Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 19.12.1968, Blaðsíða 4

Frjáls þjóð - 19.12.1968, Blaðsíða 4
Sagt frá óbyggðum Steindór Steindórsson: LANDIÐ ÞITT. II. bindi. Bókaútg. öra og örlygur hf. Rvk., 1968, 256 bls. Ekki er aS spyrja aS dugnaði Steindórs Steindórs sonar skólameistara. Nú hef ur hann sett saman bók um óbyggSir landsins, sögu og sérkenni nær 700 svæSa og staða. Þessi bók er annaS bindi í röSinni LandiS þitt, en hiS fyrra samdi Þorsteinn Jósepsson, sem kunnugt er, og var þar fjallað um byggS ir landsins. Er uppsetning þessa bindis söm og hins fyrra, staðaheitum raSaS í stafrófsröð og sýslu getiS viS hvert nafn. Steindór er víSa kunnug ur um óbyggðir landsins, þó aS flestar ferSir hans hafi veriS farnar í öSrum til- gangi en þeim að safna til staSfraeSilýsingaf eins og hann segir í formála. En hann hefur notið góSrar að- stoSar viS samningu verks- ins, þeirra Sigurjóns Rist og Einars Guðjohnsens, sem báSir eru þaulkunnugir á öræfum. I þessu bindi eru mjög ít- arlegar skrár um bæSi bind- in, og er aS þeim mikill fengur. Eru skrárnar ná- kvæmlega flokkaSar: — mannanöfn, bækur og rit, félög og stofnanir, atburSir, þjóS- og goSsagnanöfn, Staðanöfn, innlend og er- lend. Án þessara skráa væri mun minna gagn aS bók- inni, og mættu ýmsir höf- undar og útgefendur taka sér þetta til fyrirmyndar, því að þaS er allt of algengt aS þessi þáttur bókagerðar sé vanraektur hér á landi. Staf ar þaS ýmist af hugsunar- leysi eSa ódugnaSi, en er oft til mikils baga og rýrir notagildi bóka ótrúlega mik iS. Sérstaklega ber að nefna hér örnefnaskrá bókarinnar, sem nær yfir ríflega 50 bls., og er hún vafalítiS stærsta skrá sinnar tegundar um ís- lenzk örnefni, en óhægt er um vik, hwgar finna þarf hér iend staSanöfn vegna skorts á skrám um þau efni. Steersta prentaða staSfræSi- saíh hér á landi, Árbók FerSafélagsins, hefur því miður ekki nafnaskrár fyrr en nú í allra síðustu árgöng um, en mikil þörf væri á aS gera heildarskrá um alla þá ritröS frá upphafi. Hofundi þessarar bókar hefwr veriS mikill vandi á höndum að velja í rit sitt, ef aS líkum lætur, því aS mörgum svæSum og stöS- um hefur orSið aS sleppa. Um það skal ekki dæmt hér, hvernig til hefur tekist, til þess skortir kunnugleik í óbyggðum, en kunnugir menn munu sakna ýmissa staSa, sem þeir vildu láta getiS. Nafnmyndirnar eru yfir- leitt ekki aSfinnsluverðar, og hefur höfundur getiS tví- mynda, þar sem um slíkt hefur veriS aS ræSa, Sveiflu háls eSa Austurháls, Líka- vatn eða Líkárvatn o. s. frv. AS því má þó finna, að ekki hefur verið tekiS tillit til mál lýzkumunar í sumum nafnlið um. Höfundur skrifar t. d. að norSlenzkri venju Svarta hnjúksfjöll (meS j), en á máli Skaftfelllinga (og ann arra Sunnlendinga) heita þau Svartahnúksfjöll. Þá eru og orSmyndir ekki allt- af í samræmi viS framburS manna á hverjum staS, t. d. er Tungnaá yfirleitt alltaf nefnd Túná á Suðurlandi og verið svo um langan aldur, Fitíarásar aldrei nefndir öSru vísi en Fitarásar á máli fjallmanna. I máli manna í Skaftár- tungu heitir fjalliS ekki HerðubreiS á afrétti þeirra, heldur HörSubreið (og HörSubreiSarháls) og á hún því ekki nema hálf- nöfnu á Mýrdalsöræfum. Vafasamt er aS nefna í sama orSinu NúpshlíSarháls og Vesturháls við Krísuvík, því að sá fyrrnefndi er aS- eins í framhaldi af hinum og miklu sunnar en Græna- dyngja og Trölladyngja. En á nýlegu korti er þessu líka ruglaS saman. Sums staSar hefði höfundur mátt geta þess, hvort nafn væri í eintölu eða fleirtölu, þar sem orSmynd sker ekki úr, t. d. Faxasund. Sums staSar vitnar höf. beint til heimilda, en ekki er alltaf hægt aS sjá, hvaS- an bein tilvitnun er komin. Þannig er t. d. um Ólafs- vörSur, þar sem birt er sögn um þær án þess heimildar sé getiS. Annars staðar er fariS ógætilega með slíkar beinar tilvitnanir. Um Skil- landsá eSa Kiljansá í Árn. er haft eftir Brynjólfi Jóns- syni (frá Minnanúpi), að inn meS ánni heiti Kiljans- tungur. Ekki er heimildar getið, en í grein Brynjólfs um þetta í Árbók fornleifa- félagsins 1896 stendur Kilj- ansfitar. I sömu grein um Skillandsá nefnir höf. ör- nefnaskrá Þorsteins Bjarna- sonar 1936, en lesandi er engu nær um, hvar hana sé aS finna, og getur ekki auS- veldlega lesiS sér nánar til nema meS ærinni fyrirhöfn og Ieit. HefSi mátt tilgreina heimildir nánar. á hverjum stað. Um Stórasjó hefSi höf. mátt geta þess, að hýlegar rannsóknir hafa leitt aS því rök, aS vatn hafi raunveru- lega verið á þeim slóSum, sem Stórisjór var talinn vera. Er því ekki alveg víst, að hann sé einbert þjóS- sagnavatn. Hér verSur látiS staSar numiS við upptalningu aS- finnsluverðra atriSa, en höf. auglýsir eftir athugasemdum viS verk sitt. VerSur vænt- anlega tekið tillit til þeirra viS endurskoðun og endur- útgáfu verksins, en ætlunin er aS steypa saman í eina röS báSum bindum þess. Ekki er hægt aS búast við, aS verkiS sé fullkomið viS fyrstu gerS, en þetta bindi virSist standa mun nær því en hið fyrra, þegar það kom út. Kostir þessa rits eru margir, og ber aS fagna því, aS hafin skuli útgáfa aS- gengilegs rits um staSfræði Islands á borS viS það sem gerist um önnur lönd. Svavar Sigmundsson. tíátÉabéttimm iSúkkuiaÖiíó ^Daniiiuló ^lougatíó ^j-aröarberjaíó ^ /pöMÆum Skreyttar ístertur úr vannillaís og súkkulaðns, þrjár stœrSir: 6 manna 9 manna 12 manna MJÖLKURSAWSALAN Frjáls þjóð — Fimmtudagur 19. desember 1968.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.