Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 19.12.1968, Blaðsíða 1

Frjáls þjóð - 19.12.1968, Blaðsíða 1
;?; ð ;?; o 1 ........ i /J'óiublcio 1968 í« 1 »»>: »>:>:>: >;>:>:>:>:>:>:>;>;>:>:>:>:>:>;>:>:>:>;>:>: >:>:>:>; >:>:>:>:>;>:>:>:>:>:>: :?; :?' ¦afcf JÖLAHUGLEIÐING // Hann gjörðist fátækur vor vegna // í>að fer lítið fyrir því í jólahaldi nútímans, að hátíðin sé hald- inn í minningu þess, að Guðs sonur gerðist fátækur. I raun og veru fer nœsta lítið fyrir því, að þessi hátíð sé yfirleitt trúarhátíð. Verzlanir taka að skreytast og auglýsa ýmsan girnilegan varning til jólagjafa með rúmlega mánaðarfyrirvara. Gótur eru skreyttar greinum og Ijósum; á heimilum eru hengdar upp kúlur, perur og greinar. Trúðar íklœddir furðubúningum og með skegg eru látnir skemmta b'órnum með söng og bröndurum, og börnunum er talin trú um, að þeir fuglar komi með jólagjafirnar til þeirra. Það er hætt við kannske, að gleymist, til hvers jól eru haldin. Nei, nei. Það vita allir. Eru þau ekki árleg upprífjun á litlu œvintýri, er á að hafa gerzt endur fyrir löngu austur í Palestínu? Maður fær a. m. k. að heyra það í kirkjunum á jólum. Þar er sögð saga — lítið ævintýrí — um umkomulaus hjón, er voru stödd fjarrí heim- Ui sínu, þegar konan fneddi dreng í fjárhú-si. Svo er eitthvað talað um engla og fjárhirða. Ósköp fallégtl En þetta er meira en ævintýri; þetta er meira en falleg saga frá löngu liðnum tímum. Þetta er saga, er myndar annan stólpa þann, er boðun, starf, já tilvera kirkjunnar hvtlir á. A jólum vill kirkjan minnast þess, er Guð vitjaði mannkyns til að færa því lausn og frið, koma því í sátt við sig. Litla barnið, er fæddist suður í Palestínu við upphaf tímatals vors, var tákn frá Guði sent um elsku hans til jarðarbarna, tákn, sem stendur svo lengi sem heimur er byggður og menn steyta sig á annaðhvort til dóms eða frelswnar. Sagan sjálf, jólaguðspjállið, er flutt á táknmáli, sem þó er öllum auðskilið. Verið getur, að hún standist ekki ströngustu kröfur sannfrœði, enda er ekki víst, að hún sé skrifuð í þeim tilgangi held- ur. Því að hún vill einungis skýra atburð, sem í raun og veru er óskýranlegur, og höfundur guðspjallsins notar þá það mál, sem einfaldast er og öllum þeim auðskilið,\sem á annað borð eru ekki algerlega lokaðir fyrir myndrænni túlkun. A máli mynda og tákna tjáir hún þann leyndardóm, að Guð sjálfur nálgast menn í syni • sinum Jesú Kristi. A því máli tjáir hún, að orð Guðs, er hann talaði með til lýðs síns, hafi orðið hold, gerzt maður. Hún skýrir og frá því að koma hins fyrirheitna Guðs sonar hafi orðið með þeim hœtti, að þeir, sem áttu við honum að taka, hafi brugðizt, ekki veitt honum viðtöku. Þfl-r, sem veittu honum viðtbku, voru hinir fátæku, er ekki voru innilokaðir í sinn eigin hugarheim, ekki upp- fullir af fordómum eigin hugmynda og vona, ekki uppbelgdir af sjálfsánœgju; eigingirni og sjálfsréttlæti, heldur látlausir menn, sem væntu einskis frá sér sjálfum og voru því viðbúnir að taka á móti Guði í Jesú Kristi. Þeir skildu því táknið, er þeir stáðu and- spænis því. Himinn og jörð voru orðin að einingu, þ. e. hátign, Ijós, dýrð og kærleikur Guðs hafði stigið niður í heim vesaldar, myrkurs, haturs og upplausnar. Hinir' snauðu, fjárhirðarnir, skynj- uðu, að á bak við niðurlæginguna, er þeir litu, í jótunni, var hátign- in sjálf, að á bak við hulu smæðarinnar var dýrðaropinberun Guðs sjálfs. Jesú fæddist bara einu sinni. Hann lifði bara eina órstutta mannsævi. Og hann mætti alls staðar hinu sama og sitt fyrsta œvi- kvöld: kulda, afskiptaleysi og að lokum kossi frá hendi hinna sjálfsréttlátu og eigingjörnu. Það var til þeirra, er vissu sig allsvana í sjálfum sér, börðu sér á brjóst og ákölluðu Guð um miskunn, er Jesús Kristur náði. Þeir menn fundu í honum það, sem hann var: lífgun, lífsvon. Hinir fyrr nefndu hrósuðu sigri á Golgata, en þeir síðar nefndu fengu vitneskju um annað meira: Vpprisuna. Jól og páskar, þar eru tveir máttarstólpar tilveru kirkjunnar. Jólin — er hann kom í lægingu til að lifa meðal mann aog flytja þeim fagnaðareríndið um nálægð Guðs ríkis. Páskar — er hann kom í mætti og útb§ó hinn fámenna hóp fylgjenda sinna með anda sínum, að þeir bæru hann áfrttm út til allra jarðarbarna, unz hann kæmi aftur í mætti og mikilli dýrð. Þangað til það verður, kýs hann huluna. Hann kýs að koma til manna í einföldum táknum: í orði, sakramentum, þjónustu lærisveina sinna, sem hafa mmtt honum í hulu tákna sinna og séð í 1\onum sína einu von. Hann kom í smœð — hann kemur enn. Hann er hér. Hann stendur enn sem tákn um mesta leyndardóm í sögu manna, að Guð í syni sínum vilji draga alla til sín, að hann vilji eyða sundrungu, ófríði og upplausn úr heimi manna, én koma á sœtt, fríði og sam- lyndi. Um það er Jesús, krossfestur og upprisinn, tákn, en tákn, sem talar og er raunvervlegt. Það talar dómsorðin til sjálfsrétt- látrar kynslóðar, sem vefur sig inn í hjúp lyga og blekkinga, býr sér til guði úr leiðtogum, stefnum og slagorðum. En orð hans eru um leið orð frelsis og hjálpræðis: Eg er sá, sem kominn er til að hjálpa þér, sem engan tilgang sérð með lífinu, sem leitar friðar og bryggis, því að ég er sá, sem flutti Guðs; ríki inn í þennan heim; ég er sá, sem sætti menn við Guð og hið eina einingartákn meðal manna. En orð hans eru um leið orð ábyrgðar: Það ert þú, sem merktur ert sáramerkjum mínum í skírninni, sem átt með lífi þínu v að þera mig út í umhverfi þitt, því að ég, sem er Ijós í heiminn komið, veiti þér af Ijósi mínu, að þú verðir Ijós heimsins, erindreki í minn stað. Glingurjól heimsins skyggja á alv'óru predikunar Krists. Búðir vorar eru fullar varnings, matborð vor svigna af dýrindisréttum, en meirihluti mannkyns sveltur. Til þeirra er Kristur líka gjöf, og hin kristnu jól er að móttaka Drottin Jesúm Kríst sem lífgjöf Guðs, að hlýða á predikun hans, predikun dóms, frelsis og ábyrgð- ar. Guð gefi þér að finna þau jól, svo að þú eigir gleðileg jól og getir sjálfur veitt öðrum af hinum sanna fríði og gleði, sem einungis finnst í Drottni Jesú Kristi. Friður sé með þér. Amen. Einar Sigurbjörnsson stud. theol.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.