Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 19.12.1968, Síða 6

Frjáls þjóð - 19.12.1968, Síða 6
votforOI atvinnubllsfiðra Fœsi h|á flesfum hjölbarOasölum á landinu Hvergi lægra verO SlMM-y 3 73 ^ ^ ^ jHFVg HAPPDRÆTTI DAS óskar öllum landsmönnum GLEÐILEGRA JÓLA og farsældar á komandi ári. HAPPDRÆTTI DAS I | | I I I I' Auglýsing / t ■ um takmörkun á umferö í Reykjavík 12.—23. desember 1968. Ákveðið hefur verið að gera eftirfarandi ráðstafanir vegna umferðar á tímabilinu 12.—23. desember n.k.: I. Einstefnuakstur: 1) Á Vatnsstíg frá Laugavegi til norðurs að Hverfis- götu. 2) Á Frakkastíg frá Hverfisgötu til norðurs að Lind- argötu. 3) í Naustunum frá Hafnarstræti til norðurs að Tryggvagötu. 4) í Pósthússtræti til norðurs frá Austurstræti að Tryggvagötu. 'íl. Vinstri beygja bönnuð: 1) Úr Njálsgötu norður og suður Snorrabraut. 2) Af Klapparstíg vestur Skúlagötu. 3) Af Vitastíg vestur Skúlagötu. 4) Af Rauðarárstíg austur Hverfisgötu. 5) Af Snorrabraut vestur Laugaveg. Bannið gildir ekki gagnvart S.V.R. og einungis á þeim tímum, sem nauðsyn krefur að mati lögreglunnar). III. Aðrar takmarkanir: Bannað er að aka Rauðarárstíg í suður yfir gatnamót Hverfisgötu. IV. Bifreiðastöðubann: Á Skólavörðustíg norðan megin götunnar frá Týs- götu að Njarðargötu. V. Bifreiðastöður takmarkaðar við hálfa klukkustund á almennum verzlunartíma. 1) Á eyjunum á Snorrabraut frá Grettisgötu að Flóka- götu. 2) Á Frakkastíg austan megin götunnar, milli Grettisgötu og Njálsgötu. 3) Á Klapparstíg vestan megin götunnar frá Lindar- götu að Hverfisgötu og frá Grettisgötu að Njálsgötu. 4) í Garðastræti norðan Túngötu. 5) Á Týsgötu, austan megin götunnar frá Skólavörðu- stíg að Þórsgötu. Þessi takmörkun gildir á almennum verzlunartíma frá fimmtudeginum 12. desember til miðnættis mánu- daginn 23. desember n.k. Frekari takmarkanir en hér eru ákveðnar verða settar um bifreiðastöður á Njáls- götu, Laugavegi, Bankastræti, Aðajstræti og Austur- stræti, ef þörf krefur. VI. Ökukennsla 1 miðborginni er bönnuð milli Snorra- brautar og Garðastrætis á framangreindu tímabili. VII. Bifreiðaumferð er bönnuð um Austurstræti, Að- alstræti og Hafnarstræti, laugardaginn 21. desember kl. 20.00 til kl. 23.00 og mánudaginn 23. desember kl. 20.00 til kl. 24.00. Ennfremur verður sams konar umferðartakmörkun á Laugavegi frá Snorrabraut og í Bankastræti á sama tíma, ef ástæður þykja til. VIII. Athygli skal vakin á takmörkun á umferð vöru- bifreiða, sem eru yfir 1 smálest að burðarmagni og fólks- bifreiða 10 farþega og þar yfir, annarra en strætis- vagna un. Laugaveg, Bankastræti, Austurstræti og Að- alstræti. Sú takmörkun gildir frá kl. 13.00 þar til al- mennum verzlunartíma lýkur alla virka daga nema laug- ardaginn 21. og mánudaginn 23. desember, en þá gildir bannið frá kl. 10.00. Ennfremur er ferming og afferming bönnuð á sömu götum á sama tíma. Þeim tilmælum er beint til ökumanna, að þeir forð- ist óþarfa akstur, þar sem þrengsli eru, og að þeir leggi bifreiðum sínum vel og gæti vandlega að trufla ekki eða tefja umferð. Þeim tilmælum er beint til gang- andi vegfar'enda, að þeir gæti varúðar í umferðinni, fylgi settum reglum og stuðli með því að öruggri og skipulegri umferð. Lögreglustjórinn í Reykjavík 11. desember 1968 Sigurjón Sigurðsson. Hagnýtt leiðbeiningar- rií Nýkomin er út bók, sem nefnist „Fundir, félagsstörf, Ieikir“, leiSbeiningar um æskulýðsstarf. Bókina hef- ur skrifað séra Árelíus Níels son, en útgefandi er Banda- lag æskulýðsfélaga Reykja- víkur. Mikill fengur er a<5 þess- ari bók, sem bætir úr brýnni þörf á leiSbeiningarriti um félagsstörf ýmiss konar. Til að gefa hugmynd um inni- háld hennar, skal drepið á helztu kafla hennar, er nefn ast Félagsstofnun, verksvið Sr. Árelíus Níelsson æskulýðsforingjans, félög og klúbbar, leiklist og listkynn ingar, áfram-lengra, tóm- stundaiSja, samfélagiS, dag skrár, ýmiss konar dagskrár, góður félagi og lokaorcS. Séra Árelíusi hefur tekizt afar veí'upp, er hann ritacSi þessa hagnýtu bók, sem bók staflega virðist ná til allra hluta á hinu fjölbreytta sviSi æskulýðsstarfsins, enda hefur höfundur flestum öðrum hérlendum mönnum meiri reynslu af fjögurra ára tuga starfi aS æskulýðsmál- um og er því öllum hnútum kunnugur. Þá hefur hann dregið að sér viS samningu bókarinnar fróSleik úr er- lendum ritum um þetta efni. Er fyllsta ástæða til að þakka séra Árelíusi fyrir þetta merka framlag til æskulýðsstarfseminnar, sem áreiSanlega verSur hagnýtt af öllum þeim, sem eiga og þurfa aS hafa handbók, er hér um ræSir, sér til trausts og halds við störf í þágu æskulýSsfélaganna. eh. 6 Frjáls þjóð — Fimmtudagur 19. desember 1968.

x

Frjáls þjóð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.