan anna stjórnarflokksins, Alþýðu- innan Alþýðuflokksins, að ríkisstjórnin eigi tafarlaust að segja af sér. Þeirri skoðun vex þar stöðugt fylgi, að við sé að glíma svo stórfelld vandamál að þau verði ekki með neinu móti leyst af veikri stjórn í hörkubaráttu við sameinuð launþegasamtök landsins. — Eina færa leiðin sé sú, að und inn verði bráður bugur að myndun nýrrar bjargráða- stjórnar á breiðum grundvelli sem verkalýðshreyfingin geti unað og borið nokkurt traust til. Um þetta standa nú harðar sviptingar innan flokksins. Innan Sjálfstæðisflokksins er enn sem komið er meiri samheldni um að halda fram hinni hörðu stefnu gengis- lækkunarpostulanna gagnvart sjómannasamtökunum og verkalýðshreyfingunni. Þó eru þar einnig ýmis merki um ótta við það, hvað framtíðin ber í skauti sínu. Fullvíst er, að forustumenn flokksins rs+vilja mikið til vinna að forð- ast Alþingiskosningar á næst- HÁSKI Á FERÐUM Verður fjöldi að hætta námi erlendis? Sá hópur manna, sem geng- isfellingin bitnar á með mest- um þunga, eru ungir Islending- ar, sem dveljast viS framhalds nám erlendis. Er ekki annað sýnt en fjölmargir þeirra verði að hverfa frá námi. Á einu ári tiafa þeir orðið fyrir barðinu á tvennum gengisfellingum, er hafa hvorki meira né minna en tvöfaldað námskostnaðinn. — Ferða- og dvalarkostnaður sem nam árlega 100 þús. kr. fyrir gengisfellinguna í fyrra, er nú kominn um og yfir 200 þúsund kr. Láta mun nærri acS námslán þau, sem námsmenn eiga kost á úr Lánasjóði íslenzkra náms- manna, hafi numiS 30—35% kostnaðar. Gert er ráð fyrir aS lnnin hækki nú í krónutölu sem því svarar að þetta hlutfall haldist. AS öllu öðru leyti lendir hinn stóraukni náms- kostnaður á námsmönnum sjálf um og vandamönnum þeirra. M. ö o. sá, sem fyrir rúmu ári þurfti að afla af eigin ramm- leik 70 þús. kr. til námskostn- aðar, þarf á 140 þús. kr. aS halda nú. Þessi óhemjumikla hækkun námskostnaSar, samfara rýrn- andi tekjumöguleikum náms- manna sjálfra og vandamanna þeirra, hlýtur aS valda stór- f^Jdri röskun á högum fjöl- margra efnismanna, sem eru aS brjótast í því aS afla sér mikil- vægrar menntunar, í mörgum tilfellum bráðnauðsynlegur fyr- ir þjóSina. AfleiSingin getur ekki orSið önnur en sú, aS fjöl margir neySast til að hverfa Framh. á bls. 8 | flokksins. Ráðherrar flokksins 'láta að vísu engan bilbug j sér finna og vilja knýja frum varpið um skiptakjörin fram með oddi og egg. En þeir mæta sívaxandi mótstöðu í eigin flokki. • Segir ríkisstjórnin af sér? Með degi hverjum hrannast upp slíkir erfiðleikar, sumir í beinum tengslum við geng- isfellinguna og sem afleiðing af henni, að nú er um það rætt í fullri alvöru, einkum unni. Þykir margt benda til þess, að komi til kosninga í vetur eða vor, beri þær öll merki þess stórfellda upplausn arástands, sem nú ríkis í ís- lenzkum stjórnmálum. Þess muni ekki aðeins gæta í röð- um svokallaðrar vinstrihreyf- ingar, heldur séu allar horfur á að hægriöflin gangi þá einn- ig klofin til kosninga. í íslenzkum stjórnmálum getur því verið allra veðra von á næstu mánuðum og misserum. Fáránlegt lagafrumvarp lagt fyrir Alþingi Komið er fram á Alþingi Is lendinga „Frumvarp til laga um ráSstafanir í Sjávarútvegi vegna breytingar gengis ís- lenzkrar krónu“. Þetta er stjórn arfrumvarp. Það frumvarp, sem hér um ræðir, er svo sér- stakt í allri sinni gerð, að hliS- stæðu þess mun örSugt að finna þó leitað væri í okkar löngu þingsögu. HvaS er þaíS þá sem gerir þetta frumvarp svo athyglisvert fram yfir öll önnur lagafrumvörp Alþingis? Helztu einkenni frumvarpsins eru þau, að frumvarpið er byggt upp á óskhyggju einni saman, án þess það taki nægj- anlegt tillit til veruleikans, Það er órökrænt í allri gerð og ekki framkvæmanlegt þó þaS yrði samþykkt og gert að lögum. Bezt væri því fyrir ríkisstjórn- ina, sóma síns vegna, aS draga frumvarpiS til baka á sem allra hljóðlátastan hátt, brenna síSan hiS prentaSa upplag, hvert einasta eintak, því að á þann hátt mundi þaS setja minnstan blett á þingsöguna. Þetta eru stór orð, en því miSur alltof sönn og skal nú gerS grein fyrir þessari staS- hæfingu. Hér koma dæmi tek- in beint úr frumvarpinu. I): Taka skal 10% af óskiptu afla verðmæti vinnslufisks fiskibáts og setja í stofnfjársjóS. Þessi sjóSur skal standa straum af stofnlánum hvers skips. Næst skal taka 1 7 % af óskiptu afla- verðmæti og afhenda útgerS- armanni upp í útgerSarkostn- aS. Þegar hér er komið, þá er búiS í þessum lægsta flokki, að ráSstafa 27 % af afla skips- ins af óskiptu til útgerSar eSa í hennar þágu. En saga þessa flokks heldur áfram. Næst get um við tekiS af óskiptu 7 %, sem útflutningsgjald af nýjum og ísvörSum fiski. Þá er búiS þegar hér er komið, aS taka alls af óskiptu aflaverðmæti 34% og allt í þágu útgerSar- innar, aS undanskildum 0.5% af útflutningsgjaldi sem Sjó- mannasamtökin fá í sinn hlut. Ennþá bætist svo viS framan- greinda tölu 1.25% til afla- tryggingasjóSs, 0,1 5% til fersk fiskeftirlits og 0.2—0.3% til síldarleitarskips. Er þá heild- arfrádráttur af óskiptum afla kominn upp í 35.43%. Þetta þýSir, aS skipshöfn sem hefur samkvæmt gildandi samningi um þorskaveiSikjör 31% af afla, en það eru kjör á vélbát- um 30—45 rúmlesta og 50 rúmlesta og yfir, þessi skips- höfn fengi nú samkvæmt frum varpinu 20.02% af aflaverS- mæti í staS 31 % áSur. Að vísu voru þessar prósentur Framh. á bls. 6.

x

Frjáls þjóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.