Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 19.12.1968, Blaðsíða 1

Frjáls þjóð - 19.12.1968, Blaðsíða 1
19. desember 1968 FipMntudagur 40. tðktblað 17. árgangur »»J^—»l»*»#^M Breytt útgáfa Frjálsrar þjóðar eftir áramót Hér með tilkynnist lesendum „Frjálsrar þjóðar", að sú breyting hefur orðið á stjórn Hugins hf., útgáfufélags blaðsins, að úr stjórninni hafa gengið Gils Guðmunds- son og Sigurjón Þorbergsson, en varamenn hlutafélags- stjómar taka sæti þeirra fram til aðalfundar. Hefur um þessa breytingu orðið samkomulag allra þeírra, er stjórn hlutafélagsins skipuðu. Jafnframt tilkynnir núverandi stjórn, að um n.k. ára- mót mun útgáfa „Frjálsrar þjóðar" endurskipulögð og hafin á nýjum grundvelli. Til þátttöku í útgáfufélaginu hafa komið nýir aðilar, Hannibal Valdimarsson, Björn Jóns- son og fleiri, og í framhaldi af því verður tilkynnt um nýja ritstjórn og nýja skipan útgáfunnar eftir áramót. Stjórn- in vill jafnframt leggja á það áherzlu, að þótt leiðir skilji nú milli fyrri félaga um útgáfu þessa blaðs, er það von hennar, að leiðir geti hið fyrsta legið saman á ný, enda eru baráttumálin hin sömu. Stjórnin þakkar þeim Gils og Sigurjóni báðum ómetanlegt framlag þeirra tll blaðsins IWMMNfcl >^^^^s^-^^N»>^^N^s^^^^^^^^^».<p^^^^#>^^»^ ^^^^^^^»^^^#>^^i svo að segja frá upphafi göngu þess og veit, að undir þær þakkir taka stuðningsmenn blaðsins fyrr og síðar. Það er von félagsstjómarinnar, að sú breyting, sem nú verður á útgáfugrundvelli „Frjálsrar þjóðar" verði þeim baráttumálum, sem blaðið hefur ætíð borið mest fyrir brjósti, til framdráttar. Að undir merkjum þess geti sam- einazt þeir kraftar, sem nú eflast með degi hverjum í þjóð- lífi okkar og stefna að nýskipan og endurreisn í íslenzk- um stjórnmálum og myndunar heilbrigðs vettvangs til, baráttu fyrir réttlátu þjóðfélagi. Reykjavík, 17. desember 1968. Stjórn Hugins hf. Haraldur Henrysson, Einar Hannesson, Alexander Guðmundsson, Hermann Jónsson, Þorvarður Örnólfsson. ¦ ¦*¦*¦——¦¦* — — » — ¦»— iwM>>N*»«l» — — — -•¦—.¦— — — — ,- — ^^-^ff- rr r- rrrrrr rr rrrfijif mmmmm<mmm>mm^ >«<ii<niii#<i>»#<Mmn>>í<#<>nw<niwwwní TIL SAMHERJA Eins og fram kemur í yfirlýsingu stjórnar Hugins hf., höfum við ásamt stuðningsmönnum okkar ákveðið að gerast aðilar að félaginu. Verður útgáfustarfsemi félags- ins breytt í samræmi við það og hún aukin og efld. Jafn- framt er fyrirhuguð mikil aukning hlutafjár. Viljum við hérmeð heita á alla stuðningsménn og samherja, að hjálpa okkur að leggja traustan fjárhagslegan grundvötl að myndarlegri blaðaútgáfu með því að kaupa hlutabréf og skrifa sig fyrir hlutafjárloforðum. Nánari upplýsingar gefur Ólafur Hannibalsson, sími 1 9215, eða í skrifstof- unni að Vesturgötu 2, 2. hæð t. v. á venjulegum skrif- stofutíma. Reykjavík, 17. desember 1968. , Björn Jónsson Hannibal Valdimarsson. +m*0m*mmmtmmmmmmmm*mmymm<mmm m**+*0***+»mm*B******+>>**t ^ah#>N>»l*#NgN>MiN^*N^iWNiMiNPN>Np>a NMMfWipigNlWNM Framhaldsaðalfundur Hugins h.f. Með tilvísan til ákvörðunar aðalfundar Hugins hf. hinn 17. marz s.l. verður framhaldsaðalfundúr félagsins fyrir árið 1968 haldinn að Ingólfsstræti 8, Reykjavík, laugardaginn 28. desember n.k. kl. 15.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Aukning hlutafjár. 3. Endurskipulagning á útgáfu „Frjálsrar þióðar". Vegna sölu á óseldum hlutabréfum, sem nú stendur yfir, eru þeir hluthafar, sem óska að bæta við sig hlutabréf- um, beðnir að gera skrifstofu blaðsins eða stjórnarmönnum viðvart fyrir fundinn. Stjórnín. »##^>i#>#WP^# W*0*4**0*áÞ***l* ^^ JÍ^PN—HN> II m********* *H0**i*i0*i*!Ímm&mm ¦A m*m&*m&>mmm^^*0>mmm**m+m*t*m*mm»mm*»mmm>m*mmmm mémmn0m*mm*mm>mmm*mmimmm>m»mmm*m***

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.