Vikublaðið


Vikublaðið - 01.07.1994, Blaðsíða 8

Vikublaðið - 01.07.1994, Blaðsíða 8
8 Lúthersk-evangelíska þjóðkirkj- an undirbýr nú að halda upp á 1000 ára afmæli kristnitökunnar á Þingvöllum árið 2000. Þá verða sem sé liðin 1000 ár frá því að þáverandi Davíð Oddsson landsmanna reis undan feldi og kvað uppúr með það að landsmenn skyldu offisíelt teljast rómversk-kaþólskir. En hann ákvað jafnframt að nýkristnir íyrrum heiðnir menn mættu hlóta ásaguði áfram, bara ef þeir gerðu það á laun. Avallt síðan hafa landsmenn verið eitt í orði en annað á borði. Þáverandi forsætisráðherraígildi ákvað þessa lagabreytingu einhliða frammi fyrir vopnaskaki hinna róm- versk-kaþólsku, sem aftur voru beittir þrýstingi frá leiðtoga voldugs Evrópuríkis, Noregs. I þá daga var ekki til nein lúthersk-evangelísk kirkja, hvað þá þjóðkirkja undir því heiti. Islendingar ákváðu að láta skrá sig sem kristna, en stunda áfram heiðna siði, Það var ekki fýrr en um miðja sextándu öld að svo- kallaðir mótmælendur ákváðu að gera hallarbyltingu á Islandi, háls- hjuggu Jón Arason og setm sína eig- in menn við kjötkatlana. Akveðið var að menn skyldu skráðir lúth- ersk-evangelískir, en ekki kaþólskir. Eftir sem áður kærði almenningur sig kellóttan og blótaði á laun. Ef ekki Oðin þá drauga, álfa, stokka og steina. Þetta hafa landsmenn gert allar götur síðan. Verið skráðir sem kristnir en hunsað grundvallar- kgnningar kristninnar. Trúa frekar á drauga en persónubundinn Guð. Og blóta á laun. Við undirbúninginn fyrir 1000 ára afmæli kristni„tökunnar“ brá nokkrum þröngsýnuin vígðum mönnum í brún þegar þeir heyrðu að Asatrúarsöfnuðurinn hygðist viðhafa heiðna trúarathöfn í Al- mannagjá og fyrsta hugsun þessara þröngsýnu manna var að það mætti ekki „vanhelga“ Almannagjá. þeir hjóluðu því í Björn Bjarnason og fé- laga í hinni valdamildu Þingvalla- nefnd. Sem brugðust þjóðkirkjulega við og gerðu sitt besta til að leggja stein í götu „sértrúarsafnaðarins". Asatrúarmenn höfðu safhast þarna saman í 22 sumur til að halda upp á hinn forna og heiðna þingsetning- ardag (eins og honum er lýst í Grá- gás) og vissu eðlilega ekki hvaðan á þá stóð veðrið. „Gerið þið ykkur grein fyrit því að þetta er helgasti staður þjóðar- innar? mun Björn Bjarnason hafa spurt heiðingjana, sem nokkrum dögum áður. höfðu með öðrum landsmönnum tekið þátt í 60 þús- und manna pulsu- og blöðruhátíð á staðnum. Vitaskuld er bara ein skýring til á bröltinu í Þingvallanefnd. Heilög- stu pótentátarnir í hinni vernduðu þjóðkirkju vilja með öllum ráðum bola hinum heiðna. söfnuði burt frá Þingvöllum í tæka tíð fyrir hátíðar- höldin árið 2000. Þá varðar ekkert um stjórnarskrárákvæði um trú- frelsi, felagafrelsi og fundafrelsi. Hinir lúthersk-evangelísku áeda að fagna upptöku rómversk-kaþólsk- unnar og vilja ekki að skítugir, síð- hærðir og skeggjaðir heiðingjar flækist fyrir ineð sínar heiðnu, óguðlegu athafnir- sem aldrei er að vita hvað innifela. Flækist fyrir hverjum? Ollu mannhafmu sem fer í kirkju einu sinni tíl tvisvar á ári en blótar „anda“ -á laufi með aðstoð mi(31a?............ í dagsins öim VIKUBLAÐIÐ l.JÚLÍ 1994 Rithöndin Allra manna skemmtilegastur Sa m k v æ m t skriftínni ertu mjög varkár að eðlisfari. Þú vilt ekki taka áhættu, allir hlutir sem þú gerir og fæst við verða að vera njörvaðir niður og studdir öðrum hlutum sem þú vilt líka vita allt um og hafa vand- lega rótfesta. Þetta er grund- vallaratriði í skapgerð þinni. Þér verður að finnast að þú standir föstum fótum í veruleikanum, annars munt þú fyllast öryggisleysi. Hins vegar ættirðu kannski að leiða hugann að því að veruleiki er að mestu leytí matsatriði. Þú munt vera nokkuð strangur við sjálfan þig og líka oft í viðbragðs- eða eins konar varnarstöðu. En þú get- ur þó slakað á og þá ertu allra manna vingjarnlegastur og skemmtílegastur. Þú ert vel greindur og fljótur að hugsa. Námsgáfur og dómgreind yfirleitt góðar, en þér virðist hætta dálítið til að upphefja áhugamál þín á kostnað annarra hluta. Þú virðist vel ritfær og vel máli farinn. Þér virðist falla best að skipta æv- inni niður í tímabil sem eru hvert öðru áð mestu óviðkomandi - nú klára ég þetta, svo tekur hitt við. Þú getur vel verið einn og óháður og þér fellur það ekki illa. Þú ert held- ur ekki að rekast í öðrum að ástæðu- lausu. Samskiptí' við aðra eru því oftast snurðulaus þótt þú eigir tíl að lauma út úr þér einhverri mein- fyndni. Þú munt vera góður vinur og faðir, ef þú átt böm. Af störfum munu formföst emb- ætti og einhvers konar rekstur eiga best við þíg. Ef þú gæfir þér tíma mundu rannsóknarstörf þó veita þér mesta ánægju. Gangi þér vel. _____ 5 1 R.S.E Tónleikar Stingandi stráa Hljómsveitin Stingandi strá heldur tónleika fimmtudaginn 30. júní á Tveim vinum og mun einnig gleðja gesti Turnhússins, Tryggvagötu 8, föstudagskvöldið 1. júlí n.k. í Turnhúsinu munu hljóm- sveitarmeðlimirnir einnig reyta af sér brandara og sýna töfrabrögð milli þess sem þeir leika rokktónlist í þremur þáttum. Hljómsveitín er skipuð þeim Hrólfi Sæmundssyni, bassaleikara og söngvara, Sævari Ara Finnbogasyni, gítarleikara og söngvara, Sigvarði Ara Huldarssyni gítarleikara og Guðjóni Þór Bald- urssyni tmmmuleikara. Tónlistin er væntanleg á geisla- plötu sem kemur út með haustinu. Aðgangur á tónleikana er ókeypis. Hjartagátan Setjið rétta stafi í reitína neðan við krossgámna. Þeir mynda þá kvenmannsnafn. - Lausnarorð krossgámnnar í síðasta blaði er Vilborg. / Eg fór ekki á Þingvöll á lýðveld- isafmælinu. Reyndi ekki einu sinni. Dóttír mín níu ára vildi fara þar til hún komst í að lesa dag- skrána. Þar með var sú löngun fyrir bí. Hún hafði lítinn hug á að nota daginn í að hlusta á ræðuhöld og tók nú heilshugar undir nöldrið í mér um að það væri merkilegur andskoti að þjóðhöfðingjaliðið létí sér ekld nægja að kýla vömbina á kostnað okkar almúgamanna heldur þyrfti líka að gera útivist á Þingvöll- um óbærilega með stöðugu kjaft- æði. Og það er nú ekki eins og þetta fólk hafi eitthvað að segja. Sömu heimskulegu, innihaldslausu fras- arnir fluttir af heldur óásjálegu fóllci, óhæfu til að læra fimm mín- útna ræðu. Merkilegt að unnt sé að líta á þetta sem svo mikilvægt lið að það sé ekki nóg með að það éti og drekki frítt heldur fær það að skemma allt í kringum sig með leið- indum. Fræúm anarkismans hefur hér með verið sáð í barnssálina og nú ætti að nægja að hún fylgdist að- eins með fréttum til að fræið fari að spíra. I stað þess að hlusta á gagnsleys- ingja og sníkjurófur á Þingvöllum fórum við tíl Reykjavíkur. Þar gengu hlutirnir nú fúllvel fyrir minn smekk en aðrir fjölskyldu- meðlimir voru hæstánægðir. Að mínu mati er tvennt ómissandi á góðri þjóðhátíð. Maður þarf að geta dreypt á ylvolgu brennivíni blönd- uðu í langstaðið kók og hátalara- kerfið þarf að bjla. Annars er ekkert í þetta varið. Ekki fékk ég drykkinn en til að missa mig ekki í þunglyndi um mitt sumar var haldið á Rútstún í Kópa- vogi 18. júní í von um að þar yrði ekta þjóðhátíð. Og þar klikka menn ekki frekar en fyrri daginn. Auðvit- að ýlfraði í hátalarakerfmu svo Fjallkonan hljómaði eins og ung- lingur í mútuin. Að sjálfsögðu mættu auglýst skemmtiatriði seint og illa. Og eðlilega hafði fundist skemmtikraftur sem taldi það há- mark fyndninnar að segja piss og klósettpappír. Enda gerði hann lukku. Þó held ég að toppurinn á þessari hátíð hafi nú verið kynnirinn. Ný- lega endurkjörinn bæjarfulltrúinnd fór þar alveg á kostuin. Gat ómögu- lega lært hvernig hann ætti að snúa að hljóðnemanum þannig að gestir heyrðu til hans á eðlilegum nótum. Ymist heyrðist ekki bofs eða þá að menn hálfærðust. Eg hefði íhugað það sterklega að kjósa manninn ef kbsningar væru ekki afstaðnar. Alla- vega held ég að hann verði að vera kynnir 17. júní um ókomin ár. Þó var þáð albesta þegar hann þurfti að kynna að nú væri að fara að hefjast minnarboltaleikur um einhvern. Hann mundi ekki nafnið á honum. Sneri sér við til að spyrja rótarana en sleppti ekki hljóðnemanum svo yfir gapandi mannfjöldann hljóm- aði þýð röddin: „Hvern andskotann hét hann nú_aftur?“ Enginn kunni skil á þessu svo það varð að senda eftir formanni íþróttaráðs og sá gat upplýst málið og þessu skemmtiat- riði var þar með lokið. En þessar fimm mínútur sem fóru í þessa upp- ákomu voru margfekli allra Þing- vallaferða. Eg sneri heim á leið hress og endurnærður. Eklci var enn öll von úti. Enn voru menn á þessu landi sem kunnu að halda 17. júní hátíð. Og meðan svo er þarf ekki að kvíða þunglyndi; '

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.