Vikublaðið


Vikublaðið - 01.07.1994, Page 1

Vikublaðið - 01.07.1994, Page 1
Búkolla í víking? Tölvuvinafélagið vinnur að forriti fyrir grunnskólann sem byggir á þjóðsögunni unr Búkollu. Svo gæti farið að Búkolla yrði útflutningsvara. Bls. 7 Haustkosningar? Hallinn eykst. Verðlags-, vaxta- og gengisntál óljós. Landbúnaður, sjávarútvegur og Evrópumálin sjóða. Sanrningar brátt lausir og nokkrir þing- menn ótrausdr. Bls. 4 - 5 Mosfellsbær Skóla og menningu fremur en íþróttamannvirki og ráðhús, segir Guðný Halldórsdóttir, nýkjörin bæjarfulltrúi, urn sínar áherslur í skemmtilega svefn- bænum Mosfellsbæ. Bls. 9 25. tbl. 3. árg. 1. júlí 1994 Ritstjóm og afgreiðsla: sími 17500 250 kr. Rússafiskur smámál miðað við Smuguna Eigum ekki að láta sölubann á Rússafisk hafa áhrif á okkur. Aðkallandi að stjórnvöld móti stefnu og fylgi henni fram af myndugleik, segir Steingrímur J. Sigfússon Rússnesk yfirvöld þrýsta á þarlenda útgerðarmenn að selja Islendingum ekki fisk á meðan íslenskir togarar veiða í Smugunni í Barentshafi, en Norð- menn og Rússar gera tilkall ril fiskstofinanna á svæðinu. - Sölubann gæti skapað tímabund- inn vanda í fiskvinnslunni hjá okkur en við verðunr að hyggja að því að sá vandi er léttvægur miðað við þá hags- muni sem eru í húfi; veiðiréttur og aflaheimildir í Barentshafi til fram- búðar, segir Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Alþýðubandalagsins. Steingrímur bendir á að alls ekki sé víst að sölubannið haldi því að það getur skaðað Rússa meira en okkur, auk þess sein einstakir rússneskir út- gerðarmenn hafa lýst því yfír að þeir muni áfram selja Islendingum fisk. Þá eigum við einnig þann útveg að kaupa fisk í Evrópu og flytja hingað til vinnslu. - Þessi tilraun rússneskra yfirvalda til að setja á okkur sölubann er ekki Sveit gegn ofbeldi Végna vaxandi ofbeldis með- al ungmenna hefur Sumar- leikhúsið við Hlemm, sein hing- að til hefur aðeins sinnt Ieiklist- arstarfsemi, stofnað í samvinnu við Iögregluyfirvöld sérstaka Sveit gegn ofbeldi, Sgo. Ætlunin er að Sgo standi vörð um ýmsa staði borgarinnar í þeiin tilgangi að hreinsa þá af ofbeldi. Sgo mun óhikað taka fram fyrir hendurnar á óáklarseggjum og koma saklausum fórnarlömbum til hjálpar og jafhvel grípa til borgara- legrar handtöku sjái oflieldissinnar ekki að sér. Svipaðar sveitir hafa verið settar á fót víða erlendis við góðan orðstír, til dæmis Citizens Against Crime og Guardian Angels í Bandaríkjunum. Fyrsta varðstaða Sgo var sett upp í Vonarstræti við Tjörnina í gær. Þegar blaðið fór í prentun var enn tíðindalaust á Vonarstræti. nærri eins alvarleg og löndunarbannið sem Bretar og Þjóðverjar settu á okk- ur í fyrri fiskveiðideilum. Við eiguni vitanlega ekki að láta svona hótanir slá okkur út af laginu, segir Steingrímur. Hann segir það knýjandi að stjórn- völd móti stefnu í úthafsveiðum Is- lendinga og fylgi henni eftir af mynd- ugleik. í þeirri stefnumótun ættum við að tryggja það að við gætuin stýrt veiðum, takmarkað sóknina, ef á þyrfti að halda. Til að mynda sé það áleitin spurning hvort við ætmm að gefa út kvóta á norsk-íslenska síldar- stofninn. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráð- herra hefúr lagt stein í göm þróunar íslensks sjávarútvegs með því að halda aftur af viðleimi útgerðarmanna til að sækja afla á fjarlæg mið. Þorsteinn Iagðist gegn því að íslensk skip héldu til veiða í Smugunni í fyrrahaust og hann letur útgerðarmenn til að leita nýrra miða á sama tíma og aflaheim- ildir eru skertar á íslandsiniðum. - Staðan er óbreytt að öðru leyti. Sldp okkar munu fara til veiða í Smugunni núna á næstunni þegar fiskur gengur á svæðið og eins' og menn vita þá eiga skipin leið framhjá Svalbarða bæði á útleið og heimleið, segir Steingrímur J. Sigfússon. Rússneskar útgerðir standa ekki á traustum grunni og viðskiptin við íslendinga eru þeim mikilvæg. Sölubann myndi ekki síður skaða Rússana sjálfa. Mikið vantar á að Stúdentagarðar anni eftirspurn AUs sóttu 530 einstaklingar og fjölskyldur um húsnæði hjá Stúdentagörðum fyrir næsta haust en aðeins eru í boði 330 einstaklings- og fjölskyldu- íbúðir. Umsóknarfrestur um hús- næði hjá Stúdentagörðum rann út 20. júní. Að sögn Helgu Magnúsdóttur hjá Félagsstofnun stúdenta sækja háskóla- nemar í auknuin mæli eftir húsnæði hjá Stúdentagörðum. Til að mynda eykst eftirspurn hjá nýnemum utan af landi áberandi, umsóknum frá þeim fjölgar um 100 prósent rnilli ára. Stúdentagarðar geta boðið 156 ein- staklingum húsnæði, 34 íbúðir fyrir barnlaust sambýlisfólk og 139 íbúðir fyrir fjölskyldur. Sainkvæmt þeim reglum sem Fé- lagsstofnun stúdenta starfar effir hafa háskólanemar af landsbyggðinni for- gang að Stúdentagörðum. 12 reynslusveitarfélög fá tilraunaverkefni Félagsmálaráðuneytíð hefúr staðfest samþykki sitt fýrir því að 12 sveitarfélög taki að sér að vera svokölluð reynslusveit- arfélög og er Reykjavíkurborg á meðal þeirra. Lögin um reynslu- sveitarfélög gerðu ráð fyrir 12 sveitarfélögum, en auk borgarinnar hafa fengið staðfesringu Suður- nesjabær, Hafinarfjörður, Garða- bær, Borgarbyggð, Snæfellsbær, Dalabyggð, Vesturbyggð, Akur- eyri, Neskaupstaður, Homafjarð- arbær og Vestmannaeyjar. Starffæksla reynslusveitarfélaga er liður í fyrirætlunum um tilfærslu verkefna frá ríki til sveitarfélaga. Reynslusveitarfélögin munu eftir nán- ara samkomulagi við viðkomandi ráðuneyti taka að sér ýmis verkefni og fá tekjupósta á móti. Einkum er talað um verkefni á sviði húsnæðismála, stjórnsýslu, málefna fatlaðra, málefna aldraðra, atvinnuleysismála, reksturs heilsugæslu og sjúkrahusa og á sviði byggingarlaga. Þess má geta að ársreikningi borg- arsjóðs fyrir síðasta ár hefúr verið lok- að með rúmlega inilljarðs króna lán- töku, annars vegar 600 milljón króna lánum hjá Norræna fjárfestingarbank- anurn og hins vegar með útgáfu á skuldabréfum upp á 430 milljónir króna. í bókun frá fúlltrúum Reykjavíkur- listans kernur fram að lántakan komi ekki á óvart þar eð fjárhagsáætlun hafi verið lokað með fjárvöntun upp á 860 milljónir króna, en að lántakan dugi þó eklci til að vega upp miklar auka- fjárveitingar; það sem af er þessu ári er enn óbrúað bil milli tekna og gjalda um 400 milljónir króna. Fulltrúar fráfarandi meirihluta bók- uðu á móti að þessi hagstæðu lán stað- festu sterka fjárhagsstöðu borgar- sjóðs.

x

Vikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.