Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 12.12.1968, Blaðsíða 4

Frjáls þjóð - 12.12.1968, Blaðsíða 4
Arfleifð Nehru Blaðamaðurinn: Herra for sætisráðherra, þér hafið haft á, að á okkar dögum sé þörf á, að þjóðfélags- vandamálin séu tekin nýjum tökum. Mig langar til að biSja yður aS skilgreina þennan nýja sósíalisma, sem miSaður er við þarfir sam- tíSarinnar. Nehru: Eg er hræddur um, að ég hafi engar skil- greiningar á hraSbergi. Skil greiningum hættir til aS um- breytast í kennisetningar og vígorS, sem þvælast fyrir skýrri hugsun. Eg er á hnot skógi eftir nýtilegum lausn- um á félagslegum vandamál um. Ymislegt vakir fyrir mér. AS meginmarkmiSi hef ég velfamaS fólks og þroska mannsins, og þá um leið tækifæri handa sérhverj um manni til aS þroska sig til hins ítrasta. Framfylgd þessara stefnumiða krefst, að innan sérhverra samtaka (eSa sérhvers hóps) manna, víki samkeppni um set fyrir samvinnu. Þótt uppörvun sé því, aS menn keppi hver viS annan í bróSerni, þarf aS uppræta þá skefjalausu samkeppni, sem liggur til grundvallar kapitalískum skipulagsháttum. Þegar þér biSjiS um skil greiningu á sósíalismanum, þá hafiS þér sennilega í huga skilgreiningu á stefnu í efnahagsmálum, sem beint er að settum markmiSum. Þannig er um að ræða leiSir að marki. TakmarkiS er, eins og ég vék aS áSan, betrun mannsins, tækifæri handa sérhverjum manni til aS öSIast þroska. StuSnings menn kapitalismans láta ekki eftir sér hafa, aS þeir æski ekki þroska mannsins né þjóSfélagslegs réttlætis. I hugum þeirra kunna þó að leynast efasemdir um, aS þroski fjöldans og vaxandi mannjöfnuðar hljótist af fé lagslegum framförum. I þess um efnum ber þó að varast aS vera of einstrengingsleg- ur. Til algers mannjafnaðar kemur ekki af þeim einföldu ástæSum, aS menn eru ólík ir aS eSlisfari, ójafnir aS líkamlegu og andlegu at- gjörfi. Sumir eru greindir, aSrir sljóir; menn eru alla- vega. En unnt er aS veita öllum jöfn tækifæri og bregða sömu mælistikunni á alla menn. Þá er komiS að stefnunni í efnahagsmálum. Stefnu sér hvers lands í efnahagsmál- um hlýtur að vera sniSinn stakkur eftir efnum og á- stæðum. Annarrar stefnu er þörf í háþróuSu iSnaSar- landi en í vanþróuSu landi, sem er aS hefja sig upp úr frumstæSum þjóSfélagshátt um. Yfir hin ýmsu stig eða skeið verSur ekki stokkiS, þau hljóta að verða vaxtar- áfangar. BlaSamaSurinn: — Hvar munduS þér skipa Indlandi á bekk í þessu mefnum? Nehru: — I landi okkar ægir mörgu saman. Nær sér hver öld á sér nú fulltrúa sína á Indlandi, allt frá þeirri steinöld, sem sumir ættflokkar lifa enn á, til miSrar tuttugustu aldar. ViS höfum nýtt kjarnorkuna, en viS notumst líka viS tað. 1 megindráttum er Indland komiS á allhátt iSnaðarstig. En ég tek fram, að ég er aðeins aS víkja aS tækni- legu þáttunum og ekki aS öSrum. Atvinnugreinar landsins standa misjafnlega framarlega. Um tæknilega þekkingu okkar er þaS að segja, aS viS höfum á síð- ustu árum lagt grundvöll, sem veriS er aS bæta við, og sem staSiS getur undir iðnvæSingu, sem hlýtur ó- hjákvæmilega aS vaxa ás- megin jafnt og þétt. BlaðamaSurinn: — Óhjá- kvæmilega, herra forsætis- ráðherra ? Nehru: — Já, ég sagSi óhjákvæmilega. AS lögðum grundvelli, sem enn er veriS aS víkka út, og aS leystum úr læSingi þeim öflum, sem á knýja, kemst skriS á fram vinduna. Þar sem við tökum málin sósíalískum tökum öSrum fremur og þeim efna hagslegum, hafa efnahags- málin orSið þungamiðja stjórnmálanna. Sitt kann hverjum aS sýnast. Hjá aft- urkippum verður ef til vill ekki komizt, ríkisstjórnir geta meira aS segja oltiS, en engu aS síSur verSur óhjá- kvæmileg framsókn þess- ara afla ekki stöSvuð. Á hverju sem veltur heldur framvindan áfram. Um þaS efast ég ekki. Það eitt er mér áhyggjuefni, að fram- vindan verSur ef til vill ekki nægilega hröS til að vega upp á móti áhrifum annarra þátta. BlaSamaSurinn: — EigiS þér viS erlenda eSa inn- lenda þætti? Nehru: — Eg á viS þætti svo sem fólksfjölgun annars vegar og félagsleg vanda- mál hins vegar. Nú skulum viS gera ráð fyrir, að mann fjölgunin nemi 2 hundraSs- hlutum á ári. Sá hagvöxtur, sem á er þörf, til að vega upp á móti henni vex ekki í augum. En hagvöxtur um 2 hundraSshluta á ári, hrekk- ur þannig aSeins til þess aS halda í horfinu. ViS þaS getum viS ekki sætt okkur. Margt hrjáir landsfólkið, sár örbirgS og vanefni á ýmsum ' sviðum. Ur því verður aS bæta. Og þaS fólk, sem í bökkum berst ogþjáist, hróp ar ekki á hjálp í vandræðum sínum meS verkföllum eSa annars konar kröfugerS. MeSal annarra orSa; um þessar mundir verSur mönn um tíðrætt um verkföll og satyagraha og þá hluti. En ef ástandiS er krufiS til mergjar, kemur í ljós, að þeir, sem verkföllin heyja, heyra til starfsstéttum, sem búa við tiltölulega gott viS- urværi. Það, sem ég er aS vekja máls á, er, aS þeir landsmenn, sem viS fátækt búa, fara ek-ki í verkfall. Þeir hafa ekki tök á né að- StöSu til aS halda kröfum sínum á loft. Ef drykkjar- vatn þverr í þorpi uppi í sveit, gegn hverjum geta þorpsbúar farið í verkfall? Þannig verSum viS ávallt að hafa í huga, aS sjá verð- ur fyrir brýnustu lífsþörfum fólks, hvort sem um er aS ræða matvæli eSa vatn eSa húsaskjól. Nú skulum viS gera ráS fyrir, aS til uppfyllingar þessara þarfa komi hagvöxt- ur, sem nemur árlega 2 hundraðshlutum þjóSartekn anna til viSbótar þeim 2 hundraðshlutum, sem þörf er á vegna mannfjölgunar- innar. Þá þörfnumst viS hag vaxtar, sem nemur 4 hundr aðshlutum þjóSarteknanna. Þótt þessir 4 hundraSshlut- ar skili sér, þá verSur engin afgangur til að búa í haginn fyrir framtíSina. SnauSum og vanþróuSum löndum er sá vandi mestur á höndum aS hafa eitthvað afgangs til fjárfestingar til aS auka framleiðslugetuna. Þess vegna vantar enn á. Hag- vöxturinn þarf aS nema 6 eSa 7 eða 8 hundraSshlut- um þjóSarteknanna. En minnast má þess, að hver hundraSshluti er feiknamik- iS fé. Og þess þarf aS afla með framleiSsluaukningu. AS öðrum kosti þarf aS leggja á skatta eSa taka lán frá öðrum löndum eS(a þiggja gjafir, allt eftir því hvernig á stendur. í þessu samhengi má taka fram, aS hið minnsta, sem Indland þarfnast er hagvöxt ur, sem nemur 5 hundraSs- hlutum þjóÖarteknanna. Þessa lágmarksframlags þarf einhvern veginn aS afla. AS öðrum kosti miSar landinu ekki framávið. BlaSamaSurinn: — Hald iS þér því fram, að framlag sem svarar til 5 hundraðs- hluta þjóðarteknanna, aS minnsta kosti, dugi til aS hefja landið upp úr búskap arháttum kyrrstöSu til bú- skaparhátta útþenslu? Nehru: — ASeins meS naumindum. Þér minntust á .búskaparhátta útþenslu*. — Hún er nú ofarlega á baugi. Og þessum orðum eru gefn- ar ýmsar merkingar. En í landi sem okkar felst í þeim sú grundvallarmerking, aS á rekstri iSnaSar og land- búnaSar sé haldið svo, aS báðir atvinnuvegirnir séu í vexti. — Þannig er um aÖ ræða atvinnuvegi, sem sjálf ir standa undir sér, færa út kvíarnar og betrumbæta sig. MeS öSrum hætti kemst landiS ekki á braut efnahags legra framfara. Um einangr- un frá öðrum löndum yrSi þó ekki aS ræSa; viS mun- um kaupa frá öðrum lönd- um og selja til annarra landa; þiggja af þeim hjálp og jafnvel veita þeim. I stórum dráttum verSur það þó haft fyrir satt, aS við ættum hægar meS aS ná marki okkar, ef viS byggj um viS hagkerfi, sem væri sjálfu sér nægt. BlaðamaSurinn: — Vand inn virSist vera sá, aS efna hagslegar framfarir hérlend- is eru ekki nægilega hrað- stígar, jafnvel þótt viS mið um ekki viS annaS en þær vonir, sem viS höfSum gert okkur um þær. Nehru: — Satt er þaS. Því miSur, sjáið þér til, virS ist þaS vera lífslögmál, að þeim, sem þegar hefur verið gefiS, skuli meira gefiS. BlaSamaSurinn: — Ef mér leyfist aS taka fram í fyrir ySur. — Gengur þaS ekki í berhögg við sósíalísk ar þjóSfélagshugmyndir, að misskipting auSs, jafnt í bæj um sem til sveita, skuli hafa farið vaxandi síSan 1947? Hvernig réttlætiS þér þessa mótsögn viS sósíalismann? Nehru: — Eg réttlæti hana ekki. Né heldur get ég fallizt á þá afdráttarlausu alhæfingu. Misskipting auSs ins er mikil. Sums staSar, til dæmis í bæjunum, sem þér hafiS búiS í, hefur hún á- gerzt, en víðast hvéir ann- ars staðar hefur úr henni dregiS. Sumir hinna auSugu kunna aS hafa auðgast enn á iSnvæSingunni og því, er henni fylgir. En lífskjör hinna fátæku, verkamanna og bænda, hafa einnig batn aS. Þegar ég minnist á þaS lífslögmál, aS þeim, sem þegar hefur veriS gefið, skuli meira gefið, var ég í þann veginn aS víkja orSum að auSugum löndum annars vegar og landi okkar hins vegar. Lítum nú á vandann af öSrum sjónarhóli. ViS Indverjar höfum lagt hart aS okkur undanfarinn ára- tug. Samt sem áSur hefur hagvöxturinn hérlendis ver- ið hægari en í þeim löndum, sem eru komin á það þró- unarstig, aS atvinnulegar framfarir bera hverja aÖra framaviS. Jafnvel þótt þau leggi ekki hart aS sér, vex þeim fiskur um hrygg, vegna þess aS efnahagsleg framvinda þeirra sækir þrótt í eigin barm. Rúss- neska hagkerfið til dæmis er komiS á þetta þróunas- stig. ÞaS berst áfram, vejlM þess aS þaS komst á skriS KYRRSTADA 06 FRAMFARIR Frjáls þjóð — Fimratudagur 12. deseraber 1968.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.